Morgunblaðið - 23.08.2018, Page 36

Morgunblaðið - 23.08.2018, Page 36
36 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. ÁGÚST 2018 VIÐTAL Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is „Ferðin er ógleymanleg, þökk sé Eric og Myrnu, sem skipulögðu hana,“ segir Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group, um ferð hans og eiginkonunnar Málfríðar Pálsdóttur um Nýja Ísland í Mani- toba í Kanada á dögunum. Eric Stefanson, fyrrverandi ráð- herra í Manitoba í Kanada og sann- kallaður Íslandsvinur, heimsótti Ís- land fyrst með bróður sínum, Kristjáni heitnum, 1986, og saman komu þeir til landsins um 40 sinn- um. Að öðrum ólöstuðum unnu þeir manna mest að auknum samskiptum milli Íslands og Kanada og Eric hef- ur haldið áfram því góða starfi eftir að Kristján, sem var hæstarétt- ardómari í Winnipeg, féll frá 2016. „Við Kristján ræddum oft um að allir Íslendingar ættu að heimsækja Manitoba og allir Vestur-Íslend- ingar ættu að fara í heimsókn til Ís- lands,“ segir Eric. „Auðvitað er það ekki raunhæft og þess vegna er mik- ilvægt að þeir sem ferðast á þessar slóðir greini frá upplifun sinni. Fyrsta Íslandsferð okkar Kris breytti svo sannarlega lífi okkar til hins betra. Við vorum óþreytandi við að segja frá reynslu okkar á meðan Kris lifði og ég hef haldið því áfram.“ Björgólfur tekur í sama streng. „Við þyrftum eiginlega að senda alla Íslendinga til Manitoba til þess að þeir finni hvað það er í raun sterkt að vera Íslendingur.“ Fræðsla og tengsl Þetta var þriðja heimsókn Björg- ólfs til Manitoba en fyrsta ferð Mál- fríðar á þessar Íslendingaslóðir. „Við hjónin eigum örugglega eftir að fara aftur á þessar slóðir í frí,“ segir Björgólfur. „Ég er ættfræðinörd og og mig langar til þess að kanna bet- ur hvort og hvernig einhverjir ætt- ingjar hafa farið vestur. Ég veit að margir fóru frá heimaslóðum mínum í Grýtubakkahreppi og ég kannaðist við bæjarnöfn að heiman. Það kveik- ir áhugann að vita meira um þetta fólk. Upp úr þessum vangaveltum hefur meðal annars komið að við Er- ic erum fimmmenningar.“ Samskipti Erics og Kris við Ice- landair og áður Loftleiðir eiga sér langa sögu. Björgólfur kynntist þeim í tengslum við fyrsta flug Ice- landair til Toronto fyrir um áratug. „Mikilvægi þessara manna er tölu- vert mikið og þeir voru ötulir tals- menn aukinna flugheimilda okkar til Kanada,“ segir hann. „Tengslin hafa styrkst með hverju árinu og við eig- um þeim mikið að þakka.“ Stolt af íslenska upprunanum Fyrir nokkrum árum fór Björg- ólfur í dagsferð um Íslendinga- byggðir í Manitoba með Atla Ás- mundssyni, þáverandi aðal- ræðismanni í Winnipeg. „Nú var Malla með og við köfuðum dýpra á lengri tíma með Eric og Myrnu,“ segir hann. „Það sem stendur upp úr þessum ferðum er að finna hvað fólk er stolt af því að vera af íslensk- um ættum. Það er mjög gefandi að tala við þetta fólk um söguna, erf- iðleikana sem forfeðurnir upplifðu á Íslandi og hvað tók við í nýju landi. Þrátt fyrir mikinn mótbyr rofnuðu tengslin aldrei og það er ótrúlegt að sjá íslenska fánann við híbýli manna, þegar ekið er um sveitirnar, og ís- lensku bæjarnöfnin styrkja tengslin enn frekar. Það er líka svolítið sér- stakt að sjá íslensk nöfn og merk- ingar á hótelinu á Heclu-eyju.