Morgunblaðið - 23.08.2018, Síða 68
68 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. ÁGÚST 2018
Tónlistarmennirnir Lord Puss-
whip, Good Moon Deer og Allen-
heimer koma fram á tónleika-
staðnum Húrra í kvöld og verður
hleypt inn frá kl. 20. Þeir félagar
hafa getið sér gott orð fyrir spenn-
andi tilraunir á jaðri taktfastrar
tónlistar, eins og því er lýst í til-
kynningu. Réttum nöfnum heita
listarmennirnir Þórður Ingi Jóns-
son (Lord Pusswhip), Guðmundur
Úlfarsson (Good Moon Deer) og Atli
Bollason (Allenheimer).
Þeir munu leggja mikið upp úr
sjónrænum þætti tónleikanna í
kvöld og minna úr eigin viðveru,
eins og því er lýst og mun Atli t.d.
koma með myndbandsspólur sem
hann hefur sankað að sér og snúið
út úr og skælt og ætlar sjálfur að
dyljast að hálfu bak við tjald.
Milli þess sem Lord Pusswhip,
Good Moon Deer og Allenheimer
spila stendur DJ Bervit vaktina við
plötuspilarana, segir í tilkynningu.
Aðgangseyrir er 1.500 kr.
Leggja mikið upp úr því sjónræna
Tilraunaglaður Lord Pusswhip er lista-
mannsnafn Þórðar Inga Jónssonar.
Á slóðum fullveldis er yfirskrift kvöldgöngu sem Gunnar
Þór Bjarnason sagnfræðingur leiðir í kvöld. Gengið
verður um miðbæ Reykjavíkur og rifjaðir upp atburðir
hins viðburðaríka árs 1918. „Ef aðeins eru skoðaðir
íslenskir atburðir má helst nefna að hér var þvílíkur
fimbulkuldi að veturinn árið 1918 var kallaður frostavet-
urinn mikli. Sama ár gaus Katla og fylgdi gosinu mikið
jökulhlaup og urðu bændur fyrir miklum skemmdum.
Aðeins viku síðar barst spænska veikin til landsins og
kostaði hátt í 500 íslensk mannslíf. Hinn 1. desember
þetta ár átti hins vegar sá merki og jákvæði atburður sér
stað að Ísland varð frjálst og fullvalda ríki í konungs-
sambandi við Danmörku. Lítið var þó um hátíðahöld vegna eftirkasta
spænsku veikinnar,“ segir í tilkynningu.
Lagt verður af stað frá listaverki Ólafar Pálsdóttur Tónlistarmanninum
við Hörpu kl. 20. Gangan tekur um það bil 90 mínútur og hentar öllum.
Leiðsögnin fer fram á íslensku. Þátttaka er ókeypis.
Gengið á slóðum fullveldis í kvöld
Gunnar Þór
Bjarnason
Alþjóðlega kvikmyndahátíðin í
Reykjavík, RIFF, verður haldin 27.
september til 7. október, en hátíðin á
15 ára afmæli í ár. Flestar myndir há-
tíðarinnar í ár verða sýndar í Bíó
Paradís, en einnig á Loft hosteli og
Stúdentakjallaranum. Umræðu-
dagskrá og bransadagar fara fram í
Norræna húsinu. Á hátíðinni verða
sýndar um 70 kvikmyndir í nokkrum
flokkum. Þar er um að ræða verð-
launamyndir frá hátíðum víða um
heim auk þess sem fjölmargar mynd-
ir verða Norðurlanda- og Evrópu-
frumsýndar á hátíðinni.
Jonas Mekas heiðraður
„Eins og vanalega mun hátíðin
hafa svæði eða land í fókus á RIFF.
Eystrasaltslöndin urðu fyrir valinu
enda mikil gróska verið þar í kvik-
myndagerð undanfarin ár, auk þess
sem 100 ár eru liðin síðan öll þrjú rík-
in fengu sjálfstæði frá Sovétríkjunum
árið 1918,“ segir í tilkynningu.
Þar kemur einnig fram að litháíski
kvikmyndagerðarmaðurinn Jonas
Mekas hljóti heiðursverðlaun RIFF
fyrir æviframlag sitt til kvikmynda-
gerðar. „Hann hefur af mörgum verið
kallaður guðfaðir bandarískrar fram-
úrstefnukvikmyndagerðar.“ Mekas
fæddist í Litháen 1929 og flúði til
Bandaríkjanna 1944. „Á löngum og
viðburðaríkum ferli hefur hann gert
ótal myndir, jafnt stuttar sem langar,
og unnið til verðlauna víða um heim.
