Breiðfirðingur - 01.04.1992, Page 18
16
BREIÐFIRÐINGUR
þá vöknuðu allir menn við það vel, og var þá það þegar í lög
leitt að ráði Porkels mána og annarra spakra manna.
Samkvæmt þessu hafa íslendingar eða forfeður þeirra
valið í upphafi að hafa 52 vikur sléttar í árinu. Það hefur
valdið skekkju sem nemur 114 degi á ári eða til dæmis 5
vikum á 28 árum. Hún hefur komið fram, nákvæmlega eins
og Ari segir, í því að „sumarið munaði aftur til vorsins". Til
dæmis færist þá vikan, sem mönnum telst vera tíunda vika
sumars, frá sumarsólstöðum í átt til vorjafndægra, og sólar-
gangur í þessari viku breytist samkvæmt því, svo og veður og
færð að undanskildum sveiflum einstakra ára. Tímatalsum-
bót Surts er talin hafa gerst um 955, eða um 20-30 árum eftir
að Alþingi var stofnað. Þá hafa veður og sólargangur á þing-
tímanum verið komin í það horf sem er um miðjan maí eftir
okkar tímatali. Ég tel deginum ljósara að menn hafa ekki
komist hjá að finna þessa breytingu „á sjálfum sér“ ef svo
má segja.
Hver var Porsteinn surtur?
í 7. kafla Eyrbyggju segir, að Porsteinn héti sonur Óskar
Porsteinsdóttur rauðs og Hallsteins goða Pórólfssonar á
Hallsteinsnesi við norðanverðan Breiðafjörð. Hann ólst upp
hjá afa sínum Pórólfi Mostrarskegg á Hofsstöðum í Þórs-
nesi, sem kallaði hann Þorstein surt.
Þegar Þorsteinn þorskabítur, sonur Þórólfs, flutti bú sitt
að Helgafelli, lét hann reisa vandaðan bæ á þeim slóðum
sem nú heitir Jónsnes og gaf hann Þorsteini surt frænda
sínum. „Bjó hann þar síðan og varð hinn mesti spekingur að
viti“ (11. kafli).
í Laxdælu er þess fyrst getið um móður hans að „hún var
móðir Þorsteins surts hins spaka, er fann sumarauka“ (6. k.).
Þar segir einnig að Þorsteinn fóstraði Sumarliða son Vig-
dísar systur sinnar og Hrapps á Hrappsstöðum í Laxárdal.
Þorsteinn var þá ekkjumaður en Ósk dóttir hans og tengda-
sonur voru með honum „því að Þorsteinn var þá hniginn og