Morgunblaðið - 27.08.2018, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 27.08.2018, Qupperneq 18
Ágæti fjármála- og efnahagsráðherra. Ég set hér nokkur orð á blað í von um að þau auki skilning þinn á aðstæðum fólks sem í daglegu tali er nefnt ör- yrkjar. Það er sá hópur í samfélaginu sem hefur algjörlega setið eftir þegar kjör annarra hafa verið leiðrétt. Þetta er að stórum hluta fátækt fólk sem bíður eftir rétt- læti. Háttvirti ráðherra, í dag er brýn nauðsyn að forgangsraða í þágu þeirra sem minnsta framfærslu hafa, í þágu þeirra lægst launuðu, í þágu þeirra sem hrekjast um í velferðar- kerfi sem ekki dugar nokkrum manni. Í dag er ekki þörf á að dæla peningum ríkisins í vasa þeirra sem hæstu launin hafa. Það er ekki for- gangsatriði, vegna þess að það fólk lifir vel af launum sínum. Getum við verið sammála, Bjarni, um að brýnna er að veita vatni á þurran gróður en að bera í bakkafullan lækinn? Þínu embætti fylgir gríðarleg ábyrgð. Þínar ákvarðanir hafa áhrif á landsmenn alla. Ekki bara þá ríkustu heldur líka þá allra fátækustu. Þú ert í því vandasama hlutverki að sjá til þess að þeir íbúar landsins sem búa við lægstu framfærsluna, geti lifað af henni. Hvað gerir þú til þess að svo megi verða? Í dag býr fjöldi fólks – „alvöru öryrkjar“ – við þá angist að eiga ekki fyrir nauðsynjum og vera eignalaust með öllu. Áhyggjur þínar af því að fólk/ öryrkjar vilji ekki að vinna eru óþarf- ar. Fyrsta skrefið því til sönnunar væri að afnema „krónu á móti krónu“ skerðinguna strax. Með því móti gerðir þú mörgum örorkulífeyr- isþegum kleift að stunda vinnu. Þann- ig fengi fólk sjálft fyrstu 60.000 krón- urnar af vinnulaunum sínum í stað þess að þetta fé fari beina leið aftur í ríkiskassann í formi skatta og skerðinga. Nú í ágúst 2018 eru um 17.830 manns með örorkumat og fá lífeyr- isgreiðslur frá TR. Um 80% örorkulífeyrisþega eru með greiðslur frá TR undir 280.000 kr. fyrir skatt eða 204.000 kr. útborgaðar. Allt of margir úr þessum hópi þurfa að sætta sig við framfærslu undir 200.000 kr. Um 40% ör- orkulífeyrisþega eru með heildartekjur undir 300.000 kr. fyrir skatt. Örorkumat á ekki að vera ávísun á fátækt. Það er einfaldlega þannig að stærstur hluti þeirra sem verða ör- orkulífeyrisþegar eru eldri en fimm- tugir. Hópurinn samanstendur af konum 50+ og körlum 60+. Það sem flestir í þessum hópi eiga sameig- inlegt er að hafa verið lágtekjufólk, hafa unnið langa vinnudaga og borið lítið úr býtum á starfsævinni. Þetta fólk hefur skilað samfélaginu, og þar með ríkinu, kröftum sínum í yfir 30 ár áður en það varð fyrir heilsubresti sem endaði með örorkumati. Ein- ungis þeir sem búa einir í eigin hús- næði eða eru með þinglýstan leigu- samning geta fengið 300.000 kr. í heildartekjur frá TR (þar er svonefnd heimilisuppbót meðtalin). Ef fólk uppfyllir ekki þessi skilyrði neyðist það til að sætta sig við enn lægri upp- hæð til að lifa af. Þú hlýtur, kæri ráð- herra, að taka undir með okkur að óá- sættanlegt sé: Að örorkulífeyris- þegum sé gert að lifa af upphæð sem er lægri en lágmarkslaun. Að þessum afmarkaða hópi fólks sé