Morgunblaðið - 22.08.2018, Page 22

Morgunblaðið - 22.08.2018, Page 22
22 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. ÁGÚST 2018 ✝ Edda ÖnfjörðMagnúsdóttir fæddist á Akureyri 15. júlí 1944. Hún lést á Heilbrigð- isstofnun Suður- lands 8. ágúst 2018. Foreldrar Eddu voru Frið- geir Marías Magn- ús Friðriksson, f. 28. apríl 1919, d. 27. apríl 1974, og kona hans Anna Jónsdóttir, f. 26. maí 1920, d. 21. júní 2000. Systkini Eddu: Hilmar, f. 1948, d. 2001; Guðrún Önfjörð, f. 1952; Ómar Önfjörð, f. 1952; Sigríður, f. 17. mars 1968. Hennar synir með fyrrverandi maka, Davíð Oddssyni, f. 1968, Oddur Smári og Davíð Steinn; Helga Oddný, f. 2. nóvember 1969, maki Ingvi Reynir Bernd- sen, f. 1970. Þeirra dætur eru Hulda Berndsen, hennar kær- asti er Eiríkur R. Wheeler, og Bríet Berndsen. Edda stundaði nám við Hús- mæðraskólann á Blönduósi vet- urinn 1960-61. Hún var húsmóðir á Heiði til 1980. Þau Hjalti byggðu á Hellu 1976 og fluttu alfarið þangað 1980. Edda vann við ýmislegt eftir það, m.a. sem dagmóðir. Hún vann hjá Smjör- líki og Sól, gamla Borgarspít- alanum og í eldhúsi Reiknistofu bankanna í Ármúla 1990-2000. Útför Eddu fer fram frá Grafarvogskirkju í dag, 22. ágúst 2018, klukkan 13. Magnús Berg- mann, f. 1958. Hinn 23. sept- ember 1961 giftist Edda Hjalta Odds- syni, f. 18. október 1934. Foreldrar hans voru Oddur Oddsson, bóndi á Heiði á Rang- árvöllum, f. 28. desember 1894, d. 6. apríl 1972, og kona hans Helga Þorsteins- dóttir, f. 23. ágúst 1890, d. 15. febrúar 1988. Dætur Eddu og Hjalta; Anna, f. 24. september 1966, d. 19. febrúar 1967; Anna Amma var svo góð manneskja. Hún átti gott og langt líf og hún var alltaf svo sterk. Hún gafst aldrei upp, það var ekki í hennar eðli. Hvert einasta sumar áður en ég flutti norður fór ég alltaf í sveitina til ömmu og afa stóran part sumars. Ég fór alltaf með ömmu á elliheimilið því hún var alltaf að föndra og hjálpa til. Hún kenndi mér að prjóna og sauma, það var mjög gaman. Svo fór ég oft með henni til sjúkraþjálfara og fékk að prófa öll tækin, sem mér fannst ekki leiðinlegt. Og öll jól voru haldin á Hellu hjá ömmu og afa. Hinn 24. desember vökn- uðum við systir mín snemma til að sjá hvað við fengum í skóinn og öll kertin sem við höfðum sett í skóna kvöldið áður voru farin því amma tók þau og sagði okkur að Kertasníkir hefði tekið þau, sem við trúðum lengi vel. Amma bak- aði margar kökur fyrir jólin á hverju ári og skreytti húsið enda var hún langmesta jólabarnið. Við borðuðum klukkan sex á að- fangadag. Á eftir var vaskað upp og svo loksins var pakkatími. Amma var gjafmild og pakkaði mörgu dóti í sérumbúðir og fyllti í kassa, tók eins mikið af dóti og hún gat og setti þannig að pakk- inn var að springa. Hún var alltaf svo dugleg og gafst aldrei upp. Bríet Berndsen Ingvadóttir. Ég er heppinn. Hún Edda Magnúsdóttir, Edda frænka, Edda á Heiði, var frænka mín. Hún var föðursystir mín. Stundum er sagt að þeir sem vilji komast auðveldlega hjá gagnrýni kjósi að segja ekkert, gera ekkert og vera ekkert. Edda frænka valdi ekki þá leið. Hún var svona „do-er“ , svo vísað sé til þekktra orða úr Næt- urvaktinni hér um árið. Ég var talsvert hjá og í kring- um hana Eddu þegar ég var yngri. Svo aftur þegar Lára, fv. kona Hilmars föður míns, kom til Íslands þá hitti ég hana