Morgunblaðið - 23.08.2018, Side 54
54 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. ÁGÚST 2018
✝ Ólafía GuðrúnÁgústsdóttir
fæddist á Þingeyri
5. september 1929.
Hún lést á Hjúkr-
unarheimilinu Eiri
13. ágúst 2018.
Foreldrar henn-
ar voru hjónin
Ágúst Aðalsteinn
Jónsson, sjómaður
á Þingeyri, f. 5.8.
1897 í Lambadal í
Mýrahreppi, d. 3.10. 1937 á Víf-
ilsstöðum, og Guðmunda Ágústa
Jónsdóttir, húsfreyja og fisk-
verkakona á Þingeyri, f. 19.8.
1901 á Brekku í Þingeyrar-
hreppi, d. 30.6. 1990 á Akranesi.
Systkini Ólafíu eru: 1) Ragnar
Jón Ágústsson, f. 12.9. 1926, d.
19. 12. 2011, kvæntur Guðnýju
Pétursdóttur, f. 15.3. 1927, d.
27.3. 2004. 2) Margrét, f. 30.3.
1928, d. 8.10. 1994, gift Ársæli
Jónssyni, f. 31.1. 1928, d. 18.3.
1988. 3) Ólafur, f. 27.10. 1935,
kvæntur Helgu Guðmundsdótt-
ur, f. 6.8. 1937. 4) Ágústa Að-
alheiður, f. 20.6. 1937, gift síra
Gunnari Björnssyni, f. 15.10.
1944.
Ágúst, faðir Ólafíu, dó á sótt-
arsæng þegar hún var á 9. ald-
ursári; ólst hún eftir það upp hjá
hjónunum Jóni Bjarnasyni, f.
12.6. 1894, d. 14.9. 1980, hálf-
bróður Þórleifs Bjarnasonar,
Hrafnhildur, f. 30.5. 1974; mað-
ur Hrafnhildar er Bjarni
Grétarsson, f. 26.7. 1974; börn
þeirra eru a) Aron, f. 14.10.
1995, unnusta hans er Karen Sól
Sævarsdóttir, f. 10.12. 1995, b)
Andrea Rut, f. 26.9. 2003, og c)
Aníta, f. 10.10. 2012; sonur Júl-
íusar með Jórunni Sigríði Birg-
isdóttur, f. 6.8. 1955, er Birgir
Þór, f. 3.5. 1980. Kona hans er
Eva Þorbjörg Schram, f. 23.3.
1990, dætur þeirra eru a)
Magdalena, f. 25.1. 2012, og b)
Æsa, f. 10.7. 2017. 3) Bryndís, f.
30.3. 1958, gift Conrad Joseph
Cawley, f. 21.7. 1953; börn
þeirra eru a) Ásdís Eva, f. 12.6.
1980, maður hennar er Ben
Hickford, f. 8.11. 1980, börn
þeirra eru a) Lilja Rós, f. 17.9.
2002, b) Fjóla Mae, f. 17.3. 2008,
c) Harry Joseph Hreinn, f. 16.4.
2011, b) Kristófer Hreinn, f. 2.6.
1984, og c) Alex Oliver, f. 25.8.
1986; kona hans er Anya Hamil-
ton Wancke, f. 11.7. 1991. 4) Íris,
f. 2.12. 1962, maki Ole Anton
Bieltvedt, f. 31.5. 1962; börn
þeirra eru a) Elín Rut, f. 4.4.
1989, b) Zara Rún, f. 19.5. 1997,
og c) Óli Anton, f. 24.9. 1999.
Veturinn 1949 gekk Ólafía í
Húsmæðraskóla Reykjavíkur og
hlaut verðlaun fyrir afburða
námsárangur. Hún vann um
skeið hjá Fríðu Proppé, fyrsta
lyfsala Akraness-apóteks, starf-
aði hjá Skagaprjóni, lengi hjá
Karnabæ og loks hjá Saumastof-
unni Lexa/Artemis.
Útför Ólafíu fer fram frá
Grafarvogskirkju í dag, 23.
