Morgunblaðið - 22.08.2018, Qupperneq 25
sinnti einnig akstursþjónustu við
fatlaða um tíma.
En lífið hans Steina var ekki
skuggalaust. Bakkus varð
snemma fyrir á veginum með
freistingar sínar og sú samfylgd
reyndist honum fjötur um fót.
Hann leitaði sér hjálpar og vann
orrustur en stríðið stóð enn yfir
þegar hann kvaddi. Í starfi SÁÁ
eignaðist Steini góða félaga sem
studdu hann með ráðum og dáð og
æðruleysisbænin hefur vísast ver-
ið töm á vörum alla tíð. En þrátt
fyrir stranga og vægðarlausa
göngu um þann dimma dal hafði
Steini einbeitta athygli á því að
skapa sér heimili og samastað.
Hann eignaðist snotra íbúð í Ár-
bænum og sá griðastaður var
aldrei settur að veði. Hann bjó sér
til starf í tengslum við endur-
vinnslu sem hann sinnti af kost-
gæfni og dugnaði og þegar þetta
tvennt var fyrir stafni átti Bakkus
litla möguleika.
Steini kvæntist ekki og eignað-
ist ekki afkomendur. Hann var
trúaður maður og kaus sér sam-
fylgd við bróðurinn besta í gleði og
sorgum. Við biðjum góðan Guð að
blessa móður hans og systkini,
vini hans og venslafólk. Guð gefi
huggun og styrk á komandi tíð.
Guð blessi minningu Þorsteins
Matthíassonar.
Jón og Halldór
Þorsteinssynir.
Steini minn, ég ætlaði ekki að
trúa að þú værir farinn, góði vinur.
Ég þakka fyrir allt gott sem þú
gerðir fyrir mig og það var gaman
að kynnast þér. Þú varst alltaf svo
hress og kátur.
Guð veri með þér. Ég sendi
samúðarkveðjur til ættingja og
vina.
Stefán sendill.
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. ÁGÚST 2018
Raðauglýsingar
Félagslíf
Samkoma kl. 20 í Kristniboðs-
salnum. Ræðumaður Haraldur
Jóhannsson. Allir velkomnir.
Smáauglýsingar
Sumarhús
Sumarhús – Gestahús –
Breytingar
Framleiðum stórglæsileg sumarhús
í ýmsum stærðum.
Tökum að okkur stækkun og
breytingar á eldri húsum.
Smíðum gestahús – margar
útfærslur.
Sjáum um almennt viðhald á
sumarhúsum og sólpöllum.
Setjum niður heita potta og
smíðum palla og skjólveggi.
Áratugareynsla –
endilega kynnið ykkur málið.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
sími 892-3742 og 483-3693,
www.tresmidjan.is
Til sölu
Olíuskiljur - fituskiljur
- einagrunarplast
CE vottaðar vörur.
Efni til fráveitulagna.
Vatnsgeymar 100-50.000 lítra.
Borgarplast.is,
sími 5612211, Mosfellsbæ.
Ýmislegt
Bílaþjónusta
GÆÐABÓN
Stofnað 1986 • Ármúla 17a
Opið mán.-fös. 8-16. S. 568 4310
Það besta fyrir bílinn þinn
Alþrif, djúphreinsun, mössun, teflon,
blettun, bryngljái, leðurhreinsun.
Húsviðhald
Hreinsa
þakrennur, laga
ryð á þökum
og tek að mér ýmis
smærri verkefni.
Uppl. í síma 847 8704
manninn@hotmail.com
Félagsstarf eldri borgara
Árskógar Opin smíðastofa kl. 9-16. Opið hús, t.d. vist og brids kl. 13-
16. Opið fyrir inni- og útipútt. Hádegismatur kl. 11.40-12.45. Kaffisala
kl. 15-15.45. Heitt á könnunni, Allir velkomnir. S. 535-2700.
