Breiðfirðingur - 01.04.1992, Page 11
ÞORSTEINN SURTUR OG SUMARAUKI
9
Við vitum til dæmis mæta vel að far sumra fugla hér á
landi, svo sem kríu og lóu, fylgir almanakinu svo að varla
skakkar meira en viku. í forngrískum textum er talað um
tímann þegar trönurnar skrækja, en trönur munu einmitt
vera mjög „stundvísar“ á ferð sinni norður um Evrópu á
vorin og jafnvel halda sig einnig við ákveðna og afmarkaða
áfangastaði á leiðinni.
Ýmis önnur fyrirbæri, til dæmis úr jurtaríki, eru háðari
veðurfarssveiflum hvers árs, og þarf þó ekki að miða við þá
duttlunga sem ríkja hér við ysta haf. Enda þótt þessi fyrir-
bæri fylgi ekki almanakinu eins vel og hin, þá eru þau engu
síðri vegvísir um ýmis þau mannanna verk sem eru komin
undir veðurfari fremur en almanaki.
Þá er athyglisvert hvernig tímatalið og einingar þess fara
eftir því hvaða tökum menn hafa náð á hverjum tíma og í
hverju samfélagi á tölum og talnameðferð. Þjóðir á fyrri
stigum menningar kunna oft ekki að fara með háar tölur.
Dæmi um þetta er að finna í íslenska viknatalinu, þar sem
menn töldu vikurnar frá upphafi sumars framan af sumri
(„tíunda vika sumars“ o.s.frv.) en síðan, þegar tölurnar
urðu óþægilega háar, var farið að telja vikurnar sem eftir
lifðu sumars. Mörg dæmi um hliðstæðar aðferðir er að finna
hjá öðrum þjóðum.
í tengslum tímatals og náttúru munar auðvitað mest um
þann gang himintungla sem er reglubundinn og kann auk
þess að hafa áhrif á jarðneska náttúru eða vera henni sam-
stiga með sýnilegum hætti. Þannig fer varla fram hjá neinum
í tempraða beltinu hvernig sólargangur tengist árstíðaskipt-
um. Kvartilaskipti tunglsins eru einnig harla glögg og hafa
verið notuð við tímamælingar innan ársins frá örófi alda.
Fylgir þó sá böggull skammrifi að árið er fjarri því að vera
heilt margfeldi tunglmánaða svo að mánuðirnir standast
engan veginn á við árið.
En menn hafa lengi haft enn fleiri ráð til að fylgjast með
gangi ársins. í syðri hluta tempraða beltisins hentar til dæmis
vel að hafa til marks, hvenær einhver tiltekin fastastjarna