Morgunblaðið - 28.08.2018, Page 20

Morgunblaðið - 28.08.2018, Page 20
20 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. ÁGÚST 2018 FALLEG OG VÖNDUÐ LEIKFÖNG Kíktu á netverslun okkar bambus.is Borgartún 3, sími 847 1660, www.bambus.is, bambus@bambus.is bambus.is bambus.is • Opið mánudaga og fimmtudaga frá kl. 10-14 úr náttúrulegum efnivið, tré og silki Póstþjónusta í heiminum gengur í gegnum miklar breytingar. Það á sannarlega við um Ís- land eins og önnur lönd. Stétt póst- manna finnur vel fyr- ir þessum breyt- ingum og mikið rót hefur verið á starfs- umhverfinu. Einkaréttarbréfið hrynur og enn sér ekki fyrir end- ann á fækkun bréfa í framtíðinni. Það hefur leitt til þess að gripið hefur verið til mikilla aðgerða í hagræðingarskyni og nú er bréfa- pósti dreift annan hvern dag á heimili á Íslandi. Það hefur þó vegið upp á móti að pakkasend- ingar hafa aukist gríðarlega eins og víðast annars staðar. Því miður hefur ekki verið brugðist við þessum breytingum á faglegan hátt í stjórnsýslunni og því hafa hagræðingaraðgerðir ver- ið í formi neyðarreddinga en ekki með stefnumótun þar sem rýnt er til framtíðar. Þessi losaragangur hefur komið illa niður á póstmannastéttinni, sérstaklega bréfaútburðarhlut- anum þar sem mikil fækkun hefur átt sér stað, þó án fjöldauppsagna. Póstmenn eru láglaunastétt og þetta óöryggi og skortur á faglegri stefnumótun hefur gert að verkum að mikil starfsmannavelta er farin að setja mark sitt á stéttina, fólki með reynslu og þekkingu fækkar en fjölgar í hópi nýliða sem aftur stoppa stutt við. Hætt er við að slíkt komi niður á gæðum þjónust- unnar eins og gefur að skilja. Íslandspóstur er með samning við ríkið um póstþjónustu. Póst- þjónusta er samfélagsþjónusta sem ríkið síðan felur fyrirtæki eða fyrirtækjum að vinna fyrir sig. Vandi Íslandspósts og póstþjón- ustu á Íslandi er að stórum hluta að það vantar áðurnefnda stefnu- mótun og ekki síður að ríkið skuldar fyrirtækinu stórar fjár- hæðir. Ef til vill má rökstyðja að það vanti 600 milljónir á ári frá ríkinu fyrir þjónustu sem það ber ábyrgð á. Fyrirtækið þarf að ganga á eigið fé og hagræða enn frekar ef ríkisvaldið greiðir ekki það sem upp á vantar í þessa þjónustu. Staðan í málefnum póstsins á Íslandi er ef til vill svip- uð og við heyrum frá rekstri t.d. sveitarfélaga á öldrunarheimilum; ríkið gerir kröfu um gæði þjónustu en skilar síðan engu eða allt of litlu fjármagni inn í þann rekstur. Niðurstaðan fyrir póstmenn á Íslandi er óöryggi og slæmt starfsumhverfi. Um- ræðan um kulnun í starfi og andlega erf- iðleika kemur upp í huga minn í þessu sambandi. Fram undan eru kjarasamningar. Ef launakjör póstmanna batna lítið sem ekkert stefnir í fjöldaflótta úr stéttinni. Hagræðingin hefur haft það í för með sér að það fækkar í stéttinni, hverfin stækka, fólki í landinu fjölgar og fækkun bréfa styttir ekki göngu og þjónustu við hverfin. Hagræð- ingin leiðir það af sér að póst- mönnum fækkar og byrðarnar eru færðar á sífellt færri herðar. Nokkuð ljóst er að það eru ekki margir sem eru til í að bera út á sífellt stærri svæðum fyrir 300.000 á mánuði. Fram að þessu hefur það verið leyst með mikilli fjölgun erlendra starfsmanna. Vandi póst- þjónustunnar á Íslandi verður lík- lega skortur á starfsmönnum í ákveðnum greinum í framtíðinni ef kjörin og vinnuumhverfið breytast ekki. Nú er kominn tími til að spyrna við fótum, hingað og ekki lengra. Það eru takmörk fyrir hvað hægt er að leggja á herðar hvers og eins í jafn erfiðri vinnu og póstútburður er á Íslandi. Sem betur fer er mikill vöxtur í öðrum hlutum póstþjónustunnar, en það breytir ekki því að ríkið þarf að koma að málum, annars hrynur þessi þjónusta og fyrir- tækið lamast vegna fjárskorts. Þetta ótrúlega skilningsleysi á eðli póstþjónustunnar er þegar farið að setja mark sitt á kjör og starfsöryggi póstmanna. Alþingi og alþingismenn verða að átta sig á staðreyndum þessa máls, annars gæti illa farið. Trúi varla að vilji þeirra standi til að veitt verði