Morgunblaðið - 22.08.2018, Síða 24
24 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. ÁGÚST 2018
✝ Ólafur RagnarMagnússon
fæddist 15. ágúst
1924 í Söðulsholti í
Hnappadal. Hann
lést 10. ágúst 2018.
Foreldrar hans
voru Magnús
Brynjólfsson, bóndi
og síðar smiður í
Reykjavík, f. 26.
maí 1895 í Mið-
húsum í Biskups-
tungum, d. 31. jan. 1971, og k.h.
Margrét Ólafsdóttir, klæðskeri
og húsmóðir, f. 1. des. 1900 í
Söðulsholti, d. 10. júní 1988.
Systkini Ólafs eru Brynjólfur
Ásgeir, f. 1925, látinn, Kristrún
(Dúna), f. 1926, Erna Bjargey,
f. 1932, látin, Unnur Svandís, f.
1933, og Sigrún, f. 1942.
Ólafur lauk sveinsprófi í
prentiðn frá Víkingsprenti
1947. Starfaði hjá Leiftri, Fé-
lagsprentsmiðjunni og Her-
bertsprenti þar til hann hóf
störf hjá prentsmiðju Morg-
unblaðsins 1955, þar sem hann
var prentsmiðjustjóri í áratug,
1957-1967. Eftir það stofnaði
hann, ásamt Helgu Kristins-
dóttur, seinni konu sinni,
Hverfiprent. Þar var hann for-
stjóri þar til þau hjón seldu fyr-
irtækið 1992.
K1. 8. okt. 1949: Jódís Jóns-
dóttir, f. 12. okt. 1927 í Ási,
Presthólahreppi, N-Þing., d. 21.
febr. 2012. For.: Jón Árnason, f.
10. sept. 1889, d. 10. jan. 1944,
héraðslæknir á Kópaskeri, og
k.h. Valgerður G. Sveinsdóttir,
f. 8. des. 1895, d. 10. nóv. 1983.
Ólafur og Jódís skildu. Börn
þeirra: 1) Valgerður Guðrún, f.
19. mars 1950, skrifstofumaður
í Danmörku. M. Niels Peter
Olaf Buck, f. 5. júní 1948, d. 12.
mars 2003, forstjóri í Dan-
mörku. Barn þeirra er Vala
Cristina, f. 1977. M. Kristoffer
Buck Bramsen, f.
1983. Börn þeirra:
Ida, f. 2009, Alfred,
f. 2009, og Ole, f.
2013. 2) Margrét, f.
16. des. 1952, sál-
fræðingur. M. Már
Viðar Másson, f. 1.
des. 1949, sálfræð-
ingur. For.: Niku-
lás Már Nikulás-
son, f. 1923, d.
2010, og k.h. Þóra
Þorvaldsdóttir, f. 1925, d. 2014.
Barn þeirra er Halla Dögg, f.
1985. Barnsfaðir: Ægir Björn
Ólafsson, f. 1985. Börn þeirra:
Kamilla Dögg, f. 2010, og Katla
Margrét, f. 2013. M. Páll Ingi
Stefánsson, f. 1981. Barn
þeirra: Rósant Már, f. 2016. 3)
Pála Kristín, f. 8. ágúst 1957,
stuðningsfulltrúi. M. Kristján
Björn Ólafsson, f. 17. apríl
1958, húsasmíðameistari í
Reykjavík. For.: Ólafur Lúther
Kristjánsson, f. 1927, d. 2006,
og k.h. Sesselja Margrét Karls-
dóttir, f. 1929, d. 2014. Börn
Pálu og Kristjáns: a) Atli Freyr,
f. 1992. Barnsmóðir: Viktoría
Ýr Norðdahl, f. 1991. Barn
þeirra er Róbert Freyr Norð-
dahl, f. 2012. b) Ívar Óli, f.
1995, og c) Emil Örn, f. 1995.
K2. 9. júlí 1966: Helga Ing-
unn Kristinsdóttir, f. 13. okt.
1930 í Reykjavík, d. 24. júní
2009, útibússtjóri Búnaðar-
bankans og skrifstofustjóri
Hverfiprents. For.: Kristinn
Júlíus Guðnason, f. 14. júlí
1895, d. 9. ágúst 1978, forstjóri
í Reykjavík, og k.h. Ástríður
Stefanía Sigurðardóttir, f. 14.
mars 1899, d. 18. des. 1975.
