Morgunblaðið - 23.08.2018, Síða 55

Morgunblaðið - 23.08.2018, Síða 55
MINNINGAR 55 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. ÁGÚST 2018 ✝ Guðný Bald-vinsdóttir fæddist á Háafelli í Hvítársíðu 18. apríl 1914. Hún andaðist á Dvalar- heimilinu Brákar- hlíð í Borgarnesi 11. ágúst 2018. Foreldrar Guð- nýjar voru Baldvin Jónsson frá Búr- felli í Hálsasveit, f. 21.9. 1874, d. 1.7. 1964, og Benónýja Þiðriksdóttir frá Háafelli í Hvítársíðu, f. 20.11. 1872, d. 8.2. 1969. Þau bjuggu lengst af á Grenjum í Álftanes- hreppi á Mýrum. Guðný var sjöunda í röðinni af átta systk- inum. Hin voru Eríkur, Helga, Guðjón, Þuríður, Þiðrik, Magnús og Ólöf Baldvinsbörn, öll eru þau látin. Guðný ólst upp á Grenjum og fluttist þaðan að Leirulæk í Álfta- neshreppi og var ráðskona þar til sjötugs. Eftir það bjó hún á Böðv- arsgötu 1 í Borg- arnesi. Rúmlega hundrað ára gömul flutti hún á Dvalarheim- ilið Brákarhlíð í Borgarnesi. Guðný var ógift og barn- laus. Útför Guðnýjar fer fram frá Borgarneskirkju í dag, 23. ágúst 2018, klukkan 14. Ingvar maðurinn minn sagði einu sinni: „Börn eiga aldrei of margar ömmur,“ þegar Siggi sonur okkar fór að kalla Öbbu vinkonu okkar ömmu, enda er hún honum eins og góð amma. Sömu gæfu varð ég aðnjótandi þar sem Guðný frænka, afa- systir mín, hefur alltaf verið mér eins og þriðja amman. Og ekki bara mér. Elsku Guðnýju varð ekki barna auðið en ástina og hlýjuna sem hún átti gaf hún þess í stað systkinabörnum sínum og svo þeirra börnum og barnabörnum. Guðný frænka lifði töluvert lengur en öll systkini hennar svo þegar við misstum foreldri, ömmu eða afa fyllti Guðný frænka í skarðið enda var hún afskaplega náin systkinabörn- um sínum og þeirra ættlegg. Ég skrifa Guðný frænka með stóru F af því sumar frænkur eru bara meiri frænkur en aðr- ar og táknar þetta ekki bara skyldleika heldur er þetta heið- ursmerki sem ekki allir fá að bera. Ef maður var snemma á ferð að morgni biðu manns nýbak- aðar og glóðvolgar pönnsur og hveitikökur með hangikjöti. Aldrei fór maður svangur út frá Guðnýju frænku. Ófáar ferðirn- ar fór maður með henni og mömmu og pabba í berjamó inn að Grenjum og héldum við pabbi uppteknum hætti eftir að mamma dó og fórum við með hana í berjamó eftir að hún varð 100 ára og geri aðrir bet- ur. Alltaf hugsaði hún mest um aðra en sjálfa sig og má sem dæmi nefna að á síðustu dög- unum hennar, þegar mikið var farið að draga af henni, hafði hún mestar áhyggjur af heilsu Ingvars míns en hún spurði iðulega um hann þegar við heyrðumst eða sáumst. Guðný frænka var líka afar nákvæm manneskja og jaðraði ná- kvæmnin oft við að vera smá- munasemi. Í einu lét hún þó ná- kvæmnina lönd og leið en það er aldursmunurinn á Sigga mínum og henni. Siggi er nefni- lega níutíu og níu og hálfu ári yngri en hún en hún vildi ekki heyra á það minnst og var afar stolt af því að það væru sko hundrað ár á milli þeirra og þegar við heimsóttum hana á dvalarheimilið og hittum aðra íbúa þar sagði hún hverjum sem við mættum eða hittum að þetta væri frændi hennar og það væru sko hvorki meira né minna en hundrað ár á milli þeirra. Hún sagði þetta með miklu stolti og mikilli ást enda var Siggi afar hændur að henni og klappaði henni og strauk, málaði handa henni mynd og tíndi blóm handa henni þessa síðustu daga þegar við vorum að heimsækja hana. Elsku Guðný frænka, ég veit að það hafa orðið fagnaðarfund- ir þegar þið nöfnurnar, Guðný móðir mín og þú, hittust á