Morgunblaðið - 28.08.2018, Page 6

Morgunblaðið - 28.08.2018, Page 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. ÁGÚST 2018 Kókosjógúrt Fimm góðar ástæður til að velja lífræna jógúrt Lífrænar mjólkurvörur • Engin aukaefni • Meira af Omega-3 fitusýrum • Meira er af CLA fitusýrum sem byggja upp vöðva og bein • Ekkert undanrennuduft • Án manngerðra transfitusýra www.biobu.is Baldur Arnarson baldura@mbl.is Lára Sverrisdóttir, lögfræðingur og fulltrúi íbúa í Furugerði, segir svar embættismanns Reykjavíkurborgar benda til að skipulag á þéttingarreit við Furugerði verði endurskoðað. „Okkur finnst sem við höfum unnið áfangasigur,“ segir Lára. Hún kveðst ekki hafa fengið upp- lýsingar um hvort og þá hvaða breyt- ingar séu áformaðar við Furugerðið. Hins vegar hafi viðkomandi embættismaður upplýst að ekki væri sátt um tillöguna sem átti að fara fyrir umhverfis- og skipulagsráð. Til- lagan væri því í endurskoðun hjá um- hverfis- og skipulagssviði. Eins og rakið hefur verið í Morg- unblaðinu hafa íbúar í Furugerði mótmælt fyrirhugaðri þéttingu byggðar á lóðinni Furugerði 23 við Bústaðaveg. Þar var lengi gróðrar- stöðin Grænahlíð. Borgin áformaði að innheimta sem svarar 1,5 millj. í inn- viðagjald á hverja 100 ferm. í fyrir- huguðum íbúðum í Furugerði. Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, for- maður skipulags- og samgönguráðs, segir borgina vera að yfirfara tillög- una. Hún telur aðspurð of sterkt til orða tekið að segja að tillagan sé í endurskoðun. „Við töldum tillöguna ekki nógu góða. Það er því verið að vinna áfram með hana.“ Leysa þarf nokkur atriði Sigurborg Ósk segir borgina hafa tekið jákvætt í umrædda fyrirspurn. Þó með mörgum skilyrðum. Til dæm- is varðandi fjölda íbúða, útfærslu á bílastæðum, hljóðvist og ýmislegt annað sem þurfi að leysa. „Ef það tekst að leysa þessi atriði á fullnægjandi hátt fer tillagan í sex vikna auglýsinga- og kynningarferli.“ Endurmeta þéttingarreit  Fulltrúi íbúa í Furugerði telur svar borgar áfangasigur Teikning/Arkís Drög Hugmynd að þéttingu byggð- ar við Furugerði við Bústaðaveg. Arnar Þór Ingólfsson athi@mbl.is Aðalmeðferð í máli Vals Lýðssonar hófst í gær fyrir Héraðsdómi Suður- lands, en hann er ákærður fyrir að hafa banað bróður sínum Ragnari Lýðssyni á heimili Vals að Gýgjarhóli II í Bláskógabyggð aðfaranótt 31. mars sl. Samkvæmt ákæru sló hann bróður sinn ítrekað í bæði höfuð og líkama, auk þess að sparka og/eða trampa á honum, meðal annars á höfði. Ragnar hafi hlotið alvarlegan höggáverka ofarlega vinstra megin á enni, sem olli sári á hörundi, blæð- ingu innan í höfuðkúpu og snöggri breytingu á meðvitundarstigi. Af áverkanum hafi einnig hlotist ógleði, svimi og uppköst sem leitt hafi til þess að hann lést af banvænni inn- öndun magainnihalds. Í greinargerð Ólafs Björnssonar, verjanda Vals, er þess krafist að hann verði sýknaður af ákæru um mann- dráp eða sakfelldur fyrir líkamsárás. Þar segir að ekki hafi tekist að sanna ásetning Vals og að hann hafi mögu- lega ruglast á bróður sínum og inn- brotsþjófi í ölæði. Valur hringdi sjálf- ur í Neyðarlínuna og tilkynnti um bróður sinn liggjandi í blóði sínu á gólfinu. Verjandinn segir ákæruvald- ið byggja að miklu leyti á símtalinu, þar sem hann virðist játa. Ekki sé hægt að gera það, enda hafi Vali verið brugðið og hann í annarlegu ástandi. Drukku „heilmikið“ „Eftir á að hyggja hefði maður átt að vera hættur að drekka fyrir löngu,“ sagði Valur fyrir