Morgunblaðið - 27.08.2018, Side 11

Morgunblaðið - 27.08.2018, Side 11
Gjaldtaka áformuð við Reykjavíkurflugvöll Jón Birgir Eiríksson jbe@mbl.is Áform eru uppi um að gjaldtaka hefjist á bílastæði flugstöðvar Air Iceland Connect við Reykjavíkur- flugvöll. Árið 2012 voru framkvæmd- ir flugfélagsins, þá Flugfélags Ís- lands, stöðvaðar af Reykjavíkurborg að beiðni landeigenda, ríkisins, en Isavia fer með umráð landsins. Nú er malbikað bílastæði við flugstöðina og malarstæði sem í upphafi var ætl- að til bráðabirgða ögn lengra frá. „Við höfum átt í samtali við Isavia, fjármálaráðuneytið og Reykjavíkur- borg auðvitað líka um málið. Við höf- um leitað leiða til að koma þessari framkvæmd á koppinn, þ.e.a.s. að klára malbikun á bílastæðunum og gera þarna snyrtilegt í kringum okk- ur. Það er ekki komin nein tímasetn- ing á það hvenær við getum farið í þetta,“ segir Árni Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri Air Iceland Connect. Bæta lýsingu og leggja stéttir „Við höfum rekið bílastæðin frá upphafi og borið kostnað af þeim. Við gerðum malarstæði þarna til bráðabirgða fyrir nokkrum árum síðan,“ segir hann. Það eitt stendur í vegi fyrir gjaldtöku að samkomulag milli aðilanna hefur ekki náðst, að sögn Árna. „En það er hreyfing á málinu og við teljum að við séum að nálgast niðurstöðu,“ segir hann. Árni segir að fyrirhuguð gjaldtaka verði bæði á því svæði sem nú er malbikað og núverandi malarplani, en möguleiki er á því að hún verði mismunandi eftir langtímastæðum og skammtímastæðum. Einnig er áformað að bæta lýsingu og gróður á svæðinu og leggja gangstéttir, m.a. að strætóbiðskýli og fyrir gangandi, hjólandi og hreyfihamlaða. Afstaða Isavia breytt Í frétt Morgunblaðsins frá 2013 kom fram í svörum Isavia að stefna félagsins væri að það annaðist sjálft endurbætur á lóðum sem þessum, m.a. með tilliti til jafnræðis með not- endum Reykjavíkurflugvallar. Stjórn Isavia hefði lýst áhyggjum af því að aðalflugbraut Reykjavíkur- flugvallar félli út af skipulagi Reykjavíkurflugvallar og að það jafngilti lokun flugvallarins í þeirri mynd sem hann þá var. Því skyldi ekki ráðist í endurbætur á flugvall- arsvæðinu fyrr en skýr stefna lægi fyrir um framtíð flugvallarins. Í skriflegu svari til blaðsins nú segir að Isavia sé hlynnt malbikun og gjaldtöku á bílastæðunum og að gjaldtakan verði til að fjármagna verkefnið. Viðræður hafi átt sér stað milli félaganna tveggja um uppbygg- ingu og rekstur. Tekjur yrðu notaðar til að styðja við uppbyggingu á Reykjavíkurflugvelli. Isavia mun enn vilja koma að málum enda hefur afstaða félagsins um jafnræði not- enda flugvallarins ekki breyst. Að því er fram kemur í svari Isavia verður verkefnið unnið með þeim hætti að Isavia muni stofna rekstrarfélag um bílastæðin með Air Iceland Connect sem yrði ekki rekið í hagnaðarskyni, heldur á kostnaðar- grundvelli með lágmarksávöxtunar- kröfu. Gjaldtakan myndi þá aðeins standa undir raunkostnaði við upp- byggingu og rekstur. Fá lóðir ekki skilgreindar Samkvæmt svörum Isavia virðist sem framkvæmdirnar strandi á borgaryfirvöldum einnig. „Það sem hefur komið í veg fyrir að Isavia hafi getað farið í að setja fjármagn í verkefnið er að ekki er skilgreind lóð fyrir bílastæðin. Flug- völlurinn er bara ein lóð og Reykja- víkurborg hefur ekki viljað