Morgunblaðið - 28.08.2018, Page 18
18
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. ÁGÚST 2018
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Sigríður Á.Andersendómsmála-
ráðherra sagði í
viðtali við mbl.is
að stöðugildum
lögreglumanna á
landinu fjölgaði
á næsta ári um 45 til 50 og
fjárframlög til löggæslu
myndu aukast um 1,5 millj-
arða króna á næsta ári.
Morgunblaðið hefur
ítrekað lagt áherslu á að
löggæslan í landinu verði
styrkt. Að henni var mjög
þrengt af ríkisstjórn Jó-
hönnu Sigurðardóttur og
hefur dregist úr hömlu að
þeirri atlögu sé mætt. Því
hljóta menn að fagna því, ef
rétt reynist, að hugar-
farsbreyting hafi orðið. En
að mörgu er að hyggja.
Íbúum landsins hefur fjölg-
að ört og þjóðin er ekki
einsleit sem áður. Enn
fremur hafa viðfangsefni
lögreglunnar aukist og
hættustig ólíkrar gerðar
einnig.
Hugsunarleysi og tóm-
læti í leiðsögn landsins síð-
ustu árin er meginorsök
þess. Þá hefur það aukið
vandann að ríkt hefur óyfir-
lýst bann við umræðu um
þá þróun sem orðið hefur í
landinu og ýtt var undir og
afleiðingar hennar, bæði
hugsanlegar og þær sem
þegar eru komnar fram, því
allir stjórnmálaflokkar
landsins hafa beygt sig
undir pólitískan rétttrúnað.
Ýmsir, og þar með úr
ranni lögreglunnar, hafa
sett spurningar við framan-
greindar fréttir og halda
því fram að tölurnar og
einkum þó framsetning
þeirra segi ekki alla sög-
una. Nefna þeir mikinn
samdrátt í fjölda starfandi
lögreglumanna sem vanti
enn mikið upp á að bætt
hafi verið úr.
Er þýðingarmikið að
strax sé farið sameiginlega
yfir málin svo ekki þurfi að
deila um það hverjar stað-
reyndirnar séu.
Skýrsla ríkislögreglu-
stjóra frá síðasta ári um
skipulagða glæpastarfsemi
í landinu er mjög athygl-
isverð. Þar segir í loka-
orðum:
„Samfélagsbreytingar
síðustu áratuga eru víð-
tækar og fela í sér að störf
lögreglu eru um
flest erfiðari og
margslungnar en
áður var. Þar
veldur alþjóða-
væðing miklu.
Greiningardeild
ríkislögreglu-
stjóra hefur leitast við að
bregða ljósi á þessa þróun
og varað við auknum um-
svifum skipulagðra glæpa-
hópa, þ. á m. alþjóðlegri
glæpastarfsemi, mansali,
vændi o.fl. Deildin telur
engin teikn á lofti um að
breytinga til hins betra sé
að vænta í þessu efni. Þvert
á móti er niðurstaða deild-
arinnar sú að skipulagðri
glæpastarfsemi vaxi ásmeg-
in.
Við greiningu á mann-
aflaþörf lögreglu verður að
líta til lágmarks þjónustu-
og öryggisstigs. Horfa
verður til þess hlutverks
lögreglunnar að tryggja ör-
yggi almennings og ríkis-
ins. Í því efni verður að
byggja á gildandi áhættu-
mati hvers tíma og þróun í
nágrannaríkjum sem eru
líkust okkar samfélagi. Þró-
un skipulagðrar glæpa-
starfsemi á hinum Norður-
löndunum hefur að
einhverju leyti verið rakin í
þessari skýrslu. Stjórnvöld
á Norðurlöndum hafi á
þessu ári beint sjónum sín-
um að hinu mikla umfangi
og neikvæðu félagslegu
áhrifum sem skipulögð
glæpastarfsemi hefur haft í
norrænum samfélögum og í
kjölfarið hafa verið teknar
ákvarðanir um að efla lög-
reglu til muna svo hún fái
spornað gegn þessari vá.
Lögreglan er ein af
grunnstoðum lýðræðis-
skipulagsins og verður að
búa yfir þeim styrk sem
nauðsynlegur er til að hún
fái sinnt því hlutverki.
Veikburða lögregla veldur
áhættu hvað öryggi ríkisins
varðar. Brýnt er að styrkja
lögregluna þannig að hún
sé þess megnug að tryggja
réttaröryggi borgaranna og
vernda grundvallarhags-
muni ríkisins.“
Hér eru mikilvæg for-
gangsefni ríkisins reifuð.
Þau getur enginn ábyrgur
stjórnmálaflokkur leyft sér
að vanrækja, enda verður
því ekki trúað að svo mjög
hafi menn villst af leið.