dómi, en hann ber við minnisleysi um atburði aðfaranætur 31. mars sl. Kvöldið áð- ur voru bræðurnir saman komnir ásamt þriðja bróðurnum, Erni. Borð- uðu þeir saman og að sögn Vals hófu þeir Ragnar þá að drekka vín sem Ragnar hefði komið með. Þeir bræð- ur hafi drukkið „heilmikið“ og að Örn hafi verið með þeim, en hann er að sögn Vals hófsamur á vín og auk þess að jafna sig eftir heilablæðingu. Gekk hann til náða um klukkan tíu að sögn Vals. „Alltaf bætti Ragnar í glösin,“ sagði Valur, þeir bræður hafi drukkið vodka og Campari, lítraflösku af hvoru sem báðar kláruðust. Valur sagðist ekki muna hvað þeir ræddu en nefndi að Ragnar hefði brugðist illa við er hann greindi honum frá áformum sínum um að færa bæjar- stæðið. Valur lýsti því hvernig hann myndi glefsur af „illilegu andliti“, sem hefði verið líkt Ragnari, en þó hefði honum á sama tíma þótt eins og andlitið væri ekki Ragnars. Vaknaði Valur að eigin sögn „léttur í lund og grandalaus“ morguninn eft- ir, en það breyttist eftir að hann fann bróður sinn látinn á gólfinu. „Auðvit- að flaug afgerandi að mér að stytta mér aldur þegar að þetta leit [út] fyr- ir að vera yfirgnæfandi líkur til að ég hefði átt þarna hlut að máli,“ sagði Valur og ítrekaði að hann myndi ekki til þess að nein átök hefðu átt sér stað. Óminnisástand sökum ölvunar Dómkvaddir sérfræðingar sem lögðu mat á sakhæfi Vals sögðu að hann hefði ekki sýnt merki um vit- glöp eða annað sem útskýrt gæti minnisleysi hans um atburði þá sem áttu sér stað á heimili hans, annað en óminnisástand sökum ölvunar. Í viðtölum Nönnu Briem geðlækn- is við Val kom fram að hann hefði átt við áfengisvanda að stríða og sögu um óminni tengt áfengisdrykkju, áður fyrr. Þá hefðu tveir vinir Vals sagt að hann hefði átt það til að vera ofbeldis- fullur undir áhrifum. Brynjar Emils- son sálfræðingur sagði að við mat hans á sakborningnum hefði ekkert komið fram sem gæti skýrt minnis- leysi hans umrætt kvöld. Hann bætti því við að Valur hefði mælst með „af- burðagreind“ en einnig skimast á mörkum einhverfurófs. Báðir sér- fræðingar voru sammála um að Valur væri sakhæfur. Valur hafði tekið ákvörðun um að hætta að drekka í janúar sl. og ekki drukkið áfengi fyrr en umrætt kvöld. Að sögn Nönnu fannst Val vera nóg komið af drykkju og full ástæða til að hætta að drekka, eins og sakborning- urinn sjálfur lýsti í skýrslu fyrir dómi. Þá sagðist hann eiga það til að drekka of mikið og stundum verða ofbeldis- fullur undir áhrifum áfengis. Nanna greindi frá því að í viðtölum sínum við sakborninginn hefði ítrek- að komið fram að hann myndi ekki nema fyrri hluta kvöldsins og kann- aðist ekki við það á neinn hátt að hafa verið reiður út í bróður sinn. Hann sæi eftir því sem hefði gerst en gæti ekki gefið á því neinar skýringar. Hennar faglega mat væri að ofbeldið sem Valur væri sakaður um mætti skýra með ölvunarástandi hans. Vinur Ragnars kom fyrir dóminn, en sá hafði móttekið símtal frá honum á milli klukkan 22.30 og 23.00 síðasta kvöldið sem Ragnar lifði. Vitnið lýsti því að það hefði legið létt á Ragnari, eins og alltaf þegar þeir töluðu sam- an, og hann tjáð sér að hann væri á heimili Vals bróður síns. Skilningur vitnisins var á þá leið að samband bræðranna hefði verið gott og sagðist hann hafa orðið þess áskynja að vel hefði farið á með þeim er símtalið átti sér stað. Atlagan mjög staðbundin Blóð og önnur ummerki um átök að Gýgjarhóli II voru nær eingöngu bundin við þvottahúsið. Þetta