Morgunblaðið - 22.08.2018, Síða 21
UMRÆÐAN 21
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. ÁGÚST 2018
Ilmur hinnar
gullnu stundar
Terre de Lumière
L’Eau
Kringlan 4-12 | s. 577-7040
Mannfólk á jörðinni
kemur í öllum stærð-
um og gerðum, mis-
munandi ættkvíslir,
ættir og ættbálkar.
Menningarreglur,
hugmyndir, siðir og
félagsleg hegðun sam-
félaga er svo fjöl-
breytileg eftir svæð-
um og löndum að það
má svo sannarlega
segja að fjölbreytt úr-
val sé af fólki hér á jörðinni.
Eigum við þó það öll sameiginlegt
að vera spendýr og skipta má okkur
niður í tvær tegundir, konur og
karla.
Litningar eru það sem sker úr um
hvort við fæðumst karlkyns eða
kvenkyns. Konur hafa X-litninga en
karlar hafa X- og Y-litninga.
Mannfólk og náttúra, frá spen-
dýrum yfir í plöntur og svo aftur til
baka, ertu til?
Kannabisplöntur, alveg eins og
mannfólk, skiptast fyrst og fremst
niður í karlkyn og kvenkyn, þótt
hermafrodít-plöntur séu möguleiki.
Hermafrodít þýðir að plönturnar
séu bæði karlkyns og kvenkyns.
Hvert kyn hefur mismunandi
eiginleika sem gerir ræktendum
kleift að aðgreina kyn plöntunar.
Plöntur byrja að ná kynþroska
sínum í kringum sex til átta vikur
eftir að spírun hefur átt sér stað. Á
þessum tímapunkti er hægt að að-
greina kyn plöntunar.
Kvenkyns plöntur eru val flestra
ræktenda, þar sem þær gefa af sér
stóra og safaríka blómatoppa sem
hægt er að reykja og gera lyf úr til
að selja.
Karlplantan hefur aðallega verið
notuð í iðnaði í gegnum tíðina og
kemur þaðan nafnið iðnaðarhamp-
ur. Nútímavísindi hafa sýnt fram á
að gamla góða karlplantan sem best
var þekkt fyrir reipi o.fl. inniheldur
yfir 400 plöntunæringarefni. Þar á
meðal eru hundruð af terpenóíðum
og andoxunarefnum. Öflugastur af
öllu er þó hópur af 80 efna-
samböndum sem kallast kannabis-
efni. Kannabisefni er nánast ein-
göngu að finna í kannabisplöntum
og í líkamsstarfsemi okkar. Öll
spendýr framleiða endókannab-
ínóíða sem bindast endó-
kannabínóða-viðtökum.
Þetta kerfi er eins og
taugakerfi og er kallað
endokannabínóíða-
kerfi, eða innra
kannabínóíðakerfi.
Endókannabínóíðar
eru lípíð, sem er sér-
stök tegund af fitu sem
víxlverkar við tauga-
kerfið. Þetta lípíð, eða
þetta innra kannabí-
nóíðakerfi, þarf að vera
heilbrigt svo að bæði
tauga- og vefjakerfi
starfi eðlilega. Eins og öll önnur lík-
amsstarfsemi helst þetta allt í hend-
ur.
Vissulega má álykta að næringar-
skortur eða rýrnun í hinu innra
kannabínóíðakerfi geti verið upphaf
ýmissa tauga- og vefjasjúkdóma og
þannig jafnvel þróast með tímanum
sem erfðasjúkdómar. Þar sem, eins
og fyrr sagði, þetta innri kannabín-
óíðalípíð, sem er sérstök tegund af
fitu, víxlverkar við tauga- og vefja-
kerfið. Ásamt öllu þessu spilar þetta
líka mikilvægt hlutverk dags dag-
lega í boðefnastarfsemi heilans og
gæti jafnvel verið lykilatriði í mörg-
um af þessum svokölluðu geð-
sjúkdómum.
Sjálfur er ég ekki hrifinn af
kannabis og er hreinlega með ein-
hvers konar ofnæmi fyrir kannabis-
reyk.
Heilsa skiptir mig þó öllu máli og
er það þess vegna sem ég skrifa
þessa grein. Kannski er kominn
tími til að leggja niður fordóma
gagnvart kannabis með betri og
meiri þekkingu. Greina „vímuefnið“
kannabis frá „næringarefninu“
kannabis. Öll erum við kynjaverur
og plönturnar eru það líka.
Kannski er kominn tími fyrir
réttindabaráttu karla í plöntuheim-
inum.
Karlkyns eða
kvenkyns?
Eftir Halldór Leví
Halldór Leví
»Eigum við þó það öll
sameiginlegt að vera
spendýr og skipta má
okkur niður í tvær teg-
undir, konur og karla.
