Breiðfirðingur - 01.04.1992, Qupperneq 10
8
BREIÐFIRÐINGUR
um, er fólgið í fjölda árstíðanna og skilgreiningu þeirra.
Þjóðum, sem búa í norðurhluta tempraða beltisins, er yfir-
leitt tamast að tala um tvær eða fjórar árstíðir (sumar, vetur,
vor og haust). í hitabeltinu eru árstíðir náttúrunnar hins
vegar yfirleitt aðeins tvær, regntími og þurrkatími. Þær
standast engan veginn á við sumar og vetur hjá okkur og
þurfa ekki einu sinni að vera jafnlangar. Mismunur af sömu
rót kemur einnig fram þegar „tímaskyn“ þjóða er athugað.
Hjá norðlægum þjóðum eins og Inúítum er veturinn við-
burðalítill og hann skiptist því í löng tímabil, en hjá suðlæg-
ari þjóðum er fleira að gerast á veturna og þær þurfa því að
mæla framvindu hans miklu nánar.
Glöggur vitnisburður um uppruna tímatalsins og verkstýr-
ingarhlutverk þess felst í heitum mánaða eða annarra tíma-
bila sem menn skipta árinu í. Þannig mun mörgum ljóst að
orðið haust merkir eiginlega uppskera, og íslensk mánaða-
nöfn eins og hrútmánuður, sáðtíð, eggtíð, stekktíð, sólmán-
uður, heyannir og mörsugur bera uppruna sínum skýrt vitni.
Þó að sitthvað sé á huldu um upptök frægustu nafnanna,
þorra og góu, er eins víst að þau séu sama eðlis.
Þegar sænski mannfræðingurinn Martin P. Nilsson dregur
saman rækilega umræðu sína um mánaðanöfn hinna ýmsu
þjóða, kemur forvitnileg heildarmynd í ljós. Samkvæmt
henni tengjast nöfnin
1) jurtaríki,
2) dýraríki,
3) náttúrufyrirbærum yfirleitt, til dæmis veðri,
4) verkum og
5) siðum og hátíðum.
Áður en bein talning daga, vikna og mánaða festist í sessi,
hafa menn miðað hugmyndir sínar um árstíðir og þau verk
sem þeim tengdust við náttúrufyrirbærin sjálf. Þau eru þó
afar mismunandi sem tímamælar; sum fylgja almanakinu
býsna vel, en önnur fara nær framvindu hvers árs, til dæmis
í veðráttu, og kann þó hvorttveggja að hafa verið gott til síns
brúks.