þriðja eða fjórða flokks þjónusta í póstútburði á Íslandi. Póstþjónusta á Íslandi í öngstræti? Eftir Jón Inga Cæsarsson Jón Ingi Cæsarsson »Hagræðingin leiðir það af sér að póst- mönnum fækkar og byrðarnar eru færðar á sífellt færri herðar. Bréfum fækkar, heim- ilum fjölgar, leiðir lengj- ast. Höfundur er formaður Póstmanna- félags Íslands. jonc@simnet.is Heill og sæll. „Ég hef neitað að flytja kóngsins mann yfir Skerjafjörð, það er satt. Hvorki lifandi né dauður sagði ég. Ég verð hýddur og það er gott. En ef ég hefði látið undan, þó ekki væri nema í þessu, og ef allir létu undan altaf og alstaðar, létu undan fyrir kaupmanninum og fógetanum, létu undan fyrir draug og fjanda, létu undan fyrir pestinni og bólunni, létu undan fyrir kónginum og böðlinum, – hvar mundi þetta fólk þá eiga heima? Jafnvel Helvíti væri slíku fólki of gott.“ Þannig lætur Halldór Lax- ness Ásbjörn Jóakimsson af Sel- tjarnarnesi mæla við samfanga sína tvo í svartholinu á Bessastöðum í Íslandsklukkunni. Ásbjörn Jóakimsson var uppi á síðari hluta 17. aldar og fyrri hluta þeirrar 18. eins og raunar flestar persónur sögunnar. Í annálum þessa tíma, einum þeim skelfileg- asta í Íslandssögunni, er hans getið vegna hins fáheyrða afbrots hans, að neita að róa sendimanni konungs yfir Skerjafjörð. Ásbjörn Jóakims- son, þessi meinhægi kotungur af Seltjarnarnesi, var nefnilega upp- reisnarmaður, einn af örfáum síns tíma. Aðalpersóna bókarinnar, Jón Hreggviðsson á Rein, var ekki upp- reisnarmaður, enda var framlag hans til umræðnanna í svartholinu forðum af öðrum toga: „Ef einhver ætlar að fara að formæla mínum arfakóngi hér þá er ég hans arfa- þjónn,“ sagði hann. Jón Hreggviðs- son elskaði sum sé sinn arfakóng og er í fyrstu kærður fyrir smávægi- legan glæp. Böðullinn sem hýddi Jón drapst nokkru síðar í mýr- arlæk, drukkinn. Jón var kærður fyrir að hafa drepið hann og þar með voru örlög hans ráðin. Hann varð upp frá því bandamaður Ás- björns Jóakimssonar. Hann var óþreytandi, harður, lét aldrei beygja sig, leitaði réttar síns út í dauðann, bauð valdinu birginn og þoldi allar svaðilfarir, leiddur aðeins af einu: réttlætiskennd í brjósti sínu. Íslendingur á þess- um tíma sem orðið hef- ur fyrir því happi að vera ákærður, þó aldr- ei nema saklaus, fyrir að myrða fyrirlitleg- asta fulltrúa konungs- valdsins og hefna með því niðurlægingar ís- lensku þjóðarinnar, hefur að dómi höfund- arins verið þess verður að vera gerður ógleymanlegur í bók- menntum Íslands og m.a.s. fulltrúi réttlætiskenndar þjóðarinnar. Ég vona að þú sjáir í gegnum fingur við mig þótt ég minni á þessa tvo kunningja mína úr alþýðustétt með nokkrum orðum. Það er raunar trúa mín að nú séu þeir tímar í þessu landi að við rifjum aldrei of oft upp kynni okkar af óspilltu fólki, innlendu sem erlendu, fólki sem lét aldrei undan, hvorki lifandi né dautt. Þá kynnum við Íslendingar betri skil sjálfstæðis og ánauðar en við gerum nú. Allt ber að sama brunni. Endur- bætur og stækkun á gömlu flug- skýli á Vellinum í þeim tilgangi að hýsa í því kafbátaleitarflugvélar sem hafa þar viðveru, mismunandi margar í senn. Þetta ásamt því loft- rýmiseftirliti sem fer reglulega fram við Akureyri og Keflavík er hluti af NATO-hervæðingunni á norðurslóðum. Sama máli gegnir um heræfingarnar sem farið hafa fram sumar eftir sumar hér á landi og kallast Norðurvíkingur. Vest- rænn fjármálakapítalismi ásælist ol- íu og málma norðurslóða, yfirráð yf- ir nýjum siglingaleiðum og hernaðaraðstöðu. Herfræðileg markmið eru líka innikróun Rúss- lands og Kína sem skert geta hin vestrænu yfirráð á heimsvísu. Já, þeir eru margir sem láta undan. Orðhagur maður, Einar Krist- jánsson frá Hermundarfelli, taldi undanlátsmennina þjást af „knjá- liðamýkt“. Eitt af 112 svæðum sem Náttúru- fræðistofnun Íslands leggur til að vernda skuli og friðlýsa í fram- kvæmdaáætlun Náttúruminjaskrár er Drangajökull og nágrenni hans, alls 1.281 km2, svæði sem nær frá suðurmörkum Hornstrandafrið- lands (580 km2) og suður um