aftur og meira. Svo til að geirnegla frekari samskipti þá fór það svo að einn af mínum æskuvinum, hann Ingvi Reynir, náði að klófesta hana Helgu, dóttur Eddu, þannig að Edda var talsvert í kringum mig þó svo að fundir okkar hafi verið fullfáir síðustu ár. Ég á nokkrar góðar minningar um hana frænku mína, ein þeirra og sú sem ég er hvað glaðastur með að eiga er sú, að þegar ég reima á mig skóna þá hugsa ég yfirleitt til þess er kenndi mér þá list, en auðvitað var það hún Edda sem á heiðurinn af því. Það fór þannig fram að ég var eitt sinni í smá fríi, um fimm ára peyi hjá þeim Eddu og Hjalta á Heiði þegar mig langaði út að leika, skoða dýrin eða einfaldlega að skíta mig út en þá var mínum manni sagt að klæða sig sem var gert möglunarlaust, en svo kom að skónum en þá kallaði okkar maður „þar þarf að reima“. Húsfreyjan, hún Edda frænka mín, kom þá fljótlega á vettvang og spurði peyjann „já, þarf að reima?“ Næsta setning var þá meira í ætt við téða Næturvakt, „nú, þá lærir þú að reima, fyrr kemst þú ekki út“. Nokkurri stund síðar var okkar maður kominn á ferðina með nýreimaða skó og klár í slaginn. Henni Eddu frænku hafði þá tekist að kenna mér að reima skó. Hún var sann- kallaður „do-er“. Fyrir það er ég henni þakklátur. Elsku Edda, mikið sem ég er þakklátur fyrir spjallið okkar rétt áður en þú kvaddir okkur, það gaf mér mikið. Ég veit að ég átti smá stað í þínu hjarta, þú hjá mér. Enda ekki nema von, Edda var frænka mín. Til ykkar, Hjalti, Anna Sigga, Helga, Oddur, Davíð, Bríet, Hulda og Ingvi minn, innilegar samúðarkveðjur til ykkar allra. Sigfús Ómar. Við erum af sama meiði, við Edda Magnúsdóttir. Feður okkar voru bræður, báðir fæddir og uppaldir í Ön- undarfirði. Annar fjarri foreldrum og systkinum fyrstu æviárin, en síð- ar varð Ostahúsið á Flateyri vett- vangur þessarar fjölskyldu, þar til börnin þeirra afa og ömmu, Friðriks Guðmundssonar og Guðbjargar Guðmundsdóttur, hleyptu heimdraganum og sigldu um heimsins höf, stofnuðu fjöl- skyldu á erlendri grund eða gengu sín ævispor hér heima á Fróni, sunnan-, vestan- eða norð- anlands. Það segir einhvers staðar að það vaxi ekki illgresi á leiðinni milli vina. Leiðin milli okkar í þessari fjölskyldu var ekki alltaf fjölfarin en aldrei óx illgresið svo að leiðin glataðist eða yrði illfær. Og nú á síðustu dögum hafa komið upp úr kössum myndir sem sendar voru á milli fjöl- skyldnanna, myndir af systkinum pabba, mökum þeirra og börnum, myndir af sameiginlegum ferðum og heimsóknum. Að eiga slíkt í minningabankanum er dýrmætt svo og minningin um það þegar jólakortin voru skrifuð við borð- stofuborðið á aðventunni, kveikt á kerti og pabbi skrifaði, mamma minnti á hvert kortin ættu að fara og við systurnar límdum frímerk- in á umslögin. Oft heyrðist pabbi segja: „Hvar skyldi hann Maggi vera núna?