Morgunblaðið - 28.08.2018, Page 22

Morgunblaðið - 28.08.2018, Page 22
✝ HrafnhildurÁrnadóttir fæddist á Land- spítalanum í Reykjavík 30. september 1958. Hún lést á líkn- ardeild Landspít- alans 15. ágúst 2018. Foreldrar henn- ar voru Jónína Björg Guðmunds- dóttir, f. 1937, d. 2011, og Árni Jóhannsson, f. 1932, d. 2009, bændur í Teigi 2, Fljóts- hlíð. Bróðir Hrafnhildar er Guðbjörn, f. 1960, kvæntur Hlín Hólm, f. 1966, börn þeirra eru: Anna Þrúður, f. 1988 (móðir hennar er Ragn- Hekla Fjölnisdóttir, f. 1990. 3) Hlynur, f. 1993, tamninga- maður á Feti, sambýliskona hans er Lea Marie Drastrup, f. 1996. Hrafnhildur ólst upp í föð- urhúsum í Teigi 2, Fljótshlíð. Hún stundaði nám við Héraðs- skólann í Skógum og Hús- mæðraskólann á Laugarvatni og á námsárunum starfaði hún m.a. hjá Skógrækt ríkisins á Tumastöðum og hjá Land- græðslunni í Gunnarsholti. Hrafnhildur lauk námi í sjúkraliðun árið 1982 og starf- aði við það fag til dauðadags, nú síðast við heimahjúkrun hjá Reykjvíkurborg. Hrafn- hildur var virk í félagsstörfum alla tíð. Hún var félagi í Soroptimistaklúbbi Grafarvogs og sinnti sjálfboðaliðastörfum fyrir Rauða krossinn. Útför Hrafnhildar fer fram frá Langholtskirkju í dag, 28. ágúst 2018, og hefst athöfnin kl. 13. hildur Anna Gunn- arsdóttir), sam- býlismaður Hjörtur Logi Val- garðsson, f. 1988, sonur þeirra er Hermann Darri, f. 2016; Helga, f. 1992; og Hugi, f. 1995. Hrafnhildur giftist Páli P. Theódórs, f. 1958, hinn 8. september 1984. Synir þeirra eru: 1) Árni Björn, f. 1982, tamningamaður og reið- kennari í Oddhóli, sambýlis- kona hans er Sylvía Sig- urbjörnsdóttir, f. 1984. 2) Fannar, f. 1986, lífeindafræð- ingur, sambýliskona hans er Laugardagurinn 27. maí rann upp bjartur og fagur. Ég hugs- aði með mér að loksins væri sumarið komið með birtu og blíðviðrisdögum. Um hádegisbil hringir Hrafnhildur systir í mig, við vorum vön að skiptast reglulega á hringingum í gegn- um árin, sérstaklega eftir að foreldrar okkar féllu frá fyrir fáeinum árum. Hún bað mig að fara ekki á taugum, hún hefði slæm tíðindi að færa. Ég lofaði að halda ró minni, fann þó á mér að ég gæti kannski ekki staðið við loforðið. Það stóð heima, það var mér áfall þegar hún kvaðst hafa greinst með æxli við heila. Hún sagði stórt verkefni fyrir höndum sem tæki tíma að komast í gegnum. Allt í einu var hún alvarlega veik, ný- komin úr tveggja vikna ferða- lagi til Marokkó. Sjúkrasaga Hrafnhildar var stutt, hún var hraust og passaði ávallt vel upp á sig. Hreyfði sig reglulega, stundaði líkamsrækt, borðaði hollan mat. Í lok maí hófst ótrú- leg atburðarás sem við sem stöndum næst Hrafnhildi höf- um verið hluti af, ekki laus við ótta og kvíða. Hrafnhildur sjálf tók veikindum sínum af mikilli yfirvegun, jafnvel þegar ljóst var orðið að geislameðferðin bar ekki tilætlaðan árangur og augljóst var í hvað stefndi. Hrafnhildur var einu og hálfu ári eldri en ég, við ólumst saman upp í foreldrahúsum í Teigi í Fljótshlíð allt þar til hún fór að vinna fyrir sér að heiman tæplega tvítug. Hrafnhildur passaði vel upp á litla bróður sinn og var mér góð systir. Ég reyndi að fylgja henni í einu og öllu á æskuárunum, oft var það strembið því Hrafnhildur var bæði fim og fljót að hlaupa og ósjaldan mátti ég lúta í gras í einni eða annarri þrautinni. Ár- ið 1979 hitti hún Palla sinn, en þau störfuðu bæði hjá Land- græðslunni í Gunnarsholti, sumarið 2018 var því það fer- tugasta sem þau áttu saman. Þau voru mjög samhent, ég sá það glöggt hve sterkur streng- ur var á milli þeirra þegar ótíð- indin dundu yfir og erfiður veikindatími