Myndir hans eru margvíslegar en
hann er hvað þekktastur fyrir að gera
svokallaðar „dagbókarmyndir“, sem
samanstanda af myndskeiðum úr
hversdagslífi hans. Mekas hefur unn-
ið í nánu samstafi við marga af nafn-
toguðustu listamönnum heims, þar
má nefna Andy Warhol, Allen Gins-
berg, Salvador Dalí, Yoko Ono og
John Lennon. Mekas er margt til
lista lagt. Hann hefur ávallt verið ið-
inn við að skrifa um kvikmyndir og
stofnaði meðal annars tímaritið Film
Culture ásamt bróður sínum Adolfas
Mekas sem var helgað kvikmynda-
listinni. Hann er einnig afkastamikið
ljóðskáld og telst eitt merkasta sam-
tímaljóðskáld Litháens.“
Fókus á Eystrasaltslöndin
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Ern Jonas Mekas í Reykjavík 2008.
Elsa Nielsen, myndlistarmaður og
grafískur hönnuður, opnar í dag kl.
17 sýningu í Galleríi Gróttu sem er í
Bókasafni Seltjarnarness á 2. hæð
Eiðistorgs. Sýninguna nefnir hún
Díla og vísar þar í depil eða pixil sem
er tvívíð myndeind og minnst eining
stafrænnar ljósmyndar og alltaf ein-
lit, eins og segir í tilkynningu. Elsa
leikur sér með díla sem viðfangsefni
og mun útkoman koma skemmtilega
á óvart, skv. tilkynningu.
Elsa er fædd árið 1974, útskrif-
aðist frá Listaháskóla Íslands árið
1999 og rekur nú eigin hönnunar-
stofu en á að baki fjölda sam- og
einkasýninga á sviði málaralistar.
Elsa var útnefnd bæjarlistamaður
Seltjarnarness fyrir tveimur árum.
„Á sviði málaralistarinnar hefur
Elsa einkum einbeitt sér að því að
mála uppstækkaðan grafískan
myndflöt á striga með akrýllitum.
Verkunum ljær hún dýpt með því að
byggja flötinn upp með sparsli og
sandi. Þó að málverk Elsu standi
sjálfstæð sýna þau glöggt hvernig
henni tekst að færa margra ára
reynslu og kunnáttu með grafíska
miðlun yfir á annað stig,“ segir í til-
kynningu um málverk Elsu.
Elsa sýnir í Galleríi Gróttu
Dílar Elsa Nielsen opnar sýninguna
Dílar í Galleríi Gróttu í dag kl. 17.
Adrift 12
Morgunblaðið bbbmn
Metacritic 56/100
IMDb 6,7/10
Bíó Paradís 20.00, 22.00
Undir trénu 12
IMDb 7,1/10
Bíó Paradís 22.00
Hearts Beat Loud
Metacritic 65/100
IMDb 7,1/10
Morgunblaðið bbbmn
Bíó Paradís 22.00
Studniówk@
(The Prom)
Bíó Paradís 18.00
Svanurinn 12
Morgunblaðið bbbmn
IMDb 6,6/10
Bíó Paradís 20.00
Loveless 12
Metacritic 86/100
IMDb 7,7/10
Bíó Paradís 17.30
Hleyptu sól í
hjartað 16
Bíó Paradís 22.00
101 Reykjavík
Metacritic 68/100
IMDb 6,9/10
Bíó Paradís 18.00
The Meg 12
Metacritic 46/100
IMDb 6,2/10
Sambíóin Álfabakka 17.00,
17.30, 19.30, 20.00, 22.30
Sambíóin Egilshöll 17.30,
20.00, 22.30
Sambíóin Kringlunni 17.00,
19.40, 22.10
Sambíóin Akureyri 20.00,
22.30
Sambíóin Keflavík 20.00,
22.30
Slender Man 16
Smárabíó 17.30, 19.10,
19.50, 21.40, 22.10
Háskólabíó 21.00
Borgarbíó Akureyri 21.50
Mile 22 16
Laugarásbíó 20.00, 22.10
Sambíóin Keflavík 22.30
Smárabíó 20.10, 22.30
Háskólabíó 18.20, 21.10
Borgarbíó Akureyri 19.30
Mamma Mia!
