Morgunblaðið - 23.08.2018, Page 44
44 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. ÁGÚST 2018
Sjónmælingar eru okkar fag
Tímapantanir í síma:
Optical Studio í Smáralind, 5288500
Optical Studio í Keflavík, 4213811
Optical Studio í Leifsstöð, 4250500
Umboðsmaður Al-
þingis fékk inn á borð
til sín fyrir um þrem-
ur árum fyrirspurn
frá eldri borgurum
sem margir hverjir
þiggja áunnar lífeyr-
isgreiðslur erlendis
frá, vegna fullvissu
þeirra um að íslensk
skattayfirvöld tví-
skatta tekjur þeirra.
Síðast þegar ég spurðist fyrir um
þetta höfðu eldri borgarar ekkert
heyrt frá umboðsmanni hvað þetta
varðaði.
Enn nú ætla ég að útskýra á ein-
faldan hátt hvernig stóra svindlið
er upp sett af skattinum og fjár-
málaráðaneytinu til höfuðs eldri
borgurum.
En fyrst vil ég þó nefna að af öll-
um erlendum lífeyrisgreiðslum er
dreginn fyrirframskattur mánaðar-
lega fyrir útborgun í því landi sem
greiðslur eru inntar af hendi sem
eru auðvitað mismunandi eftir
tekjum en það breytir því ekki að
svindlið er það sama.
Í stuttu máli virkar þetta þannig.
Erlendu tekjurnar sem
búið er að borga skatt
af eru lagðar saman við
hinar íslensku fyrir
skatt og þá auðvitað til
að hækka heildarálagn-
ingarupphæðina. Síðan
er lagður íslenskur
skattur á samanlagðar
tekjur, þ.e. íslenskar +
erlendar tekjur (brúttó)
og þar með er tvískött-
unin orðin veruleiki og
að aukatekjum fyrir
ríkissjóð.
Síðan er erlendi skatturinn dreg-
inn frá íslensku skattaálagningunni
sem þýðir að á þessum punkti
myndast mismunur á íslenskri
álagningu og þeirri erlendu vegna
miklu hærri skatta á Íslandi og
einnig vegna hærri álagningarupp-
hæðar, sem þýðir aukaálögur fyrir
fólk sem það fær á sig ár eftir ár.
Nú set ég upp tilbúið dæmi.
Meðaltekjur íslensks eldri borg-
ara á ári eru um 3 milljónir á ári.
30% skattur er 900.000 þúsund.
Erlendur lífeyrir er ca. 1 milljón
árlega, 12% skattur (sænskur) er
120.000 þúsund. Samanlagðar ís-
lenskar og erlendar tekjur eru þá 4
milljónir. Samanlagður 30% skattur
á þær tekjur er 1.200.000 íkr. Er-
lendi skatturinn sem dreginn er frá
er 120.000 þús kr.
1.200.000 = álagning 1.080.000
kr.
Ef íslenski skatturinn, sem er
900 þúsund krónur, væri látinn
nægja, því það er jú búið að borga
skatta af erlendu tekjunum, þá
væri íslenska álagningin 900 þús-
und krónur sem þýðir minni álagn-
ing, sem er einfalt dæmi í frá-
drætti:
1.080.000 –900.000 = 180.000 kr.
aukaálagning á þessar meðaltekjur.
Það skiptir heldur ekki máli um
hvaða upphæðir er að ræða því eins
og ég hef áður sagt þá er svindlið
er það sama.
Að leggja tvisvar sinnum skatt á
sömu upphæðina með þessum hætti
er auðvitað óheimilt samkvæmt tví-
sköttunarsamningi þjóðanna og
þetta þyrfti að leiðréttast og það
afturvirkt.
Og þá spyr maður sig hvað um-
boðsmaður sé annars að dedúa
svona dags daglega í eldhúsinu og
hvers vegna hefur ekkert heyrst
frá honum hvað þetta mikilvæga
mál varðar, þennan lægst launaða
hóp í þjóðfélaginu.