Bólstaðarhlíð 43 Opin handverksstofa kl. 9-16. Morgunkaffi kl. 10-
10.30. Botsía kl. 10.40-11.20. Spiladagur, frjáls spilamennska kl. 12.30-
15.50. Opið kaffihús kl. 14.30-15.15.
Garðabær Jónshúsi / félags- og íþróttastarf: 512-1501. Opið í Jóns-
húsi og heitt á könnunni alla virka daga frá kl. 9.30-16. Hægt er að
panta hádegismat með dags fyrirvara. Meðlæti með síðdegiskaffinu
er selt frá kl. 14-15.30. Gönguhópur fer frá Jónshúsi kl. 10. Brids í
Jónshúsi kl. 13. Skráning á námskeið í Kirkjuhvoli kl. 10-15.30
Hraunbæ 105 Kaffiklúbbur og spjall, allir velkomnir í frítt kaffi kl. 9.
Hádegismatur kl. 11.30.
Hvassaleiti 56-58 Félagsmiðstöðin er opin frá kl. 8-16, blöðin og
púsl liggja frammi. Morgunkaffi kl. 8.30-10.30, útvarpsleikfimi kl. 9.45,
hádegismatur kl. 11.30, handavinnuhópur kl. 13, stólaleikfimi og
slökun kl. 13.15 og eftirmiðdagskaffi kl. 14.30.
Hæðargarður 31 Félagsmiðstöðin opnuð kl. 8.50, við hringborðið kl.
8.50, listasmiðjan er opin fyrir alla frá kl. 9-16, ganga kl. 10, zumba
dans leikfimi með Auði kl. 13, síðdegiskaffi kl. 14.30, allir velkomnir
óháð aldri, upplýsingar í síma 411-2790.
Korpúlfar Gönguhópar kl. 10 í dag, gengið frá Borgum og opið hús
kl. 13 í dag, félagsvist, hannyrðir og skemmtileg samvera. Félags-
vistin færist síðan fram til mánudags frá og með 3. september.
Seltjarnarnes Kaffispjall í króknum kl. 10.30. Botsía í salnum Skóla-
braut kl. 11. Vatnsleikfimi í Sundlaug Seltjarnarness kl. 18.30.
Sléttuvegur 11-13 Selið á Sléttuvegi er opið frá kl. 10–16. Heitt á
könnunni frá kl. 10–11 og hægt er að líta í blöðin. Hádegismatur er frá
kl. 11.30–12.15 og panta þarf matinn daginn áður. Handavinnuhópur
hittist kl. 13. Kaffi og meðlæti er til sölu frá kl. 14.30–15.30. Allir vel-
komnir. Síminn í Selinu er 568-2586.
Stangarhylur 4, Göngu-Hrólfar ganga frá Nauthól, Öskjuhlíð. kl. 10.
Kaffi Bakaríið Suðurveri. Dagsferð um Reykjanes föstudaginn 24.
ágúst, brottför frá Stangarhyl 4 kl. 9; haldið til Víkingaheima. Víkinga-
skipið Íslendingur skoðað, sjóminjasafnið Garðskaga. Hádegisverður
í Vitanum. Hvalneskirkja skoðuð. Stanzað við brúna milli heimsálf-
anna. Reykjanesviti, Gunnuhver skoðaður og Saltfisksetrið Grindavík.
Laus sæti, uppl. s. 588-2111.
Látinn er vinur
minn og skátabróð-
ir Berent Theodór
Sveinsson. Hann
var fæddur í Sætúni í Vest-
mannaeyjum 21. ágúst 1926.
Mig langar í stuttu máli að
minnast þessa góða vinar, dugn-
aðar hans og þess sem samein-
aði okkur í skátaflokknum Út-
lögum. Berent gekk ungur í
skátahreyfinguna; 1939 í
Skátafélagið Faxa í Vestmanna-
eyjum og 1945 í Útlaga, flokk
Eyjaskáta í Reykjavík. Hann
starfaði með þeim til æviloka.
