Morgunblaðið - 23.08.2018, Qupperneq 56
56 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. ÁGÚST 2018
Þorbjörg Þóroddsdóttir, kennari og sérkennari, á 80 ára af-mæli í dag. Hún kenndi í meira en 30 ár í Flataskóla íGarðabæ og var síðustu starfsárin aðstoðarskólastjóri þar.
Hún er höfundur ásamt tveimur öðrum að bókinni Markviss mál-
örvun. „Þetta var efni fyrir kennara og ætlað sem undirbúningur
í lestrarkennslu fyrir yngstu börnin.“
Þorbjörg hefur búið í Garðabæ í tæp 50 ár. Hún fæddist á Eið-
um en fluttist ung að Reykjanesi í Ísafjarðardjúpi. „Faðir minn
var skólastjóri þar, en svo dvaldi ég mikið hjá ættfólki mínu í
Þingeyjarsýslu á sumrin, en ég er ættuð þaðan í báðar ættir.“
Foreldrar hennar voru Þóroddur Guðmundsson skáld frá Sandi
og Hólmfríður Jónsdóttir.
Í frítíma sínum gegnum árin stundaði Þorbjörg mikið skíði og
skútusiglingar, bæði hér við land og á Miðjarðarhafi, ásamt
manninum sínum, Bjarna Hannessyni, heila- og taugaskurðlækni,
en hann lést fyrir fimm árum. „Núna er ég í gönguklúbbi með
vinkonum mínum og hitti barnabörnin, annars er þetta rólegt líf
hjá mér.“
Börn Þorbjargar eru Ragnheiður Ingibjörg kvensjúkdómalækn-
ir, Þóroddur, prófessor við Háskólann á Akureyri, og Hólmfríður
skipulagsfræðingur. Barnabörnin eru ellefu og langömmubörnin
eru tvö.
Þorbjörg heldur upp á afmælið með sínum nánustu í dag.
Með barnabörnunum Þorbjörg heima í garðinum sínum ásamt öllum
barnabörnunum sínum ellefu í ágústmánuði 2014.
Stundaði skíði
og skútusiglingar
Þorbjörg Þóroddsdóttir er áttræð í dag
G
uðrún Ingibjörg Svans-
dóttir fæddist á Sel-
fossi, á 55 ára afmæl-
isdegi föðurömmu
sinnar, Ingibjargar
Helgadóttur, þann 23.8. árið 1968,
en ólst upp í Þorlákshöfn: „Ég
byrjaði ung að gæta barna á
sumrin, en það var þá kallað að
,,vera í vist“. Auk þess byrjaði ég
ung að vinna í fiski og humri í
Þorlákshöfn. Skömmu eftir að fað-
ir minn tók við rekstri Skálans í
Þorlákshöfn var ég við bensín-
afgreiðslu á sumrin og í skólafrí-
um. Ég starfaði svo í þrjú frábær
sumur í Reykjadal, en þar er sum-
ardvöl fyrir fötluð börn og ung-
menni.“
Guðrún var í Grunnskóla Þor-
lákshafnar og lauk honum með út-
skriftarferð m.a. í Hallormsstað
og á Egilsstaði: „Þar sá ég
Menntaskólann á Egilsstöðum
fyrst og heillaðist af skólanum.
Það fór því svo að ég sendi inn
umsókn í Menntaskólann á Laug-
arvatni, þar sem systkini mín
höfðu bæði verið, og ME, en þar
sem þeir svöruðu umsókninni á
undan ML fór ég til Egilsstaða
þar sem ég var í fjögur frábær ár,
1984-88, með tilheyrandi kenn-
araverkföllum, skemmtilegum
nemendum og uppátækjasömum
kennurum.“
Eftir stúdentspróf var Guðrún
au pair í Þýskalandi. Hún starfaði
hjá EJS eftir nám í skrifstofu- og
ritaraskólanum, fór þaðan til
Kaupþings í verðbréfasölu og ráð-
gjöf, veturinn 1990-91, stundaði
nám í rússnesku í HÍ 1991-93 og
fór með fimm samnemendum í
Guðrún I. Svansdóttir skjalastjóri – 50 ára
Ljósmynd/Davíð Guðlaugsson
Fjölskyldan Guðrún og Bjarni með Eddu Laufeyju, Tinnu og tvíburunum, Svandísi Bríeti og Jóni Hauki.
Hún elskar Madness,
chilli og majones
Í litríku umhverfi Guðrún og Bjarni.
Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
Unnið í samvinnu við viðmælendur.
W W W. S I G N . I S
Börn og brúðhjón
Allir þeir sem senda blaðinu
mynd af nýjum borgara eða
mynd af brúðhjónum fá fría
áskrift að Morgunblaðinu í
einn mánuð.
Hægt er að senda mynd
og texta af slóðinnimbl.
is/islendingar eða á
islendingar@mbl.is
Á „Íslendinga“ síðum
Morgunblaðsins er
meðal annars sagt frá
merkum viðburðum
í lífi fólks, svo sem
hjónavígslum,
barnsfæðingum
eða öðrum
tímamótum.