Morgunblaðið - 23.08.2018, Page 42

Morgunblaðið - 23.08.2018, Page 42
Menn gerasér daga-mun um þessar mundir vegna sögulegs áfanga annars veg- ar og óvenjulegs af- mælis hins vegar. Atburðirnir tengj- ast þótt með óbeinum hætti sé. Í þessum mánuði var tilkynnt að „björgunarleiðangri“ sem beindist að Grikklandi væri lok- ið og fullyrt er að hann hafi náð markmiðum sínum. Í næsta mánuði ætla bankamenn að gera sér glaðan dag því um hann miðjan eru 10 ár frá falli banka Lehman-bræðra. Skyndilega var skellt í lás og starfsfólkinu gert að ganga út með persónulega smámuni sína í pappaboxi. Það var einkar nið- urlægjandi augnablik sem var gert að sýnishornum um þá sem flogið höfðu hátt á vængjum hinna nýju efnahagslögmála. Fjöldi sjónvarpsfréttamanna mætti og um allan heim voru sýndar myndir og er enn brugð- ið á skjá þegar ósköpin sem eltu þá bræður eru rifjuð upp. Sumir segjast ekki botna í að bankamenn sem gengu niður- lútir og hæddir út ætli að halda hátíð 10 árum síðar. En þeir segjast ekki vera að því. Aðeins að gera sér dagamun með þeim sem lentu í þessu óvenjulega skipbroti saman. Þótt þeir hafi daprir paufast út með pappa- kassann sinn og ýmsir hlakkað yfir háu falli áttu tugþúsundir annarra um víða veröld eftir að fá sinn skell. Ekki þó allir sem gátu virst undir svipaða sök seldir; sumum var bjargað og það laut ekki neinum sjáan- legum reglum hver fékk spark og hver hélt áfram fyrir atbeina almannafjár og var ekki löngu síðar orðinn bólginn af bón- usgreiðslum á ný. Fróðlegt var að lesa bók sem Hank Paulson fjármálaráð- herra skrifaði um stórkarlaleg- ar ákvarðanir sem teknar voru á örfáum mínútum með trölls- legum fjárhæðum og þar sem flest var tilkynnt í síma og fæst skráð sem nokkru næmi. Þús- undir annarra bóka hafa verið skráðar um málið. Sumar þeirra, eins og hér á landi, pant- aðar hjá lítilsigldum illa inn- rættum leigupennum til að planta inn mynd þeirra sem komust undan með fúlgur fjár en létu eftir sig sviðna jörð. Það er ekkert að því að fyrr- verandi starfsmenn Lehman komi saman af þessu tilefni. Töðugjöld vegna „björg- unarleiðangurs“ ESB, AGS og Sevru er allt önnur Ella. Það er satt og rétt að loks er búið að haka við alla þætti þeirrar áætlunar. Það má jafn- vel skrifa undir yfirskriftina „björgunaraðgerð“. En síður aðra fullyrðingu, henni tengda: Björgunaraðgerð fyrir Grikkland. Henni fylgir meiri efi. Aðgerðirnar voru kýldar niður um kokið á grísku þjóðinni. Afstaða hennar lá fyrir með afgerandi hætti. Tsipras forsætisráðherra hafði boðað þjóðaratkvæði um „björgunartillögur“ þótt björg- unarelítan andmælti því mjög. Atkvæðagreiðslan fór fram og Grikkir höfnuðu tillögunum með 61% atkvæðanna gegn 39%. Miðað við yfirlýsingar ESB, AGS og Sevru var björg- unin þar með úr sögunni. Ekki aldeilis. Þremur dögum eftir höfnun í þjóðaratkvæði óskaði Tsipras, forsætisráðherra Grikklands, formlega eftir þriggja ára björgunarpakk- anum sem hafði verið hafnað (!) og lofaði um leið að hefja strax þær „umbætur“ sem Þríeykið hafði heimtað. Þessi ótrúlegu umskipti Tsipras forsætisráð- herra sýna betur en flest hversu búið var að berja Grikki flata. Í aðgerðunum sem Tsipras samþykkti var m.a. harkalegur niðurskurður á lífeyri lands- manna og miklar skattahækk- anir. Hvort tveggja miklu ágengara en þær tillögur voru sem felldar voru svo kirfilega í þjóðaratkvæðinu örfáum dög- um fyrr. Yanis Varoufakis, hagfræð- ingur og þátttakandi yst á vinstri kanti grískra stjórn- mála, sagði af sér sem fjár- málaráðherra. Hann telur það stórslys að komið var í veg fyrir að Grikkland fengi að fara „gjaldþrotaleiðina“. Hún hefði dugað þjóðinni best. Hann segir „björgunaraðgerðirnar“ hafa algjörlega og eingöngu snúist um að rétta af þýska og franska banka sem sáu fram á hrun eftir glórulausa lánastarfsemi þeirra í Grikklandi og víðar, svo sem á Ítalíu. Lok áætlunarinnar um björgun séu ekki nein fagn- aðartíðindi fyrir Grikkland: Þrátt fyrir skuldaafslátt í tveimur þrepum hafi skuldir Grikklands vaxið á aðgerðatím- anum. Gríska