Morgunblaðið - 23.08.2018, Qupperneq 38
38 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. ÁGÚST 2018
Íslenska kísilsteinefnið
sem slegið hefur í gegn
myndun
Renew
styrkt húðina og gert hana stinnari. geoSilica Renew getur
einnig grynnkað örhrukkur og lagað húðskemmdir af völdum
of mikils sólarljóss. geoSilica Renew er sink- og koparbætt.
Sink og kopar eru lífsnauðsynleg steinefni en rannsóknir*
sýna að þau stuðla að styrkingu nagla og hárs auk þess að
minnka hárlos og klofna enda.
Rannsóknir* sýna að kísill stuðlar að skilvirkari
kollagens í líkamanum. Þannig getur geoSilica
angan,
em lið-
bönd, brjósk og sinar. Mangan á svo ríkan þátt í að viðhalda
eðlilegum beinvexti, s.s myndun brjósks og liðvökva og er
nauðsynlegt heilbrigði tauga og ónæmiskerfis. geoSilica
Repair var sérstaklega hönnuð fyrir liði og bein.
geoSilica Repair inniheldur kísilsteinefni og m
og getur þannig styrkt bein og bandvef svo s
Repair Fyrir liði og beinRenew Fyrir húð, hár og neglur
ans t.d.
Recov-
er dregið úr tíðni meiðsla hjá íþróttafólki og þeim sem stunda
reglulega hreyfingu. geoSilica Recover er magnesíumbætt,
en magnesíum er lífsnauðsynlegt steinefni sem dregur úr
þreytu, gefur aukna orku og styður við eðlilega starfsemi
taugakerfisins.
geoSilica Recover styrkir allan bandvef líkam
brjósk, sinar og liðbönd. Þannig getur geoSilica
Recover Fyrir vöðva og taugar
t verið
eitt al-
gengasta steinefni jarðar. Steinefni gegnamikilvægu hlutverki
í myndun og styrkingu bandvefs. Bandvefur getur t.d. verið
beinvefur, sinar, liðbönd og húð. Kísilsteinefni geoSilica er
unnið úr 100% náttúrulegum jarðhitakísli úr hreinu íslensku
vatni og inniheldur því engin aukaefni.
Kísill er okkur lífsnauðsynlegur og hefur of
kallaður hið gleymda næringarefni og hann er
Kísill íslenskt kísilsteinefni
*http://instituteofmineralresearch.org/mineral-elements
GeoSilica kísilvatnið fæst í Heilsuhúsinu,
öllum helstu apótekum og í Hagkaup Kringlunni,
Hagkaup Smáralind og Hagkaup Garðabæ.
www.geosilica.is
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Þeir sem hafa verið í Mountain í
Norður-Dakóta í Bandaríkjunum
fyrstu helgina í ágúst undanfarin
20 ár hafa gjarnan haft á tilfinn-
ingunni að þeir hafi verið þar sem
hlutirnir gerast. Þessi annars fá-
menni bær skammt frá landamær-
unum að Manitoba í Kanada hefur
á þessum tíma breyst í fjölmennan
vettvang, þar sem íslenskir og
bandarískir ráðamenn hafa verið í
sviðsljósinu.
„Hátíðin í ár gekk eins vel og
allir þessir árlegu viðburðir hafa
gengið frá 100 ára afmælishátíð-
inni 1999,“ segir Curtis Olafson,
formaður Íslendingafélagsins á
norðaustursvæði Norður-Dakóta.
„Margir og ég meðtalinn eru á því
að þetta hafi verið besta hátíðin,
sú skemmtilegasta og fjölbreytt-
asta, og þar var þátttaka Doug
Burgum, ríkisstjóra Norður-
Dakóta, og Katrínar Jakobsdóttur,
forsætisráðherra Íslands, lykil-
atriði.“
Margir Íslendingar settust að á
svæðinu á ofanverðri 20. öld og ís-
lenska hátíðin fyrstu helgina í
ágúst, Deuce of August, er elsta
hátíð þjóðarbrots í Norður-Dakóta
og sennilega fjölmennasta hátíð
Þátttaka ráðamanna lykilatriði
Curtis Olafson ánægður: Besta, fjölbreyttasta og skemmtilegasta hátíðin hjá okkur í Mountain
Sögustund Gunnar og Katrín við minnisvarða um skáldið Káinn í Eyford í Norður-
Dakóta í Bandaríkjunum. Þingvallakirkja, sem þar stóð, brann til kaldra kola 2003.
Garðar Hjónin Gunnar Sigvaldason og Katrín Jakobsdóttir með John Johnson við minnisvarða um skáldið
Stephan G. Stephansson, sem bjó í Norður-Dakóta áður en hann flutti til Alberta í Kanada.
Morgunblaðið/Steinþór Guðbjartsson
Mountain Doug Burgum, Katrín Jakobsdóttir, Curtis Olafson, Kevin Cramer og Hjálmar W. Hannesson.