Morgunblaðið - 28.08.2018, Page 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. ÁGÚST 2018
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/senda grein Prentun Landsprent ehf.
Lögregluþjónarnir stóðu vaktina og gættu þess að ekki
yrðu frekari umferðaróhöpp eftir árekstur þriggja bíla
á Miklubrautinni í gær. Engin alvarleg slys urðu þar á
fólki. Talsvert rigndi á höfuðborgarsvæðinu í gær og
voru götur því blautar og hálar. Gangi veðurspár eftir
verður áfram rigning sunnan- og vestanlands í dag.
Lögreglan er alltaf á vaktinni í öllu veðri og vindum
Morgunblaðið/Hari
Enginn er verri þótt hann vökni
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Útlit er fyrir að deilur um framleng-
ingu lóðarleigusamninga tveggja
húsa sem standa við hlið nýrrar hótel-
byggingar og íbúðarblokkar á mið-
svæði Borgarness fari fyrir dómstóla.
Bærinn hefur tilkynnt lóðarhöfum að
lóðarleigusamningur verði ekki fram-
lengdur þegar hann rennur út í apríl
á næsta ári og beri að fjarlægja húsin
fyrir þann tíma en eigendurnir telja
sig eiga rétt á framlengingu.
Umrædd hús eru á Borgarbraut
55. Verslun Líflands er í öðrum hluta
hússins og Bifreiðaþjónusta Harðar í
hinum hlutanum. Lóðarleigusamn-
ingar sem gerðir voru fyrir 50 árum
renna út 25. apríl á næsta ári. Þar er
ekki kveðið á um sjálfkrafa framleng-
ingu, að því er fram kemur í bréfi lög-
manns Borgarbyggðar til fulltrúa
húseigendanna, og ekki heldur um
kaupskyldu sveitarfélagsins. Áréttar
lögmaðurinn að sveitarfélaginu sé
ekki skylt að greiða bætur þótt samn-
ingurinn verði ekki framlengdur.
Jafnframt er bent á að starfsleyfi Bif-
reiðaþjónustunnar sé fallið úr gildi og
starfsemin falli ekki að núgildandi
skipulagi svæðisins.
Þórarinn V. Þórarinsson, lögmaður
eigendanna, er ósammála þessari
túlkun. Hann bendir á að í umræddu
ákvæði leigusamningsins sé kveðið á
um að leigutaki geti óskað eftir
endurnýjun á leigusamningi en þá
eigi sveitarfélagið kost á að breyta
leigukjörum. Það bendi til þess að til-
gangur ákvæðisins sé að gefa sveitar-
félaginu kost á að hækka leigugjaldið.
Þá hafi starfsmaður sveitarfélagsins
gefið seljanda annars hluta hússins
fortakslausa staðfestingu á því þegar
eignin var seld í árslok 2016 að leigu-
samningurinn yrði endurnýjaður.
Segist Þórarinn hafa ritað sveitar-
félaginu bréf og óskað eftir svörum
við því hvort það hygðist véfengja
þessa yfirlýsingu og þá á hvaða
grundvelli.
Þurfa pláss fyrir innkeyrslu
Mikið byggingarmagn er í húsum
sem byggð hafa verið á lóðunum
Borgarbraut 57-59. Til þess að opna
leið að bílastæðum á bak við hótelið
er talið að skerða þurfi lóð bifreiða-
þjónustunnar og þar með athafna-
svæði hennar sem grundvallast á
þjónustu við bíleigendur. Það, ásamt
breyttu skipulagi, virðist upphaf
þeirra deilna sem leitt hafa til bréfa-
skrifta aðila.
Í bréfi lögmanns Borgarbyggðar
er tekið fram að sveitarfélagið sé
reiðubúið að koma til móts við hús-
eigendur varðandi áframhaldandi
starfsemi þeirra í Borgarnesi, meðal
annars með því að útvega þeim nýja
lóð eða lóðir og semja um forsendur
þess að starfsemi þeirra verði flutt af
Borgarbraut 55. Það sama hefur
komið fram í umfjöllun um málið í
byggðaráði og sveitarstjórn.
