Þróttur - 01.04.1946, Síða 8

Þróttur - 01.04.1946, Síða 8
Kjartan aftur þrefaldur nicistari. Hann vann 400 m. hlaup á nýju íslandsmcti, 50,7 sek. (var áður 51,2 sek.). 800 m. hlaup vann hann á 1:59,2 mín. og finnntarþraut með 2721 stigi. Afrek hans í ein- stökum greinum þrautarinnar voru þessi: Langstökk 5,65 m., spjótkast 39,96 m., 200 m. hlaup 23,5 sek., kringlukast 31,12 m. og 1500 m. hlaup 4:25,2 mín. — A innanfélagsmóti hjá ÍR setti liann nýtt íslands- met í 300 m. hlaupi, hljóp á 36,9 sek. (Fyrra metið, 37,1 sek., átti hann sjálfur). Þá setti hann tvívegis met í 1000 m. hlaupi, fyrst á 2:38,4 mín. (Gamla metið, 2:39,0 nn'n., átti Gcir Gígja, og var það orðið 15 ára gamalt.) og síðan á 2:55,2 mín. Kjartan myndi sóma sér vel sem fulltrúi landsins í milli- vegalengdum í milliríkjakeppni. MAGNÚS BALDVINSSON varð 2. í langstökki á 17. júní-mótinu, stökk 6,51 m. Voru öll stökk hans yfir 6,30 og það lengsta 6,80, en því miður ógilt. — Á Reykjavíkurmeistara- mótinu varð hann 3. í langstökki, stökk 6,09 m. og 3. í 100 m. hlaupi. Hljóp á 12,1 sek. — Á meist- aramóti íslands varð hann 2. í langstökki, stökk 6,25 m. og 5. í þrístökki. — Á Septembermótinu varð hann einnig 2. í langstökki, stökk 6,29 m. — Á skólamótinu keppti hann fyrir Iðnskólann og varð 1. í langstökki. Stökk þá 6,41 m. ÓLAFUR GIJÐMUNDSSON tók tvisvar þátt í kringlukasti síðastliðið sumar og varð annar í bæði skiptin. Á meistaramóti íslands kastaði hann 39,67 m. Var það kast hans aðeins einum sm. styttra en kast 1. manns. Á September- mótinn kastaði hann 37,37 m. ÓSKAR JÓNSSON var mjög sigursæll s.l. sumar og setti eitt íslands- met. Reyndist hann ósigrandi í 1500, 3000 og 5000 m. hlaupum (Dyrgall ekki reiknaður með). — Á KR-mótinu vann hann 3000 m. hlaup á 9:18,9 mín. Er það næstbezti tími, sem íslendingur hefir hlaup- ið á hérlendis. — Á 17. júní-mótinu varð hann 4. í 800 m. hlaupi á 2:03,0 mín. — Óskar varð tvöfaldur meistari á Reykjavíkurmeistaramótinu. Hann vann 1500 m. lilaup á 4:14,2 mín. og 5000 m. hlaup á 16:01,2 mín. Er það bezti tími, sem íslendingur hefir hlaupið á hérlendis. Og í 800 m. hlaupi varð hann þá 2. á 2:01,6 mín. — Á meistaramóti íslands varð Óskar einnig tvöfaldur meistari. Vann 1500 m. á 4:16,0 mín. og 5000 m. á 16:47,0 mín. — Á innanfélagsmóti hjá ÍR setti Óskar nýtt íslands- met í 1500 m. hlaUpi, hljóp á 4:09,4 rnin. (Gamla metið, 4:11,0 mín., átti Geir Gígja, KR. Var það orðið 18 ára gamalt.) Þá hljóp Óskar 1000 m. á mettímanum, 2:55,2 min. í sömu keppni og Kjartan setti metið, en var sjónarmun á eftir. 800 m. hljóp hann á 2:00,4 mín., sem er næstbezti tími, sem lilaupinn hefir verið á hérlendis. SIGURÐUR SIGURÐSSON varð 6. í kúluvarpi á KR-mótinu, kastaði 11,53 m- — Á 17. júní-mótinu varð hann 4., kastaði 12,56 m. — Á Reykjavíkurmeistaramótinu var hann 6. í kúlu- varpi, kastaði 11,60 m. og á meistaramóti íslands varð liann 7., kastaði 11,72 m. SIGURGÍSLI SIGURFISSON varð 2. í 3000 m. hlaupi á KR-mótinu á 9:34,4 ntín. — Á 17. júní-mótinu varð hann 1. í 5000 m. hlaupi, hljóp á 17:01,8 mín. — Á Reykjavíkurmeistaramót- inu varð hann 3. í 5000 m. hlaupi á 16:39,2 mín. og 4. í 1500 m. hlaupi á 4:30,2 mín. — Á meistara- móti íslands varð hann 2. í 5000 m. hlaupi á 16:54,6 mín. — Á innanfélagsmóti hjá ÍR hljóp hann 800 m. á 2:08,9 mín. og 1500 m. á 4:29,2 mín. SVAVAR GESTSSON, „drengur“, varð 4. í sínum riðli á 17. júní-mótinu i 100 m. hlaupi á 12,6 sek. — Á drengjamóti Ár- rnanns varð hann 4. í 400 m. hlaupi á 58,5 sek. og 4. í milliriðli í 80 m. hlaupi á 10,3 sek. — Á Reykja- víkurmeistaramótinu varð hann 3. í sínum riðli í 100 111. hlaupi á 12,4 sek. — Á drengjameistaramót- inu varð hann 4. í 400 m. hlaupi á 57,8 sek. og 4. í 110 m. grindahlaupi á 18,6 sek. — Á innanfélags- móti hjá ÍR hljóp hann 400 m. grindahlaup á 1:06,5 mín. 4 ÞRÓTTUR

x

Þróttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þróttur
https://timarit.is/publication/1299

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.