Morgunblaðið - 28.08.2018, Side 1

Morgunblaðið - 28.08.2018, Side 1
Þ R I Ð J U D A G U R 2 8. Á G Ú S T 2 0 1 8 Stofnað 1913  201. tölublað  106. árgangur  TÓNLISTAR- FÓLKIÐ HÉR ER SVO NETT FJÖLBREYTNIN HÖFÐ Í FYRIRRÚMI FYLLIST VISSU UM AÐ ÞETTA VERÐI FRÁBÆRT KLASSÍKIN OKKAR 33 ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ 30ARNAR EGGERT 12 Aðalmeðferð í máli Vals Lýðssonar hófst fyrir Héraðsdómi Suðurlands í gær. Valur er ákærður fyrir að hafa banað bróður sínum, Ragnari Lýð- ssyni, á bænum Gýgjarhóli II í Blá- skógabyggð aðfaranótt 31. mars sl. Fyrir dómi kvaðst Valur ekkert muna til þess að átök hefðu átt sér stað milli bræðranna. En þeir drukku „heilmikið“ að hans sögn að kvöldi dags 30. mars. „Eftir á að hyggja hefði maður átt að vera hættur að drekka fyrir löngu,“ sagði hann. Í máli læknis sem gerði réttar- fræðilega skoðun á Val kom fram að hann hefði haft tvær rispur á höfði og mar á hnúa baugfingurs hægri hand- ar. Þeir áverkar hefðu komið eftir einhvers konar högg. Rannsókn á vettvangi leiddi í ljós að ummerki um átök voru mjög staðbundin og var Ragnari veitt högg, eitt eða fleiri, í þvottahúsinu á heimili Vals. »6 Bar við minnisleysi Þessi hross á túni í Bláskógabyggð vöktu athygli ljósmyndara Morgun- blaðsins í gær, en milli nokkurra þeirra varð barningur um stund. Prjón- uðu þau upp á hvert annað, ýttu hvert öðru hraustlega til og frá og notuðu hófa og tennur í kýtingnum, en allt var þetta líklega leikur. Fjörugir fákar að leik Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is Fjármögnun Vaðlaheiðarganga kann að koma til kasta Alþingis í þriðja sinn á næsta þingi, samkvæmt upp- lýsingum Morgunblaðsins, því verk- takinn, Ósafl, dótturfélag ÍAV, hefur gert háar fjárkröfur á verkkaupann, Vaðlaheiðargöng hf., vegna þess hversu verklok hafa dregist. Ríkissjóður veitti 8,7 milljarða framkvæmdalán til verksins árið 2012 og Alþingi veitti ríkissjóði einnig heimild til að veita allt að 4,7 millj- arða viðbótarlán í fyrravor til félags- ins Vaðlaheiðarganga hf., sem stend- ur að framkvæmdinni, en þá stóðu vonir til þess að þeir fjármunir nægðu til þess að ljúka ganga- gerðinni. Tafir hafi kostað milljarða Ósafl hefur samhliða verktöku sinni barist fyrir því að verkkaupinn greiddi því bætur vegna þeirra tafa sem orðið hafa á verklokum, m.a. vegna þess að vélar Ósafls og tæki hafi staðið hálfu öðru ári lengur fyrir norðan en þau áttu að gera og hafi því ekki nýst verktakanum í önnur verk. Af því hafi hlotist mikill kostnaður, bæði beinn og afleiddur. Forsvarsmenn Ósafls telja að taf- irnar hafi kostað fyrirtækið milljarða, og þeir krefja verkkaupa um millj- arða króna vegna þessa í yfir tuttugu ólíkum kröfum. Langstærsta krafa Ósafls kom fram í sumar og er hún samkvæmt heimildum Morgunblaðs- ins vegna innflæðis heita vatnsins í göngin. Sú einstaka krafa mun vera yfir tveir milljarðar króna. Aðrar kröfur munu vera mun lægri en heitavatnskrafan. Af þessum sökum var sett á lagg- irnar sérstök sáttanefnd sem hefur fjallað sérstaklega um ágreiningsat- riðin sem uppi hafa verið. Sátta- nefndin mun nú hafa fellt úrskurð og það er svo í höndum hvors deiluaðila um sig að ákveða hvort unað verði við úrskurðinn eða farið með málið fyrir dómstóla. Krefur verk- kaupann um milljarða  Alþingi kann að þurfa að samþykkja lán í þriðja sinn vegna Vaðlaheiðarganga Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Vaðlaheiðargöng Myndin sýnir gangamunnann Eyjafjarðarmegin.  