nýj- an leik og ég efast ekki um að hún hefur tekið á móti þér með bros á vör. Hvíl í friði elsku Guðný frænka, takk fyrir ástina, hlýjuna, þrasið, pönnsurnar, hveitikökurnar, alla lopavett- lingana og allt hitt sem þú gafst mér og mínum. Þú ert best og ég mun aldrei gleyma þér svo lengi sem ég lifi. Bjarney Grendal Jóhannesdóttir. Þegar ég spurði hana Guð- nýju systur mína í Krossnesi hvað hún héldi að þau væru bú- in að hirða margar heyrúllur hugsaði hún sig um eitt augna- blik og svaraði síðan: „Ég get svarið það að ég man það bara ekki, ég verð að spyrja Guð- nýju frænku.“ Það var einmitt einkennandi fyrir hana Guð- nýju frænku mína að það sem hún hafði einu sinni heyrt það mundi hún. Þegar hún hélt ræðu á 95 ára afmælinu sínu byrjaði hún á því að lýsa því hvernig veðrið var daginn sem hún kom í heiminn. Einhvern veginn var enginn viðstaddra hissa á því að hún frænka gæti lýst veðrinu þennan dag. Hvort þetta var hennar fyrsta minn- ing eða hvort hún mundi svona vel lýsingu foreldra sinna á veðrinu þennan dag var auka- atriði. Hin aldna nútímalega frænka mín þjálfaði minnið markvisst með því að rifja upp atburði dagsins í smáatriðum hvert einasta kvöld. Skömmu eftir hundrað ára afmælið sitt sagði frænka að hún hefði aldr- ei getað hugsað sér að þiggja ölmusu og því hefði hún orðið fokvond þegar henni var til- kynnt að nú þyrfti hún ekki að greiða fyrir ferðaþjónustuna sem hún nýtti stundum í dag- legum ferðum sínum á dval- arheimilið til að heimsækja og lesa fyrir frænda sinn og aðra íbúa staðarins (sem allir voru yngri en hún). Undirrituð reyndi að benda henni á að nú væri hún heiðursborgari Borg- arbyggðar, elst allra, og því yrði þetta varla íþyngjandi kostnaður fyrir sveitarfélagið. Að þessu sinni tók hún rök- unum og kvaðst ekki ætla að gera meira veður úr þessu máli. Þegar hún svo keypti sér göngugrind taldi hún það mest tiktúrur í sér sjálfri. Hún kæm- ist í rauninni allra sinna ferða án grindarinnar og því gæti hún ekki ætlast til að aðrir borguðu fyrir hana. Þeim rök- um varð ekki hnikað. Hún Guðný frænka mín var einstök perla sem átti hug og hjarta allra sem hana þekktu. Hún var einstaklega hrein og bein, sagði það sem henni fannst satt og rétt og komst upp með það. Hún var alfræði- bók sem hélt skipulega utan um 104 ára lífsreynslu og minn- ingar sem við hin gleymdum. Skemmtilegu tilsvörin hennar urðu mörg hver að orðatiltækj- um innan fjölskyldunnar. Hún var litla systir hans pabba, hún var verndarengillinn hennar Guðnýjar systur minnar og hún var okkur hinum ómetanleg náttúruperla og lærimeistari sem tók okkur öllum sem vin- um og jafningjum. Ég er óend- anlega þakklát fyrir að hafa átt hana að. Minningin um hvítu kollana hennar og pabba saman og augljósa virðingu og kærleik sem þau báru hvort til annars er fallegri en orð fá lýst. Þvílík forréttindi að hafa átt þau að. Sigrún Grendal Magnúsdóttir. Nú er hún Guðný frænka farin eins og hún var jafnan kölluð í minni fjölskyldu. Ævi hennar var svo samofin mér og mínum að ekki er úr vegi að ég rifji það upp að nokkru. Hún ólst upp á Grenjum í Álftarneshreppi hinum forna og bjó þar með foreldrum sínum og bróður fram undir þrítugs- aldur. Þá varð afgerandi breyt- ing á hennar högum er hún réðst sem bústýra hjá bræðr- unum Jóhanni og Helga að Leirulæk í sömu sveit. Var hennar staða þar um fjögurra áratuga skeið. Á fyrstu árum hennar á Leirulæk kom til hennar í sveitina lítil telpa, frænka