Morgunblaðið - 27.08.2018, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 27.08.2018, Qupperneq 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 27. ÁGÚST 2018 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/senda grein Prentun Landsprent ehf. Ólík sýn í aðdraganda kjaraviðræðna  Almenn ánægja með samtal við stjórnvöld um kjaraviðræður í haust  KÍ lítur til loforða frá því í vor  Skýrsla Gylfa Zoëga gott veganesti inn í veturinn  Skiptar skoðanir um svigrúm til launahækkana Axel Helgi Ívarsson Jón Birgir Eiríksson „Við eigum eftir að fjalla um skýrsluna formlega innan okkar raða, en ég tel hana vera ágætis samantekt og lýsingu á stöðunni í efnahagslíf- inu. Hún skýrir ágætlega hvaða afleiðingar of- urvöxtur í ferðaþjónustunni hefur haft, m.a. á gengi gjaldmiðilsins. Hún greinir vel hvaða hættur steðja að okkur og sem slík verður hún vonandi grundvöllur til að taka upplýsta um- ræðu um stöðuna,“ segir Þórunn Sveinbjarn- ardóttir, formaður BHM, um skýrslu Gylfa Zoëga, hagfræðiprófessors við HÍ, um stöðu efnahagsmála í aðdraganda kjaraviðræðna. Skýrslan, sem var unnin fyrir forsætisráðuneyt- ið, var birt fyrir helgi og segir Þórunn hana gott upplegg fyrir kjaraviðræður og að það sé virð- ingarvert af forsætisráðherra að efna til sam- talsins á grundvelli hennar. „Það er gott að sjá að þarna er bent á atriði sem við og fleiri á vinnumarkaði höfum bent á, að stjórnvöld þurfi að gera sitt til að stuðla að stöðugleika á vinnumarkaði. Gylfi bendir á ákveðna hluti, t.d. varðandi stöðuna á húsnæð- ismarkaði, vinnuálagið í samfélaginu og annað slíkt. Ég vona að þær ábendingar verði teknar alvarlega. Einnig nauðsyn þess að fólk njóti þess kaupmáttar sem mælst hefur,“ segir Þórunn. Halldór Benjamín Þorbergsson, fram- kvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir þann hluta skýrslunnar sem snýr að efnahags- legri stöðu hagkerfisins ríma við málflutning SA síðustu misserin. „Gylfi dregur fram að kaup- máttur launa hefur vaxið meira en nokkur dæmi í Íslandssögunni eru um og bendir á að það sé óvarlegt að halda áfram að hækka laun með þeim takti sem við gerðum síðast. Ég held að all- ir sanngjarnir menn sem eru í sambandi við ein- hver fyrirtæki í landinu finni það og sjái að síð- ustu kjarasamningar voru of bólgnir. Nú sé tími til að staldra við og leyfa fyrirtækjunum að fá byr í seglin á nýjan leik áður en við höldum áfram frekari hækkunum,“ segir Halldór og kveðst ánægður með samtalið við stjórnvöld. „Það má deila um það hvort það er nóg eða hvort það sé of mikið. Ég held þetta sé gott veganesti inn í veturinn. Við byrjum á því að koma okkur saman um það hvað sé til skiptanna og mér finnst Gylfi hafa dregið það ágætlega fram. Það sem eftir stendur er hvernig við eig- um að skipta því,“ segir hann og bendir á að það sé verkefni aðila vinnumarkaðarins. Ráðist af því hvernig svigrúmið er nýtt Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, segir það eðlilegt skref að rýna í stöðu efnahagsmála við undirbúning kjarasamninga og móta aðkomuna á grundvelli efnislegra raka. „Auðvitað ræðst þetta af því hvernig þetta svigrúm verður nýtt,“ segir hann og bendir á að oft hafi skapast sátt um svigrúm til launahækkana á vettvangi ASÍ þegar hluta þeirra er sérstaklega ráðstafað til þeirra tekjulægstu. „Það er margt þarna sem ég myndi vilja fá að rýna betur áður en við mótum okkar afstöðu,“ segir Elín Björg Jónsdóttir, formaður BSRB, sem kveðst aðspurð ósammála því mati Gylfa að minna svigrúm sé til launahækkana nú en 2015. Félög BSRB muni skoða málin á breiðari grund- velli við kröfugerð. „Það gefur augaleið að ým- islegt hefur gerst frá 2015. Þá voru sett fram ákveðin markmið sem hafa bara að hluta til gengið eftir, að öðru leyti ekki,“ segir hún og nefnir að nú sé m.a. ákall um félagslegan stöð- ugleika, umbætur í húsnæðismálum, bætt kjör fjölskyldna með barnabótum og húsnæðisbót- um, styttingu vinnuvikunnar. „Félögin munu síðan gera launakröfur eftir því sem hefur gerst á vinnumarkaði frá 2015 og þar hefur skiptingin ekki verið jöfn,“ segir hún. „Það sem Gylfi Zoëga gerir í þessari skýrslu og fór yfir á fundi var að mála sviðsmynd, að það væri svona og svona mikið svigrúm til hækkana út frá hefðbundnum mælikvörðum,“ segir Ragn- ar Þór Pétursson, formaður Kennarasambands Íslands. „Samningar allra kennarafélaga losna ekki fyrr á næsta ári. Við höfum tekið þátt í þessu samtali með stjórnvöldum og gerum það áfram. Það liggur alveg fyrir að það þarf að bæta kjör þeirra hópa sem starfa í skólunum,“ segir Ragnar Þór og bendir á að sumir flokkar hafi gefið loforð um bætt kjör kennara í sveit- arstjórnarkosningum í vor, m.a. í Reykjavík. Morgunblaðið/Eggert Smiðir Margir og fjölbreyttir hópar launa- fólks munu eiga í kjaraviðræðum í vetur. Samkvæmt upplýsingum Morg- unblaðsins er stefnt að því að rann- sókn lögreglunnar á Suðurnesjum á meintum grófum kynferðisbrotum gegn tveimur börnum verði lokið á innan við viku til tíu dögum. Sætir maður sem grunaður er um verkn- aðinn gæsluvarðhaldi til 18. sept- ember. Hinn kærði hefur játað að hluta, en brotaþoli lagði fram kæru á hendur honum og konu hans 10. júlí sl. Sama dag kærði annar ein- staklingur parið fyrir kynferðis- og ofbeldisbrot gegn ólögráða barni. Í frétt RÚV kom fram að börnin væru á grunnskólaaldri og tengd fólkinu fjölskylduböndum. Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, vildi ekki tjá sig um rannsóknina í gær, en umfang meintra brota er m.a. til skoðunar. Ljúki innan tíu daga Nína Guðrún Geirsdóttir ninag@mbl.is Nýr uppgröftur í landi Auðkúlu í Arnarfirði sýnir fram á að þar hafi búið auðugir bændur á landnáms- öld. Þar hefur nú verið grafinn upp 23 metra skáli sem er sá stærsti sem fundist hefur í greftri á Vest- fjörðum. Fornleifafræðingurinn Margrét Hrönn Hallmundsdóttir er umsjón- armaður verkefnisins Arnarfjörður á miðöldum í landi Auðkúlu og Hrafnseyrar í Arnarfirði sem hófst árið 2011. „Ég kemst að því að þarna er skáli árið 2013 eftir að hafa framkvæmt könnunarskurð. Tveimur árum síðar byrjum við að grafa og opnum skálann loks allan í sumar,“ útskýrir Margrét. Hún seg- ir skálann þann stærsta af þeim fimm skálum sem fundist hafa á Vestfjörðum. „En þó eru líklega til fleiri skálar ógrafnir sem ekki hafa verið rannsakaðir.“ Ýmsir munir hafa fundist í skál- anum sem gefa til kynna að býlið hafi verið auðugt. Þ. á m. silfur- hringur, ellefu perlur, snælda og exi, ásamt því að í ljós komu minjar um bænhús og kirkjugarð. „Þó er- um við ekki enn komin niður í gólf- in þar sem oftast er mest að finna en það er á dagskrá næsta sumar.“ Fyrir ofan skálann fannst járn- vinnslusvæði og bendir allt til þess að mikil járnvinnsla hafi átt sér stað í Arnarfirðinum en einnig fundust merki um járn á Hrafnseyri og á Grelutóftum skammt frá. „Það er nóg eftir“ Margrét sér ekki fyrir endann á vinnu þeirra í Arnarfirðinum þar sem næg verkefni bíði úrvinnslu. „Það er nóg eftir. Það er líklegast fjós við hliðina á skálanum og stór smiðja á túninu sem tengist líklega járnvinnslunni svo það er áhuga- verð vinna framundan. Þá er mögu- lega annar skáli ekki langt frá þess- um.“ Fyrsta aldursgreining skálans bendir til þess að hann sé frá 9. öld og telst því landnámsskáli. Áður hafði Margrét grafið upp 10. aldar jarðhýsi á Hrafnseyri og telur lík- legt að þar megi einnig finna skála. „Þetta sýnir okkur að hér í Arnar- firðinum var búið mjög snemma en það virðist hafa verið búið á þessum þremur bæjum strax á 9. og 10. öld. Sumir hafa haldið því fram að Vest- firðir hafi ekki byggst jafn fljótt og aðrir landshlutar en það bendir allt til þess að fólk hafi verið komið hingað mjög snemma. Mér finnst það ekki skrýtið, þetta er svo fal- legur fjörður,“ segir Margrét og hlær. Gróska í Arnarfirði á landnámsöld Fornleifafræðingar Kristín Sylvía Ragnarsdóttir aðstoðaruppgraftarstjóri og Margrét Hrönn Hallmundsdóttir uppgraftarstjóri verkefnisins. Ljósmynd/Margrét Hrönn Hallmundsdóttir Ríkidæmi Skálinn sem fannst er 23 metrar á lengd og því stærsti skáli þess tíma sem fundist hefur á Vestfjörðum.  Stærsti skáli sem fundist hefur á Vestfjörðum Silfurhringur Var meðal þeirra muna sem fundust í greftrinum. Fjórir voru fluttir, mismikið slasaðir eftir bílveltu, með þyrlu Landhelg- isgæslunnar á Landspítalann í Foss- vogi síðdegis í gær. Slysið varð á þjóðveginum í Eldhrauni og var bif- reiðin á vesturleið frá Kirkjubæjar- klaustri. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurlandi var fernt í bílnum, erlendir ferðamenn sem allir eru í sömu fjölskyldu. Einn farþeginn, stúlka fædd 2003, er al- varlega slösuð en hún kastaðist út úr bílnum. Annar aðili er minna slas- aður og hinir tveir með minniháttar áverka. Umferð var stöðvuð á meðan þyrla athafnaði sig á slysstað. Rann- sóknarnefnd samgönguslysa og tæknideild lögreglu luku vinnu á vettvangi síðdegis í gær. Ljósmynd/Jónas Erlendsson Slys Fernt var í bílnum sem valt og er eitt alvarlega slasað. Bílvelta í Eldhrauni  Flutt með þyrlu

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.