ágúst 2018, og hefst athöfnin kl.
13.
námsstjóra, og
frænku sinni, Maríu
Snæbjörgu
Hjartardóttur, f.
12.1. 1900, d. 31.7.
1987, afasystur
Ólafs Ragnars
Grímssonar, for-
seta. Uppeld-
issystkini hennar
voru Jóhanna
Svava Proppé, f.
13.6. 1919, d. 30.8.
2005, og Hans Bjarnason, f. 23.4.
1923, d. 22.11. 1991.
Ólafía giftist 12.7. 1953
Hreini Árnasyni, málarameist-
ara, f. 30.8. 1931 á Akranesi, d.
12.9. 2007. Foreldrar hans voru
hjónin Árni Björgvin Sigurðs-
son, f. 23.7. 1895, d. 19.6. 1968,
og Þóra Einarsdóttir, f. 20.7.
1898, d. 7.6. 1939.
Þau Ólafía og Hreinn hófu bú-
skap á Akranesi, en fluttust til
Reykjavíkur 1971.
Börn Ólafíu og Hreins eru: 1)
María Jóna, f. 11.2. 1953, maður
hennar er Rosario Ómar Russo,
f. 18.2. 1952 á Ítalíu; börn þeirra
eru a) María, f. 15.6. 1984, og b)
Giuseppe Árni, f. 28.11. 1986,
unnusta hans er Anna Lilja Elv-
arsdóttir, f. 1.10. 1990. 2) Þóra,
f. 24.3. 1954, maður hennar er
Júlíus Brynjarsson, f. 25.9. 1954.
Dóttir Þóru með Herði Kára Jó-
hannessyni, f. 8.11. 1954, er
Mig langar til að minnast
ástkærrar tengdamóður minnar
sem lést að kvöldi 13. ágúst.
Mig langar að þakka henni
fyrir samfylgdina síðusu 35 ár
sem hafa verið mjög ánægjuleg
í alla staði, ég gæti ekki verið
heppnari með tengdamóður
sem vildi manni alltaf vel í
gegnum tíðina.
Við ferðuðumst talsvert sam-
an, bæði innanlands og utan,
fórum til dæmis saman til
Hong Kong fyrir 20 árum. Var
það mjög ánægjulegur tími sem
við áttum þar; það var alveg
undravert hvað hún og Hreinn
gátu gengið um allar trissur
þar.
Vorum við á ferðalgi í heilan
mánuð saman, sem var afskap-
lega ánægjulegur tími.
Langar mig að kveðja ást-
kæra tengdamóður mína með
eftirfarandi ljóði, Skólaminni,
eftir Matthías Jochumsson:
Í sálarþroska svanna
býr sigur kynslóðanna
því hvað er menning manna
ef menntun vantar snót?
Hvað gagnar glys og auður
og gullið draumavor,
ef vitra vantar móður
að vernda barnsins spor?
Hvar lærðu ljóssins hetjur,
sem lýða ruddu braut,
hinn fyrsta manndóms metnað?
– við móður sinnar skaut!
Júlíus Brynjarsson.
Hún Ollý mágkona mín er
látin tæplega 89 ára gömul, hún
átti farsæla ævi.
Hún Ollý fékk margar góðar
gjafir í vöggugjöf. Hún gat
sungið og leikið og var mynd-
arleg í öllu sem hún tók sér
fyrir hendur.
Hún var ekki há í loftinu
þegar frændur hennar í móð-
urætt stilltu henni upp á stól og
létu hana syngja fyrir sig. Hún
var aðeins átta ára þegar pabbi
hennar dó.
Þau feðgin lágu saman á
spítalanum á Þingeyri en pabbi
hennar hafði smitast af berkl-
um og Ollý líka.
Hún lá í átta mánuði á spít-
alanum en var svo heppin að ná
fullum bata þegar frá leið.
Pabbi hennar var ekki eins
heppinn því hann lést á Vífils-
stöðum 1937.