Tvísköttun eldri borgara
Eftir Jóhann L.
Helgason
Jóhann L. Helgason
»Erlendu tekjurnar,
sem búið er að borga
skatt af, eru lagðar sam-
an við hinar íslensku
fyrir skatt og þá auðvit-
að til að hækka heildar-
álagningarupphæðina.
Höfundur er húsasmíðameistari.
Nýlega var 300
manna ráðstefna á
vegum NMÍ um
myglu. Ráðleysið var
algert að mínu mati en
þó gátu menn verið
sammála um að slím-
sveppurinn þyrfti
fæðu og ákveðnar
rakaaðstæður til að
þrífast í híbýlum okkar
og þetta mætti hafa
áhrif á en hvernig var ekki alveg
ljóst?
Ég var ráðinn nýbyggingarstjóri
ÍSAL 1973 og kom fljótlega með
byggingaraðferð sem sparaði nokk-
ur þúsund manntíma í byggingu ein-
býlishúss. Hefði þetta komið sér vel
eftir gosið á Heimaey til að byggja
hratt og vel yfir Eyjamenn. Aðferðin
fólst í notkun móta og að einangr-
unin yrði steypt með veggnum. Var
veggurinn strax tilbúinn að innan og
slétt steypa að utan.
En enginn er spámaður í sínu föð-
urlandi og rökin frá okkar bygging-
arverkfræðingum voru m.a. að ég
hefði stolið öllum byggingaraðferð-
unum og sameinað í einni.
Jæja, fyrir nokkrum árum fór ég
að efast um notkun steinullar við ut-
aneinangrun á húsum hér á landi.
Steinull er ágætis einangrun en hún
má bara ekki blotna því þá dettur
niður einangrunarhæfni hennar.
Veðráttan er jú þannig a.m.k. á suð-
vesturhorninu að erfitt er að halda
regni úti í verstu veðrum sem flestir
ættu að kannast við.
Haft var eftir Ragnari í Smára að
skrifa mætti doktorsritgerð um hús-
leka á Íslandi og síðan þá hefur
þetta orðið meiri og
meiri mygla (rakinn og
lekinn er langvarandi)
og nú mætti skrifa
doktorsritgerð um
myglu í húsnæði lands-
manna.
Úttekt sem gerð hef-
ur verið telur að 50.000
íbúðir eigi við myglu-
vandamál að etja. Jæja
fyrir rúmu ári fór ég að
reyna að vekja áhuga
NMÍ (og Rb) á nýrri en
þó gamalli einangrun
sem kallast frauðgler en hef ekki
haft erindi sem erfiði ennþá.
Netið er gagnlegt og þar má finna
margt. Ég fann þar nýlega grein-
argerð frá Building Science í Kan-
ada um einangrun og byggingu
veggja og um hvað þetta snýst.
Þetta var skrifað af Joseph Lestib-
urek 15. júlí 2010. Hann segir að
bestun veggja felist í fjórum þáttum
og nefnir hann fyrst þann mikilvæg-
asta og svo koll af kolli:
Varnarlag sem hindrar regn-
vatn
Varnarlag sem hindrar loft í
gegnum vegginn
Séu þessi tvö atriði ekki í lagi er
ekki vert að halda áfram en þriðja
mikilvægast er rakavörn og loks
sjálf einangrunin (hefur mest áhrif á
kyndikostnað).
Hann er þeirrar skoðunar að best
sé að útfæra þetta fernt utan frá sem
virðist orðin hefð hérlendis. Vegg-
urinn er þá líka með sérstakri regn-
og vindvörn sem er líka útlitsgefandi
og best úr málmi (t.d. báruál eða
járn en sveppurinn lætur málma í
friði). Þá kemur loftrými t.d. 20 mm
og svo hin fjögur atriði sem talin
voru að ofan. Burðargrindin er svo
Mygla og einangrun
Eftir Pálma
Stefánsson
Pálmi Stefánsson
ÞÚ FINNUR ALLT Á FINNA.IS
HVAR ER NÆSTA
VERKSTÆÐI?