Morgunblaðið - 27.08.2018, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 27.08.2018, Blaðsíða 15
FRÉTTIR 15Erlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 27. ÁGÚST 2018 Erna Ýr Öldudóttir ernayr@mbl.is Að minnsta kosti fjórir eru látnir og níu særðust í skotárás á tölvuleikjamóti á pizzustað í versl- unarmiðstöð í miðbæ Jacksonville í norðurhluta Flórídaríkis í Bandaríkjunum, um sexleytið síð- degis að íslenskum tíma gær, hefur AFP- fréttastofan eftir bandarískum fjölmiðlum. Yfirvöld á staðnum hvöttu fólk til að halda sig frá svæðinu, og þá sem földu sig fyrir árásar- manninum inni í verslunarmiðstöðinni, að halda kyrru fyrir og hringja í neyðarlínuna til að láta vita af sér. Haft var eftir vitni að árásarmaðurinn hefði verið spilari sem tapaði, en verið var að spila í undankeppni í vinsælum nettölvuleik, Madden 19 American football. Vitni sem var að fylgjast með syni sínum spila sagði að maður einn hefði allt í einu tekið upp byssu og byrjað að skjóta. Virtist hann miða á fórnarlömb sín að sögn fleiri vitna. Heimildarmenn fjölmiðilsins news4jax.com í Jacksonville, sögðu að árásarmaðurinn, sem er einn hinna látnu, hefði fyrirfarið sér og lögregla telur ekki að um hryðjuverk sé að ræða. Á myndskeiði af síðunni Twitch sem streymdi mótinu, má heyra tólf byssuskot og skelfingaróp viðstaddra áður en slökkt var á streyminu. Ríkisstjórinn í Flórída, Rick Scott, hefur þegar boðið opinbera aðstoð í kjölfar árás- arinnar. Skotárás á tölvuleikjamóti í Flórída  Að minnsta kosti fjórir létust og níu særðust  Árásarmaðurinn féll fyrir eigin hendi og er tal- inn hafa verið einn að verki  Sagður hafa tekið þátt í mótinu og tapað áður en hann hóf að skjóta AFP Skotárás í Jacksonville Lögreglubílar loka götu við verslunarmiðstöðina þar sem árásin var gerð. Ekki talið hryðjuverk » Fjórir féllu og níu eru sárir eftir skotárás í verslunarmið- stöð í Jacksonville í Flórída. » Árásarmaðurinn sem var einn að verki er talinn hafa fallið fyrir eigin hendi. » Verið var að spila í tölvu- leikjamóti á veitingastað þegar árásin var gerð. » Vitni segir árásarmanninn hafa tapað á mótinu áður en hann hóf að skjóta. » Lögregla telur árásina ekki vera hryðjuverk. Ríkisstjóri Flór- ída hefur lofað opinberri aðstoð vegna árásarinnar. Erna Ýr Öldudóttir ernayr@mbl.is John McCain, þingmaður Repúblik- anaflokks Bandaríkjanna, lést á laugardagsmorgun, 81 árs að aldri, greindi Reuters frá. McCain hafði barist við krabba- mein í heila síðan í fyrra. Hann var álitinn stríðshetja úr Víetnam-stríð- inu, en hann slasaðist er flugvél hans var skotin niður óvinamegin. Þar var hann tekinn höndum, og var stríðs- fangi í fimm og hálft ár, mátti þá sæta pyntingum. Fór sínar eigin leiðir McCain var þingmaður Arizona- ríkis í meira en þrjátíu ár og sat bæði í fulltrúa- og öldungadeild banda- ríska þingsins á þeim tíma. Þingmað- urinn var óhræddur við að fylgja sannfæringu sinni þvert á flokkslín- ur og er hans m.a. minnst fyrir að þjóna heimalandinu umfram allt. Hann bauð sig fram sem forsetaefni Repúblikanaflokksins árið 2000 þeg- ar hann tapaði fyrir George W. Bush yngri