Morgunblaðið - 23.08.2018, Qupperneq 56

Morgunblaðið - 23.08.2018, Qupperneq 56
56 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. ÁGÚST 2018 Þorbjörg Þóroddsdóttir, kennari og sérkennari, á 80 ára af-mæli í dag. Hún kenndi í meira en 30 ár í Flataskóla íGarðabæ og var síðustu starfsárin aðstoðarskólastjóri þar. Hún er höfundur ásamt tveimur öðrum að bókinni Markviss mál- örvun. „Þetta var efni fyrir kennara og ætlað sem undirbúningur í lestrarkennslu fyrir yngstu börnin.“ Þorbjörg hefur búið í Garðabæ í tæp 50 ár. Hún fæddist á Eið- um en fluttist ung að Reykjanesi í Ísafjarðardjúpi. „Faðir minn var skólastjóri þar, en svo dvaldi ég mikið hjá ættfólki mínu í Þingeyjarsýslu á sumrin, en ég er ættuð þaðan í báðar ættir.“ Foreldrar hennar voru Þóroddur Guðmundsson skáld frá Sandi og Hólmfríður Jónsdóttir. Í frítíma sínum gegnum árin stundaði Þorbjörg mikið skíði og skútusiglingar, bæði hér við land og á Miðjarðarhafi, ásamt manninum sínum, Bjarna Hannessyni, heila- og taugaskurðlækni, en hann lést fyrir fimm árum. „Núna er ég í gönguklúbbi með vinkonum mínum og hitti barnabörnin, annars er þetta rólegt líf hjá mér.“ Börn Þorbjargar eru Ragnheiður Ingibjörg kvensjúkdómalækn- ir, Þóroddur, prófessor við Háskólann á Akureyri, og Hólmfríður skipulagsfræðingur. Barnabörnin eru ellefu og langömmubörnin eru tvö. Þorbjörg heldur upp á afmælið með sínum nánustu í dag. Með barnabörnunum Þorbjörg heima í garðinum sínum ásamt öllum barnabörnunum sínum ellefu í ágústmánuði 2014. Stundaði skíði og skútusiglingar Þorbjörg Þóroddsdóttir er áttræð í dag G uðrún Ingibjörg Svans- dóttir fæddist á Sel- fossi, á 55 ára afmæl- isdegi föðurömmu sinnar, Ingibjargar Helgadóttur, þann 23.8. árið 1968, en ólst upp í Þorlákshöfn: „Ég byrjaði ung að gæta barna á sumrin, en það var þá kallað að ,,vera í vist“. Auk þess byrjaði ég ung að vinna í fiski og humri í Þorlákshöfn. Skömmu eftir að fað- ir minn tók við rekstri Skálans í Þorlákshöfn var ég við bensín- afgreiðslu á sumrin og í skólafrí- um. Ég starfaði svo í þrjú frábær sumur í Reykjadal, en þar er sum- ardvöl fyrir fötluð börn og ung- menni.“ Guðrún var í Grunnskóla Þor- lákshafnar og lauk honum með út- skriftarferð m.a. í Hallormsstað og á Egilsstaði: „Þar sá ég Menntaskólann á Egilsstöðum fyrst og heillaðist af skólanum. Það fór því svo að ég sendi inn umsókn í Menntaskólann á Laug- arvatni, þar sem systkini mín höfðu bæði verið, og ME, en þar sem þeir svöruðu umsókninni á undan ML fór ég til Egilsstaða þar sem ég var í fjögur frábær ár, 1984-88, með tilheyrandi kenn- araverkföllum, skemmtilegum nemendum og uppátækjasömum kennurum.“ Eftir stúdentspróf var Guðrún au pair í Þýskalandi. Hún starfaði hjá EJS eftir nám í skrifstofu- og ritaraskólanum, fór þaðan til Kaupþings í verðbréfasölu og ráð- gjöf, veturinn 1990-91, stundaði nám í rússnesku í HÍ 1991-93 og fór með fimm samnemendum í Guðrún I. Svansdóttir skjalastjóri – 50 ára Ljósmynd/Davíð Guðlaugsson Fjölskyldan Guðrún og Bjarni með Eddu Laufeyju, Tinnu og tvíburunum, Svandísi Bríeti og Jóni Hauki. Hún elskar Madness, chilli og majones Í litríku umhverfi Guðrún og Bjarni. Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. W W W. S I G N . I S Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinnimbl. is/islendingar eða á islendingar@mbl.is Á „Íslendinga“ síðum Morgunblaðsins er meðal annars sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem hjónavígslum, barnsfæðingum eða öðrum tímamótum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.