ætluð lægri upphæð til framfærslu en nokkurn tímann getur dugað til mannsæmandi afkomu. Svo er það unga fólkið okkar, ein- staklingar sem slasast eða veikjast mjög ungir eða fæðast með skerð- ingar og/eða sjúkdóm. Ungur ein- staklingur með 75% örorkumat 18 ára gamall hefur í heildartekjur 238.594 kr. fyrir skatt (204.352 kr. út- borgaðar). Þessir einstaklingar eru dæmdir – án dóms en með lögum – til fátæktar. Þau hafa mjög takmarkaða möguleika til að auka tekjur sínar eins og atvinnumálum er háttað í dag. Ég hef hvergi séð þess merki að verið sé að vinna að því að laga atvinnulífið að því mikilvæga og nauðsynlega markmiði að fólki með skerta starfs- getu standi viðeigandi störf til boða. Ágæti ráðherra. Ég er bjartsýn að eðlisfari og legg alltaf af stað með það að hafa trú á fólki, trúa því að þeir sem veljast til starfa fyrir þjóðina sinni starfi sínu af alúð, heiðarleika og réttsýni. Aðgerðarleysi og skeytingarleysi þitt get ég ekki skilið á annan hátt en að þú, kæri ráðherra, sért algjörlega úr tengslum við veruleikann sem blasir við flestum öðrum: Að fatlað og langveikt fólk býr við mikla fátækt. Það hlýtur að vera því annars hefð- ir þú sennilega þegar séð til þess að fólkið með lægstu tekjurnar gæti raunverulega lifað af þeim – rétt eins og þú hefur sýnt í orði og verki að þeir sem mest hafa fyrir skuli ávallt fá meira. Jákvæðar aðgerðir stjórnvalda í garð örorkulífeyrisþega eru nauðsyn- legar strax, áratuga þolinmæði okkar er á enda – Koma svo! Eftir Þuríði Hörpu Sigurðardóttur » Getum við verið sam- mála, Bjarni, um að brýnna er að veita vatni á þurran gróður en að bera í bakkafullan læk- inn? Þuríður Harpa Sigurðardóttir Höfundur er formaður Öryrkjabandalags Íslands. Án dóms en með lögum – opið bréf til Bjarna Benediktssonar 18 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 27. ÁGÚST 2018 Við uppsetningu þessa pistil sl. laugardag var stöðumyndum víxlað þannig að textinn passaði ekki við þær. Er pistillinn því birtur aftur og beðist er velvirðingar á mistökunum. Vignir Vatnar er í 2.-5. sæti áEvrópumóti ungmenna íflokki keppenda 16 ára ogyngri. Eftir sigur í fyrstu þremur skákum sínu gerði Vignir jafntefli við Rússann Salemgarev í fjórðu umferð sem fram fór á fimmtudaginn og var þá í 2.-7. sæti með 3½ vinning. Mótið fer fram í Riga í Lettlandi og keppendur Ís- lands eru fimm talsins, þar af tvær stúlkur. Reynslan er mikilvæg á þessum vettvangi sem sést best á því að Vignir Vatnar tefldi á EM ung- menna í fyrsta sinn árið 2011, þá átta ára gamall, Gunnar Erik, sem teflir í flokki 12 ára og yngri og er með tvo vinninga af fjórum, var með í fyrra en nýliðarnir, Arnar Milutin í flokki 16 ára og yngri og Anna Katarina Thoroddsen og Soffía Berndsen, sem tefla í flokki stúlkna 10 ára og yngri, hafa aldrei verið með í svo sterku unglingamóti. Fimm efstir í St. Louis Það er ekki mikill gáski yfir tafl- mennsku fremstu skákmanna heims á „ofurskákmótinu“ í St. Louis í Missouriríki Bandaríkjunum. Þegar tefldar hafa verið fimm umferðir af níu er jafnteflishlutfallið 80%, fimm keppendur eru með þrjá vinninga