Morgunblaðið - 23.08.2018, Side 30

Morgunblaðið - 23.08.2018, Side 30
30 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. ÁGÚST 2018 Inngangur Útbúinn hefur verið móttökusalur við munnann. BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Það er ógleymanlegt að skoða kjarn- orkubyrgið í Bad Neuenahr- Ahrweiler í vesturhluta Þýskalands. Byrgið er eins og tímavél. Þar vakn- ar kjarnorkuógnin á ný. Með inngöngu Vestur-Þýskalands í Atlantshafsbandalagið, NATO, árið 1955 fylgdi sú skylda að byggja byrgi fyrir lykilfólk í stjórnkerfinu og hernum ef gerð yrði árás á landið með kjarnavopnum. Fyrir valinu urðu gömul lestar- göng. Nasistar notuðu þau í síðari heimsstyrjöldinni og Frakkar sprengdu hluta þeirra niður eftir að stríðinu lauk. Vinna við að hreinsa úr göngunum hófst árið 1959 og hóf- ust framkvæmdir árið 1960. Fyrsta heræfing NATO fór þar fram árið 1966 og byrgið var fullgert 1972. Byrgið var í notkun til ársins 1997. Þaðan hefðu stjórnvöld svarað kjarnorkuárás á landið. Lokað hluta ársins Stjórnvöld í Vestur-Þýskalandi höfðu aðsetur í Bonn. Áætlanir gerðu ráð fyrir að æðstu yfirmenn yrðu fluttir með flugvél og að henni yrði lent á hraðbraut nærri byrginu. Kalt er í byrginu og borgar sig að klæða sig vel. Uppgefið hitastig er 12 gráður. Byrgið er lokað frá nóvember til mars. Gengið er um nokkrar þykkar stálhurðir á leið inn í byrgið. Ein er nærri metri á þykkt. Framarlega eru sturtur sem áttu að hreinsa fólk af geislavirkum efnum. Núverandi byrgi er ekki nákvæm- lega eins og það var í fullri notkun. Þá skoða gestir aðeins brot af gríðarlega víðfeðmu gangakerfi. Þeir sjá þó margt af því forvitni- legasta. Á leiðinni má sjá stríðskort sem notað hefði verið í stríði. Ísland er ofarlega fyrir miðju. Á kortið hefði heraflanum verið stillt upp eins og seglum á ísskáp. Þá má sjá Bosch-upptökuvélina sem kanslari Þýskalands hefði notað til að ávarpa þjóðina í stríði. Á einum veggnum er búið að endurprenta drög að því ávarpi. „Lifi Þýskaland. Lifi Evrópa. Lifi frelsið,“ segir þar í lokin. Á herbergisgangi er lítið svefn- herbergi ætlað kanslaranum einum. Athygli vekur að upphaflega virðast veggir hafa verið málaðir grænir. Sá litur þykir hafa róandi áhrif. Byrgið þykir ásamt Berlínar- múrnum meðal merkustu minja um kalda stríðið í Þýskalandi. En eins og Styrmir Gunnarsson, fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins, rifjar upp á vefsíðu sinni eru nú umræður hafnar í Þýskalandi um „hvort breyttir vindar, sem blása frá Wash- ington Donalds Trumps leiði til þess, að Þýzkaland verði að koma sér upp kjarnorkuvopnum til þess að standa jafnfætis Rússlandi hernaðarlega séð“. Nútímalegri útgáfa af kjarn- orkubyrgi er vafalaust á leyndum stað í Þýskalandi. Skjól ef kæmi til kjarnorkustríðs  Við fjallshlíð eina var útbúið leynilegt byrgi fyrir ráðamenn í Vestur-Þýskalandi  Þar áttu 3.000 lykilmenn í stjórnkerfinu að fá skjól í kjarnorkustríði  Þar hefði kanslari ávarpað þjóðina í stríði Leynd Menn sem gerðu byrgið bjuggu í klaustri skammt hjá. Hvílustaður Herbergi kanslarans. Skjól Varna þurfti miklu höggi. Vel falið Skógarþykknið huldi innganginn og loftræstiop. Horft í tómið Byrgið var byggt í kringum gömul lestargöng sem flytja áttu hermenn og hergögn í stríði við Frakka. Morgunblaðið/Baldur Stríðskort Á kortið hefði mátt staðsetja kafbáta og önnur hergögn. Fyrir ávarp Bosch-upptökuvél. Stema kerrurCompair loftpressur Breitt úrval atvinnutækjaBreit úrval atvinnut kja Stema kerrurCompair loftpressur Opið 8:30 - 17:00 virka daga - Sími: 562 3833 asafl.is HJALLAHRAUNI 2, 220 HAFNARFIRÐI

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.