Barn Ólafs og Helgu er: 4)
Kristinn Axel, f. 9. mars 1968.
Útför Ólafs fer fram frá
Dómkirkjunni í Reykjavík í
dag, 22. ágúst 2018, klukkan
13.
Ólafur, tengdafaðir minn, var
fínn maður í tvennum skilningi.
Annars vegar var hann góður
maður, hlýr og mikill öðlingur.
Hann var hjálplegur og mátti
ekkert aumt sjá. Hann var ætíð
reiðubúinn að veita vinum og
vandamönnum stuðning, sem
stundum gat verið í því fólginn
að vera til staðar þegar á þurfti
að halda.
Hins vegar var Ólafur góður
þjóðfélagsþegn, sem gekk í fín
félög og studdi góð málefni,
sem kynnu að verða landi og
þjóð til framdráttar. Kynslóð
Ólafs, sem nú er að líða undir
lok, vann hörðum höndum að
því að reisa menningu okkar
upp úr þeim öldudal sem síðari
heimsstyrjöldin skildi eftir sig,
og byggja upp grunn þess þjóð-
félags sem við þekkjum í dag. Í
þeim efnum var Ólafur hreinn
og beinn og eyddi aldrei tíma
eða orku í hik eða vafasaman
málstað. Ólafur var fyrirmynd-
arþjóðfélagsþegn, okkur yngra
fólkinu til eftirbreytni.
Ólafur fylgdist vel með því
sem gerðist í þjóðfélaginu. Þar
leit hann tvímælalaust á sig
sem geranda, en ekki þolanda.
Mann sem tók þátt í framför-
um. Ekkert væl! Standið ykk-
ur! Það er líklega erfitt fyrir
eftirlifendur að skilja þá ófrá-
víkjanlegu framfaraþrá sem
einkenndi kynslóðina sem nú er
að kveðja, og alin var upp af
aldamótakynslóðinni. Það var
eitthvað gott og tignarlegt við
hana. Við af ’68-kynslóðinni
vorum langtum meira efins, og
höfum líklega glutrað niður
ýmsu, sem við hefðum ef til vill
átt að halda til haga.
Til að auka þekkingu sína
var Ólafur á sífelldum þönum.
Hann var einhver mesti ferða-
garpur sem ég hef kynnst.
Hann byrjaði snemma að
ferðast með Farfuglum á sumr-
in og stunda fjallaskíði á vetr-
um. Ólafi varð síðar tíðrætt um
hjólreiðaferðirnar, sem hann
tók þátt í, um vegi og vegleys-
ur, fjöll og firnindi – og var
sjálfur alveg gáttaður á látun-
um. Þegar bílar urðu almenn-
ingseign ók hann sjálfur um
landið, og útlönd, með fjöl-
skyldu sína, eins og myndaal-
búm fjölskyldunnar bera vitni
um. Fjölskyldan var í tjaldi, í
fellihýsi og á hótelum. Jódís og
Helga tóku báðar þátt í þessu
áhugamáli Ólafs, enda kynntist
hann þeim báðum í Farfuglum.
Þótt við, yngra fólkið, værum
ýmsu vön urðum við samt hissa
þegar við fréttum af Ólafi og
Helgu í Ástralíu eða djúpt inni
í skógum Suður-Ameríku. Ekk-
ert var Ólafi óviðkomandi.
Ólafur sótti leiksýningar, en
einkum þó óperur og söngtón-
leika og bauð þá gjarnan yngri
kynslóðinni með, svo hún mætti
kynnast menningunni. Þá má
ekki láta vera að minnast brids-
félaga Ólafs, sem héldu hópinn
í hálfa öld – og höfðu alltaf jafn
gaman af.