Here We Go Again Morgunblaðið bbbbn
Metacritic 60/100
IMDb 7,3/10
Laugarásbíó 17.20, 19.50
Sambíóin Kringlunni 17.00,
19.30
Sambíóin Keflavík 20.00
Smárabíó 16.30, 17.00,
20.00, 22.30
Háskólabíó 17.50, 20.40
Borgarbíó Akureyri 17.00,
19.30
The Spy Who
Dumped Me 16
Metacritic 51/100
IMDb 6,4/10
Laugarásbíó 20.00, 22.25
Borgarbíó Akureyri 21.30
The Equalizer 2 16
Metacritic 50/100
IMDb 7,1/10
Smárabíó 19.40, 22.20
Hereditary 16
Morgunblaðið bbbbn
Metacritic 87/100
IMDb 7,6/10
Sambíóin Álfabakka 22.15
Sambíóin Egilshöll 22.30
Book Club Metacritic 53/100
IMDb 6,3/10
Háskólabíó 18.00, 20.50
Tag 12
Metacritic 56/100
IMDb 7,1/10
Sambíóin Álfabakka 20.00
Ocean’s 8
Morgunblaðið bbbnn
Metacritic 61/100
IMDb 6,4/10
Sambíóin Álfabakka 17.20
Sambíóin Kringlunni 21.55
Jurassic World:
Fallen Kingdom 12
Morgunblaðið bbmnn
Metacritic 51/100
IMDb 6,5/10
Laugarásbíó 17.20
Christopher Robin Christopher Robin hittir
skyndilega gamlan vin sinn
Bangsimon, og snýr með
honum aftur í ævintýraheim
bernskunnar.
Metacritic 59/100
IMDb 8,0/10
Sambíóin Álfabakka 17.40,
20.00
Sambíóin Egilshöll 17.30
Sambíóin Kringlunni 17.00
Sambíóin Akureyri 17.15
Úlfhundurinn Frábær teiknimynd byggð á
metsölubókinni White Fang
efti Jack London. Ungur
maður vingast við úlfhund
og leitar að föður sínum sem
er horfinn.
Metacritic 61/100
IMDb 6,9/10
Smárabíó 15.10, 17.40
Borgarbíó Akureyri 17.30
Hin Ótrúlegu 2 Morgunblaðið bbbbn
Metacritic 80/100
IMDb 8,1/10
Sambíóin Álfabakka 17.30,
20.00
Sambíóin Egilshöll 17.30
Sambíóin Akureyri 17.30
Hótel Transylvanía 3:
Sumarfríið Metacritic 54/100
IMDb 6,4/10
Laugarásbíó 17.30
Smárabíó 15.00, 17.20
Draumur Smárabíó 15.20
Ethan Hunt og sérsveit hans og bandamenn,
eiga í kappi við tímann eftir að verkefni mis-
heppnast.
Morgunblaðið bbbbn
Metacritic 86/100
IMDb 8,4/10
Sambíóin Álfabakka 18.00, 21.00, 22.00, 22.30
Sambíóin Egilshöll 18.00, 20.00, 22.00
Sambíóin Kringlunni 19.30, 22.30
Sambíóin Akureyri 19.30, 22.30
Mission Impossible -
Fallout 16
Kona fer í stríð
Kona á fimmtugsaldri ákveður að bjarga heiminum og lýsir
yfir stríði gegn allri stóriðju í landinu. Hún gerist skemmdar-
verkamaður og er tilbúin að fórna öllu fyrir móður jörð og há-
lendi Íslands þar til mun-
aðarlaus stúlka frá
Úkraínu stígur inn í líf
hennar.
Morgunblaðið
bbbbb
Háskólabíó 18.10
Bíó Paradís 20.00
Ant-Man and the
Wasp 12
Hope van Dyne og dr. Hank
Pym skipuleggja mikilvæga
sendiför, þar sem Ant-Man
þarf að vinna með The
Wasp til að leiða í ljós
leyndarmál úr fortíðinni.
Morgunblaðið bbbnn
Sambíóin Álfabakka 22.30
Sambíóin Egilshöll 20.00
Nánari upplýsingar um sýningar og sali má finna á heimasíðum kvikmyndahúsanna
Kvikmyndir
bíóhúsanna
mbl.is/bio