stóð yfir. Það var fallegt að sjá Palla kalla fram bros hjá Hrafnhildi örfáum dögum fyrir andlát hennar, aðdáunarvert hvernig Palli stóð vaktina allt frá fyrsta degi veik- indanna og þar til yfir lauk. Hrafnhildur og Palli voru lánsöm, eignuðust þrjá drengi sem allir standa sig með sóma. Tveir þeirra búa í utanverðri Rangárvallasýslu og ekki fjarri, við Gíslholtsvatn voru Hrafn- hildur og Palli búin að koma sér upp fallegu athvarfi. Þar undu þau glöð við sitt og þar var gestkvæmt, þar hélt Hrafnhild- ur vinkonum sínum og vinafólki oft fínar veislur. Hrafnhildur var skipulögð, dugleg og sér- staklega talnaglögg. Ég naut góðs af því en hún sá um mín fjármál, samskipti við banka og aðrar stofnanir þau ár sem ég dvaldi erlendis. Hrafnhildur var sjúkraliði að mennt, starfaði lengst af við heimahjúkrun og var vel liðin bæði meðal sjúk- linga og samstarfsmanna. Hrafnhildur hafði ákveðna sýn á lífið sem ætti að vera mörgum til eftirbreytni. Fyrir a.m.k. tíu árum sótti hún um að færa starfshlutfallið niður í 80%. Þetta gerði hún til að eiga tíma fyrir sjálfa sig, til að sinna hugðarefnum sínum, sjálfboða- liðastörfum o.fl. Við Hlín og börn okkar send- um Palla, Árna Birni, Fannari og Hlyni, vinum og vandamönn- um einlægar samúðarkveðjur. Megi björt minning um Hrafn- hildi styrkja þau á sorgartím- um. Með söknuði og hlýrri þökk er Hrafnhildur systir kvödd af mér og mínum. Starfsfólki Landspítalans er þakkað fyrir alúðlega umönnum. Guðbjörn Árnason. Í dag kveðjum við elsku föð- ursystur okkar, Hrafnhildi Árnadóttur. Hrafnhildur var okkur afar kær. Hún hélt mikið upp á okkur systurnar og sýndi það í verki með því að vera í góðu sambandi við okkur og hafði frumkvæði að því að við hittumst reglulega. Það voru ekki margar stelpur í hennar nánasta hring, sem samanstóð af sonunum þremur og Palla, þetta breyttist þó með tímanum þegar tengdadæturnar komu til sögunnar. Hún minnti okkur reglulega á það að lífið væri núna og að við ættum að nýta tímann og njóta hans á meðan við gætum. Lífshlaup hennar var miklu styttra en okkur hafði órað fyrir og minnir það okkur enn meira á það hvað líf- ið er dýrmætt. Við kveðjum hana nú með þakklæti fyrir væntumþykju og samveru og vottum öllum ást- vinum hennar, Palla, Árna Birni, Fannari og Hlyn, okkar dýpstu samúð. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta, þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfin úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Anna Þrúður og Helga Guðbjörnsdætur. Harmur í hjarta býr, hrollkaldur dagur nýr, ekkert er eins og það var. Hvers vegna varðstu að hverfa á braut? Ég spyr, en ég fæ ekkert svar. Jörðin hún snýst þó ég vildi það síst, því að tilveran öll er með öðrum brag. Þig græt ég, ákaft hvern einasta dag. (Bragi V. Bergmann) Ég hygg að ofangreint ljóð lýsi að einhverju leyti tilfinn- ingum þess sem á svipstundu þarf að kveðja stóru ástina í lífi sínu. Í þeim sporum stendur Palli, vinur minn, nú og gerir sitt besta. Í rúma fjóra áratugi stóðu þau saman í blíðu og stríðu – samstillt teymi tveggja sálu- félaga: Palli og Hrafnhildur. Annað var aldrei nefnt án hins. Æskuást sem ekki bara endist, heldur vex og dafnar og blómstrar, er býsna sjaldgæft fyrirbrigði. Þau kynntust á unglingsaldri hjá Landgræðslu ríkisins í Gunnarsholti þar sem bæði unnu nokkur sumur um miðjan áttunda áratuginn. Þau felldu snemma hugi saman á þessu tímabili og litu aldrei um öxl eftir það: Stofnuðu heimili, eignuðust þrjá mannvænlega syni, þroskuðust saman og mættu sérhverju sem að hönd- um bar samstiga og samstillt, lífsglöð