Morgunblaðið - 23.08.2018, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 23.08.2018, Blaðsíða 50
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. ÁGÚST 2018 Dóra Magnúsdóttir dora@mbl.is Þær Björg Ásta og Ósk Laufey eru að sjá venjulegustu konur í heimi; mæður og húsmæður í vinnu, félagsstörfum og námi með fimm manna heimili. Þær bera svo sannarlega ekki utan á sér ástæðu þess að blaðakonu lék forvitni á að tala við þær en þær eru báðar með MS-sjúkdóminn. Blaðakona ákvað að vera hrein- skilin áður en að viðtalinu kom og viðurkenndi í símtali algera fá- fræði sína gagnvart sjúkdómnum. „Er þetta ekki bara alveg hræði- legur sjúkdómur og voðalegt líf?“ Þannig eru einmitt fordómar, við leggjum dóm á hluti sem við þekkjum ekki og spjallið við þær stöllur og börnin þeirra færði blaðakonu svo sannarlega heim sanninn um að það er hægt að lifa góðu lífi með MS þótt vissulega setji hann þeim sem hann bera endalausar áskoranir. Áskoranir sem þær Björg og Ósk takast á við af festu án þess þó að leyfa honum að taka stjórnina. List, lögfræði og MS Björg er í krefjandi starfi sem lögfræðingur Samtaka iðnaðarins og formaður MS-félagsins, Ósk er listakona sem stefnir á nám í bók- færslu í haust, Bjartur er í MK enda fjölskyldan nýflutt úr Kópa- vogi í Bryggjuhverfið, Stefanía er í Foldaskóla og Aría litla byrjar brátt í leikskólanum Klettaborg. Það er því nóg að gera á stóru heimili. – En hvað þýðir líf með MS- sjúkdóminn? Af hverju halda svo margir að fólk með þennan sjúk- dóm sé almennt með hann á versta stigi? „Þessi sjúkdómur, eins og marg- ir aðrir, getur vissulega leikið fólk grátt. Við ætlum ekki að draga dul á það. Sumir berjast við skerta hreyfigetu, eru komnir í hjólastól eða slíkt. En sjúkdómurinn er afar fjölbreyttur og mjög misvirkur milli einstaklinga og leggst mjög misjafnlega á fólk. Til dæmis erum við tvær með töluvert ólíka útgáfu af MS. Það er hægt að flokka birt- ingarmyndirnar gróflega í tvennt, þ.e. MS í kastaformi, sem þýðir þá að fólk fær köst sem það yfirleitt jafnar sig á þótt það sé ekki al- hlítt. Svo er hægt að fá sjúkdóm- inn í formi síversnunar sem þýðir að fólki hrakar hægt og rólega en fær ekki eiginleg köst. Köstin þýða að bólgur hafa myndast í heila eða mænu sem leiða til ein- kenna sem eru mjög fjölbreytt. Fólk fær ofsaþreytu, getur t.d. misst sjón eða hreyfigetu tíma- bundið og kastið getur varað í ákveðinn tíma en líður þó hjá. En það getur hins vegar skilið eftir sig óafturkræfar skemmdir á vefj- um líkamans,“ segir Björg. Hún nefnir sem dæmi að þegar hún hafi greinst með sjúkdóminn hafi það verið vegna sjóntruflana. Hún hélt hún væri mögulega að fá gláku óvenju ung. Þessar tíma- bundnu truflanir hins vegar sködduðu sjóntaugina þannig að hún sér enn móðukennt á öðru auga þó svo kastið sé löngu yf- irstaðið. Sömuleiðis segir Ósk að hún hafi orðið heyrnarlaus á öðru eyra vegna MS-kasts. Blaðakona hækkar ósjálfrátt róminn og spyr hvort hún heyri vel í sér en Ósk hlær og segir að einkennin hafi gengið til baka og hún heyri ágæt- lega núna. Björg bætir við að það sé það góða við MS, að mörg ein- kennin gangi til baka. Ef þú ert með MS í kastaformi veistu aldrei hvenær þú færð næsta kast eða hvernig það kast verður. MS er bæði flókinn og fjölbreyttur