Morgunblaðið - 22.08.2018, Page 36

Morgunblaðið - 22.08.2018, Page 36
MIÐVIKUDAGUR 22. ÁGÚST 234. DAGUR ÁRSINS 2018 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 608 KR. ÁSKRIFT 6.597 KR. HELGARÁSKRIFT 4.119 KR. PDF Á MBL.IS 5.851 KR. I-PAD ÁSKRIFT 5.851 KR. 1. Stefán Karl Stefánsson látinn 2. Sóttu þýfið sjálf í kjallarageymslu 3. Til Íslands á sæþotu frá Færeyjum 4. Sést á öryggismyndavélum »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Kammerkór Hallgrímskirkju, Schola cantorum, syngur í dag, mið- vikudag, kl. 12 íslenskar og erlendar kórperlur, m.a. eftir Jón Ásgeirsson, Jón Nordal, Sigvalda Kaldalóns, Händel, Byrd og Þorkel Sigurbjörns- son. Tónleikagestum er eftir á boðið í kaffi og spjall við kórinn. Kórperlur í Hallgrímskirkju  Hljómsveitin Grúska Babúska leik- ur á lokatónleikum tónleikaraðar- innar KÍTÓN Sumar í Hannesarholti á morgun, fimmtudag, kl. 20. Tónlistin færir áhorfandann og hlustandann inn í draumheim, oft gáskafullan og barnslegan, en á sama tíma dimman og þrunginn al- varleika. Grúska Babúska í Hannesarholti  Orkester Norden heldur tónleika í dag, miðvikudag, kl. 19.30 í Norður- ljósasal Hörpu. Sinfóníuhljómsveit þessi er skipuð efnileg- asta tónlistarfólki Norðurlandanna og er sígild tónlist í forgrunni. Stjórnandi er hinn sænski Olof Boman og einleikari er píanistinn Víkingur Heiðar Ólafsson. Framtíðarstjörnur í Norðurljósum Hörpu Á fimmtudag og föstudag Norðlæg eða breytileg átt 3-8 m/s og víða skúrir, en sums staðar þokusúld við N-ströndina. Hiti 8 til 15 stig að deginum, hlýjast syðst. Á laugardag Hæg suðlæg eða breytileg átt. Hiti 7 til 13 stig. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Norðlægari og áfram skúrir, einkum síð- degis. Hiti 8 til 15 stig, mildast S-lands. VEÐUR „Auðvitað er það alltaf mik- ið áfall þegar maður meiðist svona alvarlega. Þetta er erfitt, líka í ljósi þess að ég hef komið nokkrum sinnum til baka áður og var ekkert að stefna á að þurfa að gera það aftur,“ segir Harpa Þor- steinsdóttir, landsliðs- framherji í knattspyrnu, sem er með slitið kross- band í hné. Hún segir óljóst hvort hún snúi aft- ur til keppni. »2 Óljós framtíð eftir krossbandsslit Náði fljótt einbeitingu á ný eftir HM í Rússlandi Stjörnukonur voru ekki lengi að vinna úr vonbrigðunum eftir að hafa tapað fyrir Breiðabliki í bikarúrslitaleiknum í knattspyrnu um liðna helgi. Þær völtuðu yfir HK/Víking, 7:1, þegar 14. umferð Pepsi-deildarinnar lauk í gær. Breiðablik kom sér upp fyrir Þór/KA á topp deildarinnar með 2:0-sigri á KR, þar sem mörkin komu með mín- útu millibili í seinni hálfleik. »2 og 3 Bikarmeistararnir á toppi deildarinnar ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Lísbet Sigurðardóttir lisbet@mbl.is Einar Sigurjónsson, 37 ára þrí- þrautarkappi, lauk á sunnudag við sinn annan járnkarl á innan við ári. Járnkarl er þríþrautarkeppni þar sem byrjað er á að synda 3,8 km, hjólaðir 180 km í kjölfarið og endað á heilu maraþonhlaupi, eða 42 km. Einar segir að þríþrautin gefi lífi sínu fyllingu og stefnir nú ótrauður á að keppa í fleiri járnkarlakeppnum um allan heim. Einar er sjúkraþjálfari og hafði áður verið virkur í íþróttum, stund- aði fótbolta, körfubolta og handbolta á sínum yngri árum, en hafði ekki stundað skipulagðar íþróttir í nokk- ur ár þegar hann var fenginn til þess að keppa í WOW cyclothon árið 2015. „Þá byrjaði þetta fyrir alvöru hjá mér. Ég keypti mér götuhjól (e. racer) og fór að æfa mig með vina- hópnum mínum úr Mosfellsbæ. Eftir að við kláruðum keppnina