Morgunblaðið - 23.08.2018, Qupperneq 18
18 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. ÁGÚST 2018
100x70x85
Einnig 120 - 140
100x70x85
Einnig 120 - 140 - 160
60x70x95
Einnig 70 - 80 - 100 - 120
Ítölsk stál vinnuborð með
eða án án handlaugar
Ryðfrytt burstað stál l Hilla að
neðanlStillanlegir fæturl
Auðvelt að setja samanl Frístan-
dandi vinnuborð
5
1
6
8
#
Draghálsi 4
110 Reykjavík
sími: 535 1300
verslun@verslun.is
Ryðfrí stál vinnuborð-
og fráleggsborð
fyrir atvinnueldhús
Jón Birgir Eiríksson
jbe@mbl.is
Stjórnvöld verða að stíga varlega til
jarðar í skattlagningu á íslenska bif-
reiðaeigendur segir Jón Kristján
Sigurðsson, ritstjóri hjá Félagi ís-
lenskra bifreiðaeigenda (FÍB), innt-
ur eftir viðbrögðum vil tillögum
starfshóps um skattlagningu öku-
tækja og eldsneytis.
Í Morgunblaðinu í gær kom fram
í máli Bjarna Benediktssonar, fjár-
mála- og efnahagsráðherra, að
frumvarp, byggt á skýrslunni yrði
sett á þingmálaskrá. Sagði hann
nærtækt að taka skatta af umferð til
að standa undir kröfum um upp-
byggingu samgöngumannvirkja,
heimta í auknum mæli gjöld fyrir
ekna kílómetra í stað seldra lítra á
bensínstöðvum.
Ekki þurfi til gjöld af notkun
„Bifreiðaeigendur eru nú þegar
að borga mikla skatta. Stór hluti
fjármunanna hefur ekki farið í þær
framkvæmdir sem þeir eiga að fara
í. Ef þessir peningar fara að fullu í
viðhald og uppbyggingu, þá held ég
að það þurfi ekki að leggja á veg-
gjöld og annað með þeim hætti sem
hefur verið til umræðu hjá íslensk-
um stjórnvöldum,“ segir Jón Krist-
ján.
Vegagerðarinnar bíður mikil
vinna í uppbyggingu á vegakerfinu
að sögn Jóns Kristjáns. „Eftir hrun-
ið var lítið sem ekkert gert í þessum
málum og fyrst á síðustu tveimur
árum sem farið er að verja meira fé
til uppbyggingar og viðhalds á vega-
kerfinu. Niðurstaða Eurowrap-
könnunarinnar á vegakerfinu sem
FÍB hafði framkvæmd á sýnir að við
þurfum verulega að taka til hend-
inni,“ segir hann. „Álögur og skattar
á bílaeigendur hafa í gegnum tíðina
verið meiri en góðu hófi gegnir. Ís-
lenskir bifreiðaeigendur greiða eina
hæstu skatta sem í gildi eru í Evr-
ópu. Stjórnvöld þurfa að stíga var-
lega til jarðar í þessum aðgerðum,“
segir hann.
Jón Kristján segist sammála
Bjarna um að sjálfbærni Íslendinga
í orkumálum, með tilkomu raf-,
tvinn- og tengiltvinnbíla sé jákvæð
fyrir íslenska bifreiða eigendur.
„Þessari þróun í tækni mun
fleygja fram, en ég held það muni
ekki gerast jafn hratt og búist hefur
verið við. Við fögnum innkomu þess-
ara bíla því þeir munu menga minna
en bílar knúnir af jarðefnaeldsneyti,
bensíni og dísil,“ segir hann.
Stjórnvöld stígi varlega
til jarðar í skattheimtu
FÍB segir rafbílaþróun ekki eins hraða og búist var við
Morgunblaðið/Valli
Umferð Í farvatninu er frumvarp sem byggt verður á skýrslu starfshóps um skattlagningu ökutækja og eldsneytis.
Skattheimta
» FÍB telur skatta sem þegar
eru heimtir af bifreiðaeig-
endum geta staðið undir upp-
byggingu samgöngu-
mannvirkja.
» Ekki er þörf á veggjöldum
eða öðrum slíkum leiðum til
fjármögnunar, að mati FÍB.
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Framkvæmdir eru að byrja við bygg-
ingu brúar á Helluvað á Norðlinga-
fljóti í Kalmanstungulandi, á leiðinni
úr Borgarfirði upp á Arnarvatnsheiði.
Vaðið er hættulegt og aðeins fært
jeppum á sumrin og oft alveg ófært á
veturna. Það hefur verið baráttumál
Borgfirðinga og Húnvetninga í mörg
ár að fá brú á ána.
„Búið er að laga veginn það mikið
yfir heiðina að umferð hefur aukist,
sérstaklega að norðan, og menn eru
að lenda í vandræðum þegar þeir
koma að vaðinu. GPS-tækin senda
menn þessa leið, bæði suður og norð-
ur, og þarna hafa orðið þó nokkrar
skemmdir á bílum og það lá við stór-
slysi fyrir um fimm árum þegar bíll
fór í ána,“ segir Snorri H. Jóhannes-
son, bóndi á Augastöðum í Hálsasveit
og félagi í Veiðifélagi Arnarvatnsheið-
ar. Hann hefur ásamt fleirum barist
lengi fyrir því að fá brú á Helluvað,
sérstaklega eftir að vegurinn upp úr
Borgarfirði var lagaður.