„Bærinn er reiðubúinn að selja lóð
undir þennan atvinnurekstur, það er
ekki vandamálið. Eignirnar hafa mik-
ið verðgildi, sérstaklega í þessum
rekstri. Mönnum gengur illa að átta
sig á því að þeir eigi að fórna eignum
sínum af því að bærinn hafi klúðrað
skipulagsmálum og þurfi að koma
fyrir innkeyrslu á lóðinni. Það dregur
fram með skilvíslegum hætti að ef
það væri réttur sveitarfélagsins að
geta að eigin geðþótta sagt eigendum
að brjóta niður húsin gerir það hug-
takið fasteign heldur losaralegra í
Borgarnesi en í öðrum byggðar-
lögum. Að minnsta kosti hlýtur
áhættustigið að skoðast meira,“ segir
Þórarinn.
Gert að fjarlægja hús án bóta
Morgunblaðið/Theódór Kr. Þórðarson
Miðsvæði Húsnæði Líflands og dekkja- og smurverkstæðisins eiga að víkja.
Deilur um það hvort Borgarbyggð beri eða beri ekki skylda til að framlengja lóðarleigusamninga
tveggja fyrirtækja Húsin eru í nágrenni nýja hótelsins í Borgarnesi þar sem skipulag hefur breyst
Sigtryggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is
Rannsóknarnefnd samgönguslysa er
ekki starfandi sem stendur. Skipunar-
tími hennar rann út 31. maí síðastlið-
inn og ný nefnd hefur ekki verið skip-
uð.
Morgunblaðið hefur heimildir fyrir
því að sá hluti nefndarinnar sem ann-
ast rannsóknir sjóslysa hafi ætlað að
funda síðastliðinn föstudag, eins og til-
tekið var í starfsáætlun. Allmörg mál
voru á dagskránni. Ekkert varð af
fundinum því umboð nefndarmanna
var runnið út. Rannsóknarnefnd sam-
gönguslysa starfar samkvæmt lögum
um rannsókn samgönguslysa. Með
lögunum, sem tóku gildi 1. júní 2013,
var starfsemi rannsóknarnefndar
flugslysa, rannsóknarnefndar sjóslysa
og rannsóknarnefndar umferðarslysa
sameinuð og féllu lög um nefndirnar
þrjár þar með úr gildi.
Markmið laganna um rannsóknar-
nefnd samgönguslysa var að fækka
slysum og auka öryggi í samgöngum
með því að efla og bæta slysarann-
sóknir. Skipunartími nefndarinnar var
frá og með 1. júní 2013 til og með 31.
maí 2018, eða til fimm ára.
Í nefndinni sátu sjö aðalmenn og
sex varamenn. Geirþrúður Alfreðs-
dóttir, flugstjóri og vélaverkfræðing-
ur, var formaður nefndarinnar. Starfs-
menn nefndarinnar eru sjö. Það er
samgönguráðherra sem skipar nefnd-
ina. Morgunblaðið fékk þær upplýs-
ingar hjá samgönguráðuneytinu í gær
að unnið væri að því að ganga frá skip-
unarbréfum nefndarfólks. Ný nefnd
verður skipuð á allra næstu dögum.
Skipunartíminn
rann út í maí
Erna Ýr Öldudóttir
ernayr@mbl.is
Áhorfendamet íslenska kvenna-
landsliðsins í fótbolta gæti fallið á
laugardaginn kemur er Þýskaland
kemur í heimsókn í undankeppni
heimsmeistaramótsins (HM) í
knattspyrnu kvenna, en liðin eigast
við á Laugardalsvelli.
Númeruð sæti í fyrsta sinn
Í fyrsta sinn verður nú selt í núm-
eruð sæti á leik kvennalandsliðsins á
Laugardalsvelli, en töluverð eftir-
spurn er eftir miðum á leikinn og er
búist við mikilli aðsókn.