Mamma hennar stóð ein eftir
með fimm börn, það yngsta
þriggja mánaða. Hún varð að
vinna fyrir fjölskyldunni og þá
voru engar barnabætur, engir
leikskólar eða annað til að
hjálpa.
Það var engin vinna nema
við frystihúsið eða að hjálpa til
hjá betur stöddum fjölskyldum.
Þá varð úr að Ágústa yngsta
barnið varð eftir hjá afa sínum
og ömmu á Brekku og Ollý fór
til sæmdarhjónanna Maríu
Hjartar og Jóns Bjarnarsonar
og ólst upp hjá þeim. Hún varð
þeim til fyrirmyndar á allan
hátt.
Hún hélt alltaf góðu sam-
bandi við mömmu sína og
systkini enda var þorpið ekki
stórt og hún gat alltaf farið til
þeirra.
Maðurinn minn sagði að hon-
um hefði aldrei fundist vera
komin jól fyrr en Ollý var kom-
in til þeirra á aðfangadags-
kvöld.
Ég held að hún hafi aldrei
sagt styggðaryrði um mömmu
sína vegna þess að hún þurfti
að láta hana frá sér.
Guðmundur föðurbróðir
hennar var fjölskyldunni ein-
staklega umhyggjusamur.
Hann vissi að bróðurdæturnar
(Magga og Ollý, sem voru elst-
ar) voru vel gefnar og vel gerð-
ar og kostaði hann þær í Hús-
mæðraskólann í Reykjavík.
Þær sýndu sannarlega hvað í
þeim bjó og skiptu með sér
verðlaununum um vorið enda
jafn flinkar í matreiðslu og
handavinnu.
Þær systur Ollý og Magga
fluttu á Akranes og byrjuðu að
vinna þar.
Þær voru bestu vinkonur og
systur. Þá settu Skagamenn
upp leiksýningar sem gengu
mjög vel og mig minnir að Ollý
segði að það hefðu verið sýndar
átta sýningar fyrir fullu húsi
sem var mjög gott þá og hún
fékk mikið hrós fyrir frammi-
stöðu sína. En hún var ekki
fyrir að hreykja sér og hafði
ekki frekari áhuga á þessari
braut.
Hún kynntist honum Hreinsa
sínum, góðum dreng og
skemmtilegum manni og áttu
þau stelpurnar sínar fjórar sem
eru bæði góðar og fallegar og
hafa staðið sig vel í lífinu. Við
fórum til hennar annað slagið
eftir að hún fór á Eir og það
var alltaf svo gaman að hitta
hana.
Hún var alltaf svo fín og vel
til höfð og alltaf svo glöð að
hitta okkur, sérstaklega Olla
bróður sinn, en þeim þótti mjög
vænt um hvort annað.
Síðustu mánuðina lá hún
mikið í rúminu og hún var svo
falleg á koddanum, alltaf fín og
hárið eins og hún hefði verið í
lagningu.
Elsku Ollý mín, við kveðjum
þig með virðingu og þökk og
trúum því að nú hafið þið
Hreinsi sameinast í eilífðinni.
Guð geymi þig, elsku mágkona.
Sofnar drótt, nálgast nótt,
sveipast kvöldroða himinn og sær.
Allt er hljótt, hvíldu rótt.
Guð er nær.
(Kvöldsöngur skáta.)
Helga Guðmundsdóttir.
Ólafía Guðrún
Ágústsdóttir
✝ Sigríður Magn-úsdóttir fædd-
ist á Brekku í
Langadal í Naut-
eyrarhreppi við
Ísafjarðardjúp 7.
maí 1931. Hún lést
á Dvalar- og hjúkr-
unarheimilinu
Grund 11. ágúst
2018.
Foreldrar henn-
ar voru Magnús
Jensson, f. 1896, d. 1969, og
Jensína Arnfinnsdóttir, f. 1894,
d. 1996, á Brekku og síðar á
Hamri.
Systkini Sigríðar voru Jón
Arnar, f. 1926, d. 2002, Guð-
mundur, f. 1927, d. 2018, Jens, f.