“ Og svo kom að því stundum, að hann Magnús birtist á tröppunum þegar skip hans lagðist að bryggju á Ísafirði og þá var gaman, því hann hafði sér- staka frásagnargáfu og sagði ótrúlegar sögur en líka fengum við að fylgjast með fjölskyldunni og ég man eftir að hafa hlustað sérstaklega þegar hann minntist á hana Eddu, því við vorum jafn- gamlar. En það tók okkur Eddu nokk- ur ár að uppræta alveg óþarfa gróður á leiðinni okkar í milli. Við áttum sameiginlegt áhugamál sem fólst í því að við afkomendur afa og ömmu í Ostahúsinu á Flat- eyri glötuðum ekki alveg öllum tengslum okkar í milli. Og okkur tókst að koma á samverustund og ferð á slóðir ömmu og afa í Ön- undarfirði og ekki síst var minn- isstæð ferðin í Súgandafjörð en þangað var farin hálfgerð píla- grímsför að Vatnadal, þaðan sem hún Guðbjörg amma var. Hún Edda frænka mín var góð heim að sækja og notalegt að sitja með þeim, henni og Hjalta, og ræða landsins gagn og nauð- synjar ásamt því að draga eitt og annað upp úr minningabankan- um og óendanlega þakklát er ég fyrir stund sem við áttum á heim- ili þeirra fyrir skömmu, Edda þá ennþá heima. Og mörg góð og löng símtöl áttum við á undan- förnum árum, því við bjuggum alltaf hvor á sínu landshorninu, fyrir utan þann stutta tíma sem Magnús frændi minn bjó með fjölskyldu sinni á Flateyri, en þá vorum við Edda smástelpur. Hana Eddu frænku mína kveð ég með þökk í huga og aðdáun á ótrúlegu baráttuþreki hennar í glímu við sjúkdóma. Og fjölskyld- unni sendi ég mínar innilegustu samúðarkveðjur og bið ykkur Guðs blessunar. Lára Guðbjörg Oddsdóttir. Edda frænka er látin og við söknum hennar mikið. Við og Edda erum systkina- börn, faðir okkar og móðir Eddu voru systkini. Sambandið milli fjölskyldna okkar var mjög náið og gott. Edda dvaldi oft vikum saman á heimili foreldra okkar frá árinu 1962. Okkur fannst hún vera full- orðin, þó að hún hafi bara verið 18 ára. Hún gaf sér tíma til þess að tala við okkur unglingana og spilla okkur með góðum mat, pönnukökum og öðru góðgæti. Þetta kunnum við vel að meta. Edda og Hjalti tóku að sér að passa Önnu Báru í nokkra mán- uði þegar hún var kornung. Mörg næstu sumur á eftir var Anna Bára meira eða minna á Heiði. Anna Bára elskaði að vera í sveit- inni. Edda sagði oft að henni fyndist Anna Bára vera elsta barnið sitt. Edda fór í húsmæðraskóla og lærði margt gagnlegt þar. En hún hafði ótrúlega hæfileika til þess að búa til góðan mat, baka og vinna í höndunum. Handa- vinnan hennar var sérstaklega falleg. Hún hafði gaman af að gefa fólki það sem hún hafði búið til og margir nutu þess. Edda þekkti landið okkar mjög vel og elskaði að ferðast um það. Hún setti sig inn í það sem hafði með íslenska náttúruvernd að gera. Þetta var sameiginlegt áhugamál þeirra hjóna og þau voru á margan hátt langt á undan sinni samtíð í náttúruverndar- málum. Edda elskaði einnig að ferðast til útlanda. Þó að hún hefði lítið lært í tungumálum í skóla tókst henni að tala við Dani, Norðmenn og Spánverja og átti vini í öllum þessum löndum. Edda var sérstaklega mikið gefin fyrir börn. Þegar Anna litla kom í heiminn voru Edda og Hjalti alsæl. Það var hræðilega mikil sorg fyrir hjónin þegar Anna litla dó úr RS-vírus bara fimm mánaða gömul. Þegar þau eignuðust Önnu Siggu strax ári seinna var það mikil hamingja. Þau eignuðust síðan Helgu Oddnýju rúmu ári síðar. Dætur þeirra hafa gefið þeim fjögur barnabörn sem hafa veitt þeim mikla gleði. Edda mundi afmælisdaga allra í fjölskyldunni (og sendi öllum af- mæliskveðjur löngu fyrir Fa- cebook). Hún kynnti sér nöfnin á öllum nánustu forfeðrum okkar og vissi mikið um ættina. Hún hafði áhuga á því að vita hvað þetta fólk hafði gert í lifanda lífi. Þegar Edda og Hjalti hættu búskap á Heiði fluttu þau á Hellu. Þar ólust dæturnar upp og