Það var hreinasta yndi að
fylgjast með ákafa og dugnaði
Ólafs við rekstur Hverfiprents
ásamt Helgu sinni. Þar var allt
hreint og beint. Sama má segja
um sumarbústaðinn Skorra,
sem þau hjón reistu til að eiga
fleiri samverustundir með fjöl-
skyldu og vinum. Í Skorra má
líta safn veiðistanga, veiðihjóla,
sakka, spúna og öngla – og má
af því ráða að Ólafur var
áhugasamur um stangveiðar á
yngri árum. Til eru myndir af
honum við veiðar í Þingvalla-
vatni, en þar áttu þau Jódís at-
hvarf í sumarbústað. Ég sé
Ólaf fyrir mér sem ættarhöfð-
ingja.
Már Viðar Másson.
Ólafur Ragnar
Magnússon
✝ ÞorsteinnMatthíasson
fæddist í Reykjavík
8. janúar 1966.
Hann lést á heimili
sínu, Hraunbæ 158,
12. ágúst 2018.
Móðir hans er
Halldóra Sigríður
Gunnarsdóttir, f. á
Álafossi 1. nóv-
ember 1946. Faðir
hans var Matthías
Jón Þorsteinsson, f. á Hólmavík
29. október 1942, d. 17. sept-
ember 1999. Alsystir Þorsteins
er Guðrún Anna, f. 27. janúar
1967. Sammæðra
systkini hans eru
Brynjar Már Bjark-
an, f. 30. júní 1978,
d. 2016, Jón Gunn-
ar Bjarkan, f. 21.
febrúar 1980, og
María Salóme
Bjarkan, f. 16. nóv-
ember 1982. Faðir
þeirra var Brynj-
ólfur Bjarkan, f. 12.
mars 1944, d. 17.
maí 1993.
Útför Þorsteins fer fram frá
Lágafellskirkju í dag, 22. ágúst
2018, klukkan 15.
Dauðinn gerir ekki boð á undan
sér. Enn á ný knýr sorgin dyra.
Aðeins tæplega tveimur árum eft-
ir fráfall Brynjars bróður hefur
Steini bróðir kvatt þennan heim,
langt um aldur fram og er farinn á
fund framliðinna ástvina.
Steini var einstaklega fallegt
barn, atorkumikill og glaður.
Fyrstu minningar mínar um litlu
fjölskylduna okkar eru eftir að
mamma og pabbi skilja. Við systk-
inin bjuggum tvö með mömmu í
litilli sætri blokkaríbúð. Hver ein-
asti kimi var nýttur, jafnvel skáp-
arnir hannaðir sem kojur þar sem
við Steini sváfum.
Lífið var einfalt og áhyggju-
laust á þessum árum og ég á hell-
ing af góðum minningum frá
heimilinu, leikskólanum, sumar-
búðum og fleiru.
Fjölskylduaðstæður urðu til
þess að við ólumst ekki upp saman
eftir sjö ára aldur; hann hjá föð-
urafa og ég hjá móðurömmu.
Frá barnsaldri var Steini
hörkuduglegur í öllum verkum
sem hann vann. Kröfur til barna
voru ólíkar þeim sem gerðar eru í
dag. Börn voru send snemma í
sveit á sumrin og svo var líka með
Steina. Aðeins sjö ára gerðist
hann vinnumaður í sveit. Þess á
milli seldi hann dagblöð.
Ég fór nokkrum sinnum með
honum að selja blöð og í þá daga
gilti reglan fyrstur kemur fyrstur
fær. Hann var ekki bara slunginn
að finna góða staði heldur líka
snöggur að komast þangað á und-
an hinum. (Jafnvel á undan Óla
blaðasala.)
Þrátt fyrir að vera aðskilin náð-
um við systkinin að eiga góðar
stundir saman. Sunnudagsbíltúr í
Eden með afa að kaupa ís var
meðal annars fastur liður tilver-
unnar á æskuárunum.
Við áttum líka nokkur sameig-
inleg áhugamál eins og fótbolta.
Við héldum bæði með Val og fór-
um á marga leiki saman. Ég man
sérstaklega eftir skemmtilegum
stundum á Melavellinum. Þar
hreiðruðum við um okkur undir
teppi því stundum var kalt og bið-
um spennt eftir því að einhver
Valsmanna þrusaði boltanum í
mark. Við skelltum okkur líka oft
saman í höllina til að horfa á hand-
boltaleiki Vals. Steini var eflaust
einn af dyggustu stuðningsmönn-
um Valsara alla tíð og fór mjög oft
á leiki þeirra og íslenska lands-
liðsins eða fylgdist með þeim á
einhvern hátt.
