Morgunblaðið - 22.08.2018, Side 32
32 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. ÁGÚST 2018
Nína Guðrún Geirsdóttir
ninag@mbl.is
Alþjóðlega tónlistarhátíðin Melodica
Festival Reykjavík fer fram um
næstu helgi á Kex Hostel í Reykja-
vík. Þetta er í tíunda sinn sem hátíð-
in fer fram hér á landi en hátíðir af
svipuðum toga eru haldnar í borgum
víða um heim, t.d. í New York, Berl-
ín, París og Osló.
Að sögn Svavars Knúts Kristins-
sonar, tónlistarmanns og eins skipu-
leggjanda hátíðarinnar, er heildar-
hugsun hátíðarinnar að safna saman
söngvaskáldum og fá þau til að deila
tónlist sinni og sögum með öðrum.
„Á hátíðinni kemur saman fólk úr
ýmsum áttum og frá öllum löndum.
Kjarni hátíðarinnar felst í því að
veita söngvaskáldum og trúbadorum
sem semja og flytja sína eigin tónlist
ákveðinn vettvang til kynnast og
deila með hvort öðru sínum sögum,“
segir hann.
Hátíð sem skapar vinatengsl
Svavar Knútur segir ákveðna
stemningu myndast ár hvert í kring-
um hátíðina, listamennirnir nái að
tengjast böndum og myndi gott
tengslanet erlendis. „Við leggjum
áherslu á það að fólk kynnist og fari
svo og heimsæki hinar hátíðirnar og
myndi vinatengsl milli landa. Þetta
er eins og skiptinemaprógramm,
nema bara hátíð og tónlistarmenn.
Þetta snýst um nærumhverfið og
samfélagið.“
Atriðin í ár eru hátt í þrjátíu og
þar af erlendir listamenn um þriðj-
ungur þátttakenda. Svavar Knútur
segir ekki vandamál að fá fólk til að
koma og spila heldur hafi stjórn-
endur þurft að hafna hópi fólks ár
hvert þar sem ekki komist allir að.
„Við reynum alltaf að fá nýja lista-
menn þó að okkur þyki alltaf vænt
um að fá eldri fastagesti. Svo reyn-
um við einnig að fá unga íslenska
listamenn.“
Aðspurður hverju vinsældirnar
sæti segir Svavar Knútur að bæði sé
hátíðin vinsæl meðal söngvaskálda
en eins heilli Ísland erlenda tónlist-
armenn. „Svo er þetta er ekki þessi
hefðbundna hátíð þar sem þú ert
eins og kjöt á færibandi, þetta er
manneskjuhátíð; það er farið í sund
og hangið saman og svo hvetjum við
til þess að fólk semji saman.“
Svavar segir innilega stemningu
myndast á tónleikunum þar sem
lögð er áhersla á að segja sögur sín-
ar með órafmögnuðum flutningi.
„Þetta er tilgerðarlaus hátíð. Það
er enginn að reyna að vera neitt, og
það sem allir eiga sameiginlegt er
þessi saga sem listamennirnir segja.
Það er ekki verið að halda uppi
neinu stuði eða neyslu. Bara fólk að
segja sínar sögur í gegnum söng og
texta og lagasmíðar. Til dæmis höf-
um við fengið raftónlistarmenn á við
Sykur og Bloodgroup sem hafa flutt
tónlist sína alveg strípaða, þar sem
t.d. var notast við orgel í stað
syntha.“
Melodica-hátíðin fer fram á Kex
Hostel dagana 24.-26. ágúst. Frítt er
inn en tekið er við frjálsum fram-
lögum á staðnum.
Ljósmynd/Sigurjón Már
Innilegt Frá Melodica 2016. Á hátíðinni flytja listamenn órafmagnaða tónlist.
Tónlistarhátíð
söngvaskálda
Melodica Festival fer fram á Kex
Ítalska leikkonan og leikstjórinn
Asia Argento var með fyrstu konum
í kvikmyndabransanum til að ásaka
Harvey Weinstein opinberlega um
kynferðislegt ofbeldi. Í kjölfarið
varð hún leiðandi í #MeeToo-
byltingunni og hélt t.a.m. áhrifa-
mikla ræðu á Cannes-verðlaunaaf-
hendingunni í maí sl. þar sem hún
greindi frá því að Weinstein hefði
nauðgað sér á þeim sama stað árið
1997.
Nú hafa skjöl litið dagsins ljós
sem sýna fram á að Argento hafi á
þeim mánuðum eftir að hún upp-
ljóstraði um ofbeldi Weinstein,
greitt 380 þúsund dollara í vasa
fyrrverandi barnastjörnunnar
Jimmy Bennetts. Bennet þessi lék
son Argento í kvikmyndinni The
Heart Is Deceit-
ful Above All
Things árið 2004,
var hann þá 7
ára. Fjölmiðlar
ytra hafa farið í
saumana á sam-
bandi þeirra en
þau virðast hafa
haldið góðu sam-
bandi alla tíð síð-
an og t.a.m. kallað
hvort annað „móðir“ og „sonur“ á
samfélagsmiðlum.
Bennett ásakar Argento um að
hafa beitt sig kynferðislegu ofbeldi
á hótelherbergi í Kaliforníu árið
2013. Hann var þá tæplega 17 ára
en hún 38 ára. Lögreglan rannsakar
nú ásakanirnar á hendur Argento.
