Þróttur - 22.04.1920, Síða 14

Þróttur - 22.04.1920, Síða 14
50 Þróttur það, merki, er sýnir sérþekkingu hans. — Nú er spurning um það, hvort þessi heyfing muni geta haft nokkra þýðingu fyrir hina íslenzku þjóð, hvort ástæða sé til þess að æskja þess, að hinir ungu og uppvaxandi íslendingar alist upp sem skátar. Eg er í engum vafa um það, að skátahreyfingin á engu síður erindi til íslenzkra drengja, en æsku- lýðsins í öðrum löndum. Það verður ekki deilt um það, að margt af þvi, sem þessi hreyfing vinnur að, er ein- mitt það, sem vorra tíma drengir hafa einna mesta þörf fyrir. — Ferðir skátanna um fjöll og firnindi, glæða ættjarðarástina; kröfurnar, sem gerðar eru til dugnaðar í ýmsum grein- um, auka sjálfstraust og herða viljann. Heraginn, sem skátarnir verða að beygja sig undir, kennir þeim stundvísi og hlýðni, og venur þá jafnframt á að vinna — ekki fyrir sjálfa sig — heldur fyrir heildina, og setja hag hennar ofar sínum eigin. Þeir drengir, sem fara að Iifa sem skátar, öðlast auk þess fljótt fullan skilning á því, hvers virði hraust- ur líkami er, og læra að herða hann og styrkja. — Skólafyrirkomulag það, sem við eig- um við að búa, hefir í för með sér kyrsetur og inniverur svo miklar, að þau börn, sem ekki eru því hraustari, þola þær ekki og veiklast smám sam- an. Það er enginn smáræðis-hópur barna, sem á ári hverju verður t. d. að hætta námi í Barnaskóla Reykjavík- ur, vegna bióðskorts eða annarar vesald- ar, sem oft og einatt er afleiðing hins heimskulega skólafyrirkomulags. Af þess- ari ástæðu einni út af fyrir sig, finst mér sá félagsskapur, sem reynir að bæta úr þessu, með því að benda þeim ungu til nátturunnar, og kenna þeim að nota hreina loftið, vatnið og sól- skinið ásamt íþróttum, til þess að herða sig og styrkja, vera fyllilega tíma- bær, og leyfi mér að mæla hið bezta með honum. — Þeim til leiðbeiningar er kynnu að vilja stofna skátaflokk, skal þess getið, að í. S. í. hefir gefið út tvær bækur um þelta efni: Heragabálk skáta og Handbók skátaforingja. Ekki ræð eg þeim, sem ekkert þekkja til skátahreyf- ingarinnar, að byrja með því að lesa þessar bækur; þær eru báðar skrifaðar fyrir þá, sem þekkingu hafa á iþrótt- inni. Þeir, sem vilja kynna sér skáta- hreyfinguna, verða því að lesa útlendar skátabækur, og má þá sérstaklega mæla með bók stofnandans »Scouting for boys« og norsku skátabókinni »Haand- bok for norske Spejder gutter«. Flestir bóksalar munu geta útvegað þessar bækur, og einnig má skrifa Væringja- sveit K. F. U. M. í Reykjavík, sem fljótlega getur útvegað útlendar skáta- bækur, og auk þess mun fúslega gefa þeim, sem þess óskar, upplýsingar um skátahreyfinguna. Á. G. Athugið. 1) Þeir, sem ætla sér að taka þátt í íþróttamótinu hér í Reykjavík, 17. júní í sumar, verða að vera löglegir meðlimir einhvers félags innan íþróttasambands íslands (í. S. í.). 2) Enginn sem er utan félaga getur því tekið þátt í mótinu, og 3) Enginn meðlimur félags utan í. S, í., (þótt hann til bráðabirgða sé með- limur annars félags innan í. S. í.), nema hann segji sig úr því, og gangi í félag innan í. S. í., eða fái sitt eigið félag til að ganga í í. S. t. 31. marz 1920. — Stjórn í. S. í.

x

Þróttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þróttur
https://timarit.is/publication/1299

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.