sjúkdómur og birtist með ólíkum hætti í fólki. Parið kynntist í gegnum MS- félagið þar sem Björg sinnir for- mennsku núna en Ósk hefur setið í stjórninni og verið virk í starfinu gegnum tíðina. Nú eru um það bil 700 manns greindir með sjúkdóm- inn en í félaginu eru um 780, þar sem aðstandendur og aðrir vel- unnarar félagsins eru líka í félag- inu. MS-setrið er einn mikilvæg- asti áfangi félagsins þar sem fólk getur sótt sér iðjuþjálfun og fé- lagsráðgjöf en ýmiskonar fræðsla, námskeið og þvíumlíkt fyrir félaga er mikilvægur hluti af starfsem- inni. Greiningin var mikið áfall Þær segja báðar að sjúkdóms- greiningin hafi verið þeim áfall en líklega meira áfall fyrir Björgu. „Ég var 24 ára, spilaði með meistaraflokki Vals í fótbolta og við urðum Íslandsmeistarar það árið. Ég var áður í landsliðinu, ný- byrjuð í laganámi og hef alltaf verið mjög virk í öllu sem ég tek mér fyrir hendur. En ég fékk þessar sjóntruflanir og átti erfitt með að meta fjarlægð boltans, sem var auðvitað ekki heppilegt fyrir öfluga fótboltakonu. „Ég hélt að þetta væri tengt augunum og vonaðist auðvitað til að ástandið væri auðlæknanlegt. Ég fékk svo „símtalið“ á meðan ég var með hóp af krökkum á námskeiði í Skólagörðum í Reykjanesbæ, að ég hefði fengið sjóntaugabólgu lík- lega af völdum MS-sjúkdómsins. Símtal er kannski ekki heppileg- asta leiðin til að miðla svona upp- lýsingum. Ég bara brotnaði niður þarna í grasinu.“ Hún segir að auðvitað hafi þetta verið mikið áfall í langan tíma en svo hafi ekki verið annað í boði en að setja undir sig hausinn og halda áfram. Hún hætti aug- ljóslega að spila fótbolta en ákvað að gefast ekki upp í náminu og að- lagaði það að sér og veikindum sínum frekar en að gefast upp. Hún segir að sín greining hafi tek- ið fremur skamman tíma, bara nokkra mánuði, en greining taki oft langan tíma, mörg ár jafnvel eins og í tilfelli Óskar. Ósk hins vegar upplifði sjúk- dómsgreininguna sem ákveðinn létti í bland við áfallið. Hún telur að hún hafi mögulega haft MS al- veg frá því hún var unglingur og hafi alltaf verið vangreind, til dæmis með vefjagigt og annað. „Ég hef alltaf verið þessi orku- lausa týpa og hef velt fyrir mér gegnum tíðina hvort ekki væri eitthvað meira að, ég vissi bara ekki hvað það var þannig að það var viss léttir að fá að vita loksins hvað amaði að. Ég man eftir þegar ég var unglingur að hafa spurt Ástríkt fjölskyldulíf í bland við MS Í bjartri íbúð í litríkri nýbyggingu í Bryggjuhverfinu tekur lítil skotta á móti blaðakonu. Þetta reynist vera Aría Líf, sem er bæði dásamlegur söngfugl og kappsfullur skæruliði, svona eftir því hvernig fólk hittir á hana. Aría Líf stendur undir nafni og setur tóninn fyrir spjall blaðakonu við þessa heillandi fjölskyldu; parið Björgu Ástu Þórðardóttur og Ósk Laufeyju Breiðfjörð, börn Óskar af fyrra hjónabandi, Bjart Blæ Gunnlaugsson 19 ára og Stefaníu Guðrúnu Gunnlaugsdóttur 13 ára, og litla dóttur Bjargar og Óskar, Aríu Líf Breiðfjörð Óskardóttur, 19 mánaða. Morgunblaðið/Arnþór Birkisson Samheldin fjölskylda Björg Ásta Þórðardóttir og Ósk Lauf- ey Breiðfjörð búa ásamt börn- um í bjartri og fallegri íbúð í Bryggjuhverfinu og takast á við verkefni daganna í bland við baráttu við MS-sjúkdóminn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.