Edda vann utan heimilisins. Þegar svo enga vinnu var að fá fyrir Eddu á Hellu ákvað hún að flytja til Reykjavíkur því henni leiddist aðgerðarleysið. Hún flutti aftur austur þegar hún hætti að vinna. Edda var alltaf vel til fara og fín um hárið. Hún vildi hafa gæði í þeim vörum og fötum sem hún keypti. Þannig voru líka gjafirnar frá Eddu. Alltaf gæðavörur og Edda var gjafmild. Þau hjónin voru óendanlega gestrisin og gaman að heimsækja þau. Allir voru alltaf velkomnir. Edda og Hjalti sögðu aldrei að það passaði ekki að maður kæmi í heimsókn. Þar var alltaf opið hús, bæði fyrir kaffisopa og einnig fyrir gistingu í lengri og skemmri tíma. Elsku Hjalti, Anna Sigga, Helga Oddný, Ingvi Reynir, barnabörn, fjölskylda og vinir. Með innilegustu samúðar- kveðjum Ingólfur, Ásta og Anna Bára. Edda Önfjörð Magnúsdóttir HINSTA KVEÐJA En komin eru leiðarlok og lífsins kerti brunnið og þín er liðin æviönn á enda skeiðið runnið. Í hugann kemur minning mörg, og myndir horfinna daga, frá liðnum stundum læðist fram mörg ljúf og falleg saga. (Höf. ók.) Sigríður Ström. Okkar ástkæri HALLDÓR KRISTJÁNSSON Dóri frá Tungu, Mýrum 7, Patreksfirði, lést á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða á Patreksfirði miðvikudaginn 8. ágúst og er því kominn í hin eilífu berjalönd. Útför fer fram frá Patreksfjarðarkirkju laugardaginn 25. ágúst klukkan 14. Aðstandendur Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SIGRÍÐUR MAGNÚSDÓTTIR, lést á Dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund laugardaginn 11. ágúst. Útförin fer fram frá Langholtskirkju fimmtudaginn 23. ágúst klukkan 14. Blóm og kransar afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hennar er bent á Alzheimersamtökin. Eiríkur Jónsson Bryndís Eiríksdóttir Ólafía J. Eiríksdóttir Hjalti Lúðvíksson Jón Eiríksson Hólmfríður Kristjánsdóttir Magnús Eiríksson Unnur Fanney Bjarnadóttir barnabörn og barnabarnabörn Þökkum auðsýnda samúð, vináttu og hlýhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður, tengdaföður, afa og langafa, ÖGMUNDAR GUÐMUNDSSONAR, rafvirkjameistara, Sóleyjarima 11. Innilegar þakkir til starfsfólks hjartabilunar- og hjartadeildar Landspítalans. Kristín Guðjónsdóttir Guðjón G. Ögmundsson Sigrún Birgisdóttir Sólveig J. Ögmundsdóttir Stefán Kristjánsson Guðmundur K. Ögmundsson Helena María Agnarsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÞÓRANNA KRISTÍN HJÁLMARSDÓTTIR, lést á Sjúkrahúsinu á Sauðárkróki sunnudaginn 19. ágúst. Útför fer fram frá Sauðárkrókskirkju laugardaginn 1. september klukkan 14. Þórður Steinar Lárusson Þorbjörg Bergsdóttir Einar Jóhannes Lárusson Sólveig Birna Gísladóttir Steinunn Daníela Lárusd. Sigurjón Viðar Leifsson barnabörn og barnabarnabörn Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, VALDÍS GARÐARSDÓTTIR, andaðist á Hrafnistu í Hafnarfirði þriðjudaginn 14. ágúst. Útför hennar fer fram frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði mánudaginn 27. ágúst klukkan 15. Garðar H. Skaptason Helena Marta Jakobsdóttir Þóroddur S. Skaptason Brynja Þ. Þorbergsdóttir Birgir Skaptason Barbara Mayer Guðm. Ragnar Guðmunds. Steinunn Þ. Skaptadóttir Mogens Lundahl Unnur Dís Skaptadóttir Gunnar Randversson barnabörn og barnabarnabörn Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.