Morgunblaðið - 27.08.2018, Síða 29

Morgunblaðið - 27.08.2018, Síða 29
MENNING 29 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 27. ÁGÚST 2018 Smiðjuvegi 76 • Kópavogi • Sími 414 1000 • tengi@tengi.is Baldursnesi 6 • Akureyri • Sími 414 1050 • www.tengi.is Opið virka daga frá kl. 8-18 og laugardaga kl. 10-15 Gæði, þjónusta, ábyrgð - það er Tengi SÍGILD HÖNNUN Í 50 ÁR Fyrir 50 árum hannaði danski hönnuðurinn Arne Jacobsen fyrsta kranann fyrir Vola. Æ síðan hefur hönnun og framleiðsla Vola verið í fremstu röð. ICQC 2018-20 VIÐTAL Nína Guðrún Geirsdóttir ninag@mbl.is Í haust ætlar Reykjavík Kabarett að standa fyrir vikulegum kabarettsýn- ingum í Þjóðleikhúskjallaranum. Margrét Erla Maack er einn að- standenda sýninganna en hún hefur verið kölluð „mamma“ kabarettsins hér á landi. Að hennar sögn hefur það verið draumur hennar og Lár- usar Blöndal töframanns í einhvern tíma að bjóða upp á reglulegar kaba- rettssýningar á Íslandi. „Ástæðan fyrir því að við Lalli settum þennan kabarett af stað er sú að ég var búin að vera að starfa með Sirkus Íslands og þá sáum við t.a.m. hvað dragsúg- ur og spunasýningarnar gengu vel og okkur fannst þá vanta þetta púsl, kabarettinn. Núna erum við komin með hóp sem kemur reglulega á sýn- ingar, sem hefur gaman af því að sjá alltaf eitthvað nýtt. Reykvíkingar virðast rosalega mikið til í svona.“ Áhorfendur hjálpa með valið Búið er að bóka ýmsa erlenda jafnt sem íslenska listamenn af öll- um toga til að koma fram á sýning- unum í haust. Þó grunaði þau Mar- gréti og Lárus að hér á landi finnd- ust svokallaðir „skúffulistamenn“ og ákváðu því að efna til opinna prufa og leyfa nýjum aðilum að láta ljós sitt skína. Verða þau Lárus og Mar- grét í dómarasætum ásamt heiðurs- dómaranum Eddu Björgvins. „Við ætlum að leyfa almenningi að hjálpa okkur að ákveða atriðin sem verða í haust. Við erum með ákveðinn stíl í þessu við dómararnir en við viljum líka sjá hvernig áhorfendur taka í at- riðin þar sem við erum ekki alvitur. Við munum horfa til hæfileika, frum- leika, húmors, fagmennsku og við- bragða áhorfenda, svo fátt eitt sé nefnt. Einnig ætlum að spyrja þá sem mæta hverja þeir eru komnir til að sjá, því það gefur líka stig að geta smalað fólki á sýningar,“ bætir Mar- grét við hlæjandi. Nú þegar hafa níu atriði skráð sig til leiks en aðeins er gert ráð fyrir tíu atriðum. Að sögn Margrétar eru atriðin af fjölbreyttum toga. „Við er- um komin með dansatriði, sirkus, kabarettatriði, dragkónga og fleira. Það er skemmtilegt því þetta er allt annað en það sem við höfum verið að gera. Öll þessi atriði henta vel í okk- ar dagskrá.“ Aðspurð hvernig sé best að skil- greina kabarett segir Margrét það vítt hugtak en í grunninn er það sýn- ing sem hefur ekki söguþráð. „Kaba- rett er einskonar púsl skemmtiat- riða þar sem börn eru ekki leyfð. Í Bandaríkjunum kallast þetta „bast- ard“ leikhús og er í rauninni allt það sem mér finnst skemmtilegast við leikhús og ekkert af því sem mér finnst leiðinlegast. Þú stendur á eig- in fótum og færð alveg að ráða þínu atriði. Engar langar samæfingar eða óþægilegir búningar, þú gerir allt á þínum forsendum.