Morgunblaðið - 22.08.2018, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 22.08.2018, Blaðsíða 20
20 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. ÁGÚST 2018 Verð frá 93.395 Vitamix blandararnir eiga sér engan jafningja. Mylja nánast hvað sem er. Búa til heita súpu og ís. Hraðastillir, prógrömm og pulse rofi sjá til þess að blandan verður ávallt fullkomin og fersk! Nýjir meistarar eru mættir Rauðagerði 25 108 Rvk Sími 440-1800 www.kaelitaekni.is Ascent serían frá Vitamix Ég ólst upp í jaðri kirkjugarðs og var kennt í æsku að bera virð- ingu fyrir garðinum og þeim sem þar sváfu. Girðing með hliði að- greindi heimilisgarðinn og kirkju- garðinn og ærslafullir leikir okkar barnanna náðu aldrei inn fyrir hlið- ið, þrátt fyrir að í garðinum væri fátt sem minnti á kirkjugarð annað en nokkrar þústir, leiði franskra sjómanna, sem voru þeir síðustu sem jarðaðir voru í garðinum áður en hann var aflagður árið 1870. Ég er að tala um kirkjugarðinn í Laugarnesi, þann fyrsta í Reykja- vík. Laugarnesið í heild á sér merka sögu. Bæjarhóllinn geymir ekki bara kirkjugarðinn heldur einnig búsetuminjar allt frá landnámi og sagan segir að þar hafi Hallgerður langbrók varið síðustu æviárunum. Hægt er að ímynda sér Hallgerði á bæjarhlaðinu, með sitt mikla og síða hár blaktandi í norðangolunni, virða fyrir sér sundin um sól- arlagsbil, enda útsýnið óvíða feg- urra í Reykjavík, eða var, áður en njóli, kerfill, húsa- puntur og annar gróð- ur byrgði sýn; gróður sem hefur fundið sér farveg eftir að faðir minn, Sigurður Ólafs- son, síðasti ábúandinn í Laugarnesi, flutti þaðan 1980. Og þar með var umhirðu nán- ast hætt. Bæjarhóllinn og kirkjugarðurinn í Laugarnesi eru frið- lýstir samkvæmt þjóð- minjalögum ásamt hluta af túninu með beðasléttum. En fyrr má nú vera friðurinn! Á friðlýsingin að svæfa söguna, jarða hana í illgresi og óþrifnaði? Því hefur verið hald- ið fram að af kirkju- görðum megi gleggst ráða menningarþroska þjóðar. Sé það rétt ber kirkjugarðurinn í Laugarnesi ekki vitni um slíkan þroska. Ég skora á Reykja- víkurborg/Minja- stofnun að ráðast í að rækta garðinn sinn í Laugarnesi, svo sómi verði að. Eftir Þuríði Sigurðardóttur » Bæjarhóllinn og kirkjugarðurinn í Laugarnesi eru frið- lýstir samkvæmt þjóð- minjalögum ásamt hluta af túninu með beðasléttum. En fyrr má nú vera friðurinn! Á friðlýsingin að svæfa söguna, jarða hana í illgresi og óþrifnaði? Þuríður Sigurðardóttir Höfundur er myndlistarmaður og Laugarnesvinur. „Grónar þúfur sem svefninn vefur“ Órækt Upplýsingaskilti og kirkjugarðurinn á kafi í grasi í baksýn. Ljósmynd/Þuríður Sigurðardóttir Móttaka aðsendra greina Morgunblaðið er vettvangur lifandi umræðu í landinu og birtir aðsendar greinar alla útgáfudaga. Þeir sem vilja senda Morg- unblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Kerfið er auðvelt í notkun og tryggir öryggi í samskiptum milli starfsfólks Morgunblaðsins og höfunda. Morg- unblaðið birtir ekki greinar sem einnig eru sendar á aðra miðla. Kerfið er aðgengilegt undir Morg- unblaðslógóinu efst í hægra horni for- síðu mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birtist felligluggi þar sem liðurinn „Senda inn grein“ er valinn. Í fyrsta skipti sem innsendikerfið er notað þarf notandinn að nýskrá sig inn í kerfið. Ítarlegar leiðbeiningar fylgja hverju þrepi í skráningarferlinu. Eftir að viðkomandi hefur skráð sig sem notanda í kerfið er nóg að slá inn kennitölu notanda og lykilorð til að opna svæðið. Hægt er að senda greinar allan sólarhringinn. Nánari upplýsingar veitir starfsfólk Morgunblaðsins alla virka daga í síma 569-1100 frá kl. 8-18.Allt um sjávarútveg Matur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.