og en var síðar kosinn fram- bjóðandi repúblikana til forseta Bandaríkjanna árið 2008 og tapaði fyrir forsetaefni Demókrataflokks- ins, Barack Obama. McCain varð áberandi gagnrýn- andi forseta Bandaríkjanna, Donald Trump, en þeir hafa eldað saman grátt silfur í forsetatíð hans. Þingmaðurinn gagnrýndi forset- ann m.a. fyrir að grafa undan frjálsri fjölmiðlun, landslögum og að gæla við þjóðernishyggju, en Trump reiddist McCain fyrir að styðja ekki heilbrigðisfrumvarp Repúblikana- flokksins í þinginu, sem átti að koma í stað Obamacare. McCain óskaði eftir að Trump yrði ekki viðstaddur útför hans, en Trump tjáði þó fjöl- skyldu þingmannsins „dýpstu samúð og virðingu“ með tísti í fyrrinótt. Leiðtogar heims hafa minnst Mc- Cain, sem verður jarðsettur í Anna- polis í Maryland í Bandaríkjunum. Hvikaði ekki frá sannfæringu sinni AFP Látinn John McCain er víða minnst fyrir að standa vörð um bandarísk gildi.  John McCain lést úr heilakrabbameini  Hann var þingmaður, fyrrverandi stríðsfangi og forsetaefni Repúblikanaflokks Bandaríkjanna  Þótti sjálfstæður stjórnmálamaður og gagnrýndi Trump forseta Frans páfi lauk í gær tveggja daga opinberri heimsókn á Írlandi, þeirri fyrstu í 39 ár. Hann bað guð um fyrirgefningu vegna mis- beitingar valds og kynferðisbrota presta kaþ- ólsku kirkjunnar þarlendis. Á sama tíma sak- aði Carlo Maria Vigano, erkibiskup og fyrrverandi sendiherra Páfagarðs í Banda- ríkjunum, Frans páfa um að hafa vitað um fjölda ásakana í garð bandaríska kardínálans Theodore McCarrick vegna kynferðisbrota hans, allt frá árinu 2013, án þess að hafa að- hafst í málinu. AFP Það blés um Frans páfa í Írlandsheimsókninni Páfinn bað guð um að fyrirgefa klerkastéttinni í fyrstu opinberu heimsókninni til Írlands í 39 ár Lágfargjalda- flugfélagið Ryanair hyggst rukka í kringum tólf hundruð krónur fyrir handfarangur sem ekki kemst undir sætið, frá og með 1. nóv- ember nk., að því er fram kemur á nettavisen.no. Fram að þessu hefur verið leyfi- legt að taka allt að tíu kílóa handfar- angur af stærðinni 55x40x20 senti- metrar meðferðis á almennu fargjaldi hjá Ryanair án þess að greiða fyrir hann farangursgjald, en nú hefur rúmmálið fyrir gjald- frjálsan handfarangur verið minnk- að niður í 35x20x20 sentimetra, fyrir þá sem greiða almennt fargjald. Vonast Ryanair til að draga úr töf- um með þessari breytingu og verður eina stóra flugfélagið í Evrópu sem rukkar fyrir stærri handfarangur. Önnur flugfélög leyfa farþegum að koma með stóran og smærri hand- farangur frítt. ernayr@mbl.is Frír hand- farangur minnkar  Ryanair rukkar fyrir stærri töskur Ryanair Vill minni handfarangur. McCain, sem kominn var af flotaforingjum og hafði sjálfur gegnt hermennsku, var ötull andstæðingur pyndinga og yfir- heyrsluaðferða á borð við vatnsyfirheyrslu (e. water- boarding) sem bandarísk yfir- völd notuðu í stríðinu gegn hryðjuverkum. Hann lenti slas- aður í óvinahöndum í Víetnam- stríðinu og var þar stríðsfangi í mörg ár þar sem hann var pynd- aður og kom örkumla til baka. Stríðsfanginn VAR ÖTULL ANDSTÆÐ- INGUR PYNDINGA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.