Morgunblaðið - 23.08.2018, Blaðsíða 45
UMRÆÐAN 45
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. ÁGÚST 2018
Kringlunni 4c – Sími 568 4900
Nýjar
haust
vörur
Nú liggur fyrir Al-
þingi þingsályktun-
arfrumvarp um að um-
bylta núverandi kerfi í
leigubílaakstri sem í
marga áratugi hefur
verið mjög gott.
Nokkrar stað-
reyndir sem liggja fyr-
ir: Leigubílstjórar geta
ekki lifað á 8-17-vinnu
fimm daga vikunnar.
Hvernig stendur á því að umbylta
þarf þessu leigubílakerfi sem hefur
verið í marga áratugi? Hvað er það
sem fólki líkar ekki? Ég hef grun um
að það liggi aðrar ástæður að baki.
Ég hef keyrt Íslendinga árum
saman og alltaf gengið vel og allir
sáttir. Almennt hefur fólk verið
mjög ánægt með leigubílaþjón-
ustuna hér á landi og það skiptir
miklu máli, sérstaklega útlendingar
sem hafa aldrei kynnst annarri eins
leigubílaþjónustu og hér er. Margir
sáttir farþegar vilja hafa þetta eins
og er. Erum við leigubílstjórar ein-
hver ógnun við framtíðina? Ef svo er
þá vil ég fá rökstuðning fyrir því.
Hvað á að taka við og er það eitt-
hvað betra? Ef við horfum til ann-
arra landa þá er þjónustan þar víða
lakari. Sem dæmi get ég nefnt að
systir mín, sem býr í Noregi, þarf oft
að taka leigubíl frá sínum vinnustað,
sem er flugvöllurinn í Osló, Garder-
moen. Um daginn tók hún leigubíl
þaðan og heim. Leigubílstjórinn
sagði að hún þyrfti að borga far-
gjaldið með reiðufé því posinn hjá
sér væri ekki í lagi. Hún kom því við
í hraðbanka á leiðinni heim til að ná í
reiðufé. Ég spurði systur mína hvort
leigubílstjórinn hefði
ekki stöðvað mælinn
meðan hún var í hrað-
bankanum og leiðrétt
gjaldið út af króknum
sem þurfti að taka til
að fara í hraðbankann
en hún kvað nei við. „Af
hverju tókstu þá ekki
næsta leigubíl?“ spurði
ég. Hún sagði að það
væru engir, það væri
svo oft bíllaust þarna.
Er þetta í lagi? Hér
heima gætum við ekki
boðið viðskiptavinum okkar upp á
þetta og viljum það ekki.
Ég veit fjölmörg dæmi um laka
leigubílaþjónustu erlendis, mjög
víða þarf að panta leigubíl með eins
dags fyrirvara.
Of margir eru í leigubílaakstri hér
á landi, það er vandamálið. Það eru
leigubílabreiður um allt höfuðborg-
arsvæðið og við Leifsstöð – alþjóða-
flugstöðina í Sandgerði dögum sam-
an, þar hangsa þeir í allt að fjórar
klukkustundir. Staðreyndin er sú að
það þarf að fækka leigubílum um
hundrað til að byrja með og sjá svo
til um framhaldið. Þá fyrst gætum
við hugsað um lækkun á gjaldi.
Kæru viðskiptavinir og ágætu Ís-
lendingar: Við viljum allt fyrir ykkur
gera og tökum að sjálfsögðu við
ábendingum.
Er leigubíla-
kerfið ekki ágætt
eins og það er?
Eftir Árna Arnar
Óskarsson
» Of margir eru
í leigubílaakstri
hér á landi, það er
vandamálið.
Árni Óskarsson
Höfundur er leigubílstjóri.
járnbentur steyptur steinveggur,
nokkuð sem við verðum að lifa við
líkt og gen foreldranna. Að vísu er
tré notað í frístundahús og mörg ein-
býlishús og oftast með betri árangri
en með steinhúsin.
Það sem ég hef reynt að leggja til
málanna er að taka í notkun gler-
frauðsplötur. Kosturinn er að þær
eru rakaþéttar og hafa ávallt sömu
einangrunarhæfni. Þá má líma þær á
steinveggi og þétta síðan milli platna
og er þá náð öllum þessum fjórum
þáttum sem nútíma frágangur þarf
að hafa. Að vísu mun steinveggurinn
þorna inn en með einfaldri loftræst-
ingu sem héldi inni raka undir 60°C
af mettun lofts við ákveðið hitastig
og svo CO2 (öndun og arinn) undir
1000 ppm. Nú er tryggt að gró mygl-
unnar spíri ekki og hér er komin ein-
angrun sem endist og endist – eða
minnst 50-100 ár! Og umhverfisvænt
er þetta í meira lagi því nota má allt
úrgangsgler sem til fellur hér á
landi, líklega 10-13.000 tonn, og
blása í 4-5 sinnum meira rúmmál
einangrunar. Öll vinna við burð-
arsterkar plöturnar þarfnast ekki
rykgríma og afskurði og gamalli ein-
angrun mætti skila aftur og end-
urvinna. Geymsla er auðveld því
ekki þarf að verja plöturnar fyrir
regni. Og myglan og skordýr geta
ekki nýtt sér glerfrauð sem er inert-
efni.
Gengið er út frá að til lengri tíma
litið yrði reist verksmiðja í nágrenni
við markaðinn en notast við innflutt
þangað til.
Jæja kostnaðurinn? Sé kostnaður
10-20% af byggingarkostnaði við
frágang útveggja og þaks þá yrði
þessi lausn dýrari (e.t.v. 50%) en
engir bakreikningar og mygla eða
heilsuvandamál sem eru dýr. Sem
einangrun hefur frauðgler sömu
gildi og þurr steinull, þykktin yrði sú
sama.
Þeir fagmenn sem ég hef leitað
álits hjá eru hissa á að þetta hafi
ekki verið reynt hér þar sem veðr-
áttan býður upp á það. Mín skoðun
er sú að 20 ára ábyrgð eigi að vera á
steinullareinangrun húsa.
» Losna þarf því við
myglu í híbýlum og
spara þannig þjóðfélag-
inu og einstaklingum
háar fjárhæðir.
Höfundur er efnaverkfræðingur.
Móttaka aðsendra greina
Morgunblaðið er vettvangur lifandi umræðu í landinu og birtir aðsendar grein-
ar alla útgáfudaga.
Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota
innsendikerfi blaðsins. Kerfið er auðvelt í notkun og tryggir öryggi í sam-
skiptum milli starfsfólks Morgunblaðsins og höfunda. Morgunblaðið birtir
ekki greinar sem einnig eru sendar á aðra miðla.
Kerfið er aðgengilegt undir Morgunblaðslógóinu efst í hægra horni forsíðu
mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birtist felligluggi þar sem liðurinn „Senda inn
grein“ er valinn.
Í fyrsta skipti sem innsendikerfið er notað þarf notandinn að nýskrá sig inn
í kerfið. Ítarlegar leiðbeiningar fylgja hverju þrepi í skráningarferlinu. Eftir að
viðkomandi hefur skráð sig sem notanda í kerfið er nóg að slá inn kennitölu.
Atvinnublað alla fimmtudaga og laugardaga
ER ATVINNUAUGLÝSINGIN
ÞÍN Á BESTA STAÐ?
Sendu pöntun á augl@mbl.is eða
hafðu samband í síma 569-1100
Allar auglýsingar birtast bæði í
Mogganum og ámbl.is