Breiðfirðingur - 01.04.1992, Page 15
ÞORSTEINN SURTUR OG SUMARAUKI
13
hinum ýmsu landshornum hittust allir á sama tíma á til-
teknum stað (orðin „tíunda vika sumars“ hafi haft sömu
merkingu hvar sem menn voru á landinu).
í þessu atriði og nokkrum öðrum þurfum við þó ekki að
láta okkur nægja slíka hugarleikfimi því að við höfum í
höndunum texta sem bera ljóst og afdráttarlaust vitni um
þetta. Hinn frægasti þeirra er í fjórða kafla íslendingabókar
sem Ari fróði er talinn hafa skrifað á árunum 1122-1133.
Hún er aðeins varðveitt í heild í tveimur pappírshandritum
frá miðri sautjándu öld, en þau eru talin gerð eftir handriti
frá því um 1200. Þessi kafli er einnig varðveittur með óveru-
legum orðamun í rímhandriti sem talið er frá lokum tólftu
aldar (1187?). Það styrkir að sjálfsögðu heimildargildi papp-
írshandritanna á þessum stað. Ari segir (sjá mynd 1):
Það var og þá er hinir spökustu menn á landi hér höfðu
talið í tveim misserum fjóra daga hins fjórða hundraðs [364
daga því að hér er átt við stórt hundrað = 120], það verða
vikur tvær hins sjötta tugar, en mánuðir tólf þrítugnáttar og
dagar fjórir umfram, þá merktu þeir að sólargangi að
sumarið munaði aftur til vorsins; en það kunni engi segja
þeim að degi einum varfleira en heilum vikum gegndi í tveim
misserum, og það olli.
En maður hét Þorsteinn surtur, hann var breiðfirskur,
sonur Hallsteins Þórólfssonar Mostrarskeggja landnáma-
manns og Oskar Þorsteinsdóttur hins rauða. Hann dreymdi
það að hann hygðist vera að lögbergi þá er þar var fjölmennt,
og vaka, en hann hugði alla menn aðra sofa. En síðan hugð-
ist hann sofna en hann hugðiþá alla aðra vakna. Þann draum
réð Osvífur Helgasonur, móðurfaðir Gellis Þorkelssonar,
svo að allir menn mundu þögn varða meðan hann mœlti að
lögbergi, en síðan er hann þagnaði að þá mundu allir það
róma er hann hefði mælt. En þeir voru báðir spakir menn
mjög. En síðan er menn komu til þings, þá leitaði hann þess
ráðs að lögbergi að hið sjöunda hvert sumar skyldi auka viku
og freista hve þá hlýddi. En svo sem Ósvífur réð drauminn,