Morgunblaðið - 23.08.2018, Qupperneq 65

Morgunblaðið - 23.08.2018, Qupperneq 65
MENNING 65 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. ÁGÚST 2018 Söngdrottningin eina, sanna og baráttuglaða AFP Verðlaunadrottning Aretha Franklin hlaut átján Grammy-verðlaun, en var tilnefnd til þeirra 44 sinnum. Tólf ára var hún farin að ferðast með pabba sínum sem söngkona og 16 ára ferðaðist hún með Martin Luther King og söng síðar við jarðarför þess mæta manns, sem hafði þau áhrif á hana að alla tíð var hún á kafi í réttindabaráttu svartra og síðar kvenna. Hún lét ekki einungis fé af hendi rakna til ýmissa fé- lagasamtaka, hún tjáði sig í fjöl- miðlum og lenti sjálf einu sinni í fangelsi fyrir mótmæli. Upp úr 1960 fór ferill hennar sem söngkona af stað og fljót- lega, löngu áður en stjarna henn- ar reis hvað hæst, fékk hún tit- ilinn „Queen of Soul“ eða drottning sálartónlistarinnar, og hefur enginn síðan, í þá rúmu hálfa öld sem ferill hennar átti eftir að vara, efast um að það væri réttnefni, né hefur nokkur söngkona komist nálægt því að geta haft af henni þann titil. Fjöl- breytni var þó eitt af einkennum Arethu, en hún söng rytma og blús, djass og flestar tegundir tónlistar jöfnum raddböndum, auk þess að vera lunkinn píanó- leikari, en Elton John er einn af aðdáendum hennar. Ferill hennar fór fyrst á al- mennilegt flug þegar hún skrifaði undir samning við Atlantic Re- cords-útgáfuna og Grammy- verðlaunin byrjuðu að hrynja inn fyrir lög eins og fyrrnefnt „Re- spect“, „Say a Little Prayer for You“, „Chain of Fools“, „Ain’t No Way“, „Think“ og „Natural Wom- an“. Allt lög sem við þekkjum, lög sem við getum sungið með henni, en ekkert okkar getur sungið eins og hún. Nokkurn tím- ann. Frá og með árinu 1975 lá leið hennar niður af hátindinum, en það þýðir ekki að hún hafi sest í helgan stein. Hún hélt virð- ingarstöðu sinni og söng fyrir Elísabetu Englandsdrottnigu í Royal Albert Hall. Nældi sér í nokkur Grammy-verðlaunin í við- bót m.a. með laginu „I Knew You Were Waiting For Me“ sem hún söng ásamt stórstjörnunni George Michael. Auk þess að gera sér lítið fyrir og leysa af hólmi Luciano Pavarotti og söng Puccini aríuna „Nessun dorma“ á Grammy-verðlaunafhendingu þegar stórtenórinn sjálfur klikk- aði á seinustu mínútu. Var ég bú- in að minnast á að tónlistar- tímaritið Rolling Stone kaus Arethu Franklin besta söngvara allra tíma? Árið 1999 sæmdi Bill Clinton, þáverandi forseti Bandaríkjanna, Arethu viðurkenningunni Nation- al Medal of Arts and Humanities og árið 2005 sæmdi George W. Bush, þáverandi forseti Banda- ríkjanna, hana Frelsisorðu forset- ans, æðstu viðurkenningu sem borgari getur hlotið. Hinn 20. janúar árið 2009 fékk Barack Obama, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, Arethu Franklin til að syngja við vígslu- athöfn sína. Hefði einhver annar mögulega getað komið til greina? Einhver annar en konan sem var einn glæsilegast fulltrúi tónlistar svartra, hins upprunalega og sanna bandaríska listforms? Kona sem á sama tíma var táknrænn fulltrúi réttindabaráttu svartra í Bandaríkjunum – sem einmitt vann stórsigur með kosningu Baracks Obama? Aretha Loiuse Franklin lést í Detroit borg 16. ágúst 2018 og var banamein hennar krabbamein í briskirtli. Þar með er ein besta og áhrifamesta söngkona banda- rískrar tónlistarsögu horfin af sjónarsviðinu. R.E.S.P.E.C.T. »Kom einhver ann-ar til grein en sú kona sem var einn glæsilegast fulltrúi tón- listar svartra, hins upp- runalega og sanna bandaríska listforms? AFP Fjölskyldan Aretha, faðir hennar C.L. Franklin og systirin Caroline. AFP Heiðruð George W. Bush, þáverandi Bandaríkjaforseti, veitti Arethu Franklin árið 2005 æðstu borgarlegu viðurkenningu þar í landi. AFP Einstök Aretha Franklin söng við víglsuathöfn Baracks Obama. AFP Á uppleið Aretha Byrjaði að syngja í kirkju og endaði á toppnum. AF LISTUM Hildur Loftsdóttir hilo@mbl.is „Respect“ er lagið sem holdgerir söngkonuna Arethu Franklin. Ot- is Redding, höfundur lagsins og sá sem tók það upp fyrst, sagði – með stolti – að hún hefði stolið því af honum. Satt er það. Snemma á ferli sínum söng hún lagið og með smávægilegum textabreytingum heimtaði hún virðingu sem kona og samfélags- þegn. Lag sem í hennar túlkun var síðar mikið notað í tengslum við réttindabaráttu svartra í Bandaríkjunum, kvenréttindabar- áttu og baráttu tónlistarfólks fyr- ir höfundarétti. Lag sem varð einkennandi fyrir líf og persónu Arethu Franklin. Aretha Louise Franklin fæddist í Memphis, Tennessee í Bandaríkjunum 25. mars 1942, en ólst upp í Detroit í Michigan, þar sem hún byrjaði ung að syngja ásamt systrum sínum í kirkjukór safnaðar föður síns sem var prestur, en móðir hennar dó þeg- ar hún var 10 ára. Það var ekki bara kirkju- söngurinn sem mótaði Arethu litlu. Faðir hennar var lands- þekktur fyrir baráttuvilja og eld- heitar þrumuræður svo margt áhrifafólk sótti heimili þeirra; margir frægir söngvarar og gospeldrottningin sjálf Mahalia Jackson, hjálpaði til við uppeldi þeirra systra. Laugavegur 61 I Kringlan I Smáralind I sími 552 4910 I www.jonogoskar.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.