en það eru auk heimsmeistarans Magn- úsar Carlsen þeir Caruana, Aronjan, Mamedyarov og Grischuk. Magnús lagði Karjakin í annarri umferð í 88 leikjum en hefur gert jafntefli í öðrum skákum. Skák ársins 2018 var tefld í Sánkti Pétursborg Glæsileg tilþrif komu úr annarri átt í vikunni eins og Ingvar Þ. Jó- hannesson fjallaði um á nýrri og glæsilegri heimasíðu skákhreyfing- arinnar. Í Sánkti Pétursborg luku keppni á sterku opnu minningarmóti um Viktor Kortsnoj þeir Hannes Hlífar Stefánsson og Guðmundur Kjartansson. Hannes fékk sex vinn- inga af níu og varð í 33. sæti af 268 keppendum og Guðmundur hlaut 5½ vinning og endaði í 55. sæti. Hvít- Rússinn Kirill Stupak sigraði með átta vinninga af níu. Viðureign sem tefld var í sjöttu umferð hefur lyft þessu móti á hærra plan og margir eru þegar farnir að kalla hana „skák ársins 2018“: David Paravjan – Savelí Golubov Petroffs-vörn 1. e4 e5 2. Rf3 Rf6 3. Rxe5 d6 4. Rf3 Rxe4 5. d4 d5 6. Bd3 Bd6 7. 0-0 0-0 8. c4 c6 9. Db3!? Þekkt afbrigði af Petroffs-vörn þar sem algengara er að leika 9. cxd5, 9. Dc2 eða 9. He1. 9. … dxc4 10. Bxc4 Rd7 11. He1 Rdf6 12. Rbd2 Rxd2 13. Bxd2 Db6 14. Dd3 Dxb2 15. Hab1 Da3 16. Dc2 Rd5? Hinn stóri afleikur svarts í skák- inni, staðan er vel teflanleg eftir 16. … b5. 17. Hb3 Da4 18. Bxd5 cxd5 19. Rg5 g6 (Sjá stöðumynd 1) 20. Rxh7! Eins og svo oft byggist þessi mannsfórn á valdleysi en meira býr undir, 24. … Kxh7 er vitanlega svarað með 25. Hh3+ og drottningin fellur. 20. … Bf5 21. Rf6+ Kg7 22. Bh6+! Sama þema og áður, 22. … Kxh6 er svarað með 23. Hh3+ og drottn- ingin fellur. Þetta var þó besti kostur svarts því að eftir 23. … Bxh3 24. Dxa4 Be6 er enn hægt að berjast. 22. … Kxf6? 23. g4! (Sjá stöðumynd 2) Frábær leikur. Drottningin er of stór biti að kyngja, 23. … Bxc2 24. Hf3+ Bf5 25. g5 mát. 23. … Bf4 !? Skemmtilegur varnarleikur en dugar skammt. 24. Dc7! (Sjá stöðumynd 3) Kynngimagnaður leikur, 24. … Bxc7 er svarað með 25. g5 mát! 24. … Bxh6 25. De5+ Kg5 26. h4+! Kxh4 27. Hh3+! Kg5 28. De7+! Lokahnykkurinn kallar fram línu- rof, svartur gafst upp því að 28. … f6 er svarað með 29. De3+ Kxg5 30. Dg3 mát. Skák Helgi Ólafsson helol@simnet.is Í toppbaráttunni á EM 16 ára og yngri Stöðumynd 1. Stöðumynd 2. Stöðumynd 3. Fyrir þremur árum yfirgaf ég vel launað háskólastarf í Noregi til að hefja feril minn sem ráðgjafi. Fólk rak upp stór augu þegar ég tilkynnti að ég ætl- aði að yfirgefa velmegunarlandið og öryggið sem fylgdi því að vera lektor við rík- isrekinn háskóla. Ég sá vaxandi þörf fyrir ráðgjaf- arfyrirtæki sem gæti komið inn sem samþættur hluti markaðsdeildar fyr- irtækja án þess að fyrirtækið sjálft þyrfti að ráða og viðhalda þekkingu allra sérfræðinga í deildinni. Í þess- ari grein ætla ég að fara yfir hvers vegna fyrirtæki ættu að íhuga að leita til sérhæfðra aðila þegar kemur að stafrænni markaðssetningu. Ný þörf í sölu- og markaðsdeildum Helsta ástæðan fyrir því að ég skipti um starfsvettvang er sú að mér sem kennara og rannsakanda fannst vera mikil þörf á sérþekkingu á stafrænni markaðssetningu, sem mörg lítil sem og stór fyrirtæki eiga