Höfundur er áhugamaður um sólar-
og lífeðlisfræði.
halldorlevi@icloud.com
Ísland fékk formlega
staðfestingu á því að
landið, sem hefur alltaf
verið stjórnað á Íslandi
af Íslendingum, væri
áfram í konungssam-
bandi við Danmörku þó
að því viðbættu að
æðsta dómsvald lands-
ins flyttist aftur til
landsins sem þó var
þegar búið að semja
um. Það eina sem var
umsemjanlegt var uppgjör eignaupp-
töku siðaskiptanna frá 16. öld, auk
annarra konungseigna á Íslandi sem
þó höfðu ætíð verið innlendum aðals-
ættum til persónulegrar ráðstöfunar.
Strax í upphafi konungssambands-
ins sýndu íslenskir höfðingjar vald
sitt til stjórnunar landsins. Lögbók
(Járnsíða), sem konungur sendi, var
hafnað og síðan var hér samin íslensk
lögbók sem allt frá 1281 til dags dato
er enn í gildi að nokkru leyti.
Noregskonungur gerði sér grein
fyrir hlutverki sínu og þegar frá leið
leigði hann út þessa tekjulind sína
sem skatturinn var en einnig þar
rakst saman íslensk sjálfstjórn og
konungsvaldið. Skuldheimtumaður
konungs var myrtur á Grund í Eyja-
firði og svo var um hnútana búið að
enginn lögaðili var
ábyrgur því kona var
látin stjórna ódæðinu.
Allar tilraunir kon-
ungsvaldsins til áhrifa á
Íslandi mistókust fram
yfir siðaskipti, nokkr-
um sinnum með dráp-
um á sendimönnum.
Einu afskiptin sem
báru árangur voru þeg-
ar innlendir aðilar
fengu konung í lið með
sér til að klekkja á öðr-
um áhrifamönnum ís-
lenskum og urðu þau algeng þegar
leið á sextándu öld.
Þegar kirkjan var farin að taka sér
óhófleg völd í landinu leituðu lands-
menn til konungs með því fororði að
vald hans mundi aukast í landinu
með milligöngu þeirra að sjálfsögðu.
Siðaskiptin leiddu til gullaldar
lénsaðalsins á Íslandi. Allar eignir
kirkjunnar urðu nú eign konungs
sem leigði þær síðan aðlinum sem
umgekkst þær sem sína persónulegu
eign. Það hefur aldrei vakið athygli
að eignir höfðingjanna sem felldir
voru í þessum átökum runnu til ætt-
ingja þeirra og voru aldrei vefengd-
ar. Persónulegar eignir Hólabiskups
og barna hans sem allra var aflað á
hans biskupstíð, 200 jarðir eða fleiri á
hvert þeirra, runnu allar til erfingja
þeirra. Eignarhaldi höfðingjanna
varð ekki haggað.
Þegar Árni Oddsson lögmaður
undirritaði tárfellandi erfðahyll-
ingareiðinn í Kópavogi 1662 grét
hann ekki örlög alþýðunnar heldur
var hann logandi hræddur um að ís-
lenska aðalsins biðu sömu örlög og
hins danska sem hafði flúið Kaup-
mannahöfn í umsátri Svía. Danski
aðallinn var svínbeygður en sá ís-
lenski efldist og styrktist.
Stóridómur, einokunarverslun,
vistaband og öll þau óþverralög sem
sett voru á Íslandi alþýðunni til bölv-
unar voru öll sett að frumkvæði Ís-
lendinga og járnkló höfðingjanna á
alþýðu landsins varð stöðugt illvígari.
Þegar umboðsmaður Danakonungs
gerði athugasemd við ótrúlega
þrælkun virðulegs herra Stephensen
á Leirá á leiguliðum kotjarðanna í
eigu höfðingjans þá var sá danski
kallaður heim og höfðinginn beðinn
mikillega afsökunar. Það er ekki að
furða að ríkustu menn Dana eru af-
komendur Hannesar Finsen Skál-
holtsbiskups.
Það var því lítið að semja um 1918.
Þjóðfélagið var að breytast og hið
forna kerfi liðinna alda var að hrynja
til grunna. Alþýðan var farin að rífa
kjaft og efna til verkfalla. Við skulum
því fagna breytingunni sem tók tvö
ár að bregðast við af stjórnvöldum ís-
lenskum síns tíma og samþykkja lög
þar um. Athygli vekur að á fyrstu ár-
um sambandslaganna var einok-
unarverslunin við útlönd endurvakin.
Við skulum fagna breyttum tímum
landsmanna og breyttu þjóðfélagi.
Um hvað var samið 1918?
Eftir Kristján Hall » Það var því lítið að
semja um 1918.
Þjóðfélagið var að
breytast og hið forna
kerfi liðinna alda var að
hrynja til grunna.
Kristján Hall
Höfundur er áhugamaður um sögu
lands og þjóðar.
vega@vortex.is