Steini hafði áhuga á hestum og
átti hest á unglingsárunum. Bílar
vöktu líka áhuga hans og strax
pínulítill kunni hann nöfn á öllum
bílategundum. Það er því ekki
skrítið að hann tók meirapróf og
gerðist bílstjóri um tíma.
En Steini var fyrst og fremst
mikið náttúrubarn og undi sér
best undir berum himni, helst
með veiðistöng í hendi og það var
hann sem kenndi mér að veiða.
Við fórum stundum saman að
veiða, bæði upp í Mosfellssveit
þar sem hann var vinnumaður, en
aðallega þegar við vorum í Bjarn-
arfirði. Þangað skruppum við oft
stuttar ferðir á sumrin á æsku-
slóðir afa.
Steini hélt áfram að fara í veiði-
ferðir í gegnum tíðina og sam-
kvæmt veiðibókinni hafði hann
dregið á land níutíu laxa.
Nú sé ég Steina fyrir mér sitj-
andi á árbakkanum hinum megin,
með veiðstöngina sína, að reyna
að krækja í þann stóra.
Elsku bróðir, ég mun ætíð vera
þakklát fyrir allar góðu stundirn-
ar sem við áttum saman. Guð
blessi þig og varðveiti.
Guðrún Anna
Matthíasdóttir.
Hann Steini bróðursonur okkar
var fallegt barn, skemmtilegur lít-
ill snáði, kotroskinn og athafna-
samur, brosmildur og glaðvær og
það var gaman að fylgjast með
honum á bernskuárum. Alvarleg
veikindi föður hans urðu til þess
að raska högum heimilisins og
þannig skipaðist að Steini átti um
árabil athvarf sitt og skjól hjá föð-
urforeldrum. Jófríður amma hans
lést þegar hann var enn ungur að
árum en sterkt og einlægt var
samband hans við afa Þorstein og
þegar fram liðu stundir mátti
hvorugur af öðrum sjá.
Það kom snemma í ljós að
Steini var hrifnæmt náttúrubarn
og áhugamálin tengdust útiveru.
Hann ferðaðist með afa sínum vítt
og breitt um landið og fræddist af
þeim fræðaþul um örnefni og stað-
hætti. Af honum lærði hann líka
fallegt og rammíslenskt málfar.
Fátt þótti Steina yndislegra en
stangveiði í ám og vötnum og slíku
sporti sinnti hann mjög í gegnum
tíðina. Ferðir norður á Strandir til
heimahaga afa voru líka í sérflokki
og vestur í Dali var líka gaman að
koma þar sem móðurfólkið hans á
rætur.
Fótbolti átti líka hug hans allan
og hann var Valsari af lífi og sál.
Steini var í sveit hjá heiðurs-
hjónunum Ásgerði og Ólafi á
Hrísbrú í Mosfellsdal í sjö sumur
og naut umhyggju og vináttu
þeirra og barna þeirra alla tíð. Þau
tryggu tengsl voru honum mikils
virði til hinsta dags. Þar lærði
hann til verka við hefðbundin
sveitastörf og víst hefur munað
um hann þar sem annars staðar
sem hann kom að verki. Hann var
hörkuduglegur og fylginn sér í
hverju því sem honum var trúað til
að vinna og þar kom hann víða við.
Hann var á sjó, vann við fisk-
vinnslu og akstur strætisvagna og
Þorsteinn
Matthíasson
✝ Ásdís LucindaHjálmtýsdóttir
Callaghan fæddist í
Reykjavík 23. júlí
árið 1921. Hún lést
á Saint Francis Ho-
spital í Connecticut
í Bandaríkjunum 1.
júlí 2018.
