Morgunblaðið - 28.08.2018, Side 36
ÞRIÐJUDAGUR 28. ÁGÚST 240. DAGUR ÁRSINS 2018
VEÐUR » 8 www.mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 608 KR. ÁSKRIFT 6.597 KR. HELGARÁSKRIFT 4.119 KR. PDF Á MBL.IS 5.851 KR. I-PAD ÁSKRIFT 5.851 KR.
1. Þórunn mætti með kærasta í afmæli …
2. Jólin eru komin í verslun Costco
3. 15 milljónir áætlaðar í árstekjur
4. Milla Ósk selur innbúið
»MEST LESIÐ Á mbl.is
FÓLK Í FRÉTTUM
Adam hreppti
aðalverðlaunin
Kvikmyndin Adam eftir leikstjór-
ann og handritshöfundinn Maríu Sól-
rúnu hreppti fyrstu verðlaun í flokki
leikinna mynda á kvikmyndahátíðinni
í Kitzbühel í Austurríki sem lauk um
helgina. Magnús Maríuson leikur að-
alhlutverkið í myndinni, sem var kvik-
mynduð í Þýskalandi, og Haraldur
Þrastarson samdi tónlistina ásamt
Liinu Magneu Maríudóttur.
Senegalski tón-
listarmaðurinn
Youssou N’Dour,
einn þekktasti og
vinsælasti tónlist-
armaður Afríku,
kemur fram
ásamt hljómsveit
sinni á tónleikum
í Eldborgarsal
Hörpu í kvöld. Hann hefur einu sinni
áður komið fram hér á landi, árið
2000, við mikið lof gagnrýnenda.
Youssou N’Dour í
Hörpu í kvöld
Kvartett munnhörpuleikarans
snjalla Þorleifs Gauks Davíðssonar
kemur fram á KEX Hos-
teli í kvöld og hefur
leik kl. 21. Með hon-
um spila Agnar Már
Magnússon, Guð-
mundur Péturs-
son og Aleksi Hei-
nola. Síðustu ár
hefur Þorleifur
Gaukur leikið með
Kaleo samhliða námi í
Bandaríkjunum.
Kvartett Þorleifs
Gauks leikur á KEX
Á miðvikudag Norðvestan 8-13 m/s með súld og rigningu nyrðra
og eystra, en bjartviðri syðra. Hiti 4 til 14 stig, hlýjast suðaustan-
lands. Víða hægur vindur um kvöldið, léttskýjað og svalt í veðri.
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Norðan 8-13 m/s, en mun hægari breytileg
átt sunnan- og austanlands. Rigning um landið norðanvert, en víða
skúrir í öðrum landshlutum. Hiti 7 til 13 stig.
VEÐUR
Fylkir vann 3:1-sigur á
Grindavík í 18. umferð
Pepsi-deildar karla í fót-
bolta í gærkvöldi og fór í
leiðinni upp fyrir Fjölni og
úr fallsæti. Fram undan er
afar spennandi fallbarátta í
deildinni, en Grindvíkingar
eru búnir að heltast úr lest-
inni í baráttu um Evrópu-
sæti. Bakvörðurinn Daði
Ólafsson gerði sér lítið fyrir
og skoraði tvö mörk fyrir
Fylki. »3
Góður sigur kom
Fylki úr fallsæti
Martin Hermannsson, landsliðs-
maður í körfuknattleik, er afskaplega
ánægður með allan aðbúnað hjá
þýska stórliðinu Alba Berlín, en rætt
er við Martin í íþróttablaðinu í dag.
Martin samdi við félagið í sumar og
hóf þar æfingar fyrr í þessum mán-
uði. Berlínarliðið er eitt
þeirra sem þykja líkleg til
að berjast um sigurinn í
Þýskalandi næsta vor. »2
Metnaðurinn mikill hjá
stórliðinu Alba Berlín
Foreldrar tyrknesku landsliðskon-
unnar Fatma Kara voru ekki hrifnir af
því að hún byrjaði að æfa fótbolta.
Þau voru hins vegar fljót að skipta
um skoðun þegar Kara var byrjuð að
spila enda nýtur hún sín vel með bolt-
ann á tánum. Eftir að hafa leikið í
átta ár í tyrknesku úrvalsdeildinni
hefur Kara leikið lykilhlutverk hjá
HK/Víkingi í sumar. »4
Hlýddi ekki foreldrum
og spilar nú á Íslandi
ÍÞRÓTTIR
Skannaðu
kóðann með
símanum þínum
og fylgstu með
veðrinu á
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
„Ferðin gekk vonum framar og allar
áætlanir stóðust,“ segir Hermann
Árnason, hrossabóndi á Hvolsvelli,
um mikla reiðferð sem hann fór í
sumar.
Hermann reið á hestum á ská
landshorna á milli og síðan eftir
landinu endilöngu. Þar með lauk
hann því verkefni að ríða um flest
héröð landsins og teikna stjörnu
með ferðum sínum.
„Ég lagði af stað héðan af Hvols-
velli 27. júní og lauk þessu 19.
ágúst,“ segir Hermann. Fyrsti legg-
ur ferðarinnar var að Reykjanes-
vita. Þaðan var riðið á ská yfir land-
ið í norðaustur að Fonti á Langa-
nesi. Því næst var riðið að Dala-
tanga áður en riðið var þvert yfir
landið í vesturátt. Ferðinni lauk á
vestasta tanga Snæfellsness, Önd-
verðarnesi, en reyndar reið Her-
mann svo að endingu heim á Hvols-
völl.
Alls tók ferðin 58 daga. Hvernig
tilfinning er að þessu sé lokið?
„Mér er efst í huga óendanlegt
þakklæti. Að mega og geta þetta. Og
til þessara skepna sem báru mann
þessa leið. Þær eru ekki orðnar
þreyttari á manni en það að þær
koma enn hlaupandi þegar ég kem í
girðinguna til þeirra.“
Hvernig ertu í skrokknum eftir
allan þennan tíma?
„Ég er í raun endurnærður, hef
aldrei verið betri. Það er eins og það
losni um allt, ég er eins og endur-
fæddur. Maður upplifir sig þrítugan
aftur!“
Hermann hafði 42 hross með í för
og jafnan voru 7-8 aðrir reiðmenn í
föruneyti hans. Hann segir að ferðin
hafi verið þrælskipulögð en það hafi
samt komið sér á óvart að ekkert
óvænt hafi komið upp á, ekkert slys
eða óhapp.
„Það er talsvert afrek í svona
löngum túr. Ég þakka það forsjón-
inni. Maður verður ósjálfrátt for-
lagatrúar þegar maður er mikið með
hestunum sínum og landinu eins og
ég hef gert undanfarin ár.“
Nýtur þess að vera í afaleik
Hermann segir að eftir að hann
lauk þessum áfanga hafi hann náð
þeim markmiðum sem hann setti sér
fyrir tæpum áratug. Hann geti því
markvisst farið að fækka hrossum
sínum og fara sér hægar.
„Ég skulda fjölskyld-
unni orðið þó nokkuð
eftir margra ára út-
hald. Nú fer ég að
ferðast á rólegri máta
og nýt þess að vera
meira í afaleik.“
Endurfæddur eftir 58 daga reið
Hermann Árna-
son lauk stjörnureið
sinni á dögunum
Ljósmynd/Ríkarður Ríkarðsson
Fagnað Það var mikil gleðistund þegar Hermann lauk reiðinni á Öndverðarnesi. Hér eru hann og Sigga kona hans
með sonum sínum og barnabörnum. Frá vinstri eru Heiða, Sigga, Arnar Freyr, Askur, Steinar, Hermann og Ástþór.
Árið 2009 sundreið Hermann öll vötn frá Höfn í Hornafirði að Selfossi
ásamt fleirum. Í þeirri ferð fékk hann þá hugdettu að ríða landið „í
stjörnu“ eins og hann orðar það.
„Ég byrjaði á stjörnunni 2016 og reið þá frá Vík í Mýrdal og norður að
Hrauni á Skaga. Þaðan reið ég vestur í Bolungarvík og Skála-
vík. Svo reið ég Vestfjarðakjálkann og endaði austur á Ing-
ólfshöfða. Þar með tók ég helminginn af stjörnunni,“
sagði Hermann í viðtali við Morgunblaðið fyrr í
sumar. Nú hefur hann fullgert myndina og
teiknað enn stærri stjörnu á Íslandskortið.
Stjarnan fullgerð
FÉKK HUGMYNDINA FYRIR NÍU ÁRUM
Lokahnykkur Hermann og Sigga á Öndverðar-
nesi. Hesturinn sem hún situr er Húmi, sem var
sundhesturinn í kvikmyndinni Hross í oss.