Morgunblaðið - 28.08.2018, Page 30

Morgunblaðið - 28.08.2018, Page 30
eldu á milli fimm girnilegra tegunda f Snack Pot frá Knorr. Réttirnir eru ægilegir, ljúffengir og fljótlegir. ynntu þér úrvaIið á KNORR.IS V a þ 30 MENNING MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. ÁGÚST 2018 VIÐTAL Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Þjóðleikhúsið iðar af lífi þegar blaðamann ber að garði. Hljóðfæra- leikarar eru að bera inn hljóðfæri, leikarar að æfa á sviði, saumavélar suða í búningadeildinni og hamars- högg frá leikmyndasmiðum berg- mála um gangana. Starfsfólk húss- ins er komið úr sumarfríi og nýtt leikár að hefjast en langur listinn yf- ir verkefnin framundan sýnir að á þriðja tug sýninga verða færðar á svið Þjóðleikhússins í vetur. Ari Matthíasson þjóðleikhússtjóri segir að alltaf sé gaman þegar undirbún- ingur fyrir leikárið er kominn á fullt. „Þegar búið er að hnoða saman verkefnum fyrir nýtt leikár þá er vissulega alltaf í manni einhver efi, um hvernig takist til. Svo mæta allir þessir frábæru listamenn hingað í ágúst, húsið fyllist af orku og gleði og ég fyllist vissu um að þetta verði frábært. Ef ég þarf að takast á við eitthvert pex og argaþras hér í vél- arrúminu,“ segir hann um skrifstofu sína, „þá fer ég bara og fylgist með æfingu um stund og allt verður gott að nýju.“ Þegar rætt er um nýtt leikár og öll þau spennandi og ólíku verk sem valið hefur verið að sýna, þá bendir Ari fyrst á að þegar þjóðleikhús eigi í hlut þá verði að hafa margt í huga. Menningarstefna sett af mennta- og menningarmálaráðuneytinu setur starfseminni ramma, rétt eins og fjárlög íslenska ríkisins. Meðal þeirra skyldna sem leikhúsinu ber að þjóna er að sinna börnum – um þriðjungur uppfærslnanna er sér- staklega ætlaður þeim – og þá er mikilvægt að sinna íslenskri leik- ritun. Reynt er að hafa allt að helm- ing verkanna íslensk. „Þá þurfum við eðlilega að gæta að jöfnum tæki- færum fyrir karla og konur í hópi listrænna stjórnenda og að samsetn- ing leikársins höfði til hinna ýmsu og ólíku hópa áhorfenda. Allir þessir kraftar eru að verki þegar leikárið er mótað. Við þurfum líka bæði að sýna ný verk og klassísk, erlend sem innlend. Við reynum að halda þess- um boltum á lofti og gæta að jafn- væginu, um leið og við erum í virku samtali við samfélagið,“ segir Ari. Jafna kynjahalla Að jafnaði vinna margir höfundar að skrifum fyrir Þjóðleikhúsið. Ari segir að höfundar séu ráðnir til að vinna að eigin leikritum eða leik- gerðum eftir eigin sögum eða ann- arra. „Hugmyndir að leikgerðum geta kviknað með ýmsum hætti, höf- undar eða leikstjórar koma til okkar með verk sem þeir brenna fyrir að takast á við, eða þá að leikhúsið hef- ur frumkvæði að því að leikgerð er unnin, til dæmis með það fyrir aug- um að takast á við ákveðin brýn um- fjöllunarefni, eða einfaldlega búa til spennandi leiksýningu. Okkur finnst mikilvægt að leitast við að jafna kynjahalla í leikbókmenntum, og á síðasta leikári sviðsettum við til dæmis leikgerð sem var byggð á Svartalogni eftir Kristínu Marju Baldursdóttur, þar sem er mikið af bitastæðum hlutverkum fyrir konur, og fjallað er á áhugaverðan hátt um veruleika kvenna.“ Ari talar áfram um samstarf húss- ins við leikskáldin og segir eðlilegt að stofnun eins og Þjóðleikhúsið taki ákveðna áhættu þegar gerðir séu samningar við höfunda. Oft gengur það vel upp og verður að leikverki sem endar á fjölunum. „Það líða gjarnan 18 til 20 mánuðir frá því að ég sest niður með höfundi að ræða hugmynd og við skrifum undir áfangasamning um tiltekið leikverk, þangað til tjaldið er dregið frá svið- inu á frumsýningarkvöldi. Svo getur það líka gerst að ekki næst að ljúka verki fyrir tilætlað leikár. En við höfum skyldur gagnvart íslenskri leikritun og erum sífellt með það í huga,“ segir Ari en auk nýrra verka í samstarfsverkefnum með leik- hópum sem koma inn í húsið, þá verða tvö ný leikverk frumsýnd, Súper – þar sem kjöt snýst um fólk, eftir Jón Gnarr, og Þitt eigið leikrit – Goðsaga eftir Ævar Þór Bene- diktsson. Hátt í 50 sýningar úti á landi Auk Svartalogns, sem verður tek- ið aftur upp í seinni hluta septem- ber, er haldið áfram að sýna sirkus- söngleikinn Slá í gegn, með tónlist eftir Stuðmenn, og eru sýningar hafnar. Þá hefjast í byrjun sept- ember sýningar á Sögustund eftir Bernd Ogrodnik og í október sýnir hann á Brúðuloftinu Klókur ertu, Einar Áskell, en hún er byggð á bókum eftir Gunillu Bergström. Þjóðleikhúsið býður börnum í elstu deildum leikskóla í heimsókn með kennurum að sjá Sögustund til að kynnast töfraheimi leikhússins. Bernd