Morgunblaðið - 27.08.2018, Side 23
Kallað var eftir tillögum að 20 ára
afmælissýningu Skaftfells og tillaga
þeirra varð fyrir valinu.
Aðalheiður vann við hönnun náms-
gagna hjá Námsgagnastofnun á ár-
unum 1980-1987. Hún hefur haldið
erindi um myndlist, kennt listfræði í
Myndlistaskólanum í Reykjavík og
kennir nú málun þar. Hún vinnur nú
að gerð námsefnis um myndlist sem
er samstarfsverkefni Menntamála-
stofnunar og Listasafns Íslands.
Aðalheiður hefur setið í stjórn
SÍM og félagsins Íslensk grafík, setið
í mats- og úthlutunarnefndum á sviði
myndlistar og á nú sæti í innkaupa-
nefnd Listasafns Íslands, er félagi í
Listfræðafélagi Íslands og sat þar í
stjórn 2017. Hún hefur setið í sóknar-
nefnd Hallgrímskirkju frá 1995, var
varaformaður og ritari sóknar-
nefndar 1998-2018, hafði umsjón með
útgáfu bókar um sögu Hallgríms-
kirkju, Mínum Drottni til þakklætis,
sem dr. Sigurður Pálsson skráði.
Hjá Aðalheiði eru starf og áhuga-
mál eitt og hið sama: „Ég hef mikið
yndi af myndlist, hvort sem ég vinn
að eigin verkum eða með öðrum
myndlistarmönnum, t.d. sem
sýningarstjóri.
„Fjölskyldan á jörð í Biskups-
tungum, Höfða II, þar sem við njót-
um samverunnar í góðu tómi. Þar er-
um við með hesta og þar hef ég góða
vinnustofu þar sem ég vinn flest mín
verk í nánum tengslum við náttúruna
allan ársins hring.
Ég hef gaman af því að ganga úti í
náttúrunni, taka ljósmyndir og
ígrunda síbreytileikann, birtuna og
hverfulleikann sem skilar sér í mál-
verkunum mínum.
Í sóknarnefnd Hallgrímskirkju hef
ég unnið með frábæru fólki að
skemmtilegum og krefjandi verk-
efnum sem spanna flest svið mann-
lífsins á einum helsta ferðamanna-
stað borgarinnar.
Þá má geta þess að við hjónin höf-
um bæði gaman af að skoða erlendar
stórborgir, skoða þar myndlist og
njóta annarrar menningar.“
Fjölskylda
Eiginmaður Aðalheiðar er Erlend-
ur Hjaltason, f. 21.11. 1957, rekstrar-
hagfræðingur. Hann er sonur Hjalta
Geirs Kristjánssonar, f. 21.8. 1926,
húsgagnaarkitekts og fyrrv. for-
stjóra í Reykjavík, og k.h., Sigríðar
Th. Erlendsdóttur, f. 16.3. 1930,
sagnfræðings.
Synir Aðalheiðar og Erlendar eru
Hjalti Geir Erlendsson, f. 4.5. 1987,
lögfræðingur, í sambúð með Guðrúnu
Þorsteinsdóttur en dóttir þeirra er
Unnur Ásta, f. 2017, og Valgeir Er-
lendsson, f. 23. 9. 1990, hagfræð-
ingur, í sambúð með Thelmu Har-
aldsdóttur en dóttir þeirra er Edda,
f. 2016.
Systkini Aðalheiðar eru dr. Sigríð-
ur Valgeirsdóttir líffræðingur, sér-
fræðingur í atvinnu-og nýsköpunar-
ráðuneytinu, og Emil Hannes
Valgeirsson grafískur hönnuður í
Hvíta húsinu.
Foreldrar Aðalheiðar eru Valgeir
Jón Emilsson, f. 6.7. 1934, d. 21.11.
2013, prentmeistari í Reykjavík, og
Unnur Kristinsdóttir, 16. 2. 1934, d.
30. 11. 2013, húsmóðir og fyrrv.
starfsmaður Skýrr.
Úr frændgarði Aðalheiðar Valgeirsdóttur
Aðalheiður
Valgeirsdóttir
Hólmfríður Hannesdóttir
húsfr. í Miðhópi
Björn Þórsteinsson
b. í Miðhópi í Víðidal, V-Hún.