Skelfiskmark- aðurinn, nýtt veitingahús á Klapparstíg í Reykjavík, verð- ur opnað í há- deginu á morg- un. Þar verður rúm fyrir allt að 310 gesti. Hrefna Sætran kokkur segir að þar verði m.a. boðið upp á ostrur sem eigendurnir rækta ásamt öðr- um á Húsavík. Fyrir eru sömu að- ilar með veitingahúsin Fiskmark- aðinn og Grillmarkaðinn auk ölstofu. Alls munu veitingahúsin þrjú rúma 545 gesti. »14 Opna eitt stærsta veitingahús Íslands Kokkur Hrefna á nýja staðnum. raunhæf,“ segir Elvar Ingi Möller, sérfræðingur í greiningardeild Arion banka, um nýja afkomuspá. Áætlanir gengu ekki eftir Björgólfur Jóhannsson, forstjóri fé- lagsins, sagði í gær starfi sínu lausu og mun Bogi Nils Bogason, fram- kvæmdastjóri fjármála félagsins, gegna stöðu forstjóra tímabundið að Jón Birgir Eiríksson jbe@mbl.is Icelandair Group lækkaði í gær af- komuspá sína fyrir árið um 40 millj- ónir Bandaríkjadala og áætlar félagið að EBITDA ársins 2018, þ.e. hagn- aður fyrir fjármagnsliði, skatta og af- skriftir, verði á bilinu 80-100 milljónir Bandaríkjadala. Nemur heildarlækk- un afkomuspár frá ársbyrjun, þegar EBITDA var ráðgerð 170-190 millj- ónir Bandaríkjadala, u.þ.b. 50%. „Þetta kemur ekki á óvart. Afkom- an á öðrum ársfjórðungi var vonbrigði og meiri vonbrigði en greiningar- og markaðsaðilar gerðu ráð fyrir. Af- komuáætlun félagsins [frá því í júlí], sem gerði ráð fyrir EBITDA upp á 120-140 milljónir Bandaríkjadala á árinu, var í raun þess eðlis að markaðsaðilar, og við þar á meðal, höfðum efasemdir um að hún væri ósk stjórnar. Í yfirlýsingu frá Björg- ólfi segir að lækkun spárinnar skýrist fyrst og fremst af því að tekjur verði lægri en áður hafi verið gert ráð fyrir af tveimur ástæðum. Í fyrsta lagi muni hækkanir á meðalfargjöldum, sem ráðgerðar voru á síðustu mánuðum ársins, ekki skila sér fyrr en á næsta ári. Í öðru lagi hafi innleiðing breytinga sem gerðar voru í byrjun sumars 2017 á sölu- og mark- aðsstarfi félagsins ekki gengið nægi- lega vel, auk þess sem breytingar á leiðakerfi félagsins í byrjun þessa árs hafi valdið misvægi á milli framboðs flugferða til Evrópu annars vegar og Norður-Ameríku hins vegar. „Vegna þessa hafa spálíkön, sem meðal ann- ars byggja á sögulegri þróun, ekki virkað sem skyldi og er uppfærð tekjuspá lægri en fyrri spá gerði ráð fyrir,“ segir í yfirlýsingunni. „Ég man ekki eftir að þessar upp- lýsingar hafi komið fram áður, í það minnsta ekki þar sem þetta er viður- kennt,“ segir Elvar um þennan hluta skýringanna. Hann nefnir að spá deildarinnar um afkomu yfirstand- andi árs hafi, í kjölfar uppgjörsins og með hliðsjón af flutningatölum í júlí, verið komin nálægt efri mörkum upp- færðrar afkomuspár Icelandair Group nú. „Að því leytinu til kemur þetta ekki jafn mikið á óvart og í byrj- un júlí þegar félagið hafði gefið vís- bendingar til markaðarins um að þessi margræddu meðalfargjöld væru að hækka. Við vissum að það yrði þrýstingur áfram á síðari hluta ársins. Félagið er nú að segja okkur að hann verði áfram fram á næsta ár, en jafn- framt að viðurkenna að hagræðingar- aðgerðir síðustu 12-18 mánaða hafi ekki gengið nægilega vel,“ segir Elvar. Í yfirlýsingunni segir Björgólfur ákvarðanirnar teknar á sinni vakt og þær hafi valdið félaginu fjárhagslegu tjóni á árinu. „Ég ber sem forstjóri fé- lagsins ábyrgð gagnvart stjórn og hluthöfum. Fyrr í dag tjáði ég stjórn að ég óskaði eftir því að láta af starfi forstjóra Icelandair Group. Þó að vissulega sé búið að taka á fyrrnefnd- um vandamálum þá er það ábyrgð- arhluti að hafa ekki fylgt breytingun- um eftir með fullnægjandi hætti og brugðist fyrr við. Þá ábyrgð tel ég rétt að axla og læt því af störfum sem for- stjóri félagsins.“ Úlfar Steindórsson, stjórnarfor- maður Icelandair Group, segir að- dragandann að uppsögn Björgólfs ekki hafa verið langan og að ákvörð- unin hafi komið honum nokkuð á óvart. Hann segir að stjórnin hafi ekki endalausan tíma til að velja eftirmann Björgólfs en þó verði ekki „rokið til“ í þeim efnum. Forstjóraskipti hjá Icelandair  Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group, segir upp  Bogi Nils tekur við tímabundið  Afkomuspá félagsins lækkuð um 40 milljónir dala í gær  Búist við minni tekjum út árið Morgunblaðið/Júlíus Icelandair Group Félagið lækkaði í gær afkomuspá á ársgrundvelli.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.