Ein forsprakka #MeToo
sökuð um kynferðisofbeldi
Asia Argento
Adrift 12
Morgunblaðið bbbmn
Metacritic 56/100
IMDb 6,7/10
Bíó Paradís 22.00
Undir trénu 12
IMDb 7,1/10
Bíó Paradís 20.00
Hearts Beat Loud
Metacritic 65/100
IMDb 7,1/10
Morgunblaðið bbbmn
Bíó Paradís 20.00
Studniówk@
(The Prom)
Bíó Paradís 20.00
The Killing of a
Sacred Deer 16
Metacritic 73/100
IMDb 7,1/10
Bíó Paradís 17.40
Personal Shopper 16
Metacritic 77/100
IMDb 6,2/10
Bíó Paradís 18.00
Svanurinn 12
Morgunblaðið bbbmn
IMDb 6,6/10
Bíó Paradís 22.00
Mýrin 12
Metacritic 75/100
IMDb 7,0/10
Bíó Paradís 18.00
The Meg 12
Metacritic 46/100
IMDb 6,2/10
Sambíóin Álfabakka 17.00,
17.30, 19.30, 20.00, 22.30
Sambíóin Egilshöll 17.30,
20.00, 22.30
Sambíóin Kringlunni 17.00,
19.40, 22.10
Sambíóin Akureyri 20.00,
22.30
Sambíóin Keflavík 20.00,
22.30
Slender Man 16
Smárabíó 17.30, 19.20,
19.50, 21.40, 22.10, 22.20
Háskólabíó 21.00
Mile 22 16
Laugarásbíó 20.00, 22.15
Sambíóin Keflavík 22.30
Smárabíó 20.10, 22.30
Háskólabíó 18.20, 21.10
Borgarbíó Akureyri 19.30
Mamma Mia!
Here We Go Again Morgunblaðið bbbbn
Metacritic 60/100
IMDb 7,3/10
Laugarásbíó 17.20, 19.50
Sambíóin Kringlunni 17.00,
19.30
Sambíóin Keflavík 20.00
Smárabíó 17.00, 20.00
Háskólabíó 17.50, 20.40
Borgarbíó Akureyri 17.00,
19.30
The Spy Who
Dumped Me 16
Metacritic 51/100
IMDb 6,4/10
Laugarásbíó 20.00, 22.10
Borgarbíó Akureyri 21.30
The Equalizer 2 16
Metacritic 50/100
IMDb 7,1/10
Smárabíó 19.40, 22.30
Hereditary 16
Morgunblaðið bbbbn
Metacritic 87/100
IMDb 7,6/10
Sambíóin Álfabakka 22.15
Sambíóin Egilshöll 22.30
Book Club Metacritic 53/100
IMDb 6,3/10
Háskólabíó 18.00, 20.50
Tag 12
Metacritic 56/100
IMDb 7,1/10
Sambíóin Álfabakka 20.00
Ocean’s 8
Morgunblaðið bbbnn
Metacritic 61/100
IMDb 6,4/10
Sambíóin Álfabakka 17.20
Sambíóin Kringlunni 21.55
Jurassic World:
Fallen Kingdom 12
Morgunblaðið bbmnn
Metacritic 51/100
IMDb 6,5/10
Laugarásbíó 17.20
Christopher Robin Christopher Robin hittir
skyndilega gamlan vin sinn
Bangsimon, og snýr með
honum aftur í ævintýraheim
bernskunnar.
Metacritic 59/100
IMDb 8,0/10
Sambíóin Álfabakka 17.40,
20.00
Sambíóin Egilshöll 17.30
Sambíóin Kringlunni 17.00
Sambíóin Akureyri 17.15
Úlfhundurinn Frábær teiknimynd byggð á
metsölubókinni White Fang
efti Jack London.Ungur
maður vingast við úlfhund
og leitar að föður sínum sem
er horfinn.
Metacritic 61/100
IMDb 6,9/10
Smárabíó 15.10, 17.40
Hin Ótrúlegu 2 Morgunblaðið bbbbn
Metacritic 80/100
IMDb 8,1/10
Sambíóin Álfabakka 17.30,
20.00
Sambíóin Egilshöll 17.30
Sambíóin Akureyri 17.30
Hótel Transylvanía 3:
Sumarfríið Metacritic 54/100
IMDb 6,4/10
Laugarásbíó 17.30
Smárabíó 15.00, 17.20
Draumur Smárabíó 15.20
Ethan Hunt og sérsveit hans og bandamenn,
eiga í kappi við tímann eftir að verkefni mis-
heppnast.
Morgunblaðið bbbbn
Metacritic 86/100
IMDb 8,4/10
Laugarásbíó 22.25
Sambíóin Álfabakka 18.00, 21.00, 22.00, 22.30
Sambíóin Egilshöll 18.00, 20.00, 22.00
Sambíóin Kringlunni 19.30, 22.30
Sambíóin Akureyri 19.30, 22.30
Mission Impossible -
Fallout 16
Kona fer í stríð
Kona á fimmtugsaldri ákveður að bjarga heiminum og lýsir
yfir stríði gegn allri stóriðju í landinu. Hún gerist skemmdar-
verkamaður og er tilbúin að fórna öllu fyrir móður jörð og há-
lendi Íslands þar til mun-
aðarlaus stúlka frá
Úkraínu stígur inn í líf
hennar.
Morgunblaðið
bbbbb
Háskólabíó 18.10
Bíó Paradís 22.00
Ant-Man and the
Wasp 12
Hope van Dyne og dr. Hank
Pym skipuleggja mikilvæga
sendiför, þar sem Ant-Man
þarf að vinna með The
Wasp til að leiða í ljós
leyndarmál úr fortíðinni.
Morgunblaðið bbbnn
Sambíóin Álfabakka 22.30
Sambíóin Egilshöll 20.00
Nánari upplýsingar um sýningar og sali má finna á heimasíðum kvikmyndahúsanna
Kvikmyndir
bíóhúsanna
mbl.is/bio