1928, d. 1930, Kristín, f. 1929, d.
2011, Margrét Guðrún, f. 1932,
d. 1994, Halldór, f. 1933, d. 1976,
Ragnar Heiðar, f. 1935, og
Edda, f. 1937.
Hinn 23. ágúst 1952 giftist
frá 1937 dvaldi hún alla sína
skólagöngu hjá móðursystur
sinni, Þórdísi Arnfinnsdóttur,
og manni hennar, Bjarna Guð-
mundssyni, á Ísafirði.
Sigríður hóf störf við símstöð-
ina í Ingólfsfirði 1947 og síðar á
Borðeyri. Eftir það fór hún að
vinna á símstöðinni á Blönduósi
þar til hún flutti að Bálkastöð-
um 1950.
Einnig starfaði Sigríður utan
heimilis í Staðarskála og í Sím-
stöðinni í Brú og eftir að þau
fluttu í Hveragerði starfaði hún
hjá Náttúrulækningafélagi Ís-
lands og á Dvalarheimilinu Ási.
Sigríður og Eiríkur hófu bú-
skap á Bálkastöðum 1950 og
byggðu þar nýtt íbúðarhús 1953
og í framhaldi af því ný gripa-
hús og ræktuðu jörðina. Þau
bjuggu þar til 1982 er þau
brugðu búi og fluttu í Hvera-
gerði þar sem þau bjuggu áfram
til 2007 er þau fluttu í Dvalar-
heimilið Ás. Til Reykjavíkur
fluttu þau svo 2013 á Dvalar- og
hjúkrunarheimilið Grund þar
sem Sigríður dvaldi til æviloka.
Útför hennar fer fram frá
Langholtskirkju í dag, 23. ágúst
2018, klukkan 14.
Sigríður Eiríki
Jónssyni frá Bálka-
stöðum í Hrúta-
firði, f. 1924.
Börn þeirra eru:
1) Bryndís, f. 1951,
maki Halldór R.
Halldórsson, f.
1946, d. 2015. Dæt-
ur þeirra eru Sig-
ríður Gyða, Kristín
Halldóra og Birna
Margrét. 2)Ólafía
Jóna, f. 1954, maki Hjalti Garð-
ar Lúðvíksson, f. 1951. Dætur
þeirra eru Nína Kristbjörg,
Hugrún Elfa og Valdís Eva. 3)
Jón, f. 1959, maki Hólmfríður
Kristjánsdóttir, f. 1962. Börn
þeirra Kristján, Gyða Dögg og
Eiríkur. 4) Magnús, f. 1962,
maki Unnur Fanney Bjarnadótt-
ir, f. 1959. Börn þeirra Metta og
Davíð. Barnabarnabörnin eru
15.
Sigríður ólst upp á Brekku en
Nú höfum við kvatt ömmu
Siggu í síðasta sinn, við kveðju-
stund reikar hugur okkar systk-
ina til þeirra minninga sem við
eigum um ömmu. Finnum í þeim
huggun og þakklæti fyrir að hafa
verið samferða ömmu í þann tíma
sem við áttum með henni.
Flestar eru minningarnar um
ömmu af fallegu heimili hennar
og afa í Hveragerði eða af ferðum
um landið með tjaldvagn í eftir-
dragi, eða í veiði með þeim
ömmu, afa, Óla og Guddu, frænk-
um, frændum og frændsystkin-
um.
Okkur finnst ljóðlínur Davíðs
frá Fagraskógi eiga vel við þegar
við sendum ömmu Siggu okkar
hinstu kveðjur.
Því aðeins færð þú heiðrað og metið
þína móður,
að minning hennar verði þér alltaf
hrein og skír,
og veki hjá þér löngun til að vera öðr-
um góður
og vaxa inn í himin – þar sem kærleik-
urinn býr.
(Davíð Stefánsson frá Fagraskógi.)
Minningar okkar um ömmu
einkennast af yfirvegun og
trausti, amma var róleg og hóg-
vær kona, iðin og vinnusöm.