og nafna, dóttir Magn- úsar bróður Guðnýjar, sem bjó í Reykjavík, og var hún öll sumur sem barn og unglingur á Leirulæk. Þær frænkur urðu mjög nánar. Svo höguðu forlög því þannig að þessi sumartelpa í sveit á Leirulæk varð eig- inkona mín. Guðný er í minn- ingunni stór hluti af minni fjöl- skyldu. Það var sjálfgefið þegar viðburðir voru hjá okkur, börn- um okkar og barnabörnum svo sem skírn, afmæli, fermingar, jólaboð, að þar var Guðný við- stödd. Hún var börnum okkar sem góð amma. Þannig minn- umst við hennar með þökk í huga. Á Leirulæk var hennar ævi- starf hjá þeim bræðrum Jó- hanni og Helga og vann hún að öllu eins og það væri hennar eigið. Hún kunni vel við sig þar, sveitin átti hug hennar all- an. Hún var mikill dýravinur og naut þess að hugsa um þau. Það var mikill samgangur milli okkar heimila. Á Leirulæk var gestrisni og gott að koma. Eftir veru sína á Leirulæk flutti Guðný í Borgarnes á Böðvars- götu 2. Þá fór hún að hafa tíma fyrir sig, tók þátt í félagsstarfi aldraðra, fór í ferðalög og fleira. Guðný var einnig meðlimur í Kvenfélagi Álfthreppinga svo gott sem alla sína tíð, en hún gegndi m.a. formennsku þar í nokkur ár auk þess sem hún var heiðursfélagi og hélt áfram að taka þátt í störfum félagsins eftir að hún fluttist í Borgarnes og á meðan hún hafði heilsu til. Guðný var þannig gerð að hugsa ekki um sérgæði handa sér en henni var hugleikið hvað hún gæti öðrum gert til góðs. Þegar hún var flutt í Borgarnes setti hún sér það sem markmið að heimsækja íbúa á dvalar- heimili aldraðra sem voru henni venslaðir eða kunnugir á annan hátt. Þannig gaf hún frá sér til góðs. Blessuð sé minning hennar. Jóhannes Magnús Þórðarson, Krossanesi. Guðný Baldvinsdóttir er nú látin, 104 ára gömul og næstum fjórum mánuðum betur. Guðný var á margan hátt einstök kona, ekki einungis náði hún þessum háa aldri með mikilli reisn heldur átti hún marga eiginleika sem við eftirlifandi megum svo sannarlega taka til okkar og draga lærdóm af. Guðný var stálheiðarleg á allan hátt, talaði ekki í kringum hlutina, kom alltaf hreint fram og ætlaðist til að aðrir gerðu það líka. Guðný var nægjusöm og lét ekki freistast af markaðsvæð- ingu nútímans á nokkurn hátt. Guðný var frændrækin og upp- skar þakklæti samferðafólks með allri framgöngu sinni og framkomu. Við í Brákarhlíð höfum svo sannarlega notið góðvildar og hlýju Guðnýjar, hún hefur verið mikill velgjörðarmaður heimil- isins og fært heimilinu í gegn- um árin veglegar gjafir og styrki, einnig var hún afar dug- leg við, áður en hún kom til okkar sem heimilismaður, þá orðin rúmlega 100 ára, að heim- sækja vini og vandamenn hing- að á heimilið, arkaði þá til okk- ar af Böðvarsgötunni í nánast hvaða veðri sem var og stytti fólki stundir. Guðný var afar dugleg að hreyfa sig og fékk sér daglega göngutúra nánast fram á sitt síðasta, klæddi sig bara aðeins betur ef það gustaði en lét ekki rok eða rigningu stoppa sig í sinni staðfestu. Einnig var Guðný mjög dugleg við hann- yrðir og ófáir tveggja þumla belgvettlingar hafa verið fram- leiddir og seldir á árlegum bas- ar Brákarhlíðar og ágóðinn af þeirri sölu fór til stuðnings kaupa á munum fyrir iðju- og handavinnustofu heimilisins. Eins og fyrr sagði þá var Guðný orðin rúmlega 100 ára gömul þegar hún flutti heimili sitt af Böðvarsgötu 1 og hingað til okkar í Brákarhlíð. Hún undi hag sínum vel og var heimilinu sannkölluð stoð og stytta og var sannkallaður haf- sjór af