skil- greina lóðir undir byggingar eða í þessu tilfelli bílastæði. Þetta hefur valdið Isavia og rekstraraðilum vandkvæðum við að fá þinglýstar á sig eignir,“ segir í svari Isavia. Í samkomulagi ríkisins og Reykja- víkurborgar um endurbætur á að- stöðu fyrir farþega og þjónustaðila frá árinu 2013 segir að tekið verði mið af samgöngustefnu Reykjavík- urborgar á svæðinu við endurbætta flugstöð. Isavia ohf. taki upp gjald- töku á öllum bílastæðum og tryggð verði endurgjaldslaus aðkoma al- menningssamgangna við farþegaað- stöðu.  Air Iceland Connect og Isavia í viðræðum um útfærsluna Morgunblaðið/Arnþór Birkisson Bílaplan Nú er malbikað stæði upp við flugstöðina, en lengra frá er malar- plan sem til stendur að malbika. Þá verður lýsing bætt og stéttar lagðar. FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 27. ÁGÚST 2018 Ný vefverslun: www.donna.is Erum nú á Facebook: donna ehf Sími 555 3100 www.donna.is fyrir heimilið VifturHitarar LofthreinsitækiRakatæki Dalvegi 10-14 • 201 Kópavogi • 595 0570 • Parki.is Margar gerðir af innihurðum Hjá Parka færðu gullfallegar innihurðir frá Grauthoff. Mikið úrval, sjón er sögu ríkari! Bjóðum aðeins það besta fyrir þig! Margar gerðir af innihurðum Axel Helgi Ívarsson axel@mbl.is „Áætlunin mín hækkaði í ár. Ég var með 13 milljónir áætlaðar í fyrra og núna er ég allt í einu kominn með 15,5 milljónir króna áætlaðar í árs- tekjur, sem eru fjórföld árslaun hjá mér,“ segir Sólrún Graham-Parker, verkefnisstýra við háskólann í Mannheim, við Morgunblaðið. Sólrún er með- al þeirra sem deila reynslu sinni í Facebook- hópnum Greið- endur LÍN náms- lána í útlöndum. Þar glíma margir við þann vanda að ná ekki að skila inn tekjuupplýs- ingum til LÍN innan tiltekins tíma. Skila þarf inn tekjuupplýsingum fyr- ir 1. ágúst vegna tekjutengdrar af- borgunar 1. september. Margir greina frá því að þeir hafi fengið áætlaðar árstekjur allt frá 12 til 16 milljóna króna. Samkvæmt 10. grein laga um Lánasjóð íslenskra námsmanna er stjórn sjóðsins heimilt að áætla tekjustofn lánþega til útreiknings ár- legrar viðbótargreiðslu ef tekju- upplýsingar berast ekki frá lánþega. Sólrún bíður nú eftir því að þýsk skattayfirvöld sendi henni skatta- yfirlit svo hún geti skilað upplýs- ingum til LÍN til þess að fá upphæð tekjutengdrar afborgunar breytt. Skilaði á réttum tíma í fyrra „Ég skilaði öllu inn fyrir tiltekinn tíma í fyrra en fékk samt tekju- áætlun. Ég var svo hissa á þessu. Svo koma innheimtubréf frá LÍN og allt- af hækkaði skuldin,“ segir Sólrún. Eftir langt samskiptaferli við LÍN í fyrra barst loks endurútreiknuð tekjutengd afborgun í október það ár. „Þá þurfti ég ekki að borga nema einn sjötta af því sem krafist var í upphafi,“ segir Sólrún. Fyrir endur- útreikning tekna Sólrúnar var af- borgun lánsins um 600 þúsund kr. „Það sem truflar mig mest er að ég skil engan veginn af hverju er ekki hægt að miða út frá tekjum síðastlið- inna ára og af hverju þessi tekju- áætlun er svona fjarstæðukennd.“ Blaðamaður sendi LÍN fyrirspurn í nokkrum liðum í síðustu viku um hvernig sjóðurinn áætlar tekjur lán- þega. Ekki höfðu borist svör við þeim fyrirspurnum í gær. 15 milljónir áætl- aðar í árstekjur  Greiðendur námslána lenda í bobba Sólrún Graham-Parker

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.