Breiðfirðingur - 01.04.1992, Page 28
26
BREIÐFIRÐINGUR
því í eigu Hólmara, þar á meðal Sæmundar Halldórssonar,
en hann átti í röskan aldarfjórðung drýgstan þátt í sögu þil-
skipaútgerðar í Hólminum. Ásamt Sæmundi sinntu kaup-
mennirnir Hjálmar Sigurðsson og Árni P. Jónsson þil-
skipaútgerð og eignaðist sá fyrrnefndi stærsta skipið (50
rúmlestir), sem eingöngu var ætlað til fiskveiða. Meðan best
lét hjá þessum þremenningum og skip þeirra urðu flest - sex
samtímis - sem var á öðrum tug aldarinnar, varð mikil íbúa-
fjölgun í Hólminum. Hér hefur aðeins verið drepið á örfáar
stiklur, sem hafa má í huga að baksviði þeirrar sögu, er nú
verður rakin.
III
Samkvæmt gjörðabók var fyrsti fundur í Sjómannafélaginu
Ægi haldinn 12. janúar 1901. Par voru þá samþykkt lög þess
og ennfremur skipulagsskrá fyrir styrktarsjóð handa sjómönn-
um. Ókunnugt er hver hefur verið frumkvöðull að stofnun
félagsins og hver hafi samið lögin og skipulagsskrána, en
hvorttveggja hefur ekki gerst án undirbúnings. Fundinum
stjórnaði Pétur Sigurðsson skipstjóri1’, en hann sóttu 14
menn. Fyrstu stjórnina skipuðu: Sæmundur Halldórsson,
formaður, Ingólfur Jónsson, ritari og Bjarni Jóhannsson,
féhirðir. En líklegt er, að þessir menn ásamt Pétri hafi ann-
ast allan undirbúning fundarins. - Lögunum var lítillega
breytt 1905, en þetta er aðalefni þeirra:
Tilgangur félagsins er að hlynna sem mest að öllu því
sem til framfara og eflingar lýtur við fiskveiðar og hverju
því velferðarmáli, sem einkum varðar þilskipa- og báta-
útgerð hér við land og ennfremur að efla styrktarsjóð
sjómanna í Stykkishólmi.
Málfundir skulu haldnir í félaginu einu sinni í mánuði
á tímabilinu nóvember til mars að báðum meðtöldum og
Hann drukknaði í Reykjavíkurhöfn 5. desember 1917.