“ Íslensk arfleifð Kanadamenn af íslenskum ættum hafa unnið þrekvirki við að treysta íslenska arfleifð í Manitoba. Í því sambandi má nefna Safn íslenskrar menningararfleifðar á Gimli (New Iceland Heritage Museum), Vík- ingagarðinn á Gimli, íslenska garð- inn í Riverton og safnið á Heclu- eyju. „Þetta starf er mjög mikilvægt og það var fróðlegt að hlusta á heimafólk segja okkur söguna, sem það kann svo vel,“ segir Björgólfur og vísar meðal annars til frásagna Rosalind og Einars Vigfússonar, tréskurðarmeistara í Árborg, Joels Friðfinnsonar, bónda á Svaðastöð- um skammt frá Riverton, Wöndu og Tim Anderson í Riverton, Maxine og John Ingalls á Heclu og Tammy og Grétars Axelssonar á Gimli. „Það er mikilvægt að þessi arfleifð gleymist ekki,“ segir hann og bendir á vel heppnaða framkvæmd við víkinga- garðinn í því sambandi. „Þarna er ný framkvæmd sem heldur sögunni á lofti, þökk sé Tammy, Grant Stef- anson og öðrum sem hlut eiga að máli.“ Hann segist víða hafa fundið fyrir þessari sterku taug til Íslands og það hafi komið skemmtilega á óvart að heyra hvað margir tala ís- lensku. „Þegar hrunið varð á Íslandi 2008 grétu Vestur-Íslendingar og það segir allt um hug þeirra til okk- ar.“ Samvinnan mikilvæg Björgólfur segir erfitt til þess að hugsa hvað vesturfararnir hafi þurft að glíma við mikla erfiðleika. „Þetta var greinilega gífurlega mikið átak og í raun merkilegt að fólk hafi ekki gefist upp. Hugsanlega endurspegl- ast þarna þessi kraftur sem er í ís- lensku samfélagi.“ Mikla, íslenska sögu er að finna á sléttum Manitoba. „Við fundum hvað þessi saga er sterk,“ segir Björgólfur og dáist að dugnaði Ís- lendinganna og afkomenda þeirra. „Þetta var erfitt líf, en sagan varpar ljósi á kraft einstaklinganna til þess að koma sér áfram og standa sig.“ Þrátt fyrir augljós íslensk merki í Manitoba segir Björgólfur að heima- menn skynji vel hættuna á að tengslin rofni. „Það má ekki mikið út af bregða og heimamenn eru með- vitaðir um það. Þeir eru allir af vilja gerðir og við verðum að aðstoða þá við að halda arfleifðinni á lofti.“ Íslendingar kynnast styrkleika sínum í Manitoba í Kanada  Björgólfur Jóhannsson kafar ofan í vestur-íslensku söguna í Manitoba Ljósmynd/Eric Stefanson Víkingagarðurinn Björgólfur við minnismerki um Kris Stefanson. Winnipeg Eric, Myrna, Málfríður Pálsdóttir og Björgólfur Jóhannsson við styttu af Jóni Sigurðssyni við þinghúsið. Sólvallagata 59 – Einbýlishús í vesturborginni ÓÐINSGÖTU 4 | s 570 4500 | OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9-17 | fastmark@fastmark.is | www.fastmark.is FASTEIGNA- MARKAÐURINN Jón Guðmundsson, lögg. fastsali. Guðmundur Th. Jónsson, lögg. fastsali. Eignin verður til sýnis í dag fimmtudag frá kl. 17.15 – 17.45 Eign sem hefur alla tíð fengið mjög gott viðhald. Eignin stendur á rólegum stað á 370,8 m2 lóð með hellulagðri stétt fyrir framan hús, stórri hellulagðri innkeyrslu á austanverðri lóðinni og stórri tyrfðri flöt á lóð til suðurs. Verð 109,5 millj. Fallegt og vel skipulagt 230,7 m2 steinsteypt einbýlishús á þremur hæðum í vesturborginni. Mögulegt væri að gera aukaíbúð í kjallara húss­ ins. Aðalhæð hússins er með aukinni lofthæð. Þrjár samliggjandi stofur. Rúmgott hjónaherbergi með fataherbergi innaf. Út af fataherbergi eru rúmgóðar svalir til suðurs og austurs. Geymsluris er yfir húsinu og er það manngengt að hluta.OPIÐ HÚS Í DAG

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.