Morgunblaðið - 28.08.2018, Side 15

Morgunblaðið - 28.08.2018, Side 15
FRÉTTIR 15Innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. ÁGÚST 2018 Ásgerður Halldórsdóttir, bæjar- stjóri á Seltjarnarnesi, segir að bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins á Nesinu hafi lagt til að fundum bæjarstjórnar verði fækkað um helming og verði haldnir mánaðar- lega en ekki tvisvar í mánuði, eins og nú er gert. Ásgerður sagði í samtali við Morgunblaðið í gær, að engin ákvörðun hefði verið tekin í þessu máli. „Það var bara lögð fram tillaga, vegna þess að á síðasta kjörtímabili voru bæj- arstjórnarfundirnir mjög stuttir. Vörðu bara í nokkrar mínútur í hvert skipti. Tillagan hefur ekki verið afgreidd, heldur var henni vísað til bæjarráðs,“ sagði Ásgerð- ur. Frá síðasta kjörtímabili Ásgerður segir að út frá þeirri umræðu sem varð á síðasta kjör- tímabili, þá hafi komið upp umræða um það í vor hvort ekki væri rétt að fækka fundunum í einn í mánuði. Fulltrúi N-listans á Seltjarnar- nesi, lét bóka á síðasta bæjarstjórn- arfundi mótmæli listans við fækkun bæjarstjórnarfunda. Orðrétt segir í bókuninni: „Bæjarfulltrúi N-listans, sem kjörinn var af tæplega 16% bæjarbúa til að gæta hagsmuna bæjarbúa hefur enga aðra aðkomu að málefnum bæjarins en bæjar- stjórnarfundi.“ Tillögu S-lista og N- lista um að fulltrúi N-lista verði áheyrnarfulltrúi í bæjarráði var vís- að til næsta bæjarstjórnarfundar. agnes@mbl.is Vilja að fundum verði fækkað  Sjálfstæðismenn leggja til fækkun Morgunblaðið/Golli Seltjarnarnes D-listinn leggur til fækkun bæjarstjórnarfunda. Ásgerður Halldórsdóttir Ágætlega veiddist af makríl í Smugunni austur af land- inu á sunnudag, en er leið á síðustu viku hafði dregið úr afla í Reyðarfjarðardjúpi. Flest íslensku uppsjávar- skipanna hafa því reynt fyrir sér í Smugunni síðustu daga ásamt skipum frá Rússlandi og Færeyjum. „Það hefur meira verið haft fyrir makrílnum á þess- ari vertíð heldur en oft áður,“ sagði Ingimundur Ingi- mundarson, útgerðarstjóri uppsjávarskipa hjá HB Granda, í gær. „Við vonum enn að það rætist úr með veiði við landið, en þegar eitthvað hefur fundist hefur veiði staðið stutt yfir og svo hafa menn þurft að byrja að leita upp á nýtt.“ Ingimundur segir að trúlega geti makrílvertíð staðið eitthvað fram í október í Smugunni miðað við síðustu ár. Þangað er yfir 30 klukkustunda sigling frá höfnum austanlands. aij@mbl.is Mikið haft fyrir makrílnum Morgunblaðið/Börkur Kjartansson Vertíð Albert Páll Albertsson og Kjartan Ársælsson um borð í Víkingi AK í Smugunni fyrr í sumar. Hólshraun 3, 220 Hafnarjörður · Símar 555 1810, 565 1810 · veislulist@veislulist.is · www.veislulist.is SKÚTAN AF ÖLLUM STÆRÐUM, HVORT SEM ER Í VEISLUSAL OKKAR, Í AÐRA SALI EÐA Í HEIMAHÚSI Veitingar af öllum stærðum, hvort sem er í veislusal okkar, í aðra sali eða í heimahúsi. Nánar á veislulist.is Erfidrykkja Veislusalur okkar er bjartur og fallegur salur á jarðhæð, gott aðgengi. Öll þjónusta, kaffi og gos eru innifalin í verði þegar erfidrykkja er í sal. SMÁRALIND www.skornirthinir.is Kíktu á verðið Tilboðsverð 3.995 verð áður 5.995 stærðir 40-46 Herraskór Héraðssaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur Júlíusi Vífli Ingv- arssyni, fyrrverandi borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, en hann er ákærður fyrir peningaþvætti með því að hafa geymt fjárhæðir, að and- virði 131 til 146 milljónir króna, á er- lendum bankareikningi sínum og ráðstafað þeim á bankareikning hjá vörslusjóði í Sviss, en fjármunirnir voru að hluta til ávinningur refsi- verðra brota, að því er fram kemur í ákærunni. Er þess krafist að hann verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar. Júlíus Vífill er sagður hafa geymt fjármunina, sem voru í Bandaríkja- dölum, evrum og sterlingspundum, á bankareikningi sínum hjá bankanum UBS á aflandseyjunni Jersey í Ermarsundi á árunum 2010 til 2014. Þá er hann sagður hafa ráðstafað umræddum fjármunum inn á banka- reikning sem tilheyrði vörslusjóðn- um Silwood Foundation í bankanum Julius Bär í Sviss. Rétthafar vörslu- sjóðsins voru Júlíus Vífill, eiginkona hans og börn. Um var að ræða tekjur sem hon- um höfðu áskotnast nokkrum árum fyrr en hann ekki talið fram til skatts. Því greiddi hann ekki tekju- skatt, útsvar eða vexti af fjármunum. Í ákærunni segir að fjárhæð hins ólögmæta ávinnings sem Júlíus kom sér undan að greiða skatt og útsvar af og vextir af því fé hafi verið á bilinu 49 til 57 milljónir króna. Rýmra gildissvið lagaákvæðis Í ákærunni er rakið að peninga- þvætti sé refsivert brot skv. 264. gr. almennra hegningarlaga og að með lögum sem tóku gildi árið 2009 hafi gildissvið ákvæðisins rýmkað til muna. Þannig nái ákvæðið nú til ávinnings af öllum refsiverðum brot- um auk þess sem refsihámark hækk- aði í sex ár. Þá hafi sjálfþvætti verið gert ólöglegt, þ.e. það var gert refsi- vert að þvætta ávinning af eigin brotum. Því hafi það brot sem Júlíus Vífill er ákærður fyrir verið refsivert frá 30. desember 2009. „Sá ávinningur sem hér er ákært fyrir þvætti á, kom til vegna skatta- lagabrota ákærða á gjaldaárinu 2006 eða fyrir þann tíma. Hlotnuðust ákærða tekjur árið 2005, eða fyrr, en taldi þær ekki fram til skatts í sam- ræmi við lagaskyldu þar um. Gerðist ákærði því sekur um refsivert brot gegn skattalögum,“ segir í ákær- unni. Þar segir einnig að umrædd skattalagabrot séu fyrnd en það breyti ekki þeirri staðreynd að sá hluti fjármunanna sem greiða hefði átt í tekjuskatt og útsvar auk ávinn- ings vegna vaxtatekna og gengis- hagnaðar sé andlag peningaþvættis- brots Júlíusar. „Umrætt fé er ávinningur af skattalagabrotum ákærða sem voru refsiverð þegar þau voru framin. Var heildarávinningur vegna brotanna, sem ákærði þvættaði með þessum hætti, á bilinu 49 til 57 milljónir króna,“ segir jafnframt í ákærunni. Í ákærunni segir að við rannsókn málsins hafi Júlíus Vífill viðurkennt að fjármagnið væri tekjur sem hann hefði ekki gefið upp til skatts, og því ekki greitt af þeim útsvar eða tekju- skatt. Þar segir að Júlíus neiti þó að gera nánari grein fyrir því hvenær teknanna var aflað og því sé ekki hægt að finna út nákvæman ávinning hans. Ákærður fyrir peningaþvætti  Hefur viðurkennt skattalagabrot Morgunblaðið/RAX Peningaþvætti Júlíus Vífill Ingvarsson hefur verið ákærður.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.