og glaðvær. Svo, líkt og þruma úr heiðskíru lofti, kom vágestur til sögunnar og klippt var á þráðinn í einu vetfangi. Örsnöggt og ógnarsárt. Ég kynntist Palla og Hrafnhildi í Gunnarsholti. Ég er afskaplega þakklátur fyrir sumrin mín í Gunnarsholti á árunum 1974- 79. Þangað komum við fjölmörg og kornung úr öllum áttum, 15- 16 ára unglingar, og lærðum ótalmargt. Við lærðum að lifa fjarri foreldrahúsum, lærðum vinnusiðferði og vinnubrögð, jukum félagsfærni okkar stór- lega og bundumst vinaböndum sem endast okkur ævilangt. Yf- ir öllu vöktu heiðurshjónin Sveinn landgræðslustjóri og Oddný, kona hans, að ógleymd- um Sigurði Ásgeirssyni ráðs- manni. Í Gunnarsholti voru að auki margir heilsársstarfsmenn, hver öðrum yndislegri við okk- ur unga fólkið. Svo áttum við talsverð samskipti við vist- mennina á Akurhóli, að ekki sé talað um alla atvinnuflugmenn- ina sem launalaust komu til að fljúga „Þristinum“ Páli Sveins- syni, landgræðsluvélinni sem enn ber einkennisstafina TF- NPK. Þessi samskipti þroskuðu okkur unga fólkið og vitkuðu á ýmsan hátt. Viðlíka sögu þekkja kannski margir: Að vinna með hópi jafn- aldra sumarlangt, jafnvel nokk- ur ár í röð – en svo skilur leiðir og hver heldur í sína átt. Í okk- ar tilviki var það ekki svo – og það er ekki síst Hrafnhildi og Palla að þakka. Hrafnhildur fékk nefnilega þá hugmynd ör- fáum árum eftir að Gunnars- holtsárum okkar allra lauk að kalla vinahópinn saman til ár- legs þorrablóts. Fyrsta þorra- blótið var haldið heima hjá Palla og Hrafnhildi árið 1983, árið eftir hjá Stjána og Sigrúnu og æ síðan hjá þeim fjórtán fyrrverandi starfsmönnum í Gunnarsholti og mökum sem tilheyra stoltir Gunnarsholts- genginu svonefnda. Við héldum okkar 36. þorrablót fyrr á þessu ári – og það er alltaf jafn gam- an! Nú er stórt skarð höggvið í vinahópinn. Frumkvöðull og gleðigjafi er fallinn frá. Við Inga sendum Palla, sonum og tengdadætrum hugheilar sam- úðarkveðjur. Við kveðjum Hrafnhildi með virðingu og þökk. Blessuð sé minning mætrar konu. Bragi V. Bergmann. Hrafnhildur Árnadóttir 22 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. ÁGÚST 2018 Látinn er hann frændi minn Dóri í Tungu eins og hann var alltaf kallaður. Mig langar í nokkrum fátæklegum orðum að minnast hans en ég gat ekki fylgt hon- um til grafar og læt því þessi minningarorð verða kveðju mína til hans og aðstandenda. Dóri var fjölskylduvinur okkar á Túngötu 19 á Patreksfirði alla tíð frá því ég man eftir mér. Við heimsóttum reglulega Dæju frænku, Emmu, Dóra og Marinó frænda í Efri-Tungu, Örlygshöfn. Ég á margar góð- ar minningar úr Efri-Tungu en er sérstaklega minnisstætt hvað kleinurnar hennar Dæju frænku og mjólkin var góð og gott að koma þar og njóta sam- vista við frændfólkið. Það var þungur harmur kveðinn að fjölskyldunni þegar Marinó lést sviplega í slysi við bæinn 1980 og ég held að hann Dóri minn hafi aldrei verið samur síðan. Þeir bræður Friðgeir og Kristján voru fluttir suður og ég man mest eftir þeim á ætt- armótum eða þegar fjölskyldan hittist við ýmis tilefni. Hann Dóri og Dæja fluttu síðan til Patreksfjarðar og bjuggu sér heimili að Mýrum 7. Dæja frænka lést síðan í maí 1985, Stjáni lést árið 1999 og Frið- geir árið 2005. Emma frænka lést síðan árið 2008 og var Dóri þá einn orðinn eftir af systk- inunum úr Tungu. Dóri gerðist útgerðarmaður og keypti sér bát, lítinn en góðan og hann reri fast og svaf oft úti. Bát- urinn hans hét Heppinn og var BA-47. Við pabbi skildum stundum ekki hörkuna í honum Dóra, hann lá úti, með ekkert til að hita sér og bekkurinn í stýrishúsinu