fróðleik, maður lærði af hverju samtali sem maður átti við Guðnýju Baldvinsdóttur. Með þessum fátæklegu orð- um vil ég þakka Guðnýju góð og lærdómsrík kynni, skemmti- leg samtöl og samskipti og ekki síst þann mikla hlýhug sem hún sýndi Brákarhlíð, starfsfólki og samferðafólki sínu, blessuð sé minning Guðnýjar Baldvins- dóttur frá Grenjum. Ættingjum og ástvinum votta ég samúð. Björn Bjarki Þorsteinsson. Guðný Baldvinsdóttir ✝ Rósa Jónheið-ur Guðmunds- dóttir fæddist á Litla-Hamri í Eyjafjarðarsveit 3. mars 1931. Hún andaðist á öldr- unarheimilinu Hlíð á Akureyri 12. ágúst 2018. Foreldrar henn- ar voru hjónin Þóra Daníels- dóttir, f. 11. júlí 1892 á Sel- landi í Fnjóskadal, S-Þing, d. 3. janúar 1974, og Guðmundur Jónatansson bóndi, f. 23. maí 1896 á Uppsölum í Eyjafirði, d. 12. nóvember 1992. Eldri systir Rósu Jónheiðar var Að- albjörg Rósa, f. 15. desember 1929 á Litla-Hamri í Eyjafjarðarsveit, d. 22. október 1994. Útför Rósu fer fram frá Ak- ureyrarkirkju í dag, 23. ágúst 2018, kl. 13.30. Fyrir örfáum vikum heimsótti ég æskuvinkonu mína Rósu frá Litla-Hamri í litla hlýlega her- bergið hennar á dvalarheimilinu Hlíð á Akureyri. Hún fagnaði mér innilega og andlit hennar ljómaði af gleði um leið og hún sagði: „En hvað þú ert góð að koma til mín.“ Við áttum saman ánægjulega stund og ekki datt mér í hug að þetta yrðu okkar síðustu samfundir. Eins og áður þegar við hittumst á seinustu ár- um rifjuðum við upp gamlar minningar frá farskólanum á Rifkelsstöðum, en þar kynnt- umst við Rósa ungar að árum í tólf barna hópi á misjöfnum aldri. Öll vorum við í sama bekknum undir handleiðslu kennarans okkar, Sigurðar Jóns- sonar frá Brún. Þröngt var í skólastofunni sem var stofa Jón- asar og Þóru, húsbænda á bæn- um, en þarna leið okkur vel. Í frí- mínútunum fengum við stelpurnar oft að dveljast í litlu herbergi inn af stofunni og þar fórum við í ýmsa leiki og sungum og dönsuðum. Rósa var gleðigjafinn í hópn- um, hrifnæm, hugmyndarík, og söng og dansaði af hjartans lyst. Ég man að hún sagði eitt sinn: „Stelpur, finnst ykkur ekki gam- an að dansa við lagið „Á hörp- unnar óma við hlustum í kvöld?“ Það er svo góður taktur í því.“ Þarna í litla herberginu stofn- uðum við stúlknafélagið Eygló sem hafði á stefnuskrá sinni að fara í ævintýragönguferðir í ná- grenninu. Rósa stakk upp á nafninu og var einróma kosin formaður félagsins. Hún var miklum hæfileikum búin og það sýndi sig í öllu sem hún tók sér fyrir hendur á lífsleiðinni. Á sinn hægláta og hógværa hátt naut hún lífsins. Hún hafði mjög gam- an af að ferðast og ferðuðust þær systur, hún og Aðalbjörg (Lilla), oft saman. Þótt Rósa væri ekki hraust líkamlega var hún kjark- mikil og dugleg á ferðalögum. Mér er minnisstæð hópferð í Skagafjörð sem við Rósa fórum saman í fyrir mörgum áratugum. Hápunktur ferðarinnar var við- koma á Ketubjörgum á Skaga. Sumir ferðafélagarnir þustu strax út á bjargbrúnina til að njóta útsýnisins og taka myndir. Ég missti sjónar á Rósu um stund og mér brá mikið þegar ég sá hvar hún gekk létt á fæti á ystu brúninni meðal þeirra hug- uðustu. Hún kom svo hin róleg- asta til mín, brosti og sagði: „Mikið er útsýnið dásamlegt hérna.