sýnir börnunum sjö leikþætti með handunnum trébrúðum sínum og heillandi töfrabrögðum. „Við sýnum Sögustund líka hátt í fimmtíu sinnum á landsbyggðinni í vetur og reynum þannig að bjóða öllum börnum á þeim aldri að sjá sýninguna“ segir Ari. „En við ætl- um líka að fara með hana á elliheim- ili og sýna hana elstu borgurunum. Undanfarin ár hefur Þjóðleik- húsið verið duglegt að bjóða börn- um í leikhús og við höfum líka lagt aukna áherslu á að fara með sýn- ingar út á land enda höfum við skyldum að gegna gagnvart lands- mönnum. Það er mikilvægt að leik- húsið sé aðgengilegt, óháð búsetu og efnahag. Við Íslendingar eigum Þjóðleikhúsið saman og leggjum því til fjármuni, því verður stofnunin að mæta landsmönnum eins og hægt er – og ekki síst börnum. Í fyrra frumsýndum við barna- leikrit á Ísafirði og í Vestmanna- eyjum árið áður. Þótt við séum með þetta margar sýningar fyrir börn á landsbyggðinni í ár þá finnst mér við líka þurfa að ferðast um með verk fyrir fullorðna og munum reyna að gera það,“ segir hann. Öllu tjaldað til í Ronju Fyrsta frumsýningin á stóra svið- inu í haust er Ronja ræningjadóttir eftir Astrid Lindgren, við tónlist eft- ir Sebastian og í leikstjórn Selmu Björnsdóttur. „Það verður risastór sýning, 30 manns á sviðinu og öllu tjaldað til!“ segir Ari. „Selma er frá- bær leikstjóri og hefur sett upp margar af okkar stærstu sýningum undanfarin ár. Við erum með stór- stjörnu í aðalhlutverkinu, Sölku Sól, sem er söngkona af hæsta kaliberi og snjöll leikkona. Á móti henni leik- ur annar glæsilegur leikari, Sig- urður Þór Óskarsson. Þetta er falleg saga sem margir þekkja og fjallar meðal annars um það hvernig vin- áttan dregur úr tortryggni milli stríðandi fylkinga. Þetta er okkar stærsta sýning í vetur.“ Þetta verður í þriðja skipti sem Ronja ræningjadóttir er færð á svið hér á landi en danska söngvaskáldið vinsæla, Sebastian, sem ekki hefur áður komið til landsins verður við- staddur frumsýninguna. Undir lok september verður Fly Me to the Moon eftir Marie Jones frumsýnt í Kassanum. Höfundurinn leikstýrir sjálfur og leikarar eru þær Ólafía Hrönn Jónsdóttir og Anna Svava Knútsdóttir. Þetta er hjart- næmt verk um tvær konur sem hafa alltaf þurft að hafa fyrir lífinu en standa skyndilega frammi fyrir þeim möguleika að eignast peninga með auðveldum hætti. „Jones skrifaði líka Með fulla vasa af grjóti. Hún kom hingað þegar við sýndum verkið fyrir ári síðan, þegar Stefán Karl vinur okkar reis af sjúkrabeði til að leika tíu sýningar með Hilmi Snæ,“ segir Ari. „Við vor- um búin að vera með þetta verk hér hjá okkur til skoðunar, Ólafía Hrönn og Steinunn Ólína ætluðu að leika, og Jones leist vel á hugmyndina að leikstýra því sjálf hér. Við hófum æf- ingar í vor en vegna veikinda Stef- áns Karls steig Steinunn Ólína til hliðar og við fengum Önnu Svövu í leikinn. Hún er fyndin og skemmti- leg og það er mikill fengur að fá hana til að leika hjá okkur.“ Sigurður leikur Chaplin Seint í október verður nýtt og kröftugt leikrit eftir Nina Raine, Samþykki (Consent) frumsýnt á stóra sviðinu í leikstjórn Kristínar Jóhannesdóttur. Verkið var frum- sýnt fyrir rúmu ári í National The- atre í London, þar sem það sló í gegn, og var í kjölfarið fært á West End. Ari segir þetta frábært leikrit um flókin samskipti og um réttar- kerfið þar sem spurt er hver sé munurinn á hefndarþorsta og leit að réttlæti og hvort allir séu jafnir fyrir lögunum. „Í leikhópnum eru margir af okk- ar snjöllustu leikurum í þessum ald- urshópi og sá mikli snillingur Krist- ín leikstýrir þessari sýningu en verkið þykir eitt það besta sem er á fjölunum í London,“ segir Ari. Grímuverðlaunasýningin Leitin að jólunum eftir Þorvald Þor- steinsson, með tónlist eftir Árna Eg- ilsson, verður tekin upp að nýju á aðventunni en hún hefur verið sýnd við miklar vinsældir á þeim tíma árs. Annan í jólum verður Einræðis- herrann eftir Charlie Chaplin síðan frumsýndur, í leikgerð hins danska Nikolaj Cederholm sem jafnframt leikstýrir. Leikgerð hans sló í gegn hjá Nörrebro-leikhúsinu í Kaup- mannahöfn og var ausin lofi. Sig- urður Sigurjónsson leikur flæking- inn sem verður einræðisherra fyrir röð tilviljana og er þetta heillandi og frumleg sýning um valdasýki og möguleika mennsku í trylltri veröld og baráttuna fyrir friði. Ari segir að Cederholm hafi verið „Ég fyllist vissu um að þetta  Á þriðja tug sýninga færðar á svið Þjóðleikhússins í vetur  Ný leikrit eftir Jón Gnarr og Ævar Þór Benediktsson  Margir kraftar eru að verki þegar nýtt leikár er mótað

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.