Berent byrjaði snemma að vinna
eins og flest ungmenni þess tíma
og fyrsti vinnuveitandi hans var
hinn þekkti Eyjamaður Einar
ríki. Til að afla sér menntunar
fór hann í kvöldskóla iðnaðar-
manna í tvö ár og í Reykjaskóla í
Hrútafirði tvo vetur og lauk svo
gagnfræðaprófi frá Gagnfræða-
skólanum í Vestmannaeyjum
1945 og Loftskeytaskólanum ár-
ið eftir. Þá var hann kominn á
beinu brautina með lífsstarf. Var
fyrst loftskeytamaður á togur-
um, fraktskipum og í afleysing-
um, og svo hjá Landhelgisgæsl-
unni frá 1957 og til starfsloka
1996. Segja má að Berent hafi
reynt margt og sigrast á mörg-
um erfiðleikum. Sýnt dugnað við
að afla sér grunnmenntunar og
starfsréttinda þrátt fyrir lítil
efni. Í skátastarfi var hann góð-
ur félagi, úrræðagóður og áreið-
anlegur með allt sem hann tók
sér fyrir hendur. Í skátaflokkn-
um fékk hann snemma það hlut-
verk að halda utan um eigur
hans. Talað var um áhaldavörð
en Berent var miklu meira, hann
var í eðli sínu safnari, enda byrj-
aður sjálfur að safna bókum.
Með árunum varð allt sem fylgdi
flokknum fyrirferðarmeira og
ekki lengur hægt að vera með
það heima og þá var öllum gögn-
um komið fyrir í hillurekka hjá
Arnbirni bókaútgefanda í Set-
bergi, einum félaga okkar. Þar
var það í áratugi og varð mikið
að umfangi með árunum.
Um aldamótin síðustu, þegar
við blasti að flokkurinn yrði 60
ára eftir tvö ár, var undirritaður
fenginn til að fara í gegnum allar
eigur flokksins og skrifa 60 ára
sögu hans. Og ekki skorti efni. Í
ljós kom að öllu hafði verið hald-
ið til haga, sem við kom starf-
semi flokksins. Í fyllingu tímans,
í október 2002, kom út bókin Út-
lagar í 60 ár.
Nú eru liðin 16 ár og sjón-
arhornið orðið annað. Á 60 ára
afmælinu 2002 voru flokksmenn
12 og hittust mánaðarlega árið
um kring. Af þeim eru nú níu
látnir. Eftir eru þrír. Síðasti
fundur Berents var á 75 ára af-
mæli flokksins í október síðast-
liðnum. Í okkar hópi var oft rætt
um hvað gera ætti við eignir
flokksins. Urðu allir sammála
um að fundargerðabækur, sem
höfðu að geyma 800 fundi, árs-
skýrslur, starfáætlanir, skjöl,
myndir, teikningar, hljóðritanir
o.fl., ættu að fara á Héraðs-
skjalasafn Vestmannaeyja. Af-
hendingardagurinn var ákveð-
inn 10. október 2014. Við Berent
fórum saman út í Eyjar með
gögnin. Tekið var frábærlega á
móti okkur á Héraðs-
skjalasafninu af skjalaverði og
skátabræðrum og systrum, sem
fjölmenntu af þessu tilefni. Átt-
um við góðan dag í Eyjum í
fögru haustveðri og fórum um
alla Heimaey. Dagurinn var
Berent Theodór
Sveinsson
✝ Berent Theo-dór Sveinsson
fæddist 21. ágúst
1926. Hann lést 29.
júlí 2018.
Útför hans fór
fram 15. ágúst
2018.
okkur báðum dýr-
mætur og minnis-
stæður. Við leiðar-
lok flyt ég Tryggva
bróður Berents og
öðrum aðstandend-
um hans samúðar-
kveðju frá okkur fé-
lögum hans.
Minningin um góð-
an dreng lifir.
Óskar Þór
Sigurðsson.
Berent Th. Sveinsson hóf
störf hjá Landhelgisgæslunni ár-
ið 1958 og starfaði þar óslitið til
ársins 1996. Fyrst sem loft-
skeytamaður og tæknimaður en
tók svo við stöðu yfir-
loftskeytamanns að Kristjáni
Júlíussyni látnum sumarið 1974.
Þeirri stöðu gegndi Berent til
loka árs 1986 er störf loftskeyta-
manna voru lögð niður en opnuð
sólarhringsvakt í stjórnstöð þar
sem hann gerðist varðstjóri.
Berent var loftskeytamaður á
varðskipinu Óðni er það kom
nýtt frá Danmörku 1960 þar sem
hann sá um eftirlit með uppsetn-
ingu siglinga og fjarskiptatækja.