“ Það var mikið áfall fyrir Rósu þegar Lilla systir hennar lést á góðum aldri eftir stutt veikindi. En Rósa tók því með æðruleysi eins og öðru mótlæti í lífinu. Nú þegar ég lít í huganum yfir æviferil Rósu finnst mér að hún hafi verið mikil gæfukona sem öllum þótti vænt um. Með hlýju og glaðlegu viðmóti sínu og um- hyggju fyrir öðrum aflaði hún sér fjölmargra vina. Hún var mjög þakklát ættingjum sínum, einkum systrunum Maríu og Önnu Helgu, sem reyndust henni svo vel þegar heilsan fór að bila hjá henni. Sjálf kveð ég Rósu með söknuði og þakklæti fyrir langa og einkar trygga vináttu. Kristín Jónsdóttir frá Munkaþverá. Rósa Jónheiður Guðmundsdóttir Nú er Kristmund- ur farinn, sá síðasti af Baldursgötu- systkinunum. Við fráfall Munda rifjast upp ótal minningar um góðan vin okkar Gýgjarhólsfólks. Móðurfólkið hans kom að Gýgjarhólskoti um svipað leyti og okkar fólk flutti að Gýgjarhóli um aldamótin 1900 og bjó þar fyrstu áratugi 20. aldar. Vinskapur hélst eftir að Katrín, ein dóttirin i Kotinu, flutti suður og stofnaði heimili með manni sín- um að Baldursgötu 20. Þar var einn af föstu punktunum í borg- inni í hugum sveitafólksins að austan sem svo aftur tók við Bald- ursgötubörnunum í fleiri eða færri sumur, meðan enn voru full not fyrir snúningabörn í sveit. Mundi nefndi oft að hann hefði verið hjá mínu fólki hvert sumar frá sex til 16 ára aldurs. Eftir það kom hann oft á hverju sumri og líka Guðni bróðir hans. Þeir höfðu yndi af að stunda veiði- skap í ánum og voru líka liðtækir við heyskap og annað sem til féll. Einn vetur á unglingsárum var Mundi við nám í íþróttaskólanum í Haukadal og líklega hefur glímu- áhuginn vaknað þar, en Mundi varð afreksmaður í íslensku glím- unni. Ég man eftir að hafa klippt út úr Tímanum mynd og grein með fyrirsögninni „Kristmundur skjaldarhafi,“ og við vorum svo stolt af afrekum hans. Svo kom að því að Mundi kom með kærustu í sumarheimsókn. Ég gleymi því aldrei hvað hún var falleg og góð stúlka, hún Ella hans Munda, og við dáðumst öll að Kristmundur Guðmundsson ✝ KristmundurGuðmundsson fæddist 23. ágúst 1933. Hann lést 30. júlí 2018. Útför hans var gerð 13. ágúst 2018. henni. Þau voru glæsilegt par, bæði svo hávaxin og tígu- leg. Þau byrjuðu bú- skap sinn í Reykja- vík en byggðu síðar einbýlishús í Garða- bæ, þar sem þau áttu glæsilegt heimili ár- um saman, þangað sem alltaf var gott að koma. Þar var stór bíl- skúr þar sem Mundi hafði vinnu- aðstöðu sem hæfði þeim flinka járnsmið sem hann var. Síðar þeg- ar þegar börnin tvö voru flogin úr hreiðrinu minnkuðu þau við sig og fluttu í Kópavoginn, þar sem ekki var síður fallega innréttað og allt bar hagleik þeirra vitni. Oft voru einhver af barnabörnunum þar ef við kíktum í heimsókn. Þeir voru æskuvinir Guðni maðurinn minn og Mundi, jafn- aldrar og brösuðu margt saman á yngri árum. Mundi var traustur vinur, svo hlýr og léttur í lund, fastur fyrir, en sagði sína mein- ingu á þann hátt að engan særði. Dætur okkar urðu vinkonur frá bernskuárum. Það voru því góð tengsl með fjölskyldunum og allt- af hélt Mundi tryggð við sveitina og þangað lá leiðin oft meðan heilsan leyfði. En síðustu árin sóttu veikindi að í auknum mæli og að lokum var svo komið að hann varð að fá viðeigandi þjón- ustu. Þau hjónin fluttu í Þjón- ustuíbúð í Reykjanesbæ til að vera í nágrenni við börnin sín. Þá varð minna um samfundi, en sím- inn notaður til að halda samband- inu við. Hvað hún elsku Ella mín hefur verið honum Munda mikil stoð og stytta þessi síðustu miss- eri. Ég vil senda henni, börnum þeirra og ástvinum öllum bestu samúðarkveðjur frá okkur fjöl- skyldunni með þökk fyrir allt og allt. Inga Kristjánsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.