“ Nýr merkimiði á aldagamla skemmtun Aðspurð hvað útskýri vinsældir kabaretts og annarra sviðslista á Ís- landi núna telur Margrét að þessi sena hafi alltaf verið til á landinu. „Við erum bara fyrst að setja merki- miða á þetta núna held ég. Þorra- blótin eru t.d. fullkomið dæmi um þetta; þar eru oft einhver söngatriði, leikatriði og maður í kjól, klassískt grín alveg.“ Fyrsta kabarettsýningin verður 7. september og í kjölfarið verða viku- legar sýningar í Þjóðleikhúskjallar- anum fram í nóvember. „Svo erum við að skoða að fara til Akureyrar eftir áramót en við höfum farið þangað áður með sýningar sem hafa gengið ótrúlega vel.“ Kabarett fer vel í Reykvíkinga  Reykjavík Kabarett stendur fyrir vikulegum sýningum í Þjóðleikhúskjallaranum í haust  Fólk hefur gaman af því að sjá alltaf eitthvað nýtt, segir einn stofnandi Reykjavík Kabarett Gleði Í haust rætist draumur kabarettáhugamanna, þegar vikulegar sýningar í Þjóðleikhúskjallaranum hefjast. Foreldrar Þau Margrét Erla Maack og Lárus Blöndal, hafa verið kölluð mamma og pabbi kabarettsins hér á landi. Margrét Erla Maack sló nýverið í gegn á Fringe-fjöllistahátíðinni í Edinborg þar sem hún var beðin að vera ein aðalstjarna sýningarinnar Best of Burlesque á hátíðinni. Hún segist í upphafi hafa verið bókuð í prufu sem gekk það vel að hún var bókuð aftur á aðra sýningu og svo eina í viðbót. „Ég ætlaði bara rétt að láta aðstandendurna vita að ég verði sein fyrir og spyr hvenær ég eigi að sýna. Þá segir hann að ég eigi að vera aðalstjarna kvöldsins og koma fram næstsíðust sem er besta plássið. Fékk ég pláss sem þekkt burlesque- og kabar- ettstjarna í Skotlandi að nafni Whiskey Falls hefur átt fyrir sig í mörg ár. Það kom reyndar í ljós að hann var veikur og gat ekki komið fram, en þetta var þó mikill heið- ur,“ segir Margrét kát í bragði. „Þessi Fringe-hátíð er stór- merkileg og þarna eru alls konar senur í gangi, ég fór t.d. að sjá Ladyboy of Bangkok-sýningu í risastóru tjaldi. Það er svo gaman að sjá hvað þetta er orðið við- urkennt form og vinsælt, því þetta er það sem fólk sækir í á Fringe- hátíðum, þetta „avant-garde“ og furðulega,“ segir Margrét. Hún segir að þrátt fyrir aukinn áhuga á ólíkum senum sviðslist- anna á Íslandi yrðu slík atriði seint bókuð á listahátíðum hér á landi. „Ég fékk því strax þá hugmynd að halda lágmenningarhátíð á Íslandi og fá allt þetta fólk til að koma fram. Ég er mjög hrifnæm,“ segir Margrét hlæjandi. Mikið hefur verið að gera hjá Margréti í sumar en hún hefur flakkað um Evrópu m.a. með drag- stjörnunni Gógó Starr og flutt kab- arettatriði sitt fyrir fjölda fólks. Eftir veruna í Edinborg flaug hún beint til Oslóar þar sem hún var eitt af aðalatriðunum á Oslo Bur- lesque Festival. Á döfinni hjá henni hér á landi eru t.a.m. vikulegar sýningar Reykjavík Kabarett í Þjóðleikhúskjallaranum sem hefj- ast 31. ágúst með opnum prufum. Var aðalstjarna Fringe í Edinborg STÆRSTA FJÖLLISTAHÁTÍÐ Í EVRÓPU Glæsileg Margrét Erla Maack gengur undir sviðsnafninu Miss Mokki.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.