Ófeigs- fjarðarheiði og nær yfir fyrirhugað virkjunarsvæði Hvalárvirkjunar. Í umsögn Náttúrufræðistofnunar Ís- lands um svæðið segir m.a. að möguleg virkjun vatnsfalla muni hafa talsverð áhrif á víðerni og ásýnd þess og raski mögulega ákveðnum jarðminjum. Í þings- ályktun um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða sem sam- þykkt var á Alþingi í janúar 2013 er Hvalárvirkjun í orkunýtingarflokki virkjunarkosta. Í því felst þó engin heimild til orkunýtingar. Stjórn Landverndar skorar á um- hverfis- og auðlindaráðherra að leggja náttúruminjaskrá fyrir Al- þingi sem allra fyrst eftir að þing kemur saman (11. september) og friðlýsa Drangajökulssvæðið og all- ar þær minjar sem það hefur að geyma. Landvernd telur sig vafa- laust eiga hauk í horni þar sem ráð- herrann er enda var hann fram- kvæmdastjóri samtakanna frá 2011 og fram í nóvember 2017. Einnig skorar Landvernd á iðnaðarráð- herra að styrkja flutningskerfi raf- orku á Vestfjörðum, sem sé for- senda raforkuöryggis Vestfjarða, og uppræta það sem Landvernd kallar blekkingar um að Hvalárvirkjun eða aðrar einstakar virkjanir stuðli að því. „Eftir er enn yðvar hluti,“ sagði Skarphéðinn á Markarfljóti forðum við félaga sína eftir að hafa vegið Þráin. Nú er að standa sig, Guðmundur Ingi. Láta ekki undan og geta sér góðan orðstír, eða lenda ella í hópi þeirra ráðherra sem eng- inn man lengur nöfnin á. Vertu svo kært kvaddur. Opið bréf til umhverfis- og auðlindaráðherra Eftir Ólaf Þ. Jónsson »Nú er að standa sig, Guðmundur Ingi. Láta ekki undan og geta sér góðan orðstír, eða lenda ella í hópi þeirra ráðherra sem enginn man lengur nöfnin á. Ólafur Þ. Jónsson Höfundur er skipasmiður. IOGT hvetur stjórn- völd til að setja for- varnastefnu í þann for- gang sem hún ætti að vera. Sextugasta og ní- unda heimsþing IOGT var haldið í Sigtuna í Svíþjóð sjötta til ell- efta ágúst. Félagar Æskunnar, IOGT á Ís- landi og Núll Prósent fjölmenntu og tóku virkan þátt. Mikill hugur er í IOGT-félögum í öllum heimsálfum þar sem uppbygging fé- laga á sér stað í flestum félögum. Heitasta umræðan þetta þingið var hve áríðandi það er að spyrna við fótum gegn áfengisiðnaðinum sem svífst einskis til að hagnast meira á sölu áfengis. Markmiðum Samein- uðu þjóðanna um sjálfbærni (SDG) er freklega ógnað því að áfengi er hamlandi og jafnvel hindrandi í að ná 13 af 17 sjálfbærnimarkmið- unum. Almenningur gerir sér alls ekki grein fyrir alvöru málsins enda er nýlega byrjað almenningsátak til að kynna þessi markmið. Eitt af 17 markmiðunum er að ná jafnrétti kynjanna, sem dregur úr kyn- bundnu ofbeldi, en áfengi kemur við sögu í allt að 80% ofbeldis- mála. Á þinginu var fjallað um áhyggjur almennings hér á landi og víðar í heiminum af gríðarlegum fjölda þeirra ungmenna sem látist hafa af lyfjaneyslu á þessu ári. Við verðum að taka okkur saman og halda betur um þá sem standa okk- ur næstir. Þorum að vera góðar fyrirmyndir, tölum við börnin okkar um áfengi og önnur vímuefni og skaðsemi þeirra á einstaklinga og samfélagið. IOGT á Íslandi hefur unnið í forvörnum frá stofnun 1884 og segir enn að auðveldasta skrefið til að bæta heiminn sé að minnka áfengisneyslu. Einfalda lausnin er sú að þeir sem eru neytendur dragi úr neyslunni og þeir sem ekki neyta byrji ekki. Það eru margar leiðir til að framfylgja þessari uppskrift. Þeir sem hætta í neyslu, hvort sem þeir misstu tökin eða ekki, segja flestir að þeir upplifi gríðarlegt frelsi. Samfélagið þarf að stíga þetta skref saman. Við verðum að láta vita í kringum okkur að við hugsum meira um hag samfélagsins og viljum ekki þjóna ýtrustu einka- hagsmunum áfengisiðnaðarins sem vill bara selja meira áfengi án tillits til afleiðinganna. Kallað eftir sam- stöðu um forvarnir Eftir Aðalstein Gunnarsson » IOGT hvetur stjórn- völd til að setja for- varnastefnu í þann for- gang sem hún ætti að vera. Aðalsteinn Gunnarsson Höfundur er framkvæmdastjóri IOGT á Íslandi. Atvinna

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.