Vegna vanrækslu í
áratug er óhjá-
kvæmilegt að gera
stórátak í öryggis-
og löggæslumálum}
Öryggismál fólksins
verður að hafa í öndvegi
S
tundum er talað um að stjórn-
málaflokkar séu í tilvistarkreppu, en
það á ekki við um núverandi stjórn-
arflokka. Þvert á móti er megin-
markmið þeirra einmitt þetta: Að
vera til. Lítið fer fyrir eiginlegum stefnumálum
sem er auðvitað kostur fyrir slíka stjórn. Sá sem
hefur enga stefnu getur farið hvert sem er.
Væntingar til ríkisstjórnarinnar voru aldrei
miklar og hún er fyrst og fremst mynduð um að
gera „það sem allir eru sammála um“ og vernda
sérhagsmuni. Samt var forvitnilegt þegar for-
sætisráðherra skrifaði alllanga grein í Frétta-
blaðið fyrir nokkrum dögum. Þó að þar væri auð-
vitað eðlilegt sjálfshól stjórnmálamanns kom
meginstefna ríkisstjórnarinnar glöggt í ljós.
Strax í upphafi stjórnarsamstarfsins gerðu
flokkarnir sig seka um alvarlegan fingurbrjót. Í
stjórnarsáttmála er talað um aðgerðir í tengslum við vænt-
anlega kjarasamninga. Allir sem til samningatækni þekkja
vita að svona yfirlýsingar eru lítils metnar. Verkalýðsfor-
ingjar eru líkir stjórnmálamönnum að því leyti að þeir vilja
eigna sér sigrana. Réttir sem koma fullmatreiddir af borði
stjórnmálamanna bragðast ekki eins vel og þeir sem allir
elda saman. Þær bætur sem búið er að lofa verða hinn nýi
grunnur sem bæta þarf ofan á.
Aftur gerði ríkisstjórnin sig seka um dómgreindarleysi
þegar hún auglýsti að forystumenn hennar hefðu átt fund
með forystumönnum flugfélaganna. Forsætisráðherra gaf í
kjölfarið út yfirlýsingu sem ekki var hægt að misskilja: „Það
er ekki ríkisábyrgð á flugfélögum hér á landi,
svo að það sé sagt.“ Það sem þjóðin heyrði var:
„Nú er íslenskt flugfélag á leiðinni á hausinn“,
þó að það væri ekki sagt berum orðum.
Öllum geta orðið á klaufaleg ummæli í óund-
irbúnum viðtölum. Hið skrifaða orð vegur auð-
vitað þyngra, því að þá gefst tími til yfirlestrar
og íhugunar. Því var fróðlegt að lesa grein for-
sætisráðherrans.
Skynsamleg ákvarðanataka er með þessu
móti: Vandinn er greindur, fundið hvað er að,
bent á lausnir og valin sú leið sem þykir best.
Málflutningur VG í stjórnarandstöðu var aftur á
móti yfirleitt á þessa leið: Hér er allt ómögulegt
og það þarf að eyða meiri peningum. Sú stefna
er óbreytt. Í grein forsætisráðherra kom fram
að ákveðið hefði verið „að auka framlög til heil-
brigðismála“, setja „innspýtingu í samgöngu-
málin“ og „aukin framlög til menntunar“.
Það segir sína sögu að stefnan hefur ekkert breyst þó að
flokkurinn sé kominn í ríkisstjórn með sjálfstæðismönnum.
Nú er þar enginn Pétur Blöndal og enginn Vilhjálmur
Bjarnason.
Vissulega er gaman að geta tekið undir með skáldinu: „Í
dag er ég ríkur – í dag vil ég gefa. Það er ókeypis allt “. Sér-
staklega er vinstri stjórnum ljúft að gefa fé almennings.
Nýja peningastefnan blasir við: Eyðum sem allra mestu. Í
einhvern fjárann.
Benedikt
Jóhannesson
Pistill
Ný peningastefna: Eyðum peningunum!
Höfundur er stærðfræðingur og stofnandi Viðreisnar.
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
Því er ætlað bæta og styrkja þá ferla
sem fyrir hendi eru í löndunum og
hafa aðlögun á öllum sviðum sam-
félagsins að markmiði. Þá er hug-
myndin að dýpka og mynda sam-
legðaráhrif í tengslum við annað
alþjóðlegt samstarf og ferla sem
hafa aðlögun að leiðarljósi. Enn-
fremur að skapa forsendur fyrir
miðlun reynslu, viðhaldi sérhæfðrar
þekkingar og þróun aðferða til að
aðlaga fólk með fötlun á ýmsum
sviðum stefnumótunar og í tilteknu
samhengi. Loks er markmiðið að
samþætta með afgerandi hætti sjón-
armið um jafnrétti milli karla og
kvenna, stúlkna og drengja, réttindi
barna og ungmenna og sjálfbæra
þróun í starfsemi sinni.