var ekki nógu langur þannig að fæturnir á honum stóðu út fyrir. Hann Halldór Kristjánsson ✝ Halldór Krist-jánsson fæddist 3. janúar 1933. Hann lést 8. ágúst 2018. Útför Halldórs fór fram 25. ágúst 2018. fiskaði vel og sótti stíft og var mörg- um yngri mannin- um fyrirmynd í dugnaði. Þessi meðferð hans á sjálfum sér var ekki góð en Dóri minn varð fótfúinn nokkuð snemma, eins og títt er þó um gamla sjó- menn. Dóri vann síðan í Odda á veturna og þar vann ég með honum nokkra vetur. Dóri var ekki mannblendinn maður og dulur á sitt og ekki hvers manns og gat stuðað fólk með tilsvörum en hafði gott hjarta- lag og mér þótti alltaf vænt um hann frænda minn. Mér þótti vænt um þegar hann treysti mér fyrir og lánaði mér ungum pilti harmonikkuna sína og ég fékk að hafa hana í nokkra mánuði. Það lengdist milli okk- ar þegar ég flutti burt frá Patró en hafði alltaf fréttir af frænda eða heyrði í honum. Kíkti á hann þegar ég átti leið. Mikinn stuðning fékk hann Dóri af nágrönnum sínum, Torfa frænda og Oddu sem og Stínu Beggu, dóttur Torfa og Oddu, sem reyndist frænda sínum alltaf sem best. Einnig frændfólki hans að sunnan, sem ég veit að honum þótti af- ar vænt um og þá sem að hon- um stóðu og litu til hans af og til. Það var afar gott að koma til Dóra og þá var dregið fram úr búrinu alls kyns góðgæti. Genginn er góður maður og ég minnist hans með hlýju og þakklæti fyrir allt og allt. Hann er nú á siglingu á Heppnum, einhvers staðar í sumarlandinu eða í berjamó þar efra. Ég votta aðstandendum Dóra í Tungu mína innilegustu samúð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Aðalsteinn Júlíusson. Elskuleg eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, dóttir og amma, GUÐBJÖRG BJARNADÓTTIR, Heiðargerði, Selfoss, lést á krabbameinslækningadeild Landspítalans miðvikudaginn 22. ágúst. Útför hennar fer fram frá Skálholtsdómkirkju föstudaginn 31. ágúst klukkan 14. Ragnar Ingólfsson Þórunn Ragnarsdóttir Óskar Örn Gunnarsson Bryndís Ragnarsdóttir Kristján Bergur Helgason Jónína K. Kristjánsdóttir barnabörn Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, SIGÞÓR B. SIGURÐSSON, Klapparstíg 35, Reykjavík, lést á Landspítalanum í Fossvogi fimmtudaginn 23. ágúst. Útför hans fer fram frá Bústaðakirkju mánudaginn 3. september klukkan 15. Blóm og kransar eru vinsamlega afþökkuð en þeim sem vildu minnast hans er bent á styrktar-og líknarsjóð Oddfellowa. Kolbrún Ágústsdóttir G. Birna Sigþórsdóttir Bylgja B. Sigþórsdóttir Sigurður Már Sigþórsson tengdadóttir, barnabörn og barnabarnabörn Ástkær stjúpfaðir okkar og móðurbróðir, INGI ÞORBJÖRNSSON frá Kirkjubæ í Vestmannaeyjum, síðast til heimilis að Safamýri 81, lést á hjúkrunarheimilinu Eiri laugardaginn 25. ágúst. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Eirar fyrir frábæra umönnun. Guðmunda Kristinsdóttir Sigríður H. Kristinsdóttir Hjörleifur H. Helgason Hannes Kristinsson Þóra Kristinsdóttir Rögnvaldur Möller Ingibjörg Bragadóttir Þorsteinn Árnason Jóhannes Þór Ingvarsson Margrét Lilja Kjartansdóttir Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, LILJA GUÐMUNDSDÓTTIR frá Böðmóðsstöðum í Laugardal, lést á hjúkrunarheimilinu Lundi á Hellu 17. ágúst. Jarðarför hennar fór fram frá Selfosskirkju 24. ágúst í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Guðrún Ingimundardóttir Þórir Snorrason Svanheiður Ingimundardóttir Magnús Guðjónsson Guðmundur Óli Ingimundarson Roswitha M Hammermuller Fjóla Ingimundardóttir Vilhjálmur Sörli Pétursson barnabörn og barnabarnabörn

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.