Breiðfirðingur - 01.04.1992, Page 13
ÞORSTEINN SURTUR OG SUMARAUKI
11
hefur ekki endilega þurft á tímatali að halda við öll þau verk
sem vinna þurfti á árinu. Duttlungar íslenskrar náttúru eru
til dæmis slíkir að gróðurfar og veður eru yfirleitt betri leið-
arvísar en almanakið um það, hvenær sé tímabært að sleppa
skepnum úr húsi eða hefja slátt. Þó er sjálfsagt ekki verra að
taka almanakið með í reikninginn og gera sér síðan sjálf-
stæða heildarmynd.
En ekki eru allar ákvarðanir bóndans háðar veðri og
vindum á þeim tíma sem hann tekur þær. Tökum til dæmis
hvenær hann á að hleypa til á veturna. Ef hann er of fljótur
til, verður sauðburður svo snemma vors að líkur á hretum
aukast verulega, ærnar mundu mjólka verr og vanhöld verða
meiri á lömbum. Ef hann hleypir hins vegar of seint til, þá
bera ærnar óþarflega seint, fráfærur dragast á langinn, mál-
nyta verður minni, og lömbin verða rýrari að hausti. Þetta
hefur meiri afleiðingar hér á landi en víðast hvar annars
staðar vegna þess hve íslenskt sumar er stutt. Hins vegar eru
engin ummerki í jarðneskri náttúru um fengitímann sem geta
gefið bóndanum marktæka vísbendingu um það, hvenær
hann eigi að sleppa hrútunum í ærnar. Ef hann er nægilega
stjörnuglöggur, getur hann að vísu farið sjálfur eftir sól og
tungli, svo fremi hann sjái þá til þeirra á þeim tíma sem um
er að ræða. En við getum varla gert ráð fyrir að allir bændur
leggi sig eftir stjörnuskoðun eins og hér þyrfti til, og gætu þó
verið fullgóðir búmenn.
Þetta er því að mínu mati skýrt dæmi um það að gott og
einfalt tímatal getur komið að miklu gagni við mikilvægar
ákvarðanir í daglegu lífi. Annað dæmi varðar kornræktina
sem landnámsmenn reyndu að taka með sér hingað frá
öðrum löndum: Til að nýta sumarið þannig að kornið næði
þroska, dugði ekki að bíða þar til veðurguðunum þóknaðist
að sýna ótvíræð merki um vorkomu.
Merkilegasta dæmið er samt það tiltæki forfeðranna að
halda Alþingi í tiltekinni viku sumars, kringum sumarsól-
stöður. Þetta hefur verið kostnaðarsöm ráðstöfun í harðbýlu
landi því að af henni leiddi að mikilvægur hluti vinnuaflsins