Umbætur á Grænlandi
Fram kemur í umfjöllun um
málið á norden.org að á Grænlandi
þar sem fötlunarráð Norrænu ráð-
herranefndarinnar kynnti aðgerða-
áætlunina á dögunum, hefur rík-
isstjórnin bætt aðstæður fólks með
fötlun. Til dæmis hefur verið opnuð
ný miðstöð fyrir fólk með fötlun sem
þjónar öllu landinu. Þá hefur græn-
lenska ríkisstjórnin skipað tals-
mann, (Tilioq) í málaflokknum. Það
er Christina Johnsen sem gegnir
embættinu.
Norræn áætlun
vegna fatlaðs fólks
„Norrænt samstarf er mjög mik-
ilvægt fyrir Öryrkjabandalagið,“
segir formaður þess, Þuríður Harpa
Sigurðardóttir. „Bæði fáum við frá
fyrstu hendi upplýsingar um ýmis
mál sem eru í gangi hverju sinni á
hinum Norðurlöndunum og getum
miðlað því hvernig mál ganga hér á
Íslandi. Markmiðið er að verja rétt-
indi fatlaðs fólks og það með hvaða
hætti löndin vinna að mannrétt-
indum er lærdómsríkt fyrir okkur.“
Hún segir að nú, þegar verið sé
að leiða samning Sameinuðu þjóð-
anna um réttindi fatlaðs fólks í lög
hér á landi, sé enn mikilvægara fyr-
ir ÖBÍ að hafa góða tengingu við
Norðurlandaþjóðirnar. Þau þrjú svið
sem Ole Balke tali um; mannrétt-
indi, sjálfbæra þróun og frjálsa för
séu öll mjög mikilvæg réttindamál
fyrir fatlað fólk. Sem dæmi megi
nefna að t.d. námsmenn sem búið
hafa í öðru norrænu landi og veikj-
ast eða fatlast geti lent í búsetu-
skerðingu, þannig að réttindi þeirra
hvað varðar framfærslu geti skerst
mikið. Þessu vilji ÖBÍ breyta og sé
norrænt samstarf mikilvægt í því
sambandi.
Mikilvægt fyrir ÖBÍ
NORRÆNT SAMSTARF
Ljósmynd/Audi Nissen / Norden.org
Fötlun Á vegum norrænu ráðherranefndarinnar hefur verið samin að-
gerðaáætlun til fimm ára til að bæta stöðu fatlaðs fólks.
SVIÐSLJÓS
Guðmundur Magnússon
gudmundur@mbl.is
Ný aðgerðaáætlun vegnafólks með fötlun var ný-verið kynnt á fundi fötl-unarnefndar Norrænu
ráðherranefndarinnar í Sisimiut á
Grænlandi. Tilgangurinn með að-
gerðaáætluninni er meðal annars að
ryðja úr vegi hindrunum fyrir fólk
með fötlun og um leið að auka að-
gengi annarra líka.
„Við viljum ryðja úr vegi þeim
hindrunum sem enn eru fyrir hendi
hjá fólki með fötlun,“ er haft eftir
Ola Balke frá Þátttökustofnuninni í
Svíþjóð á vefnum norden.org. Balke
er formaður fötlunarnefndar Nor-
rænu ráðherranefndarinnar í for-
mennskutíð Svíþjóðar 2018. Í að-
gerðaáætluninni, sem nær til áranna
2018 til 2022, eru þrjú áherslusvið
sem móta norrænt samstarf milli
regnhlífarsamtaka á þessu sviði,
fulltrúa ríkisstjórna og annarra sér-
fræðinga.
Þrjú áherslusvið
Áherslusviðin eru mannrétt-
indi, sjálfbær þróun og frjáls för.
Hið fyrsta felst í að styðja og styrkja
vinnuna við að innleiða og fylgja eft-
ir samningi Sameinuðu þjóðanna um
réttindi fatlaðs fólks í norrænu ríkj-
unum. Með sjálfbærri þróun er ætl-
unin að nota alþjóðleg módel til þess
að styrkja aðlögun, auka jafnrétti og
vinna gegn mismunun fólks með
fötlun í öllum hlutum norræns sam-
félags með því að samþætta sjón-
armið sem snúa að fötlun í vinnunni
að sjálfbærri þróun. Loks felst í
frjálsri för að útrýma stjórnsýslu-
hindrunum sem varða sérstaklega
fólk með fötlun.
Balke segir að tilgangur að-
gerðaáætlunarinnar sé að stuðla að
aðlögun fólks með fötlun með auk-
inni norrænni þekkingarmiðlun og
nánara samstarfi um stefnumótun í
málefnum fatlaðs fólks. „Aðgerða-
áætlunin er miðlæg samstarfs-
áætlun sem mun verða ein-
staklingum til gagns, þjóðunum og
Norðurlöndunum sem svæði,“ segir
hann.
Ætlað að bæta líf fatlaðra
Norrænu samstarfi á þessu
sviði er meðal annars ætlað að: vera
þjóðunum til gagns og bæta líf nor-
rænna borgara sem búa við fötlun.