Ásdís var dóttir
hjónanna Lucindu
Francisku Wilhelm-
ínu Hansen hús-
móður, f. í Reykjavík 13. mars
1890, d. 17. júní 1966, og Hjálm-
týs Sigurðssonar kaupsýslu-
manns, f. á Stokkseyri 14. apríl
1878, d. 5. júlí 1956. Lucinda var
dóttir hjónanna Maríu Katharínu
Bernhöft, f. 14. mars 1865, d. 27.
október 1937, og Ludvigs Han-
sen, f. 29. maí 1860, d. 4. júlí
1910. Hjálmtýr var sonur
hjónanna Gyðríðar Hjaltadóttur,
f. 11. maí 1853, d. 14. febrúar
1925, og Sigurðar Sigmunds-
1933, d. 2002, maki Margrét
Matthíasdóttir, f. 1936, d. 1995,
áttu sjö börn.
Á uppvaxtarárum Íju bjuggu
foreldrar hennar um tíma í Þing-
holtunum í Reykjavík og austur á
Stokkseyri en frá árinu 1931
bjuggu þau á Sólvallagötu 33 í
Reykjavík. Íja naut hefðbund-
innar skólagöngu og fór ung að
vinna við verslunarstörf. Hún var
listakona í saumaskap, vandvirk,
hugmyndarík og hefði getað orð-
ið þekkt á þeim vettvangi.
Hún kynntist John A. Callag-
han, ungum bandarískum blaða-
manni, sem starfaði hér á landi
sem herlögreglumaður, f. 1915,
d. 2005. Þau gengu í hjónaband
hér á landi árið 1946 og fluttu í
kjölfarið til Wethersfield í Con-
necticut og bjuggu þar alla tíð.
Þau eignuðust þrjú börn: Robert
sem var kvæntur Lindu Kam-
insky en hún er látin, þau áttu
tvö börn, þau Elizabeth og Pat-
rick. Lindu sem gift er Charles
Stephenson og Patriciu, sem er
gift Stephen Kaminsky og eiga
þau tvö börn: Lindsay og Craig.
Barnabarnabörnin fimm eru:
Chase, Sadie, Joseph, Samantha
og John Benjamin.
Bálför Íju fór fram frá Farley-
Sullivan Funeral Home, Wet-
hersfield, 5. júlí 2018.
sonar, f. 14. ágúst
1850, d. 17. janúar
1933.
Ásdís Lucinda
var kölluð Íja af fjöl-
skyldu og vinum.
Hún var sjötta í röð
átta systkina sem
voru: María Gyða
Heiðdal, f. 1913, d.
1991, maki Vil-
hjálmur Heiðdal, f.
1912, d. 2005, áttu
þau fimm börn, Ludvig Leopold,
f. 1914, d. 1990, maki Kristjana
Pétursdóttir, f. 1918, d. 1992,
áttu tvö börn, Ásta Guðmunda, f.
1917, d. 1999, maki Guðmundur
Sigurðsson, f. 1907, d. 1996, áttu
tvo syni, Sigurður Örn, f. 1918, d.
1994, maki Erna Geirlaug Árna-
dóttir Mathiesen, f. 1928, d. 2003,
áttu fjögur börn, Jóhanna Hrafn-
hildur, f. 1924, maki Axel Thor-
arensen, f. 1921, d. 1999, eiga tvö
börn, og Hjálmtýr Edward, f.
Eftir rigningardaga í júní horfðu
margir til sólarinnar með þær
væntingar að hún myndi birtast
þegar júlí gengi í garð. Þá færi líka
verulega að styttast í 97 ára afmæli
föðursystur okkar, Ásdísar Luc-
indu. Hún var ekki með stórar
áætlanir á prjónunum þetta árið.
Hún lifði svo ánægð í minningunni
frá ógleymanlegu 95 ára afmæli
sínu. Þá hafði Blía systir hennar og
besta vinkona komið og verið hjá
henni í mánuð. Hún kom ekki ein
heldur kom hún fljúgandi með þotu
sem stýrt var af sonarsonum henn-
ar. Ferðamáti hennar til samvistar
við Íju systur sína vakti mikla at-
hygli og var birt á forsíðu Morg-
unblaðsins.
Fréttir frá andláti Íju komu
mikið við okkur öll og minntu á að í
löngu og farsælu lífi hennar voru
rigningardagarnir ekki verri en
sólardagarnir, heldur var það nýt-
ing daganna og tækifæranna sem
fylgdu þeim sem skiptu sköpum.
Hún var þriðja yngst af einum
glaðværasta systkinahópi sem um
getur. Þar sem hláturjóga og núvit-
und eru meðfæddir eiginleikar.