Hann var loftskeytamaður í
stjórnstöð Landhelgisgæslunnar
og á flugvélum, PBY Catalina
flugbátnum TF-RAN, DC-4
flugvélinni TF-SIF og Fokker
F-27 flugvélinni TF-SYR.
Landhelgisgæslan hefur ávallt
verið í fararbroddi við innleið-
ingu nýrrar tækni á sínu sviði og
var Berent því sendur til náms
hjá US Coast Guard í New York
til að kynnast Loran C skömmu
eftir að hann hóf störf hjá stofn-
uninni, en það var þá að byrja að
taka við af Loran A kerfinu.
Kynni okkar Berents má
rekja aftur til ársins 1965 þegar
franskir vísindamenn voru að
skjóta eldflaugum af Skógasandi
til að kanna norðurljósin. Berent
var fulltrúi Landhelgisgæslunn-
ar en varðskip var undan suður-
ströndinni til að vakta hafsvæðið
þar sem hlutar eldflauganna áttu
að koma niður en ég var þar 16
ára gamall með föður mínum
sem var fulltrúi Landssímans.
Við áttum svo eftir að vinna sam-
an í áratugi hjá Landhelgisgæsl-
unni.
Áður en Berent hóf störf hjá
Landhelgisgæslunni hafði hann
verið loftskeytamaður á togur-
um, í flugþjónustunni í Gufunesi
og hjá Eimskip, m.a. á Trölla-
fossi og á radíóverkstæði Lands-
símans.
Berent hóf flugnám ungur
maður en aðstæður höguðu því
þannig að hann gerði loftskeyta-
mannsstarfið að sínu ævistarfi.
Berent var einstakt snyrti-
menni og hafði fallega rithönd,
ekki bara á blaði heldur einnig á
morse. Það er þannig að loft-
skeytamenn þekktu oft hver
annan á morse sendingum og
það var mjög auðvelt að þekkja
morse-hönd Berents.
Á síðari árum lágu leiðir okk-
ar aftur saman á vettvangi Öld-
ungaráðsins en Berent var einn
af stofnendum þess árið 1996.
Þar áttum við afar ánægjuleg
samskipti. Fórum meðal annars í
ferðir á vegum félagsins auk
þess að fara einir sérstaka ferð
til að skoða fjarskiptasafnið á
Skógum og skoðuðum DC-3 flak-
ið á Sólheimasandi.
Á vettvangi Öldungaráðsins
átti Berent það til að rifja upp
sögur frá uppvaxtarárunum í
Vestmannaeyjum, sem hann
sagði frá á svo lifandi og
skemmtilegan hátt.
Mér er minnisstæð sagan sem
Berent sagði okkur eitt sinn af
því þegar verið var að safna efni
í brennu fyrir þjóðhátíð. Þá
kvartaði útgerðarmaður yfir því
að stolið hefði verið frá sér eik-
arkút sem hann hafði miklar
mætur á og spurði hvort gæti
verið að þeir hefðu stolið kútn-
um. „Nei,“ sagði sá sem safnaði,
„við mundum aldrei stela neinu
frá þér því þú hefur gefið okkur
svo mikið.“ Þá sagði útgerðar-
maðurinn: „Ég hafði reyndar
mestan áhuga á koparkrananum
sem var á kútnum.“ Þá svaraði
hinn, „Það er ekkert mál, þú get-
ur að sjálfsögðu fengið kran-
ann.“
Gylfi Geirsson.
Kveðja frá skáta-
hreyfingunni
Fallinn er frá einn öldungur
skátahreyfingarinnar, Berent
Th. Sveinsson. Berent er þar
með farinn heim eins og við skát-
ar segjum er félagar okkar
kveðja þennan heim. Ungur
gekk Berent til liðs við skátafé-
lagið Faxa í Vestmannaeyjum og
síðar varð hann félagi í skáta-
flokknum Útlagar. Útlagar er
elsti starfandi skátaflokkur
landsins en hann var stofnaður
1942 af skátum frá Vestmanna-
eyjum sem flutt höfðu á höfuð-
borgarsvæðið. Frá byrjun hafa
verið haldnir flokksfundir reglu-
lega hjá Útlögum og sterkur vin-
skapur myndast milli félaga
skátaflokksins. Berent hélt
ávallt tengslum við skátahreyf-
inguna á sinni löngu ævi og
mætti reglulega á endurfundi
skáta í Skátamiðstöðina í
Hraunbæ.
