Morgunblaðið - 27.08.2018, Side 22

Morgunblaðið - 27.08.2018, Side 22
A ðalheiður Valgeirsdóttir fæddist í Reykjavík 27.8. 1958 og ólst upp í Háaleitishverfinu. Hún var í Ísaksskóla, Álfta- mýrarskóla, tók landspróf í Ármúla- skóla og lauk stúdentsprófi frá MH 1978, lauk námi úr grafíkdeild Mynd- lista- og handíðaskóla Íslands 1982, lauk BA gráðu í listfræði með menn- ingarfræði sem aukagrein frá HÍ 2011 og MA gráðu í listfræði frá HÍ 2014. Aðalheiður hefur unnið að mynd- list frá því hún lauk námi frá MHÍ, í fyrstu aðallega grafík, en sneri sér síðar að málverki sem er nú hennar aðalmiðill í myndlistinni. Hún hefur haldið á þriðja tug einkasýninga, m.a. í Ásmundarsal, Hallgrímskirkju, Gerðarsafni, Grafíksalnum og Gall- eríi Gróttu og tekið þátt í fjölda sam- sýninga hér á landi og víða erlendis. Aðalheiður er auk þess sjálfstætt starfandi listfræðingur og sýningar- stjóri, var sýningarstjóri sýningar- innar Heimkynni – Sigrid Valt- ingojer í Listasafni Árnesinga árið 2017, var sýningarstjóri sýninganna Heimurinn án okkar í Hafnarborg 2015, Tímalög – Karl Kvaran og Erla Þórarinsdóttir í Listasafni Árnesinga 2016 og K a p a l l í Skaftfelli á Seyðisfirði, ásamt Aldísi Arnardóttur listfræðingi, en sú sýning stendur til 2. september. Aðalheiður Valgeirsdóttir, myndlistarm. og listfræðingur – 60 ára Fjölskyldan Aðalheiður og Erlendur með börnum sínum, tengdabörnum og barnadætrum á suðrænum slóðum. Nýtur myndlistarinnar í starfi og listsköpun Systkinin Hér er listakonan með systkinum sínum, Sigríði og Emil Hannesi. BETA SUMARTILBOÐ ekki bara gott verð... skápur Verkfæraskápur Kr. 198.227.- Beta EASY verkfæraskápur 374 stk 7 skúffur (588x367 mm) á rennibrautum Skúffubotn varinn með mjúkri gúmmímottu 4 hjól - 125 mm 2 hjól föst og 2 með beygju, 1 bremsa Miðlæg læsing á framhlið fyrir skúffur Thermoplast vinnuborð, ber 800 kg Hægt að bæta við pappírsrúlluhaldi Fáanlegur flösku og brúsahaldari Vörunúmer: BE024002101 - 024509011, 024509080, 024509130, 024509210 923E/C25 Kr. 14.228.- Topplyklasett 1/2” - 25 hlutir 903E/C42 Kr. 5.490.- Topplyklasett 1/4” - 42 hlutir Öll sumartilboðin frá Beta má sjá á heimasíðu Iðnvéla: www.idnvelar.is 1263/D6 Kr. 3.906.- Skrúfjárnasett 6 stk (+ og -) 2056 E/E17 Kr. 52.496.- Verkfærataska 144 hlutir Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Margrét Helga Hjartardóttir, frönskukennari í Kvennaskól-anum, á 50 ára afmæli í dag. Hún hefur kennt við skólann írúm 20 ár. „Franskan hefur heillað mig alveg frá því að ég var stelpa, mér hefur alltaf fundist það svo fallegt tungumál og allt sem tengist Frakklandi spennandi. Ég valdi að læra frönsku strax í grunnskóla en ákvað þó ekki strax að verða kennari, en þegar ég varð stúdent stóð valið milli íslensku og frönsku og franskan hafði vinning- inn. Mér hefur alltaf fundist gaman að læra erlend tungumál og víkka sjóndeildarhringinn.“ Margrét Helga er einnig formaður Félags frönskukennara á Ís- landi. „Það er frekar lítið en öflugt félag sem beitir sér fyrir því að halda frönskunni á lofti. Við leitumst við að kynna frönskuna fyrir grunnskólanemendum, höldum námskeið fyrir kennara, frönsku- keppni fyrir grunnskóla- og framhaldsskólanemendur og berjumst fyrir framgangi frönskunnar í skólakerfinu. Ég reyni að fara oft út til Frakklands og næstum árlega förum við tveir frönskukennarar með nemendur okkar til Parísar. Það er alltaf ótrúlega gaman að upp- götva landið og menninguna með þeim.“ Áhugamál Margrétar Helgu eru m.a. útivist og kórsöngur. „Núna er ég í litlum sönghópi sem kallar sig Stofukórinn. Við æfum heima hvert hjá öðru og höfum aðallega verið að syngja fyrir eldri borgara. Þetta er mjög gefandi og skemmtilegt.“ Eiginmaður Margrétar Helgu er Ingólfur Bruun leiðsögumaður. Synir þeirra eru Hjörtur, f. 1996, Njörður, f. 2001, og Börkur, f. 2009. Margrét Helga ætlar að njóta dagsins með fjölskyldunni en mun þó ekkert slá slöku við í frönskukennslunni. Ljósmynd/Ásta Emilsdóttir. Uppábúin Margrét Helga er verkefnastjóri peysufatadags Kvenna- skólans, en hún heldur dans- og söngæfingar og fer með nemendum syngjandi og dansandi um borg og bý á sjálfum peysufatadeginum. Franskan alltaf heillað Margrét Helga Hjartardóttir er fimmtug 22 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 27. ÁGÚST 2018 Brynja Sól Orradóttir og Hrafnhildur Steinunn Vignisdóttir héldu tombólu til styrkt- ar Rauða krossi Íslands við Krónuna Jafnaseli í Breiðholti og söfnuðu 4.300 kr. Hlutavelta Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.