27 metra stálbitabrú
Snorri segir að það hafi iðulega
komið fyrir að fólk hafi verið komið á
litlum bílum suður yfir Arnarvatns-
heiði og ekki treyst sér til að fara yfir
á Helluvaði og því orðið að snúa við og
fara sömu leið til baka.
Vegagerðin hefur samið við Vest-
firska verktaka um að byggja brú á
Norðlingafljót við Helluvað. Þeir eru
að undirbúa verkið og hefjast handa á
staðnum í byrjun september, sam-
kvæmt upplýsingum Guðmundar S.
Péturssonar, tæknifræðings hjá
Vegagerðinni í Borgarnesi. Efnið er
komið að Kalmanstungu og munu
bændur flytja það að brúarstæðinu
næstu daga.
Brúin verður aðeins ofan við Hellu-
vað og mun vestari endinn liggja ofan
á stórri hraunklöpp. Þetta verður 27
metra löng stálbitabrú með steyptum
stöplum og timburgólfi. Brúin verður
einbreið.
Búið er að leggja veg að brúarstæð-
inu. Þar þurfti að moka úr hrauninu
til að losna við krappa beygju. Verk-
takinn stefnir að því að ljúka verkinu í
septembermánuði. Áætlað er að smíði
brúarinnar kosti tæpar 60 milljónir
króna.
Fleiri geta upplifað
„Ég er þannig stemmdur að ég lít á
þetta sem framför,“ segir Snorri á
Augastöðum. Hann segir að einstaka
fólk gagnrýni þessar samgöngu-
bætur, telji það hluta af sjarmanum
við ferðir inn á Arnarvatnsheiði að
þurfa að vaða ána eða aka bílum um
vaðið. Segist hann benda fólkinu á að
það þurfi ekki að nota brúna frekar en
það vilji.
„Bílum sem fara þarna yfir mun
trúlega fjölga eitthvað og það er já-
kvætt að fleiri geti upplifað það að
fara þarna um,“ segir Snorri.
Brú við Helluvað
byggð í haust
Opnar betri leið inn á Arnarvatnsheiði
Brúargerð Brúin verður stálbitabrú
með timburgólfi. Mynd úr safni.
Arnarvatnsheiði
» Á Arnarvatnsheiði og Tví-
dægru eru vinsæl veiðivötn og
ár. Þangað kemur fjöldi fólks á
hverju sumri.
» Allgreið leið er upp úr Húna-
vatnssýslu, ekki síst Miðfirði,
inn að Arnarvatni stóra og síð-
an slóði niður í Borgarfjörð.
Brú á Norðlingafljót bætir að-
gengið að vestan.
Jónína Guðrún Britt-
on, fædd Jónasson,
lést 18. ágúst í Winni-
peg, 103 ára að aldri.
Jónína var fædd 14.
janúar 1915 á bænum
Engimýri við River-
ton í Manitoba, dóttir
hjónanna Magnúsínu
Helgu Jónsdóttur
Borgfjord og Tóm-
asar Jónassonar. Afi
og amma Jónínu í
föðurætt voru Tómas
Ágúst Jónasson og
Guðrún Egedía Jó-
hannesdóttir, sem
fluttust vestur um haf
árið 1876 úr Öxnadal og settust að í
Riverton. Bróðir Tómasar var Sig-
tryggur Jónasson, sem oft hefur
verið nefndur faðir Nýja Íslands,
enda var hann forystumaður ís-
lenskra innflytjenda í Kanada í ár-
daga hinna miklu fólksflutninga.
Móðurfólk Jónínu kom frá
Borgarfirði og af Mýrum.
Langamma hennar, Helga Þor-
steinsdóttir, flutti vestur um haf frá
bænum Litlu-Brekku við Langá á
Mýrum ásamt seinni manni sínum
Hákoni og börnum sínum. Einn
sona hennar var Jón Magnússon,
afi Jónínu, sem tók sér nafnið
Borgfjord til aðgreiningar frá fjöl-
mörgum nöfnum sínum vestra.
Jónína var þriðja í
röð sjö systkina. Þær
voru sex systurnar
og einn bróðir, Tóm-
as, sem var yngstur.
Jónína giftist árið
1944 Norman Brit-
ton, sem var af
breskum ættum, og
áttu þau tvær dætur,
Judith Normu og
Donnu Valdine, sem
báðar lifa móður
sína. Norman lést ár-
ið 1992.
Jónína var afar
stolt af sinni íslensku
arfleifð og hafði unun
af að tala íslensku, sem hún hafði
viðhaldið á aðdáunarverðan hátt.
Hún fylgdist vel með gangi mála á
Íslandi, bæði með lestri Lögbergs
Heimskringlu og með samtölum við
frændfólkið á Íslandi bæði í síma
og svo við heimsóknir þeirra til
hennar.
Á 100 ára afmæli Jónínu árið
2015 sendu forseti Íslands og
utanríkisráðherra henni afmæl-
iskveðjur og þótti henni afar vænt
um þá hugulsemi og virðingu sem
henni var sýnd.
Útför Jónínu fer fram frá
útfararstofu Bardals – Bardals
Funeral Homes – í Winnipeg 26.
ágúst.
Andlát
Jónína Guðrún Britton