ríkisvaldið sé mölbrotið. Almenningur sé miklum mun fátækari en við upphaf aðgerða og þjóðartekj- urnar hafi minnkað um fjórð- ung. Allir skuldi öllum þar og enginn hafi afl til að grynnka á skuldunum. Varoufakis blæs á það þegar sagt er að ríkissjóður Grikk- lands sé nú rekinn með afgangi. Ekki vegna þess að fullyrðingin sé röng. Heldur vegna þess að þetta sé gert með því að merg- sjúga deyjandi einkaframtak og atvinnulíf. Grikkland sé, þegar formlegum „björgunar- aðgerðum“ ljúki, sama svarthol- ið og áður og sökkvi dýpra niður í það með hverjum degi sem líði. Um lok björgunar- aðgerða í Grikklandi er sagt eins og forð- um: Aðgerð lækn- isins lukkaðist en sjúklingurinn dó} Góðar veislur gera skal 42 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. ÁGÚST 2018 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ E nn einu sinni berast fréttir af fjölda barna sem ekki fá pláss á leikskóla í haust hjá Reykja- víkurborg. Að þessu sinni eru það 128 börn sem ekki fengu leikskólapláss þrátt fyrir að hafa fengið loforð um pláss. Flestir foreldrar þeirra barna höfðu þó gert ráðstafanir, bæði varðandi vinnu og tekið börn frá dagforeldrum hafi þau verið komin þangað. Þessu til viðbótar eru enn fleiri á biðlista sem ekki hafa enn fengið loforð um pláss. Þann 12. maí, nokkrum dögum fyrir kosn- ingar, skrifaði Skúli Helgason, formaður skóla- og frístundaráðs, grein á vef Samfylk- ingarinnar þar sem hann setti út á gagnrýni sjálfstæðismanna á leikskólamál borgarinnar. Skúli sagði í grein sinni að innritun á leikskóla borgarinnar gengi vel og allt stefndi í að öll börn frá 18 mánaða aldri fengju boð um að komast inn á leikskóla borgarinnar í haust. Nú hefur komið á daginn að ekkert var að marka þessi orð. Vandinn er mikill þó að borgarfulltrúar í meirihlut- anum keppist við að segja að segja aðra sögu. Margir foreldrar þurfa að taka ákvörðun um hvort þeirra eigi að vera lengur heima og þannig frá vinnumarkaði, á meðan aðrir fá pláss hjá dagforeldrum sem að sama skapi felur í sér meiri kostnað fyrir foreldra. Ólíkt öðrum sveitarfélögum greiðir Reykjavíkurborg minna með hverju barni til sjálfstætt starfandi leikskóla. Með því er valfrelsi skert. Í stuttu máli er það stefna Reykjavíkurborgar að eingöngu skuli starfa borgarreknir leikskólar, þó að vitað sé að þeir geti ekki sinnt þeim fjölda sem þarf pláss. Það er sérkennileg forgangsröðun hjá borg- inni að leggja alla áherslu á borgarrekna leik- skóla sem anna ekki eftirspurn og ætlast til þess að foreldrar sætti sig við það að þetta sé örlítið betra en í fyrra Nú kjósa einnig sumir foreldrar að hafa börnin sín hjá dagforeldrum lengur. Fyrir sum börn er það hentugra og fyrir aðra veitir það einnig meiri stöðugleika en margra mán- aða óvissa með leikskólapláss. Það er því sér- kennilegt að borgin grípi ekki til aðgerða til að auðvelda foreldrum að nota dagforeldra sem úrræði með því að bjóða upp á sömu niðurgreiðslu til dagforeldra. Allt framangreint minnir okkur á það að stjórnmálamenn þurfa að bjóða fólki upp á val þar sem í boði eru margar lausnir. Öll viljum við hafa sem mest um það að segja hvernig við högum lífi okkar. Með því að jafna tækifæri leikskóla og dagforeldra er bæði verið að stuðla að jafnræði og efla rekstr- argrundvöll dagforeldra til að efla þjónustu sína og koma til móts við þá eftirspurn sem er eftir dagvistun. Lausnin við vandanum er aukið valfrelsi, ekki varðstaða um úr- elta stjórnmálastefnu vinstriflokkanna sem alltaf bitnar á íbúum borgarinnar – og í þessu tilviki börnum þeirra. Áslaug Arna Sigurbjörns- dóttir Pistill Valfrelsi er lausnin Höfundur er formaður utanríkismálanefndar og ritari Sjálfstæðisflokksins. aslaugs@althingi.is STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen BAKSVIÐ Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Ekki gengur nógu vel að fálömb til að slátra fyrirBandaríkjamarkað. Áhugivar á því hjá Sláturhúsi KVH á Hvammstanga að auka út- flutning til verslana Whole Foods Market og gagnkvæmur áhugi er hjá kaupendunum. Ekki