þurfti ég að finna mér eitthvað nýtt,“ segir Einar, en þá var þegar ákveðið að hópurinn skyldi taka aftur þátt í hjólreiðakeppninni að ári. Það sama ár þreytti Einar einnig Landvætta- þrautirnar frægu, sem samanstanda af skíðagöngu, hjólreiðakeppni, hlaupi og sundi. Þegar því var lokið þurfti Einar enn og aftur á nýrri áskorun að halda. „Ég var í fjölskylduboði með frænda mínum sem hafði verið með mér í WOW cyclothoninu. Hann plataði mig í járnkarlahóp á Face- book. Við ákváðum að fara saman á kynningarnámskeið hjá Ægi 3, þrí- þrautarfélagi. Þegar ég var kominn í þann félagsskap ákvað ég strax að setja mér það markmið að skrá mig í járnkarlinn sem fór fram í Barce- lona í október. Það þarf mjög mikinn grunn til þess að þjálfa sig fyrir svona keppni. Ég hafði þá lítið synt og var mjög slakur sundmaður. En ég hafði grunn í hjólreiðunum og svo hef ég alltaf verið léttur á fæti og átt auðvelt með að hlaupa,“ segir Einar. Einar er kvæntur Birnu Maríu Karlsdóttur og saman eiga þau tvö börn. Hann segir að samstarfið þurfi að vera gott á milli þeirra hjóna svo að stífar æfingar, full vinna og fjöl- skyldulíf geti farið saman. „Ég tók samtal við konuna mína og sagði henni að mig langaði að fara í járn- karlinn. Ég spurði hana hvort hún væri tilbúin að styðja mig, því þetta kostar mikinn tíma og miklar æfing- ar en getur gengið ef maður skipu- leggur sig vel,“ útskýrir Einar. Hann líkir tilfinningunni sem fylgdi í kjölfar fyrri járnkarlsins við það að eignast sitt fyrsta barn. „Til- finningarnar báru mig ofurliði. Ég grét og þetta varð allt þess virði. Þetta er með betri tilfinningum í líf- inu, þegar maður eignast börn, þeg- ar maður giftir sig og þegar maður klárar járnkarl,“ segir Einar og hlær. Og þá varð ekki aftur snúið. Einar tók sér fjórar vikur til þess að leyfa líkamanum að jafna sig frá æfingum en fann svo fljótlega til lögunar til þess að fara að æfa á ný. „Ég skráði mig um páskana aftur í heilan járn- karl. Ég skipulagði sumarfríið í kringum þetta, tók þátt í keppnum og bætti í álagið þegar nær dró að keppninni sjálfri.“ Keppnin fór fram á sunnudag í Kaupmannahöfn og lauk Einar keppni á 10 klukkustundum og 5 mínútum, sem telst afar góður ár- angur, og bætti hann sig um heilar 25 mínútur frá fyrri járnkarlinum. Nú setur Einar stefnuna á að klára fleiri járnkarla en segir að hann láti hálfan járnkarl líklegast duga á næsta ári. Einar hefur að miklu leyti náð eins langt og raun ber vitni vegna þekkingar sinnar sem sjúkraþjálf- ari. „Ég er mjög meðvitaður um að hlusta á líkamann og stilla álaginu í hóf. Það skiptir svakalega miklu máli að gera stöðugleikaæfingar fyr- ir mjaðmir, hné og ökkla,“ segir Einar, auk þess sem hann segist hafa aðgang að góðum þjálfurum hjá Ægi 3, og vill sérstaklega þakka þjálfurum sínum, Geir Ómarssyni og Karen Axelsdóttur, fyrir góða leið- sögn. Tvöfaldur járnkarl á einu ári  „Með betri til- finningum í líf- inu,“ segir Einar Járnkarl Einar Sigurjónsson lauk keppni á góðum tíma og bætti sig um 25 mínútur frá fyrri járnkarli. „Jú, jú, hætt er við því að spennufall verði en ég held að mér hafi tekist að leysa það nokkuð vel. Mér fannst tak- ast ágætlega að halda einbeitingu þegar ég kom aftur til liðs við Val og í fyrstu leikjunum eftir HM,“ segir Birkir Már Sævarsson meðal annars í samtali við Morgun- blaðið, en hann var atkvæða- mikill í sigri Vals á Breiða- bliki og hefur á heildina litið leik- ið vel á Íslandsmótinu eftir HM í Rússlandi. »4

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.