Sannkölluð kjarnorkukona sem
sat aldrei auðum höndum.
Heimili ömmu og afa var ein-
staklega fallegt og einkenndist af
snyrtimennsku og skipulagi.
Hver hlutur átti sinn stað og al-
veg sama hvaða skápa eða skúff-
ur maður stalst í að skoða, alls
staðar var röð og regla.
Það var gott að koma á heimili
ömmu og afa, þar var alltaf hægt
að bralla eitthvað skemmtilegt.
Matmálstímar voru reglulegir,
við systkinin gistum nokkrum
sinnum hjá ömmu og afa en vistin
einkenndist einmitt af regluleg-
um matmálstímum.
Á milli þess sem maður fékk
morgunmat, morgunkaffi, hádeg-
ismat, kaffi, kvöldmat og svo auð-
vitað kvöldkaffi höfðum við nóg
fyrir stafni.
Heimilið þeirra hafði allt sem
barni gat þótt spennandi, gróð-
urhús, smíðaverkstæði, sauma-
herbergi, heitan pott, rabarbar-
abeð, og svo var alltaf hægt að
treysta á að amma ætti kökur.
Birgðastaðan í búrinu hjá ömmu
var alltaf góð og þar mátti alltaf
finna alls kyns góðgæti.
Þegar við vorum börn voru
jólaboðin hjá ömmu og afa í
Hveragerði fastur liður í jóla-
haldi. Þar áttum við frændsystk-
inin góðar stundir og horfðum
meðal annars á ótal áramóta-
skaup, sem öll voru til á vel
merktum VHS-spólum. Amma
og afi tóku þá á móti börnum og
barnabörnum með mikilli veislu
sem byrjaði snemma og stóð
langt fram á kvöld.
Amma og afi voru einstaklega
samheldin og samstiga hjón, þær
eru fáar minningarnar um ömmu
þar sem afi kemur ekki við sögu.
Enda telja árin þeirra saman ára-
tugi. Minningarnar eru margar
hverjar af þeim saman við eld-
húsborðið í Hveragerði, hlið við
hlið í fortjaldinu á tjaldvagninum
eða núna undanfarin ár þar sem
afi hefur haldið í hönd ömmu,
veitt henni stuðning og sýnt
henni skilyrðislausa ást eftir því
sem heilsu hennar hrakaði. Sam-
band þeirra hefur verið eins og
klettur í tilverunni sem ekkert
fær haggað.
Hugur okkar systkina er hjá
afa sem við sendum okkar dýpstu
samúðarkveðjur.
Gyða, Kristján
og Eiríkur Jónsbörn.
Amma.
Amma var ekta amma í augum
okkar systra.
Amma bjó með afa á Bálka-
stöðum í Hrútafirði.
Amma gerði frábærar súkku-
laðikökur með perlusykri, amma
gerði gómsæta kanilsnúða og
kleinurnar hennar voru bestu
kleinur sem við höfðum smakkað
og það fannst heimilishundinum
Nellý líka, ömmu til armæðu, en
við systur laumuðumst til að gefa
Nellý með okkur.
Amma var líka ekta amma að
taka slátur og maður minn, hún
átti sko flottasta sláturpott sem
við höfðum nokkurn tíma séð.
Amma og afi fluttu svo í
Hveragerði. Við fórum alltaf í
jólaboð á jóladag til ömmu og afa.
Amma var alltaf amma, tók
svo vel á móti okkur og knúsaði.
Amma átti alltaf súkkulaði inni
í skáp til að gefa okkur.
Amma var líka alltaf prjónandi
og það gerði hún listavel eins
lengi og hún gat.
Amma var líka sniðug. Þegar
þau fluttu í Hveragerði setti
amma alltaf teygjur á hnúðana á
skáphurðunum til að leirtauið
færi nú ekki af stað í smá jarð-
skjálfta.
Elsku amma, nú ertu farin frá
okkur en ekki úr hjörtum okkar,
það er okkur þó huggun að þú
sért laus úr viðjum veikinda
þinna.
Takk fyrir allt, amma.