er slátrað nógu mörgum lömbum nú í upphafi sum- arslátrunar til að fullnægja eft- irspurninni. Síðustu árin hafa verið flutt út um 170 tonn af fersku lambakjöti til sölu í sælkeraverslunum Whole Fo- ods Market í Bandaríkjunum. Áhugi var því á síðasta ári að auka við en það tókst ekki og enn er stefnt að aukningu í 200 tonn í haust. „Mark- aðurinn lítur nokkuð vel út en mikil- vægt er að hafa byrjunina góða svo þeir hafi nóg til að hefja sölu í öllum verslunum samtímis. Þess vegna eru það vonbrigði að fá ekki fleiri lömb,“ segir Davíð Gestsson fram- kvæmdastjóri Sláturhúss KVH sem slátrar fyrir þennan markað. Slátr- unin hófst 9. ágúst. Hann hefur ekki skýringar á því hvers vegna illa gangi að fá lömb. Hátt álag er greitt á innleggsverð til að hvetja bændur til að slátra fyrr. Veltir Davíð því fyrir sér hvort bænd- ur séu enn uppteknir í heyskap eða lömbin enn of létt. Tíminn til sölu á Bandaríkja- markað er stuttur. Salan fjarar smám saman út og lýkur fyrir þakkargjörð- arhátíðina undir lok nóvember. Þá snúa sælkerarnir sér að öðru. Davíð segir að sömu bændurnir taki þátt í þessu verkefni ár eftir ár og alltaf bætist í hópinn. „Ég er að vona að bændum sé hugleikið að koma vörunni sinni á markað þegar svona gluggi er opinn,“ segir hann. Lakari grillvertíð Almenn sláturtíð hefst um mán- aðamót. Sauðfjárslátrun hefst hjá Norðlenska á Húsavík í lok næstu viku en hjá öðrum stórum slát- urhúsum fyrstu vikuna í september. Sláturtíð lýkur í lok október eða byrj- un nóvember. Sala á kindakjöti gekk vel fyrstu fjóra mánuði ársins. Á þeim tíma var umtalsverð aukning. Líklegt er að verðlækkun á lambakjöti hafi haft áhrif. Aftur á móti hefur salan dregist saman í sumar, um tæplega 17% síð- ustu þrjá mánuði miðað við sumarið í fyrra. Staðan í lok júlímánaðar var sú að sala á lambakjöti síðustu tólf mán- uði var tæplega 0,8% meiri en tólf mánuði þar á undan. Forstjórar afurðastöðva sem rætt er við kenna veðrinu á suðvest- urlandi um. Grillvertíðin hafi brugð- ist. „Salan gekk mjög vel fram á vor- ið. Sumarmánuðirnir voru frekar slakir. Veðrið í sumar hefur greini- lega sett strik í reikninginn,“ segir Steinþór Skúlason, forstjóri Slát- urfélags Suðurlands. Segist hann hafa orðið var við sömu þróun í fleiri kjöttegundum. Lambið lætur undan síga Ágúst Torfi Hauksson, fram- kvæmdastjóri Norðlenska, er með sömu skýringar. Hann segir að inn- anlandsmarkaður fyrir kindakjöt sé þokkalegur, á heildina litið. „Ég tel að menn verði að vera nokkuð sáttir með að selja álíka mikið magn af kinda- kjöti núna og í fyrra.“ Hann segir að hafa verði í huga að neysla á sauðfjár- afurðum sé frekar að gefa eftir í lönd- um þar sem mikil hefð er fyrir neyslu kindakjöts, eins og Ástralíu, Nýja Sjálandi og Noregi vegna aukins framboðs af öðrum matvælum. Það sama muni gerast hér. Einnig verði að hafa í huga að erlendir ferðamenn stoppi hér í styttri tíma en áður og það hafi einnig áhrif á söluna. Fá ekki nógu mörg lömb til útflutnings Morgunblaðið/RAX Kjötskurður Kjötið sem fer til Bandaríkjanna er skorið og því pakkað í gas- umbúðir. Það er allt flutt út ófrosið. Myndin er úr safni. Sala á íslensku svínakjöti hefur aukist stöðugt síðustu mánuði og ár, langt umfram aðrar kjöt- tegundir. Þannig jókst sala á svínakjöti um 10% í júní og tæplega 15% í júlí, miðað við sömu mánuði í fyrra. Söluaukn- ingin nemur liðlega 7% að með- altali, hvort sem litið er til síð- ustu þriggja mánaða eða tólf mánaða. Alifuglakjöt er þó enn með stærstu markaðshlutdeild á innanlandsmarkaði, samkvæmt upplýsingum búnaðarstofu Matvælastofnunar, um 34% markaðarins. Kindakjötið var með 24,3% hlutdeild í lok júlí en svínakjötið er að sækja á og með sama áframhaldi er ekki langt í að íslenska svínið skáki lambinu. Í þessum tölum er ekki tekið tillit til innflutnings en mikið er flutt inn af kjúklingi, svínakjöti og nautakjöti. Að teknu tilliti til innflutnings er hlutur kindakjötsins enn minni. Íslenskt svín að ná lambinu KJÖTSALA

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.