sagði Ragnar Jónsson lögreglufulltrúi, sem vann að blóðferlagreiningu á vett- vangi. Guðmundur Tómasson, fulltrúi í tæknideild lögreglu, sagði ekki útlit fyrir að lík Ragnars hefði verið fært til að honum látnum, nema mögulega lítillega. Niðurstaða blóðferlagrein- ingar var að Ragnari hefði verið veitt högg, eitt eða fleiri, þar sem hann hefði verið álútur eða á fjórum fótum fyrir framan þvottavélina. Útlit væri fyrir að hann hefði þegar verið með blæðandi sár, því við höggið eða sparkið þeyttist blóð á þvottavélina. Að sögn Guðmundar voru engin merki um að blóð hefði verið þrifið af vettvangi. Sagði hann jafnframt lík- legt að stór áverki á höfði Ragnars hefði myndast eftir að hann var orð- inn liggjandi á gólfinu, er höfuð hans annaðhvort skall í gólfið eða var skellt í gólfið. Verjandi Vals spurði hvort Guðmundur teldi mögulegt að Ragn- ar hefði fallið á þvottavélina. Það taldi hann ósennilegt. Guðmundur sagðist telja að blóð sem var á sokkum ákærða mætti út- skýra með því að Valur hefði sparkað ítrekað í síðu Ragnars. Fram kom í máli Kolbrúnar Benediktsdóttur sak- sóknara að krufning hefði leitt í ljós að nær öll rifbein á hægri síðu Ragn- ars hefðu verið brotin. Báðum lög- reglufulltrúunum kom á óvart að í ljósi þess að meintur gerandi hefði verið í blóðugum sokkum, hefðu ekki fundist teljandi merki um að blóð hefði dreifst um húsið er hann gekk þar um. Spurði saksóknari hvort það mætti skýra með því að blóð á sokk- unum hefði verið þurrt er meintur gerandi gekk um húsið. Það sagði Ragnar mögulegt. Aðalmeðferð í málinu heldur áfram næsta mánudag, 3. september, en þá kemur Sebastian Kunz réttarmeina- fræðingur fyrir dóminn. Ölvun sögð skýra ofbeldið  Aðalmeðferð hófst í máli Vals Lýðssonar í Héraðsdómi Suðurlands í gær  Ákærði bar við minnis- leysi  Áverki á hnúa „eftir einhvers konar högg“  Afburðagreindur en talinn á mörkum einhverfu Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Ákærði Valur Lýðsson, t.h. og Ólafur Björnsson, verjandi hans við aðalmeðferð í Héraðsdómi Suðurlands í gær. Valur er ákærður fyrir að hafa banað bróður sínum, Ragnari Lýðssyni, að Gýgjarhóli II 31. mars síðastliðinn. Aðalmeðferð Sigurður Kári Kristjánsson réttargæslumaður og Kolbrún Benediktsdóttir saksóknari við aðalmeðferð málsins í héraðsdómi í gær. Andri Kristinsson læknir, sem staðfesti andlát Ragnars, sagði að hann hefði verið látinn í að minnsta kosti sex klukkustundir áður en Andri framkvæmdi skoðun sína kl. 11:13, 31. mars sl. Sagði hann aðspurður að ekkert benti til þess að lík Ragn- ars hefði verið hreyft, en það fannst í þvottahúsinu heima hjá ákærða. Þórður Guðmundsson læknir, sem gerði réttarfræðilega skoð- un á ákærða, sagðist hafa fund- ið tvær rispur á höfði hans, mar á hnúa baugfingurs hægri hand- ar og á handarbaki. Þá hefði Val- ur verið með dökka bletti á bæði höndum og iljum sem hefðu ver- ið storknað blóð. Kolbrún Bene- diktsdóttir saksóknari spurði Þórð hvort hann teldi áverkana á hendi Vals í líkingu við þá sem árásarmenn fengju gjarnan eftir að hafa veitt öðrum hnefahögg. Hann sagði að miðað við sína reynslu passaði það; marið á hnúa Vals hefði komið eftir ein- hvers konar högg. Ólafur Björnsson, verjandi Vals, spurði hvort mögulegt væri að áverkarnir gætu verið tilkomnir af því að Valur hefði verið handjárnaður. Þórður sagði það ólíklegt. Með mar á hnúa sínum SKÝRSLUR LÆKNA

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.