Aðalheiður Björnsdóttir
húsfr. í Rvík
Unnur Kristinsdóttir
fulltr. og húsfr. í Rvík
Lýður Kristinn Lýðsson
ölgerðarm. í Rvík
Sigríður Sigurðardóttir
húsfr. í Hjallanesi
Sigurður Lýðsson b. á
elsundi á RangárvöllumS
Kristín Sigurðardóttir
húsfr. í Búðardal og Rvík
Þórður Friðjónsson
forstjóri Kauphallarinnar
Helgi Þorgils Friðjónsson
myndlistarmaður Lýður Árnason
b. í Hjallanesi í Landsveit
áll „pólití“ Árnason
ögregluþjónn í Rvík
P
l
igríður Pálsdóttir
húsfr. í Rvík
SPáll Benediktsson
fv. fréttamaður
Árni Árnason
b. í Látalæti í
Landsveit
ngiríður Árnadóttir
húsfr. í Kaldárholti
og á Selfossi
I
Jóna Einarsdóttir
fv. gjaldkeri við
Heilsustofnun
NLFÍ í Hveragerði
Inga Jónsdóttir
safnstjóri Listasafns
Árnesinga
Aðalheiður Kjærnested
viðskiptafr. í Rvík
Kristinn Kjærnested
deildarstj. í Rvík og
form. knattspd.KR Ásdís Kristinsdóttir
ritari
BjörgKristjanaSigurðardóttir
stjórnmálafræðingur
Sigurður Lýður
Kristinsson
rafvirkjameistari
Vilhjálmur Þorsteinsson
fjárfestir
Björn Þorsteinsson
prófessor í heimspeki
Charlotte Kristjana
Jónsdóttir húsfr. á
Borg á Mýrum og í Rvík
Ingibjörg Björnsdóttir
fv. fulltrúi í Rvík
Björn Björnsson prófessor emeritus í guðfræði við HÍ
Björn
Emilsson
oftskeyta-
maður
l
Edda Lyberth
erðamálafulltrúi á
Suður-Grænlandi
f
Marta María
Jónasdóttir
ritstjóri
Heiðrún Geirsdóttir
sagnfræðingur
Gunnhildur Geirsdóttir
búsett í Eistlandi
Dagný Emilsdóttir
móttökustjóri í
Reykholti í Borgarfirði
Elías Valgeirsson
rafveitustjóri
Jóhanna Sigríður Bjarnadóttir
húsfr. á Kjalvegi
Valgeir Narfi Guðbjörnsson
sjóm. á Kjalvegi á
Snæfellsnesi
Valentína Finnrós Valgeirsdóttir
húsfr. í Rvík
Carl Emil Ole Möller Jónsson
verslunarm. í Rvík
Dóróthea Kristín Möller
húsfr. í Stykkishólmi
Jón Júlíus Björnsson
verslunarm. í Rvík
Valgeir Jón Emilsson
prentmeistari í Rvík
95 ára
Jón Egill Sveinsson
85 ára
Guðlaug Guðmundsdóttir
Halldóra Jónsdóttir
80 ára
Davíð Guðnason
Galyna Fedorets
Gunnar Sigurðsson
Sigurður Guðmundsson
75 ára
Guðrún Ása Þorsteinsdóttir
Hilmar Birgir Leifsson
María Jóhanna Jónsdóttir
Sigrún Albertsdóttir
Þórhallur Sæmundsson
70 ára
Anna María Hilmarsdóttir
Elliði Norðdahl Ólafsson
Hanna Kristín
Sigmannsdóttir
Hannes Ragnarsson
Helga Valgerður
Rósantsdóttir
Kristín Guðrún Jósefsdóttir
Melania Ostrowska
Sigríður Karlsdóttir
Þórormur Óskarsson
60 ára
Aðalheiður Valgeirsdóttir
Christian Gunnar J.
Rigollet
Gunnhildur Sveinsdóttir
Hrönn Jóhannesdóttir
Hulda Björk Magnúsdóttir
Magnea Jóhannsdóttir
Magnús Geir Sigurgeirsson
Magnús Þór Haraldsson
Ómar Kjartansson
Sigurður Ágúst
Guðmundsson
Þórhildur Björnsdóttir
50 ára
Aðalsteinn Sturla
Sveinsson
Anna Berglind Júlísdóttir
Birgir Breiðdal
Bozena Sakowicz
Elísabet Karissa Millard
Gunnar Magnús Jónsson
Íris Olga Lúðvíksdóttir
Jón Högni Stefánsson
Jónína Helga Ólafsdóttir
Magnús Rúnar Svavarsson
Margrét Helga
Hjartardóttir
Sveinbjörg Ásgeirsdóttir
Vitalijus Rimsa
40 ára
Árni Ragnarsson
Bernharður Filip Bernharðs
Björn Þór Gestsson
Engilbert Hauksson
Gerður Alda Gylfadóttir
Guðmundur
Bjargmundsson
Ingibjörg Marín
Björgvinsdóttir
Jacinta Da Silva Martins
Linda Björk Eiríksdóttir
Margarita Cruz Ramos
Sverrir Árnason
30 ára
Arnar Benjamín Krist-
jánsson
Arnar Guðmundsson
Birgir Steinn Finnbjörnsson
Birkir Fannar Gunnlaugss.
Darius Jastrumskis
Davíð Arnar Reynisson
Guðjón Þorsteinsson
Hrafnhildur M. Jóhannesd.
Kamilla Þöll Finnbogadóttir
Magnús Helgi Sigurðsson
Mohammed R. Moghadam
Phuong Duong
Sandra Dís Jónsdóttir
Wojciech Serwatka
Til hamingju með daginn
40 ára Ingibjörg er Grind-
víkingur og er skrifstofu-
stjóri Fanndalslagna.