Sigríður Gyða Halldórs-
dóttir, Kristín Halldóra
Halldórsdóttir, Birna Mar-
grét Halldórsdóttir.
Elsku Sigga amma. Hvernig
viltu láta minnast þín eru orð sem
eru mikið í umræðunni í dag. Ég
held að Sigga amma hafi verið
mjög meðvituð um þetta hugtak,
hreinskilin er orð sem kemur
fyrst upp í hugann, amma var t.d.
mjög fljót að benda manni á það
ef maður var orðinn fullmjúkur,
þetta gerði hún eingöngu vegna
þess að hún vissi að aukakíló gera
lífið allt erfiðara, hún vissi líka að
það er bara engan veginn hollt að
vera feitur eins og hún orðaði
það.
Amma var alltaf heilsuhraust
og var t.d. fljótari að standa upp
úr stól en við unga fólkið alveg
fram á síðasta dag. Húmor ömmu
var líka mjög hreinskilinn og hún
var flink í að koma fyrir sig orð-
inu og hnyttin.
Það síðasta sem hún sagði
sniðugt við okkur var þegar ég og
maðurinn minn, Kjartan, komum
að heimsækja þau og Kjartan
heilsar henni og segir: „Sæl
Sigga, gaman að sjá þig,“ og þá
allt í einu svarar hún með glampa
í augunum:
„Ég veit það vel“. Hún kunni
sko alveg að slá á létta strengi al-
veg fram á síðasta dag.
Amma vildi alltaf að maður
væri duglegur í handavinnu,
prjóni eða hekli eða bara að
leggja kapal, bara að maður hefði
eitthvað fyrir stafni. Eftir að ég
fékk bílpróf fórum við þrjú (ég,
amma og afi) í nokkur samvinnu-
verkefni þar sem við gerðum upp
nokkrar mublur.
Við gerðum upp gamalt snyrti-
borð frá föðurlangömmu minni
(Margréti), við gerðum einnig
upp stól sem pabbi minn fékk í
fermingargjöf, amma saumaði
allt nýtt utan um stólinn og utan
um pullu sem honum fylgir. Ég
bað ömmu um í brúðkaupsgjöf
eins peysur á okkur hjónin sem
hún myndi prjóna, það var nú
auðsótt. Ég valdi lopann og
munstrið og mætti svo með þetta
í Kambahraunið og setti ömmu
inn í verkefnið, þessar peysur
passa ég og þykir ógurlega vænt
um.
Allar þessar mublur eru inni í
stofu hjá mér núna ásamt solo-
eldavélinni sem við Kjartan gerð-
um upp sem var fyrsta eldavélin í
þeirra búskap á Bálkastöðum í
Hrútafirði. Mér þykir gríðarlega
gaman og vænt um þessi hand-
verk öll og passa þau vel. Það er
heiðarleikinn og handverkið sem
maður tekur með sér og þykir
svo vænt um.
Amma prjónaði í áratugi fyrir
Handprjónasambandið lopapeys-
ur og svo prjónaði hún hosur á
afa úr afgangslopa, ég man eftir
að hafa fengið nokkur pör af
stórum hosum sem maður sleit
svo við heimanám í menntaskóla
og háskóla.
Amma fékk alzheimer og hvarf
því smátt og smátt síðustu ár.
Það er þakklæti mitt gagnvart
hreinskilninni og góðar minning-
ar og margar kennslustundir til
ýmissa verka sem standa upp úr.
Hvíl nú í friði elsku amma,
kveðja
Nína.
Sigríður
Magnúsdóttir
Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is • Símar: 565 5892 & 896 8242
ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR
ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS
Auðbrekku 1, Kópavogi síðan 1996
ALÚÐ •VIRÐING • TRAUST • REYNSLA
Símar allan sólarhringinn: 581 3300 & 896 8242 • www.utforin.is
Komum heim til aðstandenda og ræðum skipulag útfarar ef óskað er.
Kristín IngólfsdóttirSverrir Einarsson Margrét Á. Guðjónsd. Hannes Ó. Sampsted