Systkinin samhent og þekkt fyrir
hressleika.
Íja var ung þegar hermenn fóru
að flykkjast til Íslands í seinni
heimsstyrjöldinni til verndar landi
og þjóð. Hún var aðeins 25 ára þeg-
ar myndarlegur herlögreglumaður
fór að venja komur sínar í skóbúð
þá er hún vann í til að kaupa skó-
reimar.
John sagði sjálfur frá því seinna
að hún hefði heillað hann, svo falleg
við afgreiðsluborðið og að hann
hefði aldrei á lífsleiðinni eignast
eins mikið af skóreimum. Skó-
reimakaup Johns báru árangur.
Þegar þau seinna heimsóttu
landið geislaði hún af hamingju og
John af stolti yfir henni og öllum
„Hjálmtýsdætrum“ og svilum sín-
um og mágum sem hann kallaði
„The Sveelies“. Honum þótti svo
vænt um fjölskyldu og land konu
sinnar að hann var stundum sjálfur
á þröskuldinum með að vera orðinn
Íslendingur.
Það voru gleðitíðindi þegar fjöl-
skyldan frá Connecticut var hér á
ferð og allir boðnir og búnir að taka
sem best á móti þeim. Þá var alla
tíð sami háttur hafður á af þeirra
hálfu færi einhver í heimsókn til
Connecticut. Þegar við hópur
frændsystkina og makar heimsótt-
um fjölskylduna haustið 2006 var
svo vel tekið á móti okkur að minn-
ingarnar frá þeim tíma eru ómet-
anlegar og varðveitast um ókomna
tíð.
Það var einkennandi fyrir kar-
akter Íju að þrátt fyrir að hafa búið
ytra í yfir 70 ár heyrðist það aldrei á
mæli hennar þegar hún talaði ís-
lensku.
Hæfileikar hennar komu vel
fram í saumaskap sem var svo listi-
lega vel gerður og vandaður. Var
víða tekið eftir glæsilegum klæða-
burði hennar og má geta þess að
þegar hún vann hjá Lord and Tay-
lor fékk hún margar fyrirspurnir.
En hún naut þess að sauma falleg
föt á sig og börnin.
Íja var falleg, glaðlynd og hlý,
bjó yfir fágaðri framkomu. Hún var
heimskona.
Fjölskylda Ásdísar Lucindu H.
Callaghan á Íslandi drúpir höfði í
þakklæti og virðingu yfir ánægju-
legri samleið, ómældri gestrisni,
tækifærunum sem hún færði okkur
á erlendri grund og skemmtilegum
samverustundum þar sem samtalið
og hláturinn fékk að ferðast um
hæstu hæðir.
Hugheilar samúðarkveðjur fær-
um við Bobby, Lindu,Triciu, fjöl-
skyldunni allri og þér elsku Blía,
vegna fráfalls móður, tengdamóð-
ur, ömmu, langömmu og systur
sem var ykkur svo góð.
Blessuð sé minning einstakrar
konu sem var sómi sinnar þjóðar.
Trygglyndi hennar og virðing fyrir
upprunanum var aldrei frá henni
tekin.
Fyrir hönd fjölskyldunnar,
Valgerður Sigurðardóttir.
Við lát föðursystur minnar, Ás-
dísar Lucindu Hjálmtýsdóttur Cal-
laghan, eða Íju, eins og hún var
ávallt kölluð, rifjast upp einstaklega
ljúfar og góðar minningar frá því
fyrir rúmlega 40 árum þegar við
Nína og Birgir, sonur okkar tæp-
lega tveggja ára, komum fyrst til
Bandaríkjanna, full eftirvæntingar
um spennandi líf í guðs eigin landi.
Við höfðum búið í Búðardal, ég
sveitalæknirinn kominn í leit að
nýjum krefjandi áskorunum, en
Nína, ung móðir með sólargeislann
sinn, svefnléttan og matvandan, í
fyrsta sinn fjarri fjölskyldunni, sem
hún tengdist svo sterkum böndum.
Þau Íja og John eiginmaður hennar
tóku á móti mér, undanfaranum, á
Ásdís Lucinda
Hjálmtýsdóttir
Callaghan