erfitt með að ná tökum á. Orð eins og leitarvélabestun (SEO), CRM, inbound marketing, SEM, og eComm, sem fyrir mörgum hljóma eins og algjör þvæla, höfðu komist í daglega notkun í mínu starfi, allan daginn oft á dag, og það var augljóst að þörf væri á fyrirtæki sem gæti orðið leiðandi á sínu sviði með því að einblína á stafrænan hluta markaðsfræðinnar. Samstarfsfólk mitt var sammála mér um að þarna fyrirfyndist vandamál. Þörfin fyrir sérhæft starfsfólk í staf- rænni markaðssetningu var að aukast á miklum hraða og á sama tíma eru fá fyrirtæki sem hafa þörf fyrir slíkan starfs- kraft í fullri vinnu. Hvað gera bændur þá? Þróunin í dag er svo hröð að nærri ómögulegt er að fylgjast með gangi mála þegar þú stendur á miðlínunni og þörfin fyrir sérfræðinga sem skilja stefnu þíns fyrirtækis og hvaða markmiðum þú vilt ná hefur aukist gífurlega. Ég sá þarna tækifæri til að skapa eins konar sameiginlegt úrræði fyrir markaðsstjóra fyrirtækja; utan- aðkomandi aðila sem getur unnið sem samþættur langtímasamstarfs- aðili markaðsdeildarinnar. „Þetta snýst ekki lengur um að hafa „stafræna stefnu“. Þetta snýst um að hafa stefnu sem aðlagast staf- rænum nútíma.“ Stafræn markaðssetning gegnir stóru hlutverki í flestum íslenskum fyrirtækjum í dag. Ef þú lætur vinn- una í hendurnar á ráðgjafa með sér- fræðiþekkingu á stafrænum miðlum og samræmir þannig við stefnu fyr- irtækisins að gildi og áherslur end- urspegli vöru og þjónustu, þá þarf að vera fyrir hendi áætlun með skýrum markmiðum og helstu lykilmæli- kvörðum (KPI) til þess að fyrirtækið nái hámarksárangri. Til dæmis er gott að hafa á hreinu hver skamm- tíma- og langtímamarkmiðin eru, hvert söluvirði einstakra viðskipta er og hvert virði viðskiptavinarins er. Fyrir flest fyrirtæki felur stafræn innleiðing í sér breytingar, bæði í forgangsröðun fjárhagsáætlunar sem og breytingu á markaðs- fyrirkomulagi. Fyrirtækin sem ná bestum árangri á þessu sviði eru með skýra stefnu sem felur í sér nýstár- legar, hagkvæmari aðgerðir og frum- kvæði. Oft er hagkvæmara fyrir fyr- irtæki að útvista (outsource) þessari innleiðingu og láta sérfræðinga um hluti eins og greiningu gagna, ákvörðun á markhópum, birtinga- form auglýsinga og margt margt fleira. Eins og komið hefur fram hafa tím- arnir breyst og við mannfólkið, flest allavega, með. Netið hefur breytt kaupferli viðskiptavina þar sem hröð tækniþróun, til dæmis með tilkomu samfélagsmiðla og snjallsíma, hefur haft mikil áhrif á væntingar og kaup- hegðun viðskiptavina og upplýsinga- leit gegnir stærra hlutverki en áður. Eftir Diðrik Örn Gunnarsson » Stafræn markaðs- setning ryður sér til rúms í auknum mæli í íslenskum fyrirtækjum. Fyrrtæki þurfa að íhuga val sitt þegar kemur að stafrænni markaðs- setningu. Diðrik Örn Gunnarsson Höfundur er stofnandi og eigandi Stafrænu auglýsingastofunnar. Hann er einnig stundakennari við Háskól- ann í Reykjavík og ráðgjafi hjá Zen- ter rannsóknum. didrik@stafraena.is Dæmi um breytta kauphegðun með nútímatækni. Stafræn innleiðing í íslenskum fyrirtækjum

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.