Maki: Jón Fanndal Bjarn-
þórsson, f. 1976, fram-
kvæmdastj. Fanndalslagna.
Börn: Sigríður Emma, f.
2004, Kristjana Marín, f.
2008, og Svala María, f.
2010.
Foreldrar: Björgvin Vil-
mundsson, f. 1947, d.
2018, og Sigríður Þórðar-
dóttir, f. 1948, bús. í
Grindavík.
Ingibjörg Marín
Björgvinsdóttir
ÍSLENDINGAR 23
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 27. ÁGÚST 2018
Nýr stór
humar
Opið virka daga 10.00 - 18.15 | laugardaga 11.00 - 15.00
Gnoðarvogi 44 | 104 Reykjavík | sími: 588 8686
Glæný lúða
Gómsætir og girnilegir réttir í fiskborði
fyrir þig til að taka með heim
Ný línuýsa
Klaustur-
bleikja
Siguroddur Magnússon fæddistí Reykjavík 27. ágúst 1918 ogólst þar upp. Foreldrar hans
voru Magnús Pétursson iðnverka-
maður, f. 1891, d. 1981, og Pálína
Þorfinnsdóttir verkakona, f. 1890, d.
1977.
Siguroddur lauk námi í Iðnskól-
anum, nam rafvirkjun hjá Eiríki
Hjartarsyni og tók sveinspróf 1944.
Siguroddur var starfandi rafverk-
taki frá 1949. Hann starfaði mikið
fyrir Byggingarfélag verkamanna á
árunum 1950-71, eða allt til þess
tíma er lögum um verkamanna-
bústaði var breytt. Frá þeim tíma
starfaði Siguroddur að fjölbreyttum
verkefnum á sínu sviði allt fram til
áttræðisaldurs.
Siguroddur var alla tíð mjög virk-
ur í félagsmálum, starfaði í ýmsum
félögum og sat í stjórnum þeirra. Má
þar m.a. nefna Félag ungra jafn-
aðarmanna, formaður þar 1945, í
stjórn Alþýðuflokksfélags Reykja-
víkur, fulltrúi flokksins í stjórn Inn-
kaupastofnunar Reykjavíkurborgar
1978-1982 og sat í framkvæmdaráði
Reykjavíkurborgar 1980-1982. Í
stjórn Félags íslenskra rafvirkja
1946-48 og formaður þess 1947-48.
Hann var í sveinsprófsnefnd raf-
virkja í 45 ár, flest árin formaður
nefndarinnar og lét af störfum 1996.
Hann sat í stjórn Félags löggiltra
rafvirkja í Reykjavík og síðar Félagi
löggiltra rafverktaka og var gerður
að heiðursfélaga þess 1994. Sig-
uroddur átti í nokkur ár sæti í stjórn
Fríkirkjusafnaðarins í Reykjavík.
Hann gekk í Oddfellow-regluna
1962. Siguroddur var ritari í stjórn
Iðnaðarmannafélagsins í Reykjavík
í 25 ár og lét af störfum 1997. Hann
var gerður að heiðursfélaga þess
1998. Þá var hann fulltrúi Iðn-
aðarmannafélagsins í stjórn Hús-
félags iðnaðarins 1978-1998 og var
alllengi formaður framkvæmda-
nefndar þess.
Eiginkona Sigurodds var Fanney
E. Long kjólameistari, f. 4.7. 1922, d.
13.11. 2002. Börn þeirra eru Magnús
Georg, Einar Long, Pétur Rúnar,
Sólrún Ólína og Bogi Þór.
Siguroddur lést 29. október 2003.
Siguroddur
Magnússon
Merkir Íslendingar
30 ára Guðjón er frá
Rauðuskriðum í Fljótshlíð
en býr í Mosfellsbæ. Hann
er forritari hjá IMC Ísland
ehf.
Maki: Auður Elín Finn-
bogadóttir, f. 1988, lyfja-
fræðingur hjá Day Zero.
Börn: Þuríður, f. 2014, og
Matthildur, f. 2017.
Foreldrar: Þorsteinn
Guðjónsson, f. 1961, og
Ingveldur Guðný Sveins-
dóttir, f. 1965. Þau eru
búsett á Rauðuskriðum.
Guðjón
Þorsteinsson
40 ára Sverrir er Kópa-
vogsbúi og er öryggis- og
gæðastjóri Into the Glacier
sem sér um ísgöngin í
Langjökli.
Maki: Fanný Björg Miiller
Jóhannsdóttir, f. 1978,
hjúkrunarfræðingur á
vökudeild LSH.
Börn: Daníel Árni, f. 2006,
og Hekla Sóley, f. 2010.
Foreldrar: Árni Stefáns-
son, f. 1938, d. 2002, og
G. Halla Guðmundsdóttir,
f. 1939, bús. í Rvík.
Sverrir
Árnason