Breiðfirðingur - 01.04.1992, Page 22
20
BRF.IÐFIRÐINGUR
annars. Pessi flutningur nemur um það bil einni gráðu á dag
eftir sjóndeildarhring á íslandi kringum jafndægur, eða sem
svarar fjalli sem er ca. 2 km á breidd og 100 km í burtu.
Færslan er því vel sýnileg og menn hefðu til dæmis getað
fylgst með því, hvaða dag ársins sólin sest við ákveðið fjall.
Ef þessi dagur flyst fram um viku á 7 árum, þá má draga þá
ályktun að auka þurfi sjöunda hvert ár viku eða að árið sem
menn nota sé einum degi of stutt (sjá mynd 2).
Galli á umbót Porsteins
Ef við skiljum orðin „sjöunda hvert sumar“ venjulegum
íslenskum skilningi, þannig að auka þurfi eitt ár af hverjum
sjö, þá eru þau því miður röng lýsing á raunveruleikanum.
Vik frá júlíönsku tímatali nemur þá fjórðungi sólarhrings á
ári eða einni viku á hverjum 28 árum. Þessu hlutu menn
smám saman að taka eftir.
íslendingabók, sem Ari segist í upphafi máls hafa skrifað
fyrir biskupa landsins, hefur sennilega verið rituð bæði á
íslensku og latínu, því að kirkjuyfirvöld í Róm þurftu að
geta lesið þennan kynningarbækling um nýjan meðlim í
hinni heilögu fjölskyldu. Eftir latneskri málvenju merkir
„sjöunda hvert sumar“ í reynd „sjötta hvert sumar“ og það
er miklu nær réttu lagi. Með því móti yrði frávikið ekki
nema um það bil vika á 100 árum.
Frásögn Ara í 7. kafla íslendingabókar, sem fjallar um
kristnitökuna, bendir hins vegar til þess að sumarauki hafi í
fyrstu verið hafður eftir orðanna hljóðan sjöunda hvert
sumar. Þar segir frá ferð Gissurar hvíta og Hjalta Skeggja-
sonar frá Noregi til íslands
og komu þá í Vestmannaeyjar, er tíu vikur voru af sumri, og
hafði allt farist vel að. Svo kvað Teitur þann segja er sjálfur
var þar. Pá var það mœlt hið næsta sumar áður í lögum að
menn skyldi svo koma til alþingis er tíu vikur vœri af sumri,
en þangað til komu viku fyrr. En þeir fóru þegar inn til
meginlands og síðan til alþingis.