Morgunblaðið - 23.08.2018, Side 47

Morgunblaðið - 23.08.2018, Side 47
Á þessum tíma ársins er óvitlaust að fara örlítið að huga að rútínunni og tileinka sér góða siði á ný eftir afslöppun sumars- ins. Eitt af því sem gott er að gera á þessum árstíma er að setja húðina í for- gang og næra hana vel. Fyrir ríflega átta árum komu EGF- húðdroparnir frá Orf líftækni á markað, þá undir merkinu SIF Cosmetics. Í dag heita droparnir EGF Serum og heitir fyr- irtækið BIOEFFECT. Eftir að húðdrop- arnir skiptu um nafn hefur formúlan ver- ið endurbætt og er nú með ennþá meiri virkni sem þýðir enn meiri árangur. Eins og nafnið gefur til kynna er virka efnið svokallað EGF, eða Epidermal Growth Factor. EGF er einn af fjölmörg- um vaxtarþáttum sem fyrirfinnast nátt- úrulega í mannslíkamanum og sá þeirra sem er mikilvægastur fyrir húðina. Vaxt- arþáttur þessi var fyrst uppgötvaður af teymi erlendra vísindamanna árið 1986, en fyrir þá uppgötvun hlutu þeir Nób- elsverðlaun. EGF hvetur húðfrumur til endurnýj- unar, til að halda betur í raka og auka framleiðslu kollagens og elastíns. Magn EGF í húðinni er hvað mest við og eftir fæðingu en með aldrinum minnkar það smám saman. Viðgerðarhæfni húð- arinnar minnkar, hún þynnist og verður lausari í sér þannig að fínu línurnar sem fóru að láta á sér kræla við fertugsald- urinn verða að djúpum hrukkum. Þéttni húðarinnar minnkar um 1% á hverju ári eftir tvítugt og minnkar enn frekar, eða um allt að 30%, í kringum breyt- ingaskeiðið. Hugsaðu um húðina Marta María mm@mbl.is Ég veit ekki hvort þið eruð að tengja en mér líður pínu þannig. Undirrituð átti hraustlegt Burberry- tímabil þarna í kringum aldamótin 2000 sem enn sér ekki alveg fyrir endann á enda ennþá í sama Bur- berry-rykfrakkanum. Ég átti þó ekki bara Bur- berry-rykfrakka heldur líka belti frá sama merki sem ég hef ekki tímt að henda þrátt fyrir að sylgj- an sjálf hafi brotnað af. Í síðustu tiltekt fann ég sixpensara frá Burberry. Hann hlýtur að hafa verið það svalasta sem hægt var að eiga á þeim tíma en annars man ég það ekki alveg í smáat- riðum. Það á það nefnilega til að fenna yfir lið- inn tíma. Veit þið þekkið þetta. Ekki veit ég hvort hann verður mikið notaður í framtíðinni – ekki nema börnin mín ákveði að vera Kristján heiti ég Ólafsson á næsta öskudegi. Hver veit. Safnari eða mínimalisti? Ég er töluvert að reyna að verða mínimalískari í hugsun og verki en sú vegferð gengur frekar illa því ég er safnari. Ég á ekki bara gömul föt sem þóttu töff á mínum unglingsárum heldur líka eig- in barnatennur sem eru ekki geymdar uppi á háalofti í bílskúrnum heldur inni í baðskáp. Regulega tek ég þær fram og sýni sonum mín- um. Ekki spyrja mig hvers vegna ég geri þetta. Tennurnar eru þó betur geymdar í bað- skápnum en í eldhúshillunni eins og ég gerði þeg- ar Burberry var síðast í tísku á Íslandi. Á því tímabili var ég nýflutt að heiman og í þá daga höfðu ungar og einhleypar konur ekkert annað að gera en að búa til sushi í heimahúsi og sturta í sig köldum hressandi drykkjum. Nema hvað, skyndilega rak gömul og góð vin- kona upp org, eða á sama augnabliki og hún áttaði sig á því að hún væri að drekka úr glasi sem var fullt af barnatönnum húsráð- andans. Já, ég veit, það er ógeðslegt. Þess vegna færði ég þær í baðskápinn svo þetta gerðist ekki aftur. Að drekka barnatennurnar úr mér var takmörkuð skemmt- un. Víkur nú sögunni að safnaranum sem var þarna nýfluttur að heiman. Safnarinn er og var nískur með dýran smekk eins og sagt er. Hann dreymdi um Burberry-frakka en slíkur gripur kostaði í þá daga um það bil útborguð mánaðarlaun af- greiðslustúlku í tískuvöruverslun. Þar sem safnarinn hafði ný- fest kaup á íbúð hafði hann ekki efni á nýrri kápu. Í einu hádeg- ishléinu í vinnunni barst talið að Burberry-æðinu sem gekk yfir og þá kom í ljós að ein góðhjörtuð samstarfskona átti gamla Burberry-kápu inni í skáp. Daginn eftir mætti hún með kápuna í vinnuna og færði safnaranum. Síðan eru liðin 18 ár og hefur Bur- berry-kápan lifað góðu lífi í fataskáp safnarans og verið í stöð- ugri notkun. Það að eiga einn rykfrakka inni í skáp getur fleytt fólki langt. Í gegnum alls konar misgáfuleg tískutímabil hefur þessi Burberry-frakki alltaf lifað góðu lífi. Nú ef safnarinn fær leið á honum, sem eru engar líkur á, þá geta börnin hans not- að hann á öskudaginn til að toppa Kristján heiti ég Ólafsson. Hann er alltaf töff og dettur aldrei úr móð eins og sagt er. Sofnaðir þú í partíi árið 2000? Líður þér kannski eins og þú hafir sofnað í partíi árið 2000 þegar þú skoðar haust- tískuna og sért að ranka við þér? Klassík Hér er nýj- asta Burberry-kápan úr haustlínu 2018. Alltaf svalt Haustlína Burberry 2018. Passar við allt Þessi Burberry- frakki er svalur. Uppáhaldsgrínarinn Kristján heiti ég Ólafsson var alger meistari eins og áhorf- endur Spaugstofunnar muna líklega eftir. Fyrir þær sem þora Bleik Bur- berry úr nýjustu línunni. Hún fæst á www.mytheresa.com. MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. ÁGÚST 2018 LAUGAVEGI 24 - 101 REYKJAVÍK SÍMI: 552 0800 SKIPAGÖTU 7 - 600 AKUREYRI SÍMI: 462 4646 GENUINE SINCE 1937

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.