Morgunblaðið - 22.08.2018, Síða 26
26 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. ÁGÚST 2018
)553 1620
Laugarásvegi 1, 104 Reykjavík
laugaas@laugaas.is • laugaas.is
Veisluþjónusta
Lauga-ás
Afmæli
Árshátíð
Gifting
Ferming
Hvataferðir
Kvikmyndir
Íþróttafélög
Við tökum að okkur að skipuleggja
smáar sem stórar veislur.
Lauga-ás rekur farandeldhús í hæsta
gæðaflokki og getur komið hvert sem
er á landinu og sett upp gæða veislu.
Er veisla framundan hjá þér?
Hafðu samband við okkur og við
gerum þér tilboð.
Þuríður Óttars-dóttir, skóla-stjóri Vætta-
skóla, á 50 ára afmæli í
dag.
Hún var aðstoðar-
skólastjóri til margra
ára í Kársnesskóla í
Kópavogi en leysti af
sem skólastjóri í Vætta-
skóla í Grafarvogi síð-
asta vetur og er núna
alfarið tekin við sem
skólastjóri þar.
„Þetta er afskaplega
gefandi og skemmtilegt
starf, ég vinn með góðu
starfsfólki og gaman að
vinna með krökkum
eins og ég er menntuð
til. En þetta er líka mik-
il áskorun og krefjandi
starf.
Vættaskóli og Kárs-
nesskóli eru mjög svip-
aðir skólar,“ segir Þur-
íður aðspurð. „Þeir eru báðir með tvær starfsstöðvar og svipaðir að
stærð. Helsti munurinn er að Vættaskóli stendur á svo fallegum stað
með miklu útsýni.“
Í dag er skólasetningardagur í grunnskólum landsins og því nóg um
að vera. „Það hefur verið mikið að gera undanfarna daga og ég mun
setja skólann fjórum sinnum í dag, en ég geri ráð fyrir því að dagurinn
hefjist á því að synir mínir og eiginmaður veki mig með margradda kór
og svo fer ég út að borða í kvöld með fjölskyldunni og tengdadóttur.“
Þuríður hélt einnig afmælisveislu síðastliðinn laugardag á heimili sínu
í Hafnarfirði. „Þar var mikil gleði og stóð veislan fram eftir nóttu.“
Þuríður syngur í Kvennakór Hafnarfjarðar og nýjasta áhugamál
hennar er rafmagnshjól. „Mér finnst það rosaskemmtilegt og mikið
frelsi að geta hjólað milli bæjarfélaga. Ég stefni á að hjóla einhvern
tímann heim úr vinnunni en ekki í vinnuna. Ég verð að fá að vera á
mínum háhæluðu skóm og með varalitinn þar.“
Eiginmaður Þuríðar er Hannes Steinar Guðmundsson, deildarstjóri
rekstrarþróunar Íslandspósts. Synir þeirra eru Aðalsteinn 23 ára,
Jóhann 20 ára, Óttar Páll 16 ára og Guðmundur Högni 14 ára og kær-
asta Aðalsteins er Sandra Ósk Júníusdóttir. Ekki má síðan gleyma
tíkinni Kríu sem er 11 ára.
Fjölskyldan Í myndatöku árið 2014.
Á afmæli á skóla-
setningardeginum
Þuríður Óttarsdóttir er fimmtug í dag
Ljósmynd/Brynjar Ágústsson
Á
sta Sigurrós Sigmunds-
dóttir fæddist 22. ágúst
2017 á Ísafirði og ólst
þar upp. Ásta fór korn-
ung í sveit norður á
Stað í Grunnavík til prestshjónanna
þar. Síðar var hún hjá skyldfólki
sínu í Mýrartungu í Reykhólasveit.
Á yngri árum fór Ásta töluvert á
skíði og í gönguferðir og einnig tók
hún þátt í unglingastarfi í bænum.
Ásta lauk gagnfræðaprófi og fór í
Húsmæðraskólann Ósk á Ísafirði.
Ásta hóf störf hjá Kaupfélaga Ís-
firðinga og vann þar í í mjólkurbúð-
inni. Síðan fluttist hún til Reykja-
víkur og vann þá fyrst á barna-
heimilinu Suðurborg á vöggustofu
þar og síðar hóf hún verslunarstörf
hjá Ellingsen í Hafnarstræti. Var
það upphafið að því starfi sem hún
oftast síðar gegndi og vann hún m.a.
hjá KRON og í Austurveri. Þá var
hún lengi kaupmaður í Kópavogi og
rak verslunina Kópavog. Síðustu ár-
in á vinnumarkaði vann hún í Kven-
fatabúðinni Laugavegi 2.
Ásta og Gunnar tóku virkan þátt í
störfum Lionshreyfingarinnar.
Hann var í Lionsklúbbnum Munin
en hún er stofnfélagi í Lions-
klúbbnum Ýri í Kópavogi og er nú
elsti félaginn á Íslandi og jafngömul
hreyfingunni í heiminum. Var hún
heiðruð af því tilefni fyrir tveim-
haust. Síðan vildi svo skemmtilega
til að í janúar 2017 var haldið nor-
rænt Lionsþing NSR í Reykjavík. Á
því þingi voru heiðraðir elstu Lions-
félagar á Norðurlöndunum og var
Ásta sú eina sem mætti þar í eigin
Ásta Sigurrós Sigmundsdóttir verslunarkona – 101 árs
Hjónin Ásta og Gunnar tóku virkan þátt í Lions-hreyfingunni og voru bæði Melvin Jones félagar.
Elsti Lions-félaginn
Fjölskyldan F.v.: Sigrún, Gunnar, Signý, Ásta, Óðinn og Anna Margrét.
Njarðvík Adrian Matusiak fæddist 10.
ágúst 2017 kl. 8.59. Hann vó 3.546 g
og var 52 cm langur. Foreldrar hans
eru Fariba Ayazi og Artur Matusiak.
Nýir borgarar
Njarðvík Rayan Matusiak fæddist 10.
ágúst 2017 kl. 9.00. Hann vó 2620 g
og var 50 cm langur. Foreldrar hans
eru Fariba Ayazi og Artur Matusiak.
Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
Unnið í samvinnu við viðmælendur.
Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu
er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks,
svo sem stórafmælum, hjónavígslum,
barnsfæðingum og öðrum tímamótum.
Börn og brúðhjón
Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd
af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni
mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is