Áhorfendametið er 7.521 seldur
miði, en búið er að ráðstafa yfir
7.500 miðum fyrir leikinn og eru nú
aðeins innan við tvöþúsund miðar
eftir, að sögn
Klöru Bjartmarz,
framkvæmda-
stjóra Knatt-
spyrnusambands
Íslands (KSÍ), en
Morgunblaðið
hafði samband
við hana vegna
þessa.
„Það er
ánægjulegt hvað
miðasalan gengur vel og útlit fyrir
að það verði uppselt, sem er jákvætt
og sýnir öflugt starf. Þetta er úr-
slitaleikur í riðlinum, þess vegna er
mikill áhugi á þessum leik, því hann
getur ráðið úrslitum um það hvort
Ísland komist á HM,“ segir Klara,
sem segir að vinsældir kvenna-
landsliðsins fari vaxandi, en mikil-
vægi leiksins spili líkast til stórt
hlutverk.
Aukinn áhugi í heiminum
„Þróunin er sú að áhorfendum er
að fjölga alls staðar í heiminum bæði
í sjónvarpi og á leikjunum sjálfum,“
segir Klara og aðspurð segir hún að
þátttaka Íslands á EM í fyrra og
HM í sumar kunni að hafa aukið
áhuga Íslendinga á fótboltaleikjum
almennt. Með sigri nú myndi Ísland
tryggja sér sæti á HM í Frakklandi
og yrði það í fyrsta skipti sem Ís-
land væri á meðal þátttakenda.
Um 100 stuðningsmenn þýska
liðsins eru væntanlegir á Laugar-
dalsvöll ásamt um 70 manna sjón-
varpsliði frá þýska ríkissjónvarpinu.
Miðar eru til sölu á tix.is og er fólki
ráðlagt að sækja þá tímanlega.
Stefnir í nýtt áhorfendamet
Yfir 7.500 miðum þegar verið ráðstafað á kvennaleikinn
Klara
Bjartmarz
Húseigendatrygging og sérstök óveð-
urstrygging bætir tjón líkt og það
sem varð á bænum Norðurhjáleigu í
Álftaveri við Kúðafljót á föstudag er
skýstrókar fóru þar yfir. Brunatrygg-
ing, sem er eina lögboðna tryggingin,
og náttúruhamfaratryggingin sem
henni fylgir gera það hins vegar ekki.
Þetta segir Þorsteinn Þorsteinsson,
matsmaður eignatjóna hjá VÍS.
Töluvert tjón varð á bænum er ský-
strókurinn fór þar yfir. Stór jeppi
með kerru þeyttist út í skurð, þak-
plötur fuku fleiri hundruð metra og
girðingar lögðust á hliðina er strók-
arnir fóru þar yfir. Sæunn Káradótt-
ir, bóndi á bænum, sagði í samtali við
mbl.is að þau hefðu ekki verið með
foktryggingu og því áliti trygginga-
félag þeirra að þeim bæri að bera
tjónið.
Þorsteinn segir húseigendatrygg-
ingu vera notaða til að tryggja venju-
legt íbúðarhúsnæði og atvinnuhús-
næði í þéttbýli. „Þar er verið að
tryggja gegn vatni, skemmdum af
völdum innbrota og svo óveðri,“ segir
hann og kveður um frjálsa tryggingu
að ræða. „Húseignir sem eru þannig
tryggðar myndu fást bættar vegna
atburðar líkt og varð á Norður-
hjáleigu.“
Fyrir útihús í sveitum sé hins vegar
algengt að bændur kaupi sérstaka
óveðurstryggingu. „Þær byggingar
eru almennt mjög einfaldar og sjald-
an mikil hætta á vatnstjóni eða inn-
brotum. Þannig að það er yfirleitt
bara tekin sjálfstæð óveðurstrygging
á svoleiðis hús,“ segir Þorsteinn og
segir frekar algengt að bændur séu
með slíka tryggingu. annaei@mbl.is
Algengt að velja
óveðurstryggingu
Ábúendur á Norðurhjáleigu bera
sjálfir tjón af völdum skýstróka
Norðurhjáleiga Töluvert tjón varð
á bænum síðastliðinn föstudag.