Þú ert, skáti, horfinn heim,
himinn, jörð, ber sorgarkeim.
Vinar saknar vinafjöld,
varðar þökkin ævikvöld.
Sérhver hefur minning mál,
við munum tjöld og varðeldsbál,
bjartan hug og brosin þín,
þau bera ljósið inn til mín.
Kveðjustundin helg og hlý,
hugum okkar ríkir í.
Skátaminning, skátaspor,
skilja eftir sól og vor.
(Hörður Zóphaníasson)
Skátahreyfingin sendir ástvin-
um Berents og skátasystkinum
einlægar samúðarkveðjur og
minnist hans með miklu þakk-
læti.
Marta Magnúsdóttir,
skátahöfðingi.
flugvellinum í New York, klæddum
ljósbrúnum, svellþykkum molsk-
innsfötum, í tæplega 40 stiga
breyskjuhita, og leyfðu mér að sofa
í gestaherberginu á Forest Drive í
Weathersfield fyrstu dagana, eða
þar til Íja hafði fundið fyrir okkur
prýðilega íbúð við Brittany Farms
Road í New Britain. Síðan ók hún
mér milli húsgagnaverslana til að
kaupa hjónarúm og vöggu fyrir
barnið, en restin af mublunum,
græni sófinn, stofulampinn og eld-
húsborðið, var öll fengin að láni hér
og hvar.
Fyrstu skrefin í nýju landi voru
erfið, en stuðningur Íju, Johns og
barnanna þeirra, Bobbys, Triciu og
Lindu, var ómetanlegur, ekki síst
fyrir Nínu, sem oft var ein vegna
mikillar vinnu og fráveru eigin-
mannsins á vöktum. Alla tíð síðan, í
þau sex ár sem við bjuggum
vestanhafs, voru þau vakin og sofin
yfir velferð litlu fjölskyldunnar og
létu fjarlægðir ekki aftra sér frá
heimsóknum til okkar.
Íja var einstök manneskja, hlý
og hjartagóð, glaðvær og skemmti-
leg eins og hún átti kyn til, en líka
einstaklega nákvæm og samvisku-
söm, svo aldrei sá blett eða hrukku
á því sem hún fór höndum um.
Þrátt fyrir áratugalanga búsetu í
Bandaríkjunum talaði hún alger-
lega hreimlausa íslensku, fylgdist
vel með því sem gerðist á gamla
landinu og kom alloft til Íslands
ásamt John. Í fjölskyldunni voru
nöfn þeirra iðulega nefnd í sömu
andrá, en fáir voru meiri Íslands-
vinir en John, sem sagðist vera Ís-
lendingur „by marriage“ og fáa
veit ég, sem dáðu síbreytilegt
skýjafarið á Íslandi meira en hann.
Eftir að John lést árið 2005, rétt
tæplega níræður að aldri, bjó Íja
áfram í húsinu þeirra og sinnti öll-
um verkum, m.a. að slá túnblettinn
með handsláttuvél fram á síðustu
ár. Hún bjó alla tíð við góða heilsu,
en naut góðrar aðstoðar barna
sinna og barnabarna, ekki síst
Lindu, þegar aldurinn fór að segja
til sín.
Við Nína kveðjum Íju frænku
með virðingu og þakklæti fyrir það
sem hún og John voru okkur, vin-
áttu þeirra og umhyggju alla tíð.
Pétur Lúðvígsson.
Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla
útgáfudaga.
Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin
að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á
föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein ber-
ist áður en skilafrestur rennur út.
Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki
lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri grein-
ar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju,
HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur.
Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu aðstand-
endur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá
sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og
klukkan hvað útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýs-
ingar um foreldra, systkini, maka og börn. Ætlast er til að þetta komi
aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í minning-
argreinunum.
Minningargreinar