Morgunblaðið - 27.08.2018, Blaðsíða 9
FRÉTTIR 9Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 27. ÁGÚST 2018
Meira til skiptanna
Sími: 411 5000 • www.itr.is
Fyrir líkama og sál
Laugarnar í Reykjavík
Frá
morgnifyrir alla
fjölskylduna
í þínu
hverfi t i l kvölds
Jón Birgir Eiríksson
jbe@mbl.is
Framsetning reglugerða í reglu-
gerðasafni Stjórnarráðsins á vefnum
reglugerd.is er
óskýr, að mati
Viðskiptaráðs Ís-
lands. Í umsögn
um Grænbók sem
lið í stefnumótun
á málefnasviði
hagskýrslugerð-
ar, grunnskráa og
upplýsingamála,
vekur ráðið at-
hygli á þessu og
segir að einfalt sé
að ráða bót á þessum vanda með því
að birta reglugerðir í heild með öllum
síðari breytingum og bæta þar með
upplýsingagjöf til þegna landsins.
Tíu breytingar hjálagðar
„Nú er sá hátturinn hafður á að
reglugerðir eru birtar í reglugerðar-
safni Stjórnarráðsins og allar síðari
breytingar á þeirri reglugerð birtar í
aðskildum skjölum. Í mörgum tilvik-
um hefur tiltekinni reglugerð verið
ítrekað breytt svo flókið getur verið
að fá heildarsýn yfir reglugerðir,“
segir í umsögn Viðskiptaráðs. Í laga-
safni á vef Alþingis eru lagabreyting-
ar felldar inn í lögin, þó þannig að
þær megi lesa einar og sér.
Viðskiptaráð vísar til lagafrum-
varps Pírata sem lagt var fram á
þingi veturinn 2015-16. Þar var lagt
til að texta breytinga skyldi fella við
gildandi stjórnvaldsfyrirmæli eða
samninga og birta á vefjum þeirra
ráðuneyta sem færu með fram-
kvæmd málaflokksins.
„Það virðist borðleggjandi að
framkvæmdavaldið uppfærir reglu-
gerðir á vefnum. Það er nú þegar
gert í nokkrum tilfellum hjá ríkis-
stofnunum. Þær eru þokkalegar í því
að halda utan um þetta,“ segir Gunn-
ar Dofri Ólafsson, lögfræðingur Við-
skiptaráðs. „Ef þú ert til dæmis að
hefja rekstur, þá þarftu að þræða
vefina hjá þessum stofnunum til að
vita hvaða reglum þarf að fylgja og
hvaða leyfi þarf að hafa, nema þú far-
ir inn á reglugerðasafnið til að
skrapa þeim öllum saman. Þetta er
óþarfa vesen fyrir fólk og það ætti að
vera lítið mál að laga þetta,“ segir
hann.
Líkt og áður sagði eru mörg dæmi
um að erfitt sé að fá heildarsýn yfir
efni reglugerða vegna framsetningar
þeirra á vefnum. „Reglugerð um
leigubifreiðar hefur t.d. verið breytt
tíu sinnum, alltaf byggt á uppruna-
legu reglugerðinni. Þá er grunnsk-
jalið inni á vefnum og til hliðar eru
allar breytingar sem hafa verið gerð-
ar. Þetta dregur úr skýrleika,“ segir
Gunnar Dofri.
„Á þessum tímum, þegar nýsköp-
unar- og frumkvöðlastarfsemi er
mikið í deiglunni, þá finnst manni
eðlilegt að allt sé gert til að auðvelda
fólki lífið að þessu leyti. Þetta er al-
veg óháð efni reglugerðanna, þetta
er bara formið. Það er ekki hægt að
vera ósammála því að reglur eigi að
vera aðgengilegar, hverjar sem þær
eru,“ segir hann.
Reglugerðasafn
á vefnum óskýrt
VÍ gagnrýnir framsetningu reglna
Gunnar Dofri
Ólafsson
Mörg þúsund Akureyringar og
gestir þeirra skemmtu sér hið besta
á Akureyrarvöku, árlegri bæjar-
hátíð, sem haldin var um helgina í
mildu ágústveðri. Dagskráin hófst
á föstudaginn með setningarræðu
formanns stjórnar Akureyrarstofu,
Hildu Jönu Gísladóttur, og í kjölfar-
ið fylgdu hinir ýmsu viðburðir um
allan bæ. Meðal þess sem boðið var
upp á var brúðuleikhús, tónleikar,
ljósmyndasýning, sirkusfjör og
hægt var að fara í siglingu með
bátnum Húna II meðfram strönd-
inni að Krossanesi.
Hátíðinni lauk síðan á laugar-
dagskvöldið með stórtónleikum í
Listagilinu og þar voru meðfylgj-
andi myndir teknar.
Í tilkynningu frá Akureyrarbæ
segir að lögreglan sé afar ánægð
með framkomu gesta hátíðarinnar.
Morgunblaðið/Þorgeir Baldursson
Stórtónleikar Meðal þeirra fjölmörgu listamanna sem fram komu á stór-
tónleikum í Listagilinu á laugardagskvöldið var Svala Björgvinsdóttir.
Mannfjöldi Mörg þúsund manns komu saman til að njóta tónleikanna sem
voru lokaatriði Akureyrarvöku og fór allt vel fram að sögn lögreglunnar.
Vel heppnuð Akureyr-
arvaka í mildu veðri
Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar
barst neyðarkall skömmu eftir há-
degi í gær frá fiskibáti, sem staddur
var 28 sjómílur vestur af Straum-
nesi, eftir að leki kom upp í vélar-
rúmi hans. Einn var um borð í bátn-
um og fylltist vélarrúmið hratt.
Í frétt á vefsíðu Landhelgisgæsl-
unnar segir að svo heppilega hafi
viljað til að bæði þyrla Landhelgis-
gæslunnar, TF-LIF, og varðskipið
Týr voru stödd á nálægum slóðum
þegar neyðarkallið barst. Líf var við
Straumnes og Týr í Aðalvík. Áhafnir
Týs og þyrlunnnar héldu þegar í stað
á vettvang og björgunarskipið Gunn-
ar Friðriksson var ræst út frá Ísa-
firði. Skip í grenndinni voru einnig
beðin um að halda á vettvang.
Líf var komin að bátnum laust fyr-
ir klukkan eitt, 13 mínútum eftir að
neyðarkallið barst. Áhöfn þyrlunnar
bað skipverjann að fara strax í flot-
galla. Hann kom sér svo yfir í fiski-
bát sem kom til aðstoðar og tók bát-
inn í tog. Varðskipsmenn hófu svo
björgunaraðgerðir stuttu seinna.
Samkvæmt upplýsingum frá
Landhelgisgæslunni gekk greiðlega
að koma dælu frá varðskipinu fyrir í
bátnum og skömmu síðar tókst að
dæla sjónum úr vélarrúminu.
Skipverja var bjargað úr lekum fiskibáti
Ljósmynd/Landhelgisgæslan
Björgun Skip og bátar í grenndinni
komu fiskibátnum til aðstoðar.