Morgunblaðið - 27.08.2018, Síða 4

Morgunblaðið - 27.08.2018, Síða 4
BAKSVIÐ Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl.is Talsverður munur getur verið á kostnaði við tannlæknaþjónustu hér á landi og í sumum öðrum löndum, fjöldi Íslendinga fer til tannlækna erlendis og dæmi eru um að þeir borgi þar um fimmtung þess sem þeir hefðu þurft að borga hér. Elín Sigurgeirsdóttir, formaður Tann- læknafélags Íslands, segir erfitt að fullyrða um gæði þeirrar tann- læknaþjónustu sem framkvæmd sé í öðrum löndum, hún sé eins mismun- andi og hún sé mörg. Félaginu hafi þó verið tilkynnt um nokkur tilvik þar sem vinnu erlendra tannlækna hafi verið ábótavant. A.m.k. tvær tannlæknastofur í Póllandi auglýsa þjónustu sína á ís- lensku á samfélagsmiðlum og á vef- síðum sínum á netinu. Þar er m.a. boðið upp á pakkaferðir með ókeyp- is skoðun og niðurgreiddu flugi og gistingu, fari kostnaðurinn yfir til- tekið viðmið. 160.000 í stað 800.000 Ingvar Jónsson ráðgjafi og fram- kvæmdastjóri fór í síðustu viku til tannlæknis í borginni Gdansk í Pól- landi. Nokkurra viðgerða var þörf á tönnum Ingvars, m.a. að skipta um krónur og smíða brú og hafði tann- læknir hans hér á landi áætlað að þær myndu kosta um 800.000 krón- ur. Ingvar ákvað að kanna fleiri möguleika og hafði samband við tannlæknastofuna Euromiladent í borginni Gdansk í Póllandi sem er með íslenska heimasíðu og face- booksíðu og fékk þar verðmat. Hann segist hafa kynnt sér starf- semi stofunnar vel og lesið umsagn- ir fólks sem hafði farið þangað. Hann flaug síðan utan í síðustu viku og fékk viðgerðir á tönnum sínum. Fyrir það greiddi hann 160.000 krónur, eða um 20% af verðinu sem honum hafði verið gefið upp hér á landi. Að auki greiddi Ingvar fyrir flugferðir og gistingu í Gdansk. Eflaust hægt að réttlæta verðið „Íslenskir tannlæknar geta ef- laust réttlætt verðlagninguna hjá sér, enda miklir fagmenn,“ segir Ingvar. „En sem neytandi hef ég þetta val og ég sparaði mér um hálfa milljón þegar allt er reiknað saman. Ég geri mér auðvitað grein fyrir að ég gæti verið að taka áhættu með þessu, ef eitthvað kem- ur upp á er ég líklega í verri málum en ef ég hefði látið gera þetta hérna heima,“ segir Ingvar sem segist mæla heilshugar með því að fólk beri saman verð og gæði hjá ís- lenskum og erlendum tannlæknum áður en það leggur út í kostnaðar- samar tannlækningar. Tilkynnt um yfirmeðhöndlun Elín segir að engar tölur séu til um fjölda þeirra Íslendinga sem fari til annarra landa í þeim tilgangi að fara til tannlækna en ljóst sé að það sé að aukast. „Þetta er auðvitað ekkert nýtt, t.d. fóru nokkuð margir til tannlækna í Búlgaríu fyrir 20-30 árum og á þeim tíma voru uppgrip hjá mörgum af okkar tannlæknum við að endurgera og lagfæra það sem þá var gert,“ segir Elín. Að sögn Elínar hafa tannlækna- félaginu borist nokkrar tilkynningar um svokallaða yfirmeðhöndlun hjá tannlæknum í útlöndum en þar er átt við að unnin séu tannlæknisverk sem engin þörf sé fyrir. „Ég get nefnt dæmi um einstak- ling sem þurfti á einni krónu að halda samkvæmt mati íslensks tannlæknis, hann fór til útlanda og kom til baka með sex krónur og hafði verið sagt að það væri bráð- nauðsynleg meðferð. Þarna var verulega illa farið með tennur, því betri er ókrýnd tönn en krýnd ef hún þarf þess ekki með.“ Spurð hvers vegna svona mikill verðmunur sé á tannlæknaþjónustu hér á landi og t.d. í löndum Austur- Evrópu, segir Elín að á því gætu verið nokkrar skýringar. Hugsan- lega sé verið að nota ódýrari hráefni þar en hér. „Það verður líka að hafa í huga að vinnuafl er almennt ódýr- ara í löndum Austur-Evrópu en hér á landi. Þá gætu gæði verið lakari ytra en hér á landi, en ég vil taka fram að það er ekki hægt að full- yrða neitt um það.“ Elín segir að yfirleitt stoppi fólk stutt við og vilji fá meðferðina fram- kvæmda á sem stystum tíma þegar það fer til útlanda í þeim tilgangi að fara til tannlæknis. Hætta sé á að mikill hraði og pressa komi niður á vinnunni. „Svo er eitt sem fólk verður að hafa í huga og það er að ef eitthvað fer alvarlega úrskeiðis, eins og t.d. ef andlitstaug lamast eða rótarbólg- ur myndast, þá er ekki víst að regl- ur um sjúklingatryggingar séu alls- staðar þær sömu og hér á landi. Þá er alveg inni í dæminu að smitast af fjölónæmum bakteríum. Í Noregi þurfa sjúklingar sem leggjast inn á sjúkrahús til að mynda að skila inn blóðsýni hafi þeir þegið tannlækna- meðferð í löndum Austur-Evrópu á síðustu 12 mánuðum. Svo má ekki gleyma að í heiminum eru um 2.000 tannplantakerfi, en hér á landi eru 4-5 í notkun. Það þýðir að íslenskir tannlæknar geta tæplega orðið að liði ef skrúfur eða eitthvað annað losnar. Þannig að þetta er ekkert einfalt og að mörgu að hyggja,“ seg- ir Elín. Borgaði einn fimmta í Póllandi  Dæmi eru um að tannlækningar erlendis kosti brot af því sem þær kosta hér á landi  Sífellt fleiri fara utan til tannlækninga og hópferð skipulögð  Ódýrara vinnuafl og hráefni gæti skýrt verðmuninn Thinkstock/Getty Images Á tannlæknastofu Talsverður verðmunur getur verið á þjónustu tannlækna hér á landi og erlendis, t.d. í löndum Austur-Evrópu. Formaður Tannlæknafélags Íslands segir að að mörgu sé að hyggja í þessum efnum. Ingvar Jónsson Elín Sigurgeirsdóttir 4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 27. ÁGÚST 2018 Bir tm eð fyr irv a lík Ah ðv er ðg etu rb re yst án fyr irv ar a. 595 1000 ill H i f ði ás kil j é é ill ið é i á LONDON ar au mm pr en tvi llu r. He im sfe rð ir FYRSTA BROTTFÖR 13. DESEMBER slí ku .A th. að as ér ré ttt ill eið ré ttin ga á FLUGSÆTI * FLUGSÆTI BÁÐAR LEIÐIR MEÐ TÖSKU OG HANDFARANGRI Verð frá 29.900* Axel Helgi Ívarsson axel@mbl.is Kulnun í starfi er vaxandi vandamál í kennarastéttinni að sögn Ragnars Þórs Péturssonar, formanns Kenn- arasambands Íslands. Ástandið er verst hjá leikskólakennurunum og næstverst hjá grunnskólakennurum. Margir leita aðstoðar hjá VIRK starfsendurhæfingarsjóði, óháð aldri og árafjölda í starfi sem kennari, segir Ragnar í samtali við Morg- unblaðið. Þá segir hann að mjög lítill hluti þeirra kennara sem hverfa frá starfi vegna kulnunar skili sér í kennara- starf á ný. Aðspurður hvers vegna ástand- ið sé verst í leik- og grunnskólum bendir Ragnar m.a. á að aukið álag í starfsumhverfi skólanna taki mikinn toll af kennurum. Þá bendir hann einnig á að skortur á leikskólakenn- urum hafi sín áhrif. „Eitt öflugasta vopnið gegn álagi í skólastarfi er aukin fagþekking,“ segir Ragnar. Hann birti á miðvikudaginn pistil undir titlinum „Pössum hvert annað“ á vef Kennarasambands Ís- lands þar sem hann vakti athygli á vandanum. Í lok pistilsins segir: „Ég veit að eini hópurinn sem ekki þarf að minna okkur á að passa upp á eru síðan nemendurnir. En í því liggur kannski rót vandans.“ Aðspurður hvað hann eigi við með þessum orð- um segir hann að það sé mjög auð- velt að lenda í því að gefa meira af sér en maður hefur að gefa. „Það er að segja: nemendur glíma við alls konar hluti og maður setur velferð þeirra alltaf í fyrsta sæti en maður þarf einnig að hugsa um sjálfan sig og kennarar þurfa að passa hver upp á annan,“ segir Ragnar. Kulnun í starfi er vaxandi vandamál hjá kennurum  Staðan verst hjá leikskólakennurum, segir formaður KÍ Morgunblaðið/Valli Starf Ragnar segir eitt einkenna kulnunar vera neikvætt viðhorf. Dominika Majewska starfar hér á landi fyrir tannlæknastofuna Euromiladent í Gdansk í Pól- landi en þangað leitaði Ingvar. Hún segir að þeir Íslendingar sem fari á stofuna séu á öllum aldri og sú tannlæknaþjónusta sem þeir þurfi á að halda sé af ýmsum toga og mis-viðamikil, en algengt sé að verið sé að koma svokölluðum tann- plöntum fyrir í tannstæði fólks. Það sem af er þessu ári hafi yfir 100 Íslendingar farið þang- að til tannlækninga, núna séu um tíu manns þar ytra og í byrjun september fari 15 manns út. Þá hefur hópferð á stofuna í byrjun október verið skipulögð og að sögn Dominiku hafa margir sýnt áhuga á henni. Fjölbreyttur hópur fólks HÁTT Á ANNAÐ HUNDRAÐ

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.