Þróttur - 01.04.1946, Blaðsíða 13

Þróttur - 01.04.1946, Blaðsíða 13
ÞRÓTTUR QÍÐAN ÞRÓTTUR hóf göngu sína að nýju ^ hefir hann komið út æði slitrótt og óreglulega. Hafa legið til þess ýmsar orsakir, sem cigi verður hirt um að rekja hér. — Þegar blaðið kom fyrst út, var það eina íþróttablaðið hér á landi og al- hliða blað um íþróttir. Svo, er það var endurvakið, var í fyrstunni ætlunin, að það héldi áfram á sömu braut, en nú hefir verið horfið frá því og verið ákveðið, að það verði fyrst og fremst félagsblað ÍR, auk jiess sem íþróttamálefni verða rædd þar al- mennt, eftir því sem eliii og ástæður þykja til. Vonast blaðstjórnin til þess, að þessari breytingu verði vel tekið meðal IR-inga, enda mjög æskilegt, að íþróttafélögin hafi sín eigin málgögn, ef hægt er að koma slíku við. En það er ekki hægt nema allir félagarnir leggist á eitt um útgáfuna og bregðist vel við, er til þeirra er leitað um aðstoð. Getur slík blaðaútgáfa haft mikla þýðingu fyrir félagsstarfsem- ina í heild. Að lokum heitir blaðið á alla ÍR-inga og aðra velunnara að styðja það eftir mætti, t. d. með því að láta því í té upplýsingar um félaga og annað efni, sem að gagni má koma. ÍR-félagar erlendis T^RÓTTUR hefir reynt að aila sér upplýsinga um ÍR-félaga, sem nú dvelja erlendis, og fara hér á eftir þær fregnir af þeim, senr blaðið hefir fengið: Kristín Árnndóttir stundar nám \ið húsmæðra- skóla í Stokkhólmi. Elisabet Jólmnnsdóttir stund- aði einnig nám við sama skóla, en cr nú komin heim. Bræðurnir Gylfi og Valur Hinrihssynir, hand- knattleiks- og frjálsíþróttamenn, fóru í byrjun des- ember til Stokkhólms til náms við „Stockholms tekniska institude”. Bræðurnir Einar og Jóhann Eyfells dvelja í Ameríku við nám, báðir í Kaliforníu. Haraldur Árnason og kona hans, Hjördís Jóns- dóttir, sem bæði hafa verið starfandi ÍR-ingar í mörg ár, dvelja nú í Ithaca í Bandaríkjunum. Ólafur Guðmundsson, kringlukastsmethafinn, er nú við nám í lögregluskóla í Stokkhólmi. Hörður Björnsson, skíðamaður, dvelur nú í Stokk- hólrni við nám í „Stockholms tekniska institude". Þróttur biður iR-inga, sem geta gefið ujjplýsingar um félaga, sem dvelja erlendis, að hafa samband við blaðið. Vignir G. Steindórsson F. 12. des. 1919 D. 2 6. des. 1945 J VETUR urðu iR-ingar að sjá á bak ein- um af beztu félögUm sínum, Vigni G. Stein- dórssyni. Hann lézt á annan jóladag og var jarðsettur 5. janúar. Hér verða ekki rituð nein minningarorð um Vigni, enda óþarfi, þar sem þeir munu fáir. er fylgzt hafa með starfi ÍR, sem ekki þekktu hann. En ÞRÓTTUR gctur ekki látið hjá líða að þakka þessunt fallna félaga fyrir þau mörgu og heilladrjúgu störf, sem liann vann í þágu íþróttamálanna. íþróttirnar voru hans hjartans áhugamál. Hann vildi viðgang þeirra sem mestan og lét sitt þar alclrei eftir liggja. Hann var formaður Frjálsíþróttadeikl- ar ÍR. cr hann lézt. — ÍR-ingar, við heiðrum minningu hans bezt með því að tileinka okkur áhuga hans og ást á íþróttunum og halda merki hins sanna íþróttamanns sem hæst